Morgunblaðið - 14.02.1999, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1999 21
„STARFSANDINN hefur verið
góður og hópurinn samhent-
ur,“ segir Stefán Baldursson
Þjóðleikhússtjóri.
með sömu mælistiku og erlend verk
en stundum er þetta verulega ósann-
gjarnt vegna þess að erlend verk sem
verið er að sýna hér er yfirleitt búið
að margreyna áður en þau koma
hingað en íslensku verkin eru að
verða til í írumuppfærslu sinni.“
Vegna smæðar hins íslenska leik-
húsumhvei’fís eru flest íslensk leikrit
í ofanálag undir þau örlög seld að fá
ekki nema þetta eina tækifæri í at-
vinnuleikhúsi. Það heyrir til undan-
tekninga ef leikrit er tekið aftur til
sýninga eftir fímm, tíu eða fímmtán
ár. Slæm gagnrýni í upphafí getur
ráðið talsverðu um hvort leikriti er
gefíð lif að nýju eða ekki.
„Þetta er alveg rétt og setur höf-
undum okkar mjög þröngar skorð-
ur,“ segir Stefán. „Við megum samt
ekki gleyma því að leikritunarformið
er gífurlega erfítt og það eru fáir sem
ná góðu valdi á því. Það er mikil
kúnst að setja sig inn í hugarheim
margra persóna í senn og búa um
leið til flókin samskipti og átök á milli
þeirra. Oftar en ekki skrifa byrjend-
ur allan textann út, það er enginn
undirtexti svo ekkert verður eftir
fyrir leikhúsfólkið að túlka eða fylla
upp í með aðferðum leikhússins.“
Erlendir gestir
Fyrir því er talsvert löng hefð að
hingað komi erlendir leikstjórar til
að starfa í leikhúsunum. Skortur á
hæfum leikstjórum var gjarnan sögð
ástæðan en líklega eru þau rök farin
að tapa fylgi. „Það er svosem engin
nýjung við Þjóðleikhúsið að flytja inn
erlenda leikstjóra, þó fyiT á árum
megi segja að valið hafi stundum ver-
ið dálítið tilviljanakennt. Mér fínnst
að þegar verið er að ráða erlenda
leikstjóra hingað verði maður að vera
sannfærður um þeir geti fært okkur
eitthvað nýtt og spennandi, því hér
heima eru starfandi margir góðir og
nokkrir frábærir leikstjórar. Nýstár-
legast í minni tíð er samstarfið sem
þróast hefur milli okkar og litháísku
leikhúslistamannanna Rimas Tum-
inas, Faustas Latenas og Vytautas
Narbutas. Það var ekki hugsað
þannig í upphafi en þróaðist þannig
að úr varð eins konar samstarfs-
samningur. Við höfum þrisvar fengið
þremenningana frá Þjóðleikhúsinu í
Litháen til að setja upp sýningar og
þetta hefur verið alveg ótrúlega gjöf-
ult og auðgandi samstarf. Fyrst settu
þeir upp Mávinn, síðan Don Juan og
nú síðast Þrjár systur. Okkur hefur í
tvígang verið boðið með sýningar til
Litháens auk þess sem einstakir
listamenn hafa verið að fara á milli
þessara tveggja þjóðleikhúsa. Rimas
Tuminas kemur hingað með mjög
sérstaka og nýstárlega vinnuaðferð
sem hefur verið mjög spennandi fyrir
okkur að kynnast. Áhiifin af vinnu
hans hafa líka skilað sér á ýmsan
hátt inn í íslenskt leikhúslif, m.a. í
uppsetningum nokkuira af okkar
efnilegustu yngstu leikstjói-um.“
Stefán hefur einnig lagt nokki'a
áherslu á að Þjóðleikhúsið fylgdi eftir
eriendum tengslum með leikferðum
á leiklistarhátíðir eriendis. Hafa
nokkrar sýningar Þjóðleikhússins
farið utan á síðustu ái-um og verið
sýndar þar við góðan orðstír. Má
nefna Kaffi eftir Bjarna Jónsson í
leikstjórn Viðars Eggertssonar, Don
Juan í leikstjórn Rimas Tuminas,
Ferðalok eftir Steinunni Jóhannes-
dóttur í leikstjórn Þórhalls Sigurðs-
sonar, Listaverkið í leikstjórn Guð-
jóns Pedersens, Hafið eftir Ólaf
Hauk Símonarson í leikstjórn Þór-
halls Sigurðssonar og Leitt hún
skyldi vera skækja í leikstjórn
Baltasars Kormáks. „Það er mjög
Morgunblaðið/Kristinn
nauðsynlegt að fá svörunina sem
felst í því að fara með okkar sýningar
utan og fá erlenda leikhúsmenn hing-
að. Ég leyfi mér að fullyrða að ís-
lenskt leikhús nýtur mikils álits á
Norðurlöndunum. Hingað komu nor-
rænir leikhússtjórar á síðasta ári til
fundar og tóku sumir svo sterkt til
orða að fullyrða að leikhópur Þjóð-
leikhússins væri sá sterkasti á Norð-
urlöndum. Sýningar okkar erlendis
hafa einnig vakið athygli. Við áttum
okkur kannski ekki á því sjálf en út-
lendir leikhúsmenn sem fylgst hafa
með okkur tala um íslenska leikhúsið
sem eitthvað sérstakt og spennandi.
Islenska leikhúsið þarf líka að verða
sýnilegt til að leikhúsfólkið okkar fái
tækifæri til að spreyta sig erlendis.
Það réttlætir m.a. kostnaðarsamar
leikferðir til útlanda."
Stöðugt val
Stefán er sér þess mjög meðvit-
andi hve orð hans vega þungt í leik-
húsheiminum og er skiljanlega mjög
varkár í lýsingum vegna þess. Hann
viðurkennir að ei-fítt sé að tala opin-
skátt um málefni leikhússins þar sem
forðast verði eftir fóngum persónu-
lega þætti en auðvitað snýst leikhús
fyrst og síðast um persónur, tilbúnar
eða raunverulegar, eftir atvikum.
„Vandinn við leikhússtjórastarfíð
er hið stöðuga val sem fer fram.
Starfið felst að miklu leyti í að velja á
milli einstaklinga. Velja hvaða lista-
menn eiga að starfa við leikhúsið á
hverjum tíma; höfundar, leikstjórar,
leikmyndateiknarar, tónskáld, leikai--
ar o.s.frv. Þetta val byggist á skoðun
leikhússtjórans á listrænni getu og
möguleikum þeirra sem koma til
greina. Það komast ekki allir að og
einhverjum verður að hafna, það fer
ekki hjá því. Það er heldur ekki í
gangi einhver sjálívii-k jafnaðarregla
eða goggunarröð sem byggist á því
að á ákveðnum punkti sé komið að
viðkomandi að fá tækifæri við Þjóð-
leikhúsið. Það eru ýmsir leikstjórar
og leikarar sem sóst hafa eftir verk-
efnum hér en ekki fengið. Það er
engin tilviljun og auðvitað verður
maður stundum að vera afdráttar-
laus í valinu. Þarna verður hið list>
ræna mat leikhússtjórans að ráða.
Hins vegar er önnur hlið á þessu sem
fólk áttar sig kannski ekki alltaf á.
Hún er þessi: Þegar um leikara er að
ræða þá sækjast allir eftir sama fólk-
inu. Mitt hlutverk er oft að benda
leikstjórunum á aðra leikara en þá
sem þeir setja efsta á óskalistann,
vekja athygli á þeim sem hafa ekki
fengið jafnmörg tækifæri og einhver
annar en ég treysti fullkomlega til að
takast á við verkefnið. Leikstjóramir
era oft mjög tregir til að taka slíka
áhættu. Iðulega skrifast þó þessi
tregða á reikning leikhússtjórans af
þeim sem ekki þekkja til.“
Gagnrýnendur langt á eftir
„Leiklistin er alltaf í þróun og ís-
lenskt leikhús ^ hefur mótað sér
ákveðinn stíl. Utlendingar líkja ís-
lensku leikhúsi oft við hið finnska og
þykjast fínna sama sterka undirtón-
inn, sömu eftirfylgjuna og ki-aftinn í
íslenskum leiksýningum og Finnurn
um hefur oft verið hrósað fyrir. Á
þeim 25-30 árum sem ég hef tekið
þátt í leikhúsinu þá hefur geysimargt
breyst. Á þessum sama tíma er búið
að prófa svo fjölmargt, nánast allt
hefur verið reynt hvað varðar leikstfl
og aðferðir. íslenskt leikhúsfólk er í
stöðugri framför og alvarlegri leit í
listsköpun sinni. Þarna finnst mér
gagnrýnendur oft hafa bragðist. Um-
fjöllun þeirra er oft á eftir þróuninni í
leikhúsinu. Leikhúsfólkið sjálft er
iðulega komið mun lengra heldur en
þekking og skilningur gagnrýnand-
ans nær. Oft ríkir mikil íhaldssemi í
viðhorfi gagmýnendanna. Auðvitað
er starf þeirra vandasamt og van-
þakklátt en þeir era þátttakendur í
leiklistarlífinu og auðvitað verðui' að
vera hægt að ræða um þeirra starf
eins og störf okkar hinna í leikhús-
inu. Því miður hefur það sýnt sig að
margir þeirra era mjög viðkvæmir
fyrir þeirri umræðu. Svo er líka mik-
ilvægt að gagnrýnendur geri sér
grein fyrir að á framsýningu er list-
sköpun leikarans ekki lokið og að
leikarinn heldur áfram að standa á
sviðinu. I myndlist eða bókmenntum
er listaverkinu lokið af hálfu málar-
ans eða rithöfundarins þegar gagn-
rýnandinn kemur að því. Leikarinn
er kannski rétt að byrja í sinni list-
sköpun því yfirleitt gerist það með
leiksýningar að þær þróast og dýpka
eftir því sem sýningum fjölgar. Það
getur því verið einkennilegt rothögg
fyrir leikara að fá sleggjudóm á það
sem hann er að gera og er kannski
ekki alveg búinn að ná utanum á
framsýningarpunktinum, þó sýning-
in í heild sinni sé kannski þokkalega
tilbúin."
Leikferðir sæta ekki tíðindum
Stefán segii’ að hann hefði kosið að
geta farið meira í leikferðii- innan-
lands. „Við höfum reyndar gert það
og stundum með glæsibrag. Eitt
sumarið gerðum við stórátak og fór-
um með þrjú leikrit í alla landshluta
undir kjörorðinu Leikið um land allt.
Ferðin tókst mjög vel og sýnt var á
tæplega 40 stöðum, en leikferðir
verða sífellt þyngri í vöfum og þeim
fylgir ótrúlegur kostnaður. Oðra
sinni sýndum við bamaleikritið Næt-
urgalann fyrir rúmlega 40 þúsund
grannskólabörn um land allt. Því
miður hefur það líka sýnt sig að það
sætir ekki lengur sömu tíðindum á
landsbyggðinni að Þjóðleikhúsið sé á
leikfór. Sums staðar hefur aðsókn
brugðist. Þá má heldur ekki gleyma
því að mikill fjöldi fólks utan af landi
sækir Þjóðleikhúsið hingað, bæði 1
skipulögðum hópum og sem einstak-
lingar. Þjóðleikhúsið er ekki farand-
leikhús. Þjóðleikhúsið er flaggskip ís-
lenskrar leiklistar og það á að sjálf-
sögðu að vera stolt okkar allra að búa
þannig að leikhúsinu að þar sé unnt
að vinna leiksýningar við bestu hugs-
anlegar aðstæður með öllum þeim
tækjabúnaði og kröfum sem gera
verður til nútíma leiksýninga. Það á
að vera viðburður að koma í Þjóðleik-
húsið, ekki síst fyrir landsbyggðar-
fólkið. Hættan í sambandi við leik-
ferðirnar er að út á land fari litlar og
einfaldar sýningar sem sýna kannski
ekki alltaf hvers Þjóðleikhúsið er
megnugt."
Stefán bendir á ýmis önnur ný-
mæli sem bryddað hefur verið upp á í
Þjóðleikhúsinu. „Við opnuðum nýtt
leiksvið, Smíðaverkstæðið, í janúar
1992. Það hefur reynst mjög
skemmtileg og gagnleg viðbót og
notið mikilla vinsælda, sérstaklega
hjá unga fólkinu. Þarna hefur gefist
tækifæri til að sviðsetja verk sem
annars vegar era of umfangsmikil til
að sviðsetja á Litla sviðinu en henta
heldur ekki Stóra sviðinu. Þá höfum
við staðið að námskeiðum um höf-
unda og verk þeirra í samvinnu við
Endurmenntunarstofnun Háskóla
Islands í tengslum við leikrit sem hér
hafa verið sviðsett. Þessi námskeið
hafa verið mjög vinsæl og yfirstand-
andi námskeið um Sjálfstætt fólk
hefur slegið öll aðsóknarmet, en um
200 manns taka þátt í því. Þá höldum
við reglulega námskeið innan Þjóð-
leikhússins fyrir listamennina og
aðra starfsmenn og einu slíku er ný-
lokið. Loks má nefna að við tókum
upp samvinnu við Bandalag íslenskra
leikfélaga fyrir nokkrum áram um að
velja „Áhugaleiksýningu ársins“ og
bjóða henni síðan hingað í Þjóðleik-
húsið. Þetta hefur reynst mjög vel og
í fyrra sóttu 16 leikfélög víða af land-
inu um að vera með í valinu. Þetta
hefur alið af sér mjög aukin og per-
sónulegri tengsl okkar í Þjóðleikhús-
inu við áhugahreyfinguna."
Engin einangrunarstefna
Listamenn Þjóðleikhússins hafa oft
verið býsna áberandi í sýningum ann-
arra leikhúsa og leikhópa. Á það ekki
síst við um leikara hússins en einnig
hafa aðrir listamenn komið við sögu
utan Þjóðleikhússins. „Mér hefur
fundist mjög rangt að reka einangr-
unarstefnu varðandi Þjóðleikhúsið.
Við höfum því verið nokkuð örlát á að
lána okkar fólk til starfa í öðrum leik-
húsum. Um þetta gilda ákveðnar
reglur og þarf að gerast þannig að
stangist ekki á við önnur störf þessa
fólks hér í húsinu en mér finnst þetta
liður í þeirri hugmynd um hlutverk
Þjóðleikhússins að sjá til þess að leik-
listarlífið í heild sinni þróist og eflist á
sem flestum • sviðum. Þetta getur
gerst með því að lána leikara, leik-
stjóra eða aðra listræna starfsmenn.
Þetta getm- verið reynsla fyrir við-
komandi listamann sem kemur hon-
um til góða við störf hans hér síðar.
Mér finnst mjög ánægjulegt að þeir
sem stóðu að fyrstu sýningum Hafn-
arfjarðarleikhússins og Flugfélagsins
Lofts vora fólk sem hlotið hafði þjálf-
un sína hér í Þjóðleikhúsinu. Leik-
stjórar, leikarar, leikmyndahönnuðir,
ljósahönnuðir, búningar, fórðun, hár-
greiðsla; þetta var allt ungt fólk héð-
an úr Þjóðleikhúsinu. Mér finnst
mjög gaman þegar hægt er að miðla
kunnáttu og þekkingu með þessum
hætti. Jafnframt verður að hafa í
huga að hérlendis er ekki til neinn
skóli í leikhústæknivinnu svo Þjóð-
leikhúsið hefur ákveðinni skyldu að
gegna í því sambandi. Þetta má
reyndar ekki misskilja þannig að
starfsfólk Þjóðleikhússins sé að vinna
úti í bæ í vinnutíma sínum. Þessi
verkefni hefur fólkið unnið utan síns
vinnutíma eða fengið tímabundið leyfi
til að sinna.“
Ráðningarsamningi lýkur
Stefán hefur stýrt Þjóðleikhúsinu í
átta ár og samkvæmt núgfldandi
ráðningarsamningi rennur tímabil
hans út um næstu áramót. Með nýj-
um lögum um Þjóðleikhús hefui’ ver-
ið felld niður takmörkun á endur-
ráðningarmöguleika starfandi Þjóð-
leikhússtjóra en Stefán verst fimlega
öllum spurningum um hvort hann
ætli sér að sækja um endurráðningu.
„Þetta hefur verið mjög skemmtileg-
ur tími og að óreyndu hefði ég ekki
trúað þvi hvað starf Þjóðleikhússtjór-
ans gæti verið skemmtilegt. St-
arfsandinn hefur alltaf verið mjög
góður og hópurinn samhentur. Ég lít
þó svo á að ráðningartíma mínum
ljúki um næstu áramót og ég mun
skipuleggja næsta leikár, 1999-2000,
sem er hálfrar aldar afmælisleikár
Þjóðleikhússins. Lengra er ég ekki
að hugsa á þessari stundu.“ Annað
fæst Stefán ekki til að segja um þetta
enda þekktur að öðra í gegnum tíð-
ina en lausmælgi. Hann lætur þó að
því liggja að gaman gæti verið að
taka aftur upp þráðinn á erlendri
grand þar sem frá var horfið í árs-
byrjun 1991. „Mér standa ýmis verk-
efni til boða ef ég hætti í Þjóðleikhús-
inu. Það gæti líka verið spennandi.“