Morgunblaðið - 14.02.1999, Síða 28
28 SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Fuglafræðingar Náttúrufræðistofnunar Islands eru út og
suður flestum stundum, rannsakandi allt milli himins og
jarðar í fuglaríkinu. Þeir vildu vera með miklu fleiri járn í
eldinum, en tíminn svíkur og fuglarannsóknir eru yfirleitt því
marki brenndar að til að vit sé í þeim þarf að stunda þær um
eitthvert árabil. Guðmundur Guðjónsson ræddi við Guðmund A.
Guðmundsson og fékk að vita að eitt af gæluverkefnum hans
síðustu árin hefur verið að hengja mælitæki á langvíur,
stuttnefjur og álkur í Látrabjargi og kortleggja ferðir
-—------------------------------— 7
þeirra, köfunartíðni og fleira í atferli þeirra. Ymislegt skrítið
og skemmtilegt hefur komið á daginn,
STUTTNEFJA undir mannahöndum og komin með mælitæki á bakið.
Flj úga
- kafa djúpt
MARKMIÐ rannsóknanna
segir Guðmundur vera
að finna fæðuslóðir svart-
fugla við mismunandi
björg og lýsa ferðum þeiira og tíma-
notkun. Notuð hafa verið tæki sem
þróuð hafa verið og smíðuð við Há-
skólann í Pisa, svokallaðir leiðamtar.
Léttari tæki sem ekki hafa inn-
byggða áttavita hafa líka verið notuð.
Nákvæmar upplýsingar hafa feng-
ist um ferðir og ferðanotkun, þ.e.a.s.
hve lengi fugiinn er á flugi, hvað
hann dvelur lengi í bjarginu, hvað
hann situr lengi á sjónum og hversu
iengi og hve djúpt hann kafar.
„Ferðaskráning af þessu tagi gefur
m.a. nákvæmar upplýsingar um við-
vist fugla, en siíkar upplýsingar geta
nýst m.a. við vöktun stofna,“ segir
Guðmundur.
Rannsóknimar má rekja til þess,
að Guðmundur hitti ítalann Silvano
Benvenuti á ráðstefnu í Birming-
ham. Par kynnti Silvano niðurstöður
rannsókna sem hann hafði gert á
dúfum í heimaborg sinni Pisa. Þar
hafði hann notað tæki af þeirri gerð
sem síðar voru sett á svartfugla í
Látrabjargi, en tækin voru smíðuð
og hönnuð af ítalanum og samstarfs-
mönnum hans við Háskólann í Pisa.
Silvano hefur komið hingað til lands
síðustu fimm árin til að vinna að
rannsóknunum.
Sjö metra veiðistöng
Veiðiskapurinn er kúnstugur.
Guðmundur og félagar eru með sjö
metra ianga hollenska síkjaveiði-
stöng og á endanum hangir snara úr
nælongimi. Fuglinum er náð með
þeim hætti að veiðimaður gægist
fram af bjarginu fyrir ofan varpbæli,
velur fugl og reynir að læða snörunni
upp á hálsinn á honum.
Það er mesta furða hvað þetta
reynist auðvelt, sé hægt að komast
að fuglinum yfirleitt, en mismunandi
hversu vel fuglarnir hafa tekið trufl-
uninni og áfallinu sem henni fylgir.
Þannig unnu þeir félagamir mest
með langvíur í byrjun, en sneru sér
að stuttnefjum síðar og síðan álkum,
því langvíumar voru erfiðar í sam-
vinnu, afræktu egg sín og náðust
ekki aftur til að hægt væri að lesa af
mælitækjunum. Tapaðist þannig
mikill og dýr búnaður. „Þetta eru
25.000 ki'óna tæki þannig að maður
setur þau ekki á hvaða fugl sem er.
Bara þá sem maður telur að ömggt
sé að vinna með,“ segir Guðmundur.
Hann segir eitt og annað geta hafa
valdið óstöðugleika langvíanna, t.d.
að þær voru með eggjum þegar þær
voru veiddar og þá sé ekki eins mikil
hvöt til að snúa aftur eins og þegar
ungar eru komnir úr eggjum. Eftir
að þeir fóro að vinna með stuttnefjur
voru þeir á ungatíma og þá gekk
miklu betur. Langbest gekk þó að
eiga við álkur og náðust flestar eða
allar álkurnar aftur.
Afrækt egg og ungar leiddu af sér
mikið afrán, enda bíða máfar og
hrafnar á hverju strái eftir tækifær-
um til fæðuöflunar og vísindamenn-
ii-nir þurftu að taka tillit til þess í
rannsóknum sínum. Hins vegar segir
Guðmundur að alltaf sjái menn eitt-
hvað nýtt og skemmtilegt. „Langví-
an er t.d. í bælum, margar saman og
landamæraýfingar sjást varla. Það
er gaman að sjá hvernig langviumar
hjálpast að, t.d. við að taka að sér
unga sem afræktir hafa verið. Við
höfum jafnvel séð langvíur taka að
sér stuttnefjuunga sem voro í reiði-
leysi og hlúa að þeim rétt eins og það
væro þeirra eigin ungar.
Þá var líf í tuskunum í álkubyggð-
unum. Þar er m.a. mikill fjöldi geld-
fugla og að því er virðist lítið hreið-
urrými, enda era álkuvörpin ekki
þétt eins og hjá langvíum. Að
minnsta kosti er slegist svo hat-
rammlega um hvert pláss, að sjáist
afrækt egg eða ungi, eru óðar komn-
ar ókunnugar álkur sem hreinlega
ryðja ungum og eggjum fyrir björg
og helga sér plássið. Við sáum þetta
MERKT álka kúrir á eggi.
eiga sér stað tvívegis, en þessi ásókn
geldfuglsins í hreiðurstæðin orsakar
háa endurkomutíðni álkanna, þær
snúa strax til baka þegar við erum
búnir að koma tækjunum fyrir. Þær
vita að unginn er ekki óhultur einn,“
segir Guðmundur.
Fljúga langt, kafa djúpt
Það hefur reynst vera mikill at-
ferlismunur á stuttnefju og álku í
þessum ferðum. Stuttnefjan á það til
að fljúga langt og kafa djúpt og oft.
Álkan fer miklu styttri ferðir, er
síkafandi, en fer ekki eins djúpt og
með öðrom hætti. Þetta kann að
stafa af mismunandi fæðuvali að
sögn Guðmundar.
„Stuttnefjur stoppa reglulega á
leiðinni út og kafa þá talsvert. Þær
kafa dýpra og dýpra með hverju
stoppinu sem bendir til könnunar.
ÁLKUR í kvöldsól.
KORTIÐ sýnir ferðaleiðir mælimerktra stuttnefja.
Ljósmynd/Úr safni Guðmundar A. Guðmundssonar
Þær kafa að meðaltali niður á 40
metra dýpi, en í fyrstu skemmdust
nokkur tæki vegna þess að þau þoldu
ekki dýpið sem kafað var niður á. Þá
mældist yfir 70 metra dýpi. Við vit-
um ekki hversu djúpt fuglarnir köf-
uðu þegar dýpst var farið, en dæmi
eru til um langvíur sem hafa fundist
á 180 og 200 metra dýpi, hvaða er-
indi sem þær svo eiga á þeim slóð-
um. Þá var dægursveifla í þessu,
þ.e.a.s. fuglai'nir köfuðu gi-ynnra um
lágnættið en þegai' bjart er, en það
er ugglaust í beinu samhengi við
hreyfingu á fæðunni.
Þá kom á óvart hversu langt stutt-
nefjan sótti ætið. Algengt var að
flogið væri 20 til 40 kílómetra á haf
út, en sumir fuglarnir flugu alveg út
að ísjaðri á miðlínu milli íslands og
Grænlands, hátt í 200 kílómetra leið
og þá alls hátt í 400 kílómetra fram