Morgunblaðið - 14.02.1999, Page 11

Morgunblaðið - 14.02.1999, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1999 11 samkomulag milli læknis í héraði og apóteks hvaða lyf þurfi nauð- synlega að vera til á staðnum. Vegna samkeppninnar, sem ver- ið hefur á lyfsölumarkaði undan- farið, hafa hækkanir þær á hlut sjúklinga í lyfjaverði, sem Trygg- ingastofnun hefur ákveðið um hver áramót, ekki skilað sér til sjúk- linga, þar sem apótekin hafa tekið hækkunina á sig. Lyfsalar segja að yfirvöld hafi sjálfsagt reiknað með að sama yrði uppi á teningnum um síðustu áramót, en það hafi ekki orðið. Það bendi kannski til að ein- hvers konar stöðugleiki sé að nást í samkeppninni; apótekin hafi keyrt verðið eins mikið niður og hægt sé miðað við núverandi aðstæður. Lyija hyggst opna 3-5 nýjar lyíjabúðir Viðmælendur Morgunblaðsins telja flestir, að innan fárra ára verði tvær lyfjaverslanakeðjur með um helming markaðarins í lyfsölu, Lyfja og Lyfjabúðir, en síðar- nefnda keðjan er í meirihlutaeigu Bónusfeðga. A höfuðborgarsvæð- inu eru um tveir tugir apóteka, sem rekin eru af einyrkjum í lyf- salastétt. Þar hefur lítið verið um skipulegt samstarf, fyrir utan að á annan tug lyfsala tók sig saman um að reka Háaleitisapótek, sem er opið allan sólarhringinn og sama hlutafélag rekur Fjarðarkaups ap- ótek. Tæpum mánuði eftir að frelsi í lyfsölu gekk í gildi opnuðu Ingi Guðjónsson og Róbert Melax versl- unina Lyfju í Lágmúla. Lyfja rek- ur nú tvö önnur apótek, í Setbergi í Hafnarfirði og í Hamraborg í Kópavogi. Ingi Guðjónsson fram- kvæmdastjóri segir að Lyfja muni opna 3-5 nýjar lyfjabúðir á næstu tveimur til þremur árum, en telur að markaðurinn hljóti brátt að verða stöðugur og þá dragi úr fjölguninni. Ingi segir að Lyfja vilji efla inn- kaup sín með samvinnu við önnur apótek. Það hafi verið ein skýring þess að fyrirtækið keypti helmings hlut í Árnesapóteki á Selfossi fyrir skömmu. „Við viljum gjaman fara í samstarf við fleiri apótek á næst- unni. Eg held að þróunin verði sú, að Lyfja og Lyfjabúðir verða ráð- andi á markaðnum. Innan tveggja ára verða þessi tvö fyrirtæki komin með yfir 50% af markaðnum á landsvísu, en núna er Lyfja líklega með 13-14% af lyfsölu á landinu öllu og Lyfjabúðir með upp undir 20%. Þessi þróun gerist mjög hratt, því hagkvæmni stærðarinn- ar skilar sér í betri innkaupum. Þeir einyrkjar, sem halda velli, verða þeir sem reka vel staðsett apótek.“ Ingi segir að apótek hafi lækkað verð til sjúklinga venilega, til dæmis með því að fella niður hlut sjúklings í lyfjaverði. „Verðkann- anir sýna, að í heildina hefur lyfja- verð til almennings lækkað um 20%. Þessi þróun hefur líka sparað ríkinu töluvert." Lyfja keypti á tímabili inn lyf beint frá heildsölum á Norðurlönd- um, á lægra verði en hefðu fengist hjá heildsölum hér á landi, að sögn Inga. „Þessi beinu innkaup gerðu okkur kleift að selja lyf á lág- marksverði. Við hugleiddum því að stofna heildsölufyrirtæki, en sá gluggi virðist vera að lokast. Þegar við hófum bein innkaup settu inn- lendir heildsalar fullan kraft í gerð íslenskra fylgiseðla sem setth- eru í lyfjapakkningar. Þetta þýðir að þrátt fyrir að við værum með heild- söluleyfi gætum við ekki, sam- kvæmt EES reglum, afritað fylgiseðla nema með samþykki markaðsleyfishafa. Þannig virka fylgiseðlar í raun sem tæknileg hindrun. Hins vegar er lyfjaverð á Norðurlöndum smátt og smátt að jafnast, vegna EES og samhliða innflutnings milli landa. Auk þess mun tilkoma evrunnar verða til þess að lyfjaverð í Evrópu jafnast hraðar.“ Ingi segir að opinben-i stýringu á heildsöluálagningu hafi verið aflétt um leið og frelsi til lyfsölu var aukið. „Samkeppni milli heild- sala hefur leitt til lækkunar á heildsöluálagningu og hagræðingar í rekstri vöruhúsa þein-a. Það er því eftir mun minna að slægjast fyrir smásölufyrirtæki að yfirtaka þennan hluta lyfjadreifingarinnar. Samkeppnin í smásölunni hefur leitt til þess að heildsölufyrirtækin veita stærri viðskiptavinum betri kjör, sem var óalgengt fýrir 1996. Við erum því ekki vissir um að stofnun eigin heildsölu sé rétt eða íýsileg leið til að lækka lyfjaverð." „Lyfja var frumkvöðuli á sínum tíma og við ætlum að halda áfram að byggja fyrirtækið upp og selja lyf á lágmarksverði," segir Ingi. „Það fer ekki milli mála að Lyfja- búðir eru helsti keppinautur okkar. Þeir hafa mjög sterka bakhjarla og betri aðgang að staðsetningu apó- teka í gegnum Baug, en við verðum engir eftirbátar þeiri-a.“ Aætluð velta Lyfju á þessu ári er um einn milljarður króna. Ingi og sameigandi hans, Róbert Melax, áttu þriðjungs hlut á móti Hagkaup í fyrirtækinu Lyfjakaup, sem setti upp lyfjaafgreiðlu í Hag- kaupsverslunum. Um áramótin seldu þeir hins vegar hlut sinn, um leið og Lyfjabúðir Hagkaups voru sameinaðar Apótekunum, sem Lyfjabúðir ráku. Lyfjabúðir reka nú 8 apótek og áforma að opna 3 til viðbótar á næstunni. Lyljahúðir með 3 ný apótek Fyrirtækið Lyfjabúðir rekur átta apótek, Apótekið Smáratogi, Smiðjuvegi, Iðufelli og Suður- strönd, apótek í verslun Hagkaups í Skeifunni og á Akureyri og Ný- kaup í Mosfellsbæ, auk Hafnar- fjarðarapóteks. Þá opna Lyfjabúð- ir þrjú ný apótek fyrir mitt ár, við hlið Bónus-verslunar í Spönginni í Grafarvogi, eitt í verslun Nýkaups í Kringlunni og apótek í Arbæjar- hverfi. I Kringlunni eni reyndar tvö apótek fyrir, Ingólfsapótek á fyrstu hæð og Lyfjabúðin Kringl- unni á 3. hæð, sem er í eigu sömu aðila og Ingólfsapótek. Hagkaup rak þrjú apótek í sam- vinnu við Lyfju, í Skeifunni, Mos- fellsbæ og á Akureyri. A þeim tíma ráku Lyfjabúðir nokkur apótek. Fyrsta apótekið, sem Lyfjabúðir keyptu, var Hafnarfjarðarapótek í júlí 1996 og í kjölfarið komu apó- tekin við Iðufell, Smiðjuveg, Suð- urströnd og Smáratorg. Eigendur Lyfjabúða voru þrír lyfjafræðing- ar, Gaumur, sem er félag Jóhann- esar Jónssonar og Jóns Asgeirs sonar hans í Bónus, Guðmundur Reykjalín og Haraldur Jóhanns- son. Fimm áttu 18% hlut hver og Haraldur átti 10%. Nú er eignarhald á Lyfjabúðum með þeim hætti, að Baugur á 12%, Gaumur 69%, Guðmundur Reykja- lín 9% og Fjárfestingarbanki at- vinnulífsins 10%. Aætluð velta Lyfjabúða á þessu ári, með 11 apó- tekum, er um 1,4 milljarðar króna. Guðmundur Reykjalín fram- kvæmdastjóri er sammála Inga Guðjónssyni í Lyfju um að í fram- tíðinni verði tvær keðjur lyfjaversl- ana ráðandi á höfuðborgarsvæðinu. „Það stefnir í það nú þegar,“ segir hann. „Margir apótekai-ar í Reykjavík eru komnir á þann aldur að þeir eru farnh- að huga að því að hætta rekstri apóteka og þá kemur í ljós hvort einhver hefur áhuga á að taka við þeim rekstri. Hag- kvæmustu apótekin verða kannski áfram, en það sýndi sig til dæmis með Reykjavíkurapótek að þar vildi enginn taka við rekstri." Guðmundur segir að rekstur lyfjabúða í framtíðinni verði án efa 'tengdari verslunarkjörnum. „Fólk vill geta leyst út lyfseðilinn um leið og það gerir önnur innkaup," segir hann og viðurkennir að fyrirtæki hans standi þar vel að vígi vegna tengslanna við Hagkaup, Nýkaup og Bónus. Kanna stofnun dreifingarmiðstöðvar Guðmundur segir að Lyfjabúðir horfi nú til þess að lækka dreifing- arkostnað lyfja, til að auka hag- Sveitarfélög hafa látið markaðinn ráða fjölda apóteka Apótekin hafa tekið hækkun á kostnaðarhlut sjúklinga á sig Almenningur áttar sig á því ef lyf hækka um einhverjar krónur Ekki hollt fyrir keðjurnar ef þær verða allt of stórar Samkeppnin veldur lyfjabúð um á lands- byggðinni vanda ræðingu í rekstri. „Við erum að kanna grundvöll samstai’fs við aðra aðila, sem þegar starfa við lyfja- dreifingu hér á landi,“ segir hann. „Verð á lyfjum er að verða það sama á öllu Evrópska efnahags- svæðinu, en við horfum til þess að koma upp dreifingarmiðstöð, þar sem hægt væri að nálgast öll lyf á sama stað, sem ekki er mögulegt núna. A næstu vikum skýrist hvort við náum að mynda einhvers konar dreifingarsamband. Hingað til hafa apótekin skorið af álagningu sinni og nú þurfum við að líta ti! heild- sölunnar.“ Guðmundur segh- það hafa kom- ið sér nokkuð á óvart hversu fljótt almenningur brást við samkeppni apóteka. „Fólk gerir verðsaman- burð, enda geta hverjar þúsund krónurnar skipt sköpum, til dæmis hjá öldruðum og öryrkjum sem þurfa að lifa af lífeyri frá Trygg- ingastofnun." Aðspurður hvort staðan gæti ekki breyst til hins verra fyrir neytendur eftir nokkur ár, verði tvær stórar keðjur allsráðandi á markaðnum, segist Guðmundur ekki trúaður á það. „Ef við og Lyfja færum til dæmis að krunka okkur saman um verð, þá rís þriðja keðjan upp um leið. Almenningur fylgist svo vel með, að hann áttar sig á því ef lyf hækka um einhverj- ar krónur. Ég held líka að við séum að ná ákveðnu jafnvægi í fjölda ap- óteka og það er ekki hollt fyrir keðjurnar ef þær verða alltof stór- ar. En mér finnst líklegt að Lyfja og Lyfjabúðir nái rúmum helmingi markaðshlutdeildar áður en yfir lýkur.“ Leysa lyfin út syðra Ætla mætti að hörð samkeppni apóteka á höfuðborgarsvæðinu hefði ekki mikil áhrif á landsbyggð- inni, en aðra sögu segja lyfsalar þar. Þeir segja viðskiptavini sína ósátta við að fá ekki sambærilega afslætti og í Reykjavík. Lyfsalar missi því spón úr aski sínum þegar viðskiptavinirnir leysi lyf sín út syðra. Anna Björg Petersen, lyjafræðingur í ísafjarðarapóteki, segir að samkeppnin hafi valdið landsbyggðarapótekum vanda. „Lyfjaverð til sjúklinga hefur lækkað og fólk hér gerir sér grein fyrir hvað býðst syðra. Við höfum orðið töluvert vör við að fólk nýtir ferðir til Reykjavíkur til að leysa út lyfseðla, eða sendir seðlana suður til ættingja og vina, sem leysa lyfin út. Þá hefur fólk farið fram á við okkur að hlutur sjúk- lings í lyfjaverði sé felldur niður. Auðvitað munar það miklu fyrir fólk, sem þarf kannski að kaupa lyf fyrir 10-20 þúsund á þriggja mánaða fresti, að geta lækkað þá upphæð um helming með því að skipta við apótek í Reykjavík. Við eigum í vök að verjast, því við get- um ekki keppt við þessa afslætti. Við getum aldrei keypt inn vörur í svo miklu magni að við fáum ein- hvem afslátt sem munar um og það sama á auðvitað við um kollega okkar sem reka eigin apó- tek á höfuðborgarsvæðinu. Ég hef séð dæmi þess, hjá stærstu apó- tekunum, að þau selji ýmsar vörur á lægra verði en við kaupum þær á hjá heildsölum." Isafjarðarapótek er með útibú á Þingeyri, Suðureyri, Flateyri og í Bolungarvík, auk þess að sjá um lyfjasendingar til Súðavíkur. „Rekstur útibúa í 2-300 manna bæjum er afar óhagkvæmur. Við þurfum fleira starfsfólk en veltan leyfir og kostnaður við dreifingu er hár. En viðskiptavinir okkar myndu áreiðanlega ekki sýna því mikinn skilning ef við lokuðum þessum útibúum af hagkvæmniá- stæðum. Við verðum að láta þjón- ustuna ganga fyrir." Ásakanir um okur Guðrún Ólafsdóttir, annar eig- andi apóteksins í Neskaupstað, segist hafa fengið ásakanir um ok- ur frá viðskiptavinum apóteksins. „Við tókum við apótekinu hérna ár- ið 1984 og urðum að kaupa hús- næðið á brunabótamatsverði, eins og þá var bundið í lögum. Álagning á lyf hefur lækkað á hverju ári síð- an, á sama tíma og húsið er orðið verðlaust.“ Apótekið í Neskaupstað rekur útibú á Eskifirði og Reyðarfirði. „Við seljum lyf á viðmiðunarverði, en umhverfið er orðið mjög fjand- samlegt dreifbýlisapótekum.“ Guðrún segist vilja beita sér fyrir því að stofna samtök dreif- býlisapóteka. „Dreifbýlisapótek- arar funduðu með Lyfjaeftirliti og heilbrigðisráðuneyti í október, til að reyna að finna einhverja lausn á vanda smærri apóteka, sem verða að uppfylla ströng skilyrði um búnað og þjónustu, en hafa í raun engan rekstrargrundvöll. Sú lausn er ekki í sjónmáli. Rekstur- inn er mjög erfiður og það eimir mjög eftir af þeim hugsanagangi almennings, að rekstur apóteks sé mikill gróðavegur, svo við höfum lítinn skilning á vandanum heima fyrir." Jón Þórðarson, fomaður Apó- tekarafélagsins, segir að yfirvöld horfi aðeins á heildarlyfjakostnað og séu ánægð ef hann lækkar. „Yfirvöldum er alveg sama á hvers kostnað samkeppnin er. Áður fyrr greiddi fólk sama verð fyrir lyfseð- ilsskyld lyf, hvar sem var á land- inu, en nú er fólki mismunað. Þessi sömu yfírvöld leggja áherslu á að bensínverð sé alls staðar það sama og þykir ekki tiltökumál þótt þétt- býlið á suðvesturhomi landsins gi*eiði það niður fyrir dreifbýlið. Það kostai- líka það sama að leita til læknis á heilsugæslustöð í Reykjavík og í smábæ úti á landi, þar sem rekstur stöðvarinnar er dýrari. En þegar kemur að því að leysa lyfseðilinn út er komið allt annað hljóð í strokkinn." Ekki eru miklar líkur á að lyfja- búðakeðjur setji upp útibú á minni stöðum. „Apótek þurfa að ná ákveðinni stærð til að það sé hag- kvæmt að taka þátt í verðstríði og það er ekki grundvöllur fyrir slíku á smærri stöðum á landsbyggðinni. Apótekunum á minni stöðunum veitir ekkert af álagningu sinni til að lifa af,“ segir Guðmundur Reykjalín. „Það borgar sig ekki að setja upp apótek, þar sem annað er fyrir, í 2.500 eða 3.000 manna byggðarlagi.“ „Við ætlum ekki að útiloka landsbyggðina og höfum þegar sýnt það í verki með kaupum á helmings hlut í Amesapóteki," seg- ir Ingi Guðjónsson í Lyfju. „Hins vegar höfum við eðlilega meiri áhuga á höfuðborgarsvæðinu, þar sem hægt er að nýta sér hag- kvæmni stærri rekstrareininga." Engin heildarsamtök lyfsala Lyfsalar hafa ekki með sér virk heildarsamtök. Apótekarafélag fs- lands var lokaður félagsskapur, sem tók ekki nýja félaga inn við gildistöku nýrra lyfjalaga. Nýtt fé- lag, Félag íslenski’a lyfsöluleyfis- hafa, var stofnað fljótlega eftir lagabreytinguna, en viðmælendur Morgunblaðsins segja að það hafi aldrei verið virkt. Lyfsalar segja þetta að hluta bagalegt, því eðlilegt sé að ein samtök gæti sameigin- legra hagsmuna gagnvart ríkis- valdinu. A síðasta aðalfundi sínum, í júlí á síðasta ári, ákvað Apótek- arafélagið að vísu að opna fyrir að- ild annarra lyfsala en þeitra sem vora innan vébanda þess áður, en ekki hafa allir þekkst boðið. Félag- ar í Apótekarafélaginu era nú 32, en lyfjabúðir era 60, eins og áður sagði. Jón Þórðarson segir að Apótek- arafélagið vilji gjarnan verða þau heildarsamtök, sem lyfsalar þurfi að hafa. „Við verðum að vinna sam- an að sameiginlegum hagsmuna- málum. Um það era eldri menn sem yngri í faginu sammála. Við opnuðum félagið á síðasta aðal- firndi. Fyrir næsta aðalfund ætlum við að kynna Apótekarafélagið vel fyrir öllum lyfsölum og reyna að fá þá til liðs við okkur.“ Guðmundur Reykjalín segir að sumu leyti slæmt að engin heildar- samtök lyfsala séu starfandi. „Við höfum til dæmis engan einn um- sagnaraðila um lagaframvörp og reglugerðir." Áður fyrr vora apótek rekin á nafni þess lyfsala, sem hafði lyf- söluleyfi. Nú gildir sú regla hjá Lyfju og Lyfjabúðum, að lyfsölu- leyfi er gefið út á ákveðinn lyfsala, sem ber faglega ábyrgð á rekstr- inum, en er launþegi, ekki at- vinnurekandi. Eini möguleiki ungra lyfjafræðinga, sem vilja gerast apótekarar, er því að verða sá að ráða sig til starfa hjá öðram. Jón Þórðarson segir þetta fyrir- komulag hafa áhrif á Apótekarafé- lagið. „Lyfsalar, sem eru launþeg- ar hjá apótekakeðjum og bera ekki fjárhagslega ábyrgð á rekstr- inum, kjósa margir að vera í stétt- arfélagi lyfjafræðinga. Apótekara- félagið er hins vegar félag at- vinnurekenda. Ef þróunin verður sú, að hér verða tvær eða þrjár lyfjaverslanakeðjur, þar sem allir lyfsalar eru launþegar, þá verður ekkert Apótekarafélag. Það er svo annað mál hvort yfírvöld láti það óáreitt að fákeppni myndist í lyf- sölu. Lögum samkvæmt er hringa- myndun bönnuð.“ Þjónusta og bókaútgáfa Samkeppnin lætur ekki ein- göngu á sér kræla í lyfjaverði, því apótek bjóða sum heimsendingu á lyfjum og bjóða fólki viðtöl við lyfjafræðinga sem fræða viðskipta- vinina um hinar ýmsu verkanir og aukaverkanir lyfja, svo dæmi sé tekið. Afgreiðslutími apóteka hefur lengst og nægir þar að vísa til þess að hjá Lyfju er opið frá 9 á morgn- ana til miðnættis og Háaleitisapó- tek er opið allan sólarhringinn. Áð- ur vora tvö apótek í senn með kvöld- og næturvörslu. Lyfja hyggst gefa út lyfjabók fyrir almenning í vor. Þar skýtur samkeppnin enn upp kollinum, því Apótekarafélag fslands keypti ný- lega útgáfuréttinn að íslensku lyfjabókinni og kemur hún út á næstunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.