Morgunblaðið - 16.01.1999, Side 63

Morgunblaðið - 16.01.1999, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1999 63 BREF TIL BLAÐSINS Undirstaða uppeldis Frá Guðbirni Jónssyni: ÞAÐ SEM helst vekur manni óhug þessa dagana eru fréttir af endur- teknum sprengingum unglinga í Hagaskólanum. Mál þetta álít ég svo grafalvarlegt að ekki verði lengur horft til hliðar við þau vandamál sem skapast þegar foreldrar sinna ekki frumskyldum sínum vegna uppeldis bai-na sinna. Við getum deilt um hvort börn eigi að fara að sofa kl. 20, 22 eða 24, hvort þau eigi að borða áð- ur en þau fara í skólann og ýmsa fleiri þætti í daglegri framkvæmd uppeldis. Það á hins vegar ekki að verða að deiluefni hvort foreldrum beri skylda til að kenna og þjálfa börn sín í að bera virðingu fyrir um- hverfí sínu og samferðafólki. Slíkt er undirstaða siðferðis í landinu. Kveikjan að þessum skrifum voru fréttir af að skólastjóri Hagaskóla hefði orðið að vísa 6 unglingum úr skólanum vegna þess að þeir voru með sprengiefni á sér inni í skólan- um. Engum getur blandast hugur um að þessi ákvörðun hans var eðli- leg, enda fyrst og fremst ætluð til að vekja athygli þessara einstaklinga á alvarleika atferlis þeiira. Það sem vakti athygli mína, voni fréttir af að foreldrar þessara unglinga hefðu, af særðu stolti, brotið þessa aðgerð skólastjórans á bak aftur, vegna mis- taka hans í tilkynningarskyldu til foreldranna. Var þar vísað til stjórnsýslulaga. Það er athyglisvert að velta þessu aðeins fyiir sér. Þarna nota foreldr- arnir lagalegan rétt sinn til að fá upplýsingar á réttum tíma, til þess að brjóta niður stranga leiðbeiningu til barna þeirra, sem greinilega höfðu farið langt út fyrii- eðlilega umgengnishætti og skapað verulegt hættuástand með framferði sínu. Pramferði sem líklega hefur einnig brotið í bága við lög, þar sem þeir voru með sprengiefni í fórum sínum innanhúss og í hópi fólks sem í skól- anum var. Eðlileg viðbrögð foreldris, sem hefði haft farsæld unglingsins í huga, hefði verið að leggjast á sveif með skólastjóranum við að vekja at- hygli unglingsins á hve alvarlegt það væri að fara glæfralega með svona hættuleg efni. Það væri engin afsök- un til fyrii’ því að vera með sprengi- efni á sér inni í skólum eða á öðrum fjölförnum stöðum. Nei, þessir blessaðir foreldrar voru sér ekki svo vel meðvitandi um skyldur sínar gagnvart velferð unglingsins að þeir áttuðu sig á mikilvægi samstöðunnar með skólastjóranum. Þeir álitu mik- ilvægara að standa vörð um eigin rétt til að fá upplýsingar um ákvörðun skólastjórans á réttum tíma. Þeh- nýttu sér því ákvæði í lög- um, um upplýsingarskyldu, til að brjóta á bak aftur ákvörðun skóla- stjórans um refsingu gagnvart þess- um unglingum sem ógnað höfðu um- hverfí sínu á lífshættulegan máta. Með þessu sendu þau börnum sínum Bruninn á Kálfatjörn Frá Sesselju Guðmundsdóttur: LAUGARDAGINN 12. des. síðast- liðinn birtist grein í blaðinu eftir Priðrik H. Ólafsson sem bar yfir- skriftina Um ærumorð og önnur morð. I greininni lýsir Friðrik brun- anum á kirkjustaðnum Kálfatjörn í Vatnsleysustrandarhreppi og fjallar nokkuð um deilur þær sem staðið hafa um Kálfatjarnartúnin undanfar- in ár. Síðustu vikur hef ég verið að vonast eftir andmælum og/eða skýr- ingum frá Golfklúbbi Vatnsleysu- strandarhrepps vegna ásakana Priðriks um „lymskubrögð og bak- tjaldamakk" en ekkert hefur birst enn. Ég skora hér með á forsvars- menn golfklúbbsins að gera grein fyrir sinni hlið á þessu leiðindamáli. Herdísi Erlendsdóttur og og öðru Kálfatjarnarfólki votta ég mína dýpstu samúð og segi að lokum: Ég hreinlega trúi því ekki að nokkur hreppsbúi hafi viljað troða heiðurs- systkinunum á Kálfatjörn um tær! SESSELJA GUÐMUNDSDÓTTIR, Urðarholti 5, Mosfellsbæ. þau skilaboð, að þau yrðu varin í óheiðarleika og lögbrotum með öll- um færum leiðum. Meira að segja væri nóg að mistök í tilkynningar- skyldu ættu sér stað. Þetta eru skila- boðin sem börn þessara foreldra hafa nú sent frá sér. Spurningin er hvort eða hvernig þessir foreldrar ætla að kenna börnum sínum að bera virðingu fyrir umhverfi sínu og sam- ferðafólki. Ég álít nauðsynlegt að foreldrar íhugi vel viðhorf sín til uppeldismála, einkanlega þá þætti er lúta að fram- angreindum þáttum virðingar. Shkt er undh-staða siðferðis. Hverfi virðing okkar íyrir umhverfinu og sam- ferðafólkinu, er siðferðið jafnframt farið. Þá er stutt í villimennskuna. Mig langar hér í lokin að segja stutta sögu úr uppeldi mínu. Þegar ég var barn, var ég nokkuð stríðinn. Eg vai- hins vegar frekar huglaus og beitti þessari stríðni ekki nema þeg- ar ég taldi mig eiga greiða flóttaleið heim. Af reynslu vissi ég að ég átti alltaf visst skjól í eldhúsinu hjá mömmu. Eitt sinn var ég að stríða strákum með því að skjóta í þá smá- steinum af teygjubyssu. Þeir ætluðu að ná mér til að lumbra á mér en ég slapp inn í hús heima og flúði inn í eldhús til mömmu. Fósturfaðir minn, sem var heima, heyrði hávaðann í strákunum og fór út í dyr að tala við þá. Þeir sögðu honum hvað ég hafði gert og báðu hann að skamma mig. Hann bað þá bíða, kom inn í eldhús og spurði mig hvort það væri rétt sem strákarnir væru að segja. Ég þorði ekki að skrökva að honum því ég vissi að hann sæi á mér ef ég reyndi það. Ég kinkaði því bara kolli. Tók hann þá í öxlina á mér, fór með mig út í dyr og setti mig út fyrir til strákanna. Sagði hann þeim að af- greiða málið sjálfir. Þegar þeir höfðu lúskrað á mér um stund, seildist hann í það sem eftir var af mér, um leið og hann sagði við strákana að þetta væri nóg í þetta skiptið og þakkaði þeim fyrir. Við mig talaði hann alvarlega þegai' ég hafði jafnað mig nokkuð eftir hamaganginn. Það samtal man ég enn og hefur það alla tíð verið mér til góðs. Iðulega þakka ég honum í huganum fyrir þessa hirtingu og alvarlegu leiðbeiningarn- ar. Með þessu ávann hann sér líka virðingu strákanna, sem litu á hann sem mjög heiðarlegan mann. Það var hann líka; mjög heiðalegur og traustur og alltaf tilbúinn að berjast gegn óréttlæti og óheiðarleika. Slíkt viðhorf er dýrmætara en mikil fjár- hagsleg auðævi. GUÐBJÖRN JÓNSSON, Hjarðarhaga 26, Reykjavík. fvennandí bækur fxá LÍFIÐ Í JAFNVÆGI eftir Oprah Winfrey og Bob Greene Bókin er nauðsynleg þeim, sem vilja stuðla að bættri líðan, betra útliti og heilbrigðara lífemi. Oprah lýsir í bókinni þeim erfiðleikum, sem tengjast því að ná kjörþyngd og viðhalda henni. Bob Greene lýsir á nákvæman hátt þeim atriðum, sem þarf til að ná settu marki, svo sem gildi hreyfingar, efnaskiptum likamans og heilbrigðu liferni. mmm LJÓÐ í LYKKJUM - flíkur til aö prjóna eftir Solveig Hisdal Bókin er einstakt listaverk. Skemmtileg blanda af gullfallegum nútíma prjónaflíkum (uppskriftum) frá Noregi og Ijóðum. Þetta er bók fyrir þá, sem hafa áhuga á prjónaskap og sköpun. BREYTINGASKEIÐIÐ eftir Ruth Appleby Fjallað er um breytingaskeiðið á raunhæfan hátt, rakin eru ítarlega þau vandamál, sem geta komið upp og viðeigandi lausnir kynntar, bæði hvað varðar mataræði, fæðubótarefni, smáskammtalyf og hormóna. Höfundurinn er smáskammtalæknir, sem hefur sérhæft sig í breytingaskeiðinu. Þetta er fyrsta bókin í bókaflokknum HEIL- BRIGT VIÐHORF. FORLAG Armúla 29, sími/fax 568 7054 gsm 898 7054 Þegar Kolaportið er með útsölu heitir það Súpersala "rock bottom Súpérsala í Kolaportinu Það hefur alltaf verið mikið líf og fjör á Súpersölunum í Kolaportinu. Glasgow með ódýrustu boli landsins Glasgow básinn er með ódýrustu boli landsins. Mikið úrval í öllum stærðum á aðeins kr. 100 krónur stykkið. Einnig mikið úrval af fallegum skartgripum á afar hagstæðu verði. Lítið við og gerið góð kaup hjá Glasgow við Efstubúð. Yerðlagið í Kolaportinu er að öllu jöfnu langt fyrir neðan hefðbundin útsöluverð. Þegar Kola- portið er með útsölu, er það kallað Súpersala og þá eru verðin komin í grjót "rock bottom price". Súpersalan mun standa yfír næstu þrjár helgar og seljendur bæta inn nýrri vöru um hverja helgi. Sérstök tilboð verða í gangi þær helgar sem Súpersalan stendur yfír Vöruúrvalið er ótrúlegt s.s. bækur, málverk, geisladiskar, fatnaður, skór, skartgripir, leikföng, gjafavara, matvæli, snyrtivörur, antikhúsgögn, kompudót, frímerki, safnaravara eða nánast allt milli himins og jarðar. EIIi skransóldánn auglýsir: Elli auglýsir „Verðhækkun aldarinnar." 100 krónu hlutir kosta nú 200., Komið og prúttið verðið niður fyrir kr. 100 aftur. Úrvalið er ótrúlegt og ekki vitað hvað til er. Viðskiptavinir verða bara að koma, gramsa og leita. Þið finnið hann Ella í stóra skranbásnum neðst í Dropabraut. Bibbi - Tilboð í fullum gangi. Gibson Explorer hágæða rafmagnsgítar á einungis 50.000. krónur, aðeins þessa helgi. Þessi einstaki gripur er til sölu hjá Bibba á horni Baragötu við útganginn. Einnig er þar að finna fjölbreytt úrval af góðri notaðri vöru á frábæru verði. Ólöf með rýmingarútsölu á gjafavöru Um þessa helgi er stórútsala í stóra gjafavöru- básnum við Aukastræti. Allar vörur eru á stórlækkuðu verði. Mikið úrval af styttum, vösum, kristal og fleiru til gjafa. Athugið að þessi útsala er aðeins þessa einu helgi. Kári með nýjar forlagsbækur á lágu verði Hann Kári hefur stundað viðskipti í áratugi og síðustu árin í Kolaportinu. Hann er kominn með vefnaðarvöruna aftur og einnig mikið úrval af nýjum forlagsbókum á hreint ótrúlega lágu verði. Þetta má enginn láta fram hjá sér fara. Antikmarkaðurinn Aukastræti auglýsir „Súpersala á húsgögnum.“ Hún Magnea er með mikið úrval af gullfallegum húsgögnum á sannkölluðu gjafvirði. Þið gerið góð kaup hjá Magneu í Kolaportinu, en hún er einnig með antikmarkað í Aukastræti. Bókaveisla á Gleðistíg Bókaveislan á Gleðistíg heldur áfram frá síðustu helgi. Reykjahiíðarætt, Tröllatunguætt, Thorarensen-ætt, Saga mannkyns, Fugiar í náttúru Islands, Aldirnar, saga Reykjavíkur og margt fleira. Einnig mikið úrval af bókum á kr. 100 og 300 krónur. Sirivan með spennandi Asíuvöru á lágu verði Sirivan er með stórt söluplass við kaffiteríuna Kaffi Port og selur Asíuvöru í miklu í úrvali. Gullfallegir munir sem vekja undrun og dulúð. Komið, sjáið og upplifið austurlönd eins og þau gerast best hér á landi. 20-30% afsiáttnr á kven- og bamafatnaði Kristín er með troðfullan sölubás af kven- og barnafatnaði. Básinn hennar Kristínar er staðsettur fyrir framan matvælamarkaðinn við Kaffi Port. Á Matvælamarkaður sem á engan sinn líka Það er ævintýri aðheimsækja Matvælamarkaðinn og þar er að finna ótrúlega fjölbreytt úrvai matvæla sem sum eiga engan sinn líka hér á landi eða annarstaðar. Verðin eru einnig oftast ótrúlega hagstæð og varan í miklum gæðum. Lítið við og gerið góð kaup í gæðamatvælum. Súpersölunni býður hún ótrulega góðan afslátt á allri sinni vöru eða 20-30%. Valkortsbásinnmeðskrifborðogtölvuborð Hann Ásgeir í Valkortsbásnum er með skrifborð, tölvuborð, innskotsborð, konungleg skarthúsgögn, antikvöru, lampa, fallega eftir- prentun af Mónu Lísu, vasa og margt fleira. Hann er líka með hágæðaskóburstun allar helgar. Grænubásamir-boIir,AusturIandavaraog knattspymubúningar Grænu básarnir eru stærsta sölueiningin í Kolaportinu og þar er boðið upp á alla ensku knattspyrnubúningana, boli og austurlandavöru í ótrúlegu úrvali. Verðin hafa aldrei verið betri og upplagt að líta við og gera góð kaup. Á Matvælamarkaði Kolaportsins eru framleiðendurnir yfírleitt sjálfír að selja sína vöru án milliliða og geta því boðið hagstætt verð. Mikið af vörunni er sérframleidd og hvergi fáanleg nema á matvælamarkaði Kolaportsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.