Morgunblaðið - 16.01.1999, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 16.01.1999, Blaðsíða 62
ir 62 LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1999 MORGUNB LAÐIÐ Dýraglens Ljóska Ferdinand Smáfólk ÉG held að þú sért ekki ekta jólasveinn... Ef þú ert ekta júlasveinn, hvar eru þá hjálp- endur þínir? Hjálp - hjálp - hjálp THAT5THE PDMBE5T THIN6 I‘VE EVER 5EEN rz( WH0CARE5? MERRV CHRI5TMA5, 5WEETIÉ' WOOF, WOOF, WOOF/ a 7i Þetta er það asnalegasta sem ég hef nokkru sinni séð! Hverjum er ekki sama? Gleði- leg jél, Ijúfan! Voff, voff, voff! BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reylqavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Að sprengja meira og meira, meira í dag en í gær Frá Val Óskarssyni: MÖRG undangengin ár hefur það verið þannig að foreldrar leggjast yfirleitt í vörn fyrir litlu unglingana sína ef skólastjórnendur fínna að framferði þeirra í skólanum og er þá nánast sama hvers eðlis brot nemandans er. Nýlegir atburðir í Hagaskóla sanna einmitt þessa reglu. Umræddir foreldrar vitna í stjómsýslulög og grunnskólalög og jafnvel mæta með lögfræðinginn á svæðið. I raun búum við í grunn- skólunum við kerfí sem er svipað því að sá sem væri tekinn fullur á 150 kílómetra hraða, hann hefði fullan rétt til þess að fá ökuleyfið sitt daginn eftir að yfírvöld hefðu svipt hann leyfinu. ímyndið ykkur hættuástandið sem sÚkt skapaði öðrum ökumönnum eða virðingu þessara ökumanna fyrir lögregl- unni. Undimtaður er einn þeirra sem ekki nennti lengur að reyna að stjóma svona vitlausu kerfí, en þetta era þeir tveir meginpunktar sem ég hefði viljað sjá breytast fyr- ir löngu síðan. 1. Skólastjórnendur þurfa að hafa skilyrðislausan rétt til að víkja nem- anda úr skóla um ótiltekinn tíma, enda er það oft og tíðum bráðnauð- synlegt svo hinir krakkarnir fái vinnufrið. 2. Hver sæmilega stór skóli þarf að hafa leyfi til að fastráða að minnsta kosti tvo kennara sem sinni forföllum. í dag er kerfið þannig að engir fastir forfallakennarar era til og því skapast oft stórkostleg vand- ræði þegar veikindi hrella aðra kennara. Aílir sjá t.d. í anda hversu gæfulegt það er að senda unga nem- endur heim þegar enginn er til að kenna þeim, eða þá að þeir eru á göngum skólans og trafla aðra kennslu. Engar líkur eru til að róttækar breytingar verði á stjórnsýslulögum og grannskólalögum nema skóla- stjórnendur standi þétt saman um aðgerðir. Mín tillaga er mjög ein- föld. Það væri nóg að skóla- stjórnendur í Reykjavík segðu upp störfum, allir sem einn, og krefðust breytinga á því sem er óþolandi við núverandi lög og reglur. (Auðvitað væri best að sjá þetta gerast um allt land.) Það væri góð tilbreyting að menn minnist ekki einu orði á laun, þegar þeir segja upp heldur aðeins velferð og öryggi nemenda. Eg er handviss um að trúnaðar- menn skólanna mundu sjá til þess að aðrir kennarar færa ekki að hindra nauðsynlegar breytingar með því að sækja um umrædd störf. Eg hef einnig þá trú að foreldrar þeirra barna sem alltaf era til fyrir- myndar í skólanum mundu styðja slíkar aðgerðir þótt ég viti vel að aðrir foreldrar mundu ærast ef loka þyrfti skólunum um tíma, enda þyrftu þeir þá sjálfir að sitja uppi með flugeldafólkið sitt og hvaða for- eldri vill að bömin séu að sprengja flugelda inni á heimilinu? Auðvitað gegnir allt öðru máli ef þau era greyin að dútla við þetta í skólanum enda langlíklegast að kínverjarnir og flugeldarnir hafi óvart dottið of- aní töskuna þeirra. VALUR ÓSKARSSON, íyrrverandi yfirkennari og skólastjóri. Hugleiðing Halldórs Frá Guðmundi Bergssyni: GAMLI sveitungi. Ég var að lesa hugleiðingar þínar hinn 2. des. Þar spyrð þú: „Hvar var allt þetta fólk þegar verið var að virkja fyrir Stór- Reykjavíkursvæðið?" Elliðarárstöðin tók til starfa 1921 og það er mikið vatn rannið til sjáv- ar síðan. Það var gerð stífla í ána sem þætti ekki stór miðað við það sem nú gerist enda tæki önnur, samt var hávaði út af henni vegna laxagöngu en almenningur gladdist yfir að fá rafljós í stað olíulampans. Það er ekki hægt að bera saman það sem var í upphafi aldarinnar og þess sem nú er, í lok hennar. Ekki hvarflai- að mér að álasa forfeðram okkar fyrr á öldum þó þeir hafi brotið skógarkjarrið í eldinn. Þeir höfðu engin önnur ráð og þótti Iangt að þreyja þorrann og góuna. Ef svona ætti sér stað í dag þá ætti það engan rétt á sér. Tímarnir breytast og mennirnir með. Það er ekki þannig að menn séu á móti virkjun- um, heldur vilja þeir ekki að unnin séu spjöll á náttúrunni, það er það sem um er rætt, t.d. að gróðurvinjar og fuglaparadís hálendisins verði ekki gerðar að lónum. Það getur verið rétt hjá þér að svanasöngur heyrist frá einhverju lóninu en það er alveg víst að heiðargæsin verpir ekki meir þar sem komið er margra metra vatn. Það má líka leiða hug- ann að því hvort við gætum ekki nýtt vatnið betur með því að nota það aftur og dæla því með kröftug- um dælum upp í lónið aftur. Öflug dæla dælir talsverðu magni á sólar- hring og það gæti drýgt vatnsbú- skapinn að mun. Þú talar um mengun frá bflum og ferðamönnum og þar er ég þér sam- mála og við þurfum líka að taka okkur sjálfum tak í sambandi við landið okkar. Er það rétt skilið hjá mér að þú teljir að öll okkar framtíð á næstu öld sé álver og hefurðu engar áhyggjur af mengun frá þeim þegar þeim hefur verið raðað allt í kringum landið? Samt eram við ekki betur stödd en svo að við skrifuðum ekki undir á ráðstefnu sem haldin vai- um ósónlagið í Kyoto, þannig að við eigum ekki að taka endalaust við því sem aðrar þjóðir, eins og t.d. Norðmenn era að leggja niður hjá sér. Ég á enga ósk betri til Eyrsveitunga en þá að það verði aldrei byggt álver í Grandar- firði. GUÐMUNDUR BERGSSON FRÁ KROSSNESI, Sogavegi 178. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunbiaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.