Morgunblaðið - 16.01.1999, Síða 68
68 LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
< _______________________________________
FÓLK í FRÉTTUM
Hátíðarsýning til styrktar alnæmissamtökunum á Islandi
c
Geirmundur Valtýsson og hljómsveit
sjá um daussveifluna í kvöld.
Missið ekki af frábærum dansleik
með skagfirska sveiflukónginum.
Arna og Stefán halda uppi stuðinu á
MÍMISBAR
Radisson SAS
Saga Hotel
Reykjavík
Félagar úr Harmonikufélagi Reykjavíkur og Léttsveit félagsins
leika fyrir dansi. Söngvari er Ragnheiður Hauksdóttir.
9\(œ-tur^aíinn
Smiðjuvegi 14, ‘Kópavogi, sími 587 6080
í kvöld kynnir
Næturgalinn Irisi
Jónsdóttur
söngkonu, ásamt
Hilmari Sverrissyni
og Önnu Vilhjálms
k Borðapantanir í símum 557 9717 og 587 6080 L
HARMONIKUBALL
verður í kvöld,
í ÁSGARÐI, Glæsibæ við Álfheima.
Dansinn hefst kl. 22.00.
Geirmundur
SVARTKLÆDDA konan var
frumsýnd í Tjarnarbíói í
október og er leikrit sem hef-
ur gengið í tíu ár í West End í
London. Arnar Jónsson var fyrst í
hlutverki gamla lögfræðingsins
sem leitar á náðir unga leikarans
sem Vilhjálmur Hjálmarsson leik-
ur.
Að setja fingraför
á hlutverk
- Pekktir þú þetta leikrit áður
en þú tókst að þér hlutverkið?
„Já, ég las það reyndar fyrir
mörgum árum þegar ég var leik-
hússtjóri á Akureyri, og var þá að
velta verkinu fyrir mér. Eg hafði
samt aldrei séð sýningu fyrr en ég
var svo heppinn að ná síðustu sýn-
ingu þessarar uppfærslu með Am-
ari. Pegar ég var beðinn um að
taka við hlutverkinu hans þá var
ég vel í stakk búinn til að svara því
af einhverju viti. Það er nú sjaldan
sem manni gefst tækifæri til að sjá
sýningarnar sem maður verður í,
og ég var mjög sáttur við þessa
sýningu."
- Hvernig fínnst þér að feta í
fótspor Amars?
„Það er alltaf mjög sérstakt að
taka við hlutverki af öðrum, sér-
staklega þar sem er búið að móta
sýninguna að fullu, og maður kem-
ur ekki til með að hafa mikil áhrif
á hana. Hins vegar er hver og einn
leikari sérstakur og engir tveir
leikarar leika sama hlutverkið eins
þótt þeir séu í nákvæmlega sömu
sýningu. Maður setur alltaf
fingraför sín á hlutverkið, og mér
fannst það sérstök glíma að átta
mig á hvemig ég næði að feta mig
áfram í hlutverkinu. En Arnar er
frábær leikari og það er gaman að
vera treyst til þess að feta í fótspor
hans.“
Skemmtileg glíma
- Og þér fínnst hlutverkið
áhugavert?
„Mjög áhugavert, því sagan seg-
ir í stuttu máli frá eldri lögfræð-
ingi sem hefur sögu að segja sem
Að leika illa,
en gera það vel
I kvöld verður leikritið Svartklædda konan
endurfrumsýnt með Viðar Eggertsson
í hlutverki lögfræðingsins. Hildur
Loftsdóttir varð hissa þegar hann
kallaði sig uppvakning.
skemmtilegt að leika mann sem
aldrei hefur leikið, og hann á að
leika, til að byrja með, frekar illa.
Mig gmnaði ekki hve vandasamt
það er að leika illa en gera það vel.
Það er skemmtileg glíma.“
- Og þið kallið þetta endurfrum-
sýningu?
„Já, þetta er endurfrumsýning
og ég er svona hálfgerður upp-
vakningur. A síðustu árum hef ég
aðallega fengist við leikstjóm.
Þegar ég lék seinast var það hlut-
verk Drakúla i írsku leikhúsi í Du-
blin. Þess vegna vil ég helst kalla
mig uppvakning."
Umræðan liggur í dái
- Hvernig kom til að þið
ákváðuð að helga sýningunu Al-
næmissamtökunum á Islandi?
„Það er reyndar ekki mín hug-
mynd, en ég varð mjög ánægður
þegar ég heyrði hana. Fyi-ir ellefu
áram lék ég sjálfur í fyrstu sýning-
unni sem fjallaði um alnæmi og hét
Eru tígrisdýr í Kongó? Sýningam-
ar urðu á annað hundrað og voru
hluti af þeirri umræðu sem var í
þjóðfélaginu um þennan sjúkdóm,
sem hefur svo mikið dregið úr. Það
eru ennþá alltof margir að smitast
af þessum sjúkdómi, og undanfarið
hafa mjög ungir gagnkynhneigðir
einstaklingar verið að smitast, sem
bendir til þess að fræðslan sé ekki
sem skyldi. Það er því full ástæða
tO að halda umræðunni á lofti og
mér finnst mjög gott að forsvars-
menn þessa leikhúss ætli að nota
tækifærið og helga þessa sýningu
baráttunni. Fólk getur komið, lagt
málefninu lið og fengið hárin til að
rísa á höfðinu og hroll niður bakið
af þessari list sem er verið að
framkvæma á sviðinu."
Morgunblaðið/Þorkell
VILHJÁLMUR Hjálmarsson og Viðar Eggertsson í hlutverkum
leikarans unga og lögfræðingsins.
hvílir þungt á honum úr fortíðinni.
Hann kemur í leikhús að hitta ung-
an leikara sem hann vill að hjálpi
sér að segja þessa sögu. Leikarinn
er mjög metnaðarfullur og á end-
anum fær hann þann eldri til þess
að setja söguna á svið. Þar með er
maðurinn kominn í hin ýmsu hlut-
verk manna sem urðu á vegi hans
þegar þessir voveiflegu atburðir
gerðust. Þetta er lögfræðingur
sem hefur auðvitað
aldrei stigið á svið, og
mér fannst voða
Sann-
trúaður og
sjarmerandi
Postulinn
(The Apostle)___________
I) r a m a
Framleiðandi: Rob Carliner. Leik-
stjóri og handritshöfundur: Robert
Duvall. Kvikmyndataka: Barry Mar-
kowitz. Tónlist: Peter Afterman. Að-
alhlutverk: Robert Duvall, Farrah
Fawcett, Miranda Richardson og
Billy Bob Thornton. (139 mín.)
Bandarísk. Skífan, janúar 1998. ÖIl-
um leyfð.
ÞAÐ er alltaf ánægjulegt þegar
kvikmyndaperlur á borð við Post-
ulann rekur á fjörar innan um
froðu í stórflóði
ACADr.MY AVVARD NOMfNEll
kvikmynda.
Postulinn fjallar
um heittrúaðan
prédikara sem
miðlar trúar-
sannfæringu
sinni meðal
neðri-miðstétt-
arfólks í Suður-
ríkjum Banda-
ríkjanna. Persónuleiki hans ein-
kennist af eldmóði, sem laðar fólk
að honum, og breyskleika sem
verður honum að falli.
Handbragð Robert Duvall í
þessari kvikmynd, sem hann leik-
stýrir, semur handritið að og leik-
ur aðalhlutverkið í, einkennist af
vandvirkni og einstakri innsýn í
viðfangsefnið. Teflt er fram flók-
inni og áþreifanlegri aðalpersónu
og fjallað um trú og trúarsamfélög
af athygli og virðingu. Þannig
næst fram samfélagsmynd sem er
hreinskilin og raunsæ og nær
sterkum tökum á áhorfandanum.
Með einstakri túlkun sinni á eld-
prestinum breyska gefur Robert
Duvall myndinni kraft og fyllingu
en aðrir leikarar fylgja honum
dyggilega eftir.
Heiða Jóhannsdóttir
Töfrar sem
nægja ekki
Pólskt brúðkaup
(Polish Wedding)______________
Gaiiiiin / drama
★vt
Frainleiðsla: Tom Rosenberg, Julia
Chasman og Geoff Stier. Handrit og
leikstjórn: Theresa Connelly. Kvik-
myndataka: Guy Dufaux. Tónlist: Lu-
is Bacalov. Aðalhlutverk: Lena Olin,
Gabriel Byrne og Claire Danes. 98
min. Bandarísk. Háskólabió, desein-
ber 1998. Ölluin leyfð.
ÞESSI bandaríska bíómynd
gengur, í sem allra stystu máli, út
á það hve undarlegir Evrópubúar
séu, jafnvel þótt
þeir hafi búið
lengi í Ameríku.
Mikið er treyst
á sérstæða en
,töfrandi“ per-
sónusköpun,
sem því miður
er ekki alveg
nógu töfrandi til
að halda mynd-
inni á floti. Blóðhiti og lauslæti
eru helstu persónueinkennin sem
gert er út á. Evrópskir karlar eru
blóðheitir, evrópskar konur
lauslátar. En þetta er allt í besta
lagi því þetta fólk er svo óvenju-
lega töfrandi. Þannig virðist
myndin hlaðin fordómum, bæði
þjóðernislegum og kynferðisleg-
um, sem er orðið virkilega sjald-
séð á þessum tímum ,pólitískrar
réttu“. Sagan er hinsvegar nokk-
uð skemmtileg á köflum, þótt hún
verði helst til einhæf og langdreg-
in. Leikurinn er að jafnaði góður.
Guðmundur Ásgeirsson