Morgunblaðið - 14.02.1999, Qupperneq 6
6 SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1999
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Bill Clinton ber enn einu sinni sigurorð af andstæðingum sínum
Repúblikanar sitj a
eftir með
BAKSVIÐ
Standi einhver uppi sem sigurvegari eftir
réttarhald öldungadeildar Bandaríkjaþings
í máli Clintons er það forsetinn sjálfur.
Clinton hélt velli, bar sigurorð af rep-
úblikönum og forsetinn hefur enn einu sinni
---------------------------------7------
sýnt að hann eflist við hverja raun. Irafárið
vegna Lewinsky-málsins sýnm að þvi öflugri
sem andstæðingar Clintons eru þeim mun
sterkari verður hann og þeir sem leggja til
atlögu við hann sitja eftir með sárt ennið.
sart enmð
Reuters
BILL Clinton í Rósagarði Hvíta hússins eftir að hafa ávarpað frétta-
menn uni sýknuúrskurðinn. Forsetinn baðst afsökunar á gerðum sín-
um og sagði að „tími sátta og endurnýjunar“ væri runninn upp.
HENRY Hyde, formaður dómsmálanefndar fulltrúadeildar Banda-
ríkjaþings og aðalsaksóknari hennar í réttarhaldinu í máli Clintons,
ávarpar blaðamenn eftir að öldungadeildin sýknaði forsetann í fyrra-
dag. Hinir saksóknararnir standa fyrir aftan hann.
ÓTT niðurstaðan hefði
þegar legið fyrir var það
söguleg stund þegar þing-
menn öldungadeildar
Bandaríkjaþings komu saman í
fyrradag, stóðu upp hver á fætur
öðrum til að lýsa Bill Clinton forseta
„sekan“ eða „ekki sekan“. Enginn
velktist í vafa um að þessi viðburður
yrði fyrirferðarmikill í sögubókunum
þar sem þetta var aðeins önnur
málshöfðunin til embættismissis á
hendur bandarískum forseta í sögu
Bandaríkjanna.
Andrew Johnson, 17. forseti
Bandaríkjanna, var sýknaður af
ákæru til embættismissis fyrir 131
ári og þá vantaði aðeins eitt atkvæði
til að hann yrði sakfelldur og sviptur
embættinu. Niðurstaðan í máli Clint-
ons var hins vegai- sú að ákæran á
hendur honum fékk ekki einu sinni
hreinan meirihluta, hvað þá tvo
þriðju atkvæðanna, sem þurfti til að
sakfella hann.
Ys og þys út af engu?
Þessi niðurstaða er mikið áfall fyr-
ir repúblikana, einkum þá sem sóttu
málið fyrir hönd fulltrúadeildarinn-
ar. Margir líta svo á að allt málið hafi
verið ys og þys út af engu en óljóst
er hvaða afleiðingar Lewinsky-mál-
ið, sem hefur tröllriðið fjölmiðlum og
þjóðlífi Bandaríkjanna í þrettán
mánuði, mun hafa á stjórnmál lands-
ins á næstu árum.
„Ég tel ekki að öll raunasaga
málshöfðunarinnar geti haft miklar
afleiðingar til lengri tíma litið fyrir
aðra en Clinton forseta," sagði
Howard Baker, fyrrverandi öldunga-
deildarþingmaður repúblikana. „Og
jafnvel afleiðingarnar fyrir hann eru
umdeilanlegar."
Bandaríski sagnfræðingurinn
Arthur Schlesinger, sem hefur varið
Clinton með oddi og egg, er á önd-
verðum meiði við Baker og telur að
réttarhaldið muni draga dilk á eftir
sér. „Málshöfðunin á hendur Andrew
Johnson misheppnaðist en forseta-
embættið veiktist og var í sárum í
mörg ár. Ég hygg að málshöfðunin á
hendur Clinton hafi sömu áhrif.“
Enginn sigurvegari?
Clinton hélt embættinu en þeir,
sem þekkja hann, segja hann í sárum
og þetta eigi eftir að plaga
hann næstu árin og jafn-
vel alla ævina. „Hann er
forseti sem hefur verið
auðmýktur frammi fyrir
alþjóð, fjölskylda hans
hefur gengið í gegnum ólýsanlega
sorg, hann er fyrsti þjóðkjömi forset>
inn í sögu Bandaríkjanna sem hefur
verið ákærður til embættismissis og
löggjafarmarkmið hans hafa orðið að
engu,“ sagði Dee Dee Myers, íyrrver-
andi fjölmiðlafulltrúi Clintons. „Það
er erfitt að segja að forsetinn hafi far-
ið með sigur af hólmi í þessu máli...
hann hélt velli.“
Brýnt var fyrir aðstoðarmönnum
Clintons að fagna ekki sýknuúr-
skurði öldungadeildarinnar og
hlakka ekki yfii- ófóram repúblikana.
Embættismenn hans lýstu Hvíta
húsið „hlakklaust svæði“ þegar þing-
menn öldungadeildarinnar greiddu
atkvæði um hvort forsetinn hefði
framið meinsæri og lagt stein í götu
réttvísinnar til að leyna sambandi
sínu við Monicu Lewinsky, fyrrver-
andi starfsstúlku í Hvíta húsinu. „Ég
hygg að menn geti dregið þá ályktun
að enginn hafi farið með sigur af
hólmi,“ sagði einn embættismanna
forsetans.
Eflist við hveija raun
Margir líta þó svo á að það hafi
verið mikill sigur fyrir Clinton að
halda velli á svo afgerandi hátt í Ijósi
fjölmiðlafársins og alha þeirra
þrenginga sem hann hefur mátt
ganga í gegnum frá því Lewinsky-
málið komst í hámæli fyrir rúmu ári.
Hann hafi enn einu sinni sannað
snilli sína sem stjómmálamanns og
sýnt að hann eflist við hverja raun.
Því öflugri sem andstæðingar hans
séu þeim mun sterkari verði hann
sjálfur þegar upp er staðið.
Þótt margir gefi forsetanum lága
einkunn þegar þeir eru spurðir um
heiðarleika hans og siðferði benda
nýlegar skoðanakannanir til þess að
Bandaríkjamenn séu ánægðari með
störf Clintons en nokkurs annars
forseta í sögu Bandaríkjanna. Því
má segja að hann standi með
pálmann í höndunum eftir rimmuna
við repúblikana, sem sitja eftir með
sárt ennið. Clinton hélt embættinu
en tveir af leiðtogum repúblikana
urðu að víkja; Newt Gingrich sagði
af sér embætti forseta fulltrúadeild-
arinnar vegna kosningaósigurs
repúblikana sem einkum er rakinn
til framgöngu þeirra í máli Clintons
og kjörinn eftirmaður hans, Bob Liv-
ingston, ákvað að draga sig í hlé eftir
að í Ijós kom að hann hafði sjálfur
haldið framhjá konu sinni.
Dómur sögunnar
sagður verða harður
Aðeins áköfustu stuðningsmenn
Clintons halda því þó
fram að forsetinn hafi
ekki beðið álitshnekki
vegna Lewinsky-máls-
ins. Jafnvel þeir þing-
menn demókrata, sem
gagnrýndu framgöngu repúblikana
harðast, leyndu því ekki að málið
hefur valdið þeim miklum vonbrigð-
um og þeir lýstu framferði forset-
ans með lýsingarorðum eins og
„skammarlegt", „svívirðilegt" og
„smánarlegt".
„Sagan mun fella harðan dóm
vegna gerða hans og dómgreindar-
brests,“ sagði demókratinn og öld-
ungadeildarþingmaðurinn Christ-
opher Dodd, sem greiddi atkvæði
gegn sakfellingu forsetans og taldi
að sakargiftirnar réttlættu ekki
embættissviptingu.
Clinton fær nú 23 mánuði til að
koma stefnu sinni í framkvæmd og
fryggja að hans verði ekki aðeins
minnst sem forsetans er var auð-
mýktur með ákæru til embættis-
missis vegna kynferðislegs sam-
bands síns við starfstúlku
sína.
Richard Nixon, sem
sagði af sér vegna Wat-
ergate-málsins fyrir 25
árum, fékk að lokum upp-
reisn æru að verulegu leyti og ætla
má að Clinton, er hélt þó embættinu,
eigi sér einnig viðreisnar von.
Ýmislegt bendir til þess að Clinton
takist að styrkja stöðu sína áður en
hann lætur af embætti. Líklegt þykir
að nýr forseti fulltrúadeildarinnar,
repúblikaninn Dennis Hastert, verði
vinsamlegri í garð forsetans en for-
veri hans. Clinton hefur náð tals-
verðum árangri í utanríkismálum
þrátt fyrir þrengingar sínar heima
fyrir og staða hans á alþjóðavett-
vangi gæti styrkst frekar. Hylli hans
meðal almennings og ekki síst góð-
ærið í bandaríska efnahagslífinu
benda einnig til þess að hans verði
minnst sem farsæls forseta þrátt
fyi'ir hneykslismálið.
Þótt rimma forsetans og meiri-
hluta þingsins hafi skaðað helstu
valdastofnanir Banda-
ríkjanna og rýrt traust
almennings á stjórnmála-
mönnunum í Washington
bendir margt til þess að
skaðinn sé ekki varanleg-
ur. Raunin gæti því orðið sú að
Lewinsky-málið hafi sáralítil áhrif á
framvindu stjórnmálanna í Banda-
ríkjunum á næstu árum, þrátt fyrir
alla mifijarðana sem eytt vai' í rann-
sókn málsins og allt írafárið á þing-
inu og í fjölmiðlunum.
Svíþjóð
Lög'um
um vændi
vand-
framfylgt
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
FYRSTA tilraun sænskra yfir-
valda til að fella dóm eftir nýj-
um lögum um vændi fór út um
þúfur í vikunni. Samkvæmt lög-
um er saknæmt að kaupa kyn-
ferðislega þjónustu og getur
refsing numið sektum eða allt
að sex mánaða fangelsi.
Málmeyjai'búi, sem tekinn var
með vændiskonu í janúar, var
sýknaður, þar sem ákærandi
gat ekki hrakið orð hins ákærða
um að hann hefði aðeins ætlað
að tala við konuna. Réttarhöldin
hafa víða vakið athygli, því lög-
gjöfin er einstök í sinni röð og
mörg lönd huga að breytingum
á þessu sviði til að stemma stigu
við vændi, sem oft er fylgifiskur
annarrar glæpastarfsemi.
Málmeyjarbúinn kom í hverfi
vændiskvenna í Málmey, tók
vændiskonu upp í bíl sinn og
þeysti á brott. Þegar hann
stoppaði við hraðbanka, tók út
fé og greiddi henni 500 sænskar
krónur, um 5 þúsund íslenskar,
lét lögreglan til skarar skríða
og handtók hann. Hann játaði
strax á sig að hafa ætlað að
kaupa sér þjónustu konunnar,
en þegar fyrir réttinn kom dró
hann játninguna til baka, sagð-
ist hafa verið einmana og ein-
ungis ætlað að fai'a með hana
heim til að spjalla. Þessum
framburði tókst saksóknara
ekki að hnekkja, en hins vegar
vai' maðurinn dæmdur í mánað-
arfangelsi fyrir ölvun við akst-
ur. Lögreglan segist nú reynsl-
unni ríkari og muni framvegis
haga sér öðruvísi við að fram-
fylgja lögunum. Hvort nú þui-fi
beinlínis að grípa fólk við kyn-
mök með peninga á borðinu á
eftir að koma 1 ljós.
Víða fylgst
með lögunum
Lög, sem gera það saknæmt
að kaupa kynferðislega þjón-
ustu, gengu í gildi um áramótin.
Þau hafa verið lengi í undirbún-
ingi og miklar umræður farið
fram í Svíþjóð um hvort þetta
væri rétta leiðin til að stemma
stigu við vændi. Stuðningsmenn
laganna halda því fram að það
sé spor í rétta átt að það séu
kaupendumir, ekki vændiskon-
urnar, sem gerist brotlegir.
Lögin muni hræða menn frá því
að nálgast vændiskonur. Gagn-
rýnendur laganna halda því
fram að þetta reki aðeins vændi
neðanjarðar og þar með verði
vændiskonur enn ver settar en
áður.
Þetta eru fyrstu lögin sinnar
tegundar og víða um lönd er
fylgst með framvindunni í kjöl-
far þeirra. Mjög víða er verið að
reyna að bregðast við vændi,
sem í vaxandi mæli er að verða
hluti af skipulegri glæpastarf-
semi. Aukningin á meðal annars
rætur í útbreiðslu rússneskra
glæpasamtaka utan Rússlands
og þeim fylgir önnur óværa.
Á ráðstefnu Norðurlandaráðs
í Stokkhólmi nýlega um málefni
barna var meðal annars bent á
að þar sem rússneskar vændis-
konur væru að störfum, til
dæmis í Finnlandi, væri rúss-
neska mafían líka og með henni
kæmi eiturlyfjasala. Þar sem
konur frá Asíu eru við vændi í
Evrópu er oft um að ræða starf-
semi, sem tengist smygli á fólki
og jaðrar við þrælasölu, því
konumar hafa oft verið lokkað-
ar til Evrópu á fólskum for-
sendum. Vændi er því oft fylgi-
fiskur annarrar glæpastarf-
semi.
Óvissa um af-
leiðingar
málsins
Clinton gæti
styrkt stöðu
sína frekar