Morgunblaðið - 14.02.1999, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 14.02.1999, Qupperneq 33
32 SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1999 33 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR I* MORGUNBLAÐINU í gær er skýrt frá því, að Lífeyr- issjóður verzlunarmanna hafi ákveðið að tvöfalda lánsfjárhæð til félagsmanna sinna úr tveim- ur milljónum í fjórar milljónir króna auk þess sem sjóðsfélög- um gefst kostur á láni til allt að 30 ára. Vextir lánanna eru breytilegir og miðast við vexti húsbréfa á Verðbréfaþingi með 75 punkta álagi, sem þýðir að þeir eru nú um 5,1% I þessari ákvörðun stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna felst, að samkeppni á fjármála- markaði hefur enn stóraukizt og kaupendur fasteigna eiga nú enn fleiri kosta völ. I þessu sambandi er ástæða til að rifja upp, að í kjölfar stofnunar íbúðalánasjóðs ákvað Lands- banki Islands að taka upp á eigin vegum og í samstarfi við lífeyrissjóði húsnæðislán, sem augljóslega eru í beinni sam- keppni við lánveitingar Ibúða- lánasjóðs. Þótt vextir Lands- bankans séu nokkru hærri eða um 5,6% býður bankinn upp á ýmsa aðra möguleika t.d. lán- töku í evrum að hluta til með mun lægri vöxtum en hér Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. þekkjast en um leið ákveðinni gengisáhættu, sem að vísu get- ur virkað á báða vegu. í fram- haldi af yfírlýsingu Landsbank- ans skýrði íslandsbanki frá því að bankinn hefði tekið upp nýj- an lánaflokk, svokölluð húsalán, sem eru með nokkuð hærri vöxtum en lán Landsbankans eða um 6,2% en með ýmsum möguleikum, sem geta hentað sumum lántakendum. Með þennan bakgrunn í huga verður að skoða ákvörðun stjórnar Lífeyrissjóðs verzlun- armanna. Sjóðurinn er að taka upp harða samkeppni bæði við Ibúðalánasjóð og bankana tvo og vísar til þess, að með því sé félagsmönnum sparaður sá milliliðakostnaður, sem leiði af lántökum hjá lánastofnunum. Ekki fer á milli mála, að þessi stóraukna samkeppni á fjármálamarkaðnum er al- menningi til hagsbóta. Fólk á nú margra kosta völ þegar um fasteignakaup er að ræða. Jafn- framt er ekki ósennilegt, að fleiri lífeyrissjóðir fylgi í kjöl- farið og að þrýstingur aukist á minni lífeyrissjóði að ganga inn í þá stærri til þess að félags- menn þeirra sitji við sama borð og félagsmenn stærri lífeyris- sjóðanna. En um leið og ástæða er til að fagna stóraukinni sam- keppni á fjármálamarkaðnum neytendum til hagsbóta ber að minna á, að til er önnur hlið á þessari samkeppni um að koma lánsfé á framfæri við fólk. Um þá hlið fjallar Elín Sigrún Jóns- dóttir, forstöðumaður Ráðgjaf- arstofu um fjármál heimilanna, í grein á neytendasíðu Morgun- blaðsins í gær og segir m.a.: „Það er í raun áleitin spurning, hvernig hægt er að aðstoða heimilin við það, að standast þessi gylliboð. Hvernig geta þau metið það á sjálfstæðan hátt hvort tilboðið sé gott, hvort það henti nú, hvers virði kaupin eru, hver kostnaðurinn verði þegar upp er staðið og þá ekki sízt hver sé fórnarkostn- aður fjölskyldunnar? ... í þessu sambandi er mikilvægt að skoða það hvernig íslenzkt samfélag hefur staðið vörð um sína neytendur. Hvaða fræðslu fá heimilin? Það er augljóst, þegar við lítum til reynslu ná- granna okkar á Norðurlöndum, að við erum mörgum árum ef ekki mörgum áratugum á eftir á þessu sviði.“ Þótt þessi viðvörunarorð eigi fyrst og fremst við um svoköll- uð neyzlulán er engu að síður ástæða til að staldra við vegna þess, að það sem nú er boðið á fjármálamarkaðnum er alveg nýtt fyrir íslendingum. Al- menningur hefur ekki kynnzt því fyrr en síðustu ár að fram- boð á lánsfé sé umfram eftir- spurn. Þetta er auðvitað afar já- kvæð þróun en hún getur falið í sér ákveðnar hættur, sem líka þarf að vekja athygli á. Þetta er ein þeirra byltinga, sem orðið hafa á íslandi á þess- um áratug en henni þarf að fylgja stóraukin fræðsla. SAMKEPPNIN A FJÁRMÁLAMARKAÐI Lykilsögur Öll rit bergmála um- hverfí sitt að ein- hverju leyti, einnig söguleg skáldrit. Þannig hefur verið sagt að íslandsklukkan fjalli öðrum þræði um vandamál þess tíma sem hún er skrifuð á og varðveizlu ís- lenzkrar menningararfleifðar. Lykilsögur eru algengar en sjaldnast segja þær þó mikið um fyrirmyndirnar. Jafnvel leikrit Shakespeares afskræma allan veru- leika og eru þar þó notuð nöfn þekktra konunga og annarra sem við sögu koma. Sesar Shakespeares er ekki Sesar sögunnar. Grimmdar- seggurinn og illmennið Ríkharður III er víst mun betri lýsing á Stalín eða Hitler en fyrirmynd sinni sem sumir telja að hafí verið ljúfmenni. Stundum þegar ég hugsa um þessi leikrit hvarflar að mér að Shakespe- are hafí þekkt íslendinga sögur, svo fráleitt sem það er. En þessi verk eru sprottin úr sama jarðvegi, svip- uðu andrúmi, og þau sækja í klass- ísk latnesk rit einsog Hermann Pálsson hefur tíundað svo eftir- minnilega. Kjaminn er hefð og arf- ur höfundanna einsog alltaf er þeg- ar list er annars vegar. Og svo að sjálfsögðu umhverfið og upplag höf- undanna. Já, mér hefur stundum dottið í hug sú fjarstæða að Shakespeare hafi þekkt Islendinga sögur, svo margt sem er líkt með þeim og leik- ritum hans. En ástæðan er líklega helzt sú að þessir höfundar hafa ausið af sama brunni sígildra lat- neskra rita: Plútark var t.a.m. ekki óþekktur hér heima. Augljóst er að Snprri þekkti til hans. Ýmislegt annað er líkt með sög- unum og leikritum Shakespeares og virðist það hafa legið í andrúminu. HELGI spjall Það er sprottið úr tíð- arandanum. Við þurf- um engin samanburð- arfræði til að rekja þessi rit saman og þó væri það auðvelt, t.a.m. væri hægt að sýna fram á tengsl milli Sverris sögu, Þorgils sögu skarða og leik- rits Shakespeares um Hinrik kon- ung V. En slíkt væri fáránlegt. Dæmin sem ég hef í huga eru ýms- ar ræður Sverris konungs, Þorvarðs Þórarinssonar og Þorgils skarða og svo ræður Hinriks konungs. Hægt er að nefna dæmi úr Sverris sögu, svo kunn sem þau eru. Og í Þorgils sögu skarða segir, að Þorvarður hafí tekið til orða í Skjaldarvík og flutt stutta tölu. „Hér kemur að því, sem mælt er, að hvert ker kann verða svo fullt, að yfír gangi, og það er að segja, að eg þoli eigi lengur, að Þorgils sitji yfír sæmdum mín- um, svo að eg leita einskis í. Vil eg yður kunnugt gera, að eg ætla að ríða að Þorgilsi í nótt og drepa hann, ef svo vill verða. Vil eg, að menn geymi, ef færi gefur á, að bera þegar vopn á hann og vinna að því ógrunsamlega, svo að hann kunni eigi frá tíðindum að segja, því að þá er allt sem unnið, ef hann er af ráðinn. Megi þér svo til ætla, að Þorgils er enginn klekkingarmaður. Nú ef nokkur er sá hér, er mér vill eigi fylgja, segi hann til þessa nú.“ Þetta er einsog skrifað inní leikrit Shakespeares um Hinrik V. í ræðu í herbúðum Englendinga hjá As- inkurt segir konungur m.a. í þýð- ingu Helga: „...láttu það heldur vitnast voru liði, að hver sem ekki er albúinn að berjast, skal snúa heim; hann hlýtur fararleyfi og í hans pyngju kemur ferðafé. Vér kjósum ekki að falla í flokki þeirra sem óttast mest að falla í vorri fylgd.“ Einhvern tímann hefði slíkur samanburður þótt fullboðleg rit- skýring um tengsl milli verka og þá í þessu tilfelli áhrif Þorgils sögu á Hinrik V, því að hún er sannanlega eldri en leikritið!! En svona má raða kubbunum saman einsog andinn innblæs mönnum. Og hver getur fullyrt að þessir textar hafí ekki sótt næringu í sömu heimild? í Hugtökum og heitum í bók- menntafræði er Borgarlíf Ingimars Erlends Sigurðssonar tekið sem dæmi um lykilsögu. Það má líklega til sanns vegar færa, a.m.k. hefur Ingimar Erlendur ekki neitað þeirri fullyrðingu. Ingimar hafði unnið á Morgunblaðinu þegar hann skrifaði söguna og sótti víst efnivið í umhverfi sitt þar. Mér skilst við Bjarni Benediktsson eigum að vera fyrirmyndir tveggja helztu persón- anna í bókinni og ég eigi að ganga undir nafninu Stefnir, ef ég man rétt. Enginn er dómari í eigin sök, að vísu, en ég hef aldrei getað þekkt Bjarna í hlutverki hans í sögunni, hvað þá sjálfan mig! Hitt má vera að eitthvert rifrildi af okkur Bjarna hafí slæðzt inní sögu Ingimars Er- lends án þess það skipti neinu máli, því að sagan sem vakti feikna at- hygli þegar hún kom út einsog slík rit gera oft og einatt, stendur ekki og fellur með okkur Bjarna heldur listrænum tökum skáldsins. Fram- tíðin mun hafa síðasta orðið um þann þátt verksins. En ef það lifir eitthvað vegna okkar Bjarna þá hef- ur okkur a.m.k. tekizt að komast inní bókmenntasöguna fyrir tilstilli Ingimars Erlends, hvað sem öðru líður(!) En ég er ekki alltof „bjartsýnn" þegar mér er hugsað til framtíðar- innar og bókmenntanna. M. REYKJAVÍKURBREF Það er of MIKIÐ sagt, að kosningabar- áttan sé hafin en hins vegar er augljóst, að skammt er í að hún fari í fullan gang. Sennilega verður kosningabarátt- an lengri nú en stund- um áður enda miklar straumbreytingar í stjórnmálum. I liðinni viku hefur tvennt gerzt, sem vakið hefur sérstaka athygli þeirra, sem fylgjast með stjórnmálum; yf- irlýsing Halldórs Ásgrímssonar, formanns Framsóknarflokks, á fundi sl. fimmtudags- kvöld og skoðanakönnun DV um fylgi stjórnmálaflokkanna sl. mánudag. Skoðanakönnun DV benti til þess, að mjótt væri orðið á munum milli Sjálfstæð- isflokks og Samfylkingar. Mörgum þótti þessi niðurstaða ótrúleg. Sveiflan niður á við hjá Sjálfstæðisflokknum væri of mikil til að þessi útkoma gæti talizt trúverðug. Það er áreiðanlega varasamt, að túlka könnunina á þann veg. Þótt því sé haldið fram, að skoðanakannanir DV séu ekki framkvæmdar á þann hátt að standist ströngustu fræðilegu kröfur er reynslan af þeim sú, að þær séu nærri lagi og stundum hafa þær jafnvel komizt nær endanlegri niðurstöðu en aðrar kannanir. Þess vegna er óhyggilegt að taka ekki mark á þessari könnun. Hins vegar er reynslan af skoð- anakönnunum sú, að það skiptir augljós- lega máli hvað er efst á baugi í þjóðfélags- umræðum þá stundina, sem könnun er framkvæmd. Skoðanakönnun DV fór fram á þeim tíma, þegar tvö vel heppnuð próf- kjör Samfylkingarinnar í Reykjavík og Reykjaneskjördæmi stóðu yfír og miklar umræður um þau, sem yfirleitt voru já- kvæðar fyrir hið sameiginlega framboð. Þetta hefur óhjákvæmilega haft mikil áhrif á niðurstöðuna. Með sama hætti má búast við að skoðanakönnun, sem gerð væri í kjölfar fjölmenns og kröftugs landsfundar Sjálfstæðisflokksins í marz, mundi benda til umtalsverðrar uppsveiflu í fylgi flokks- ins frá þessari könnun DV. I þessu ljósi ber að meta skoðanakönnun DV um leið og það fer ekki á milli mála, að hún bendir til, að Samfylkingin hafi töluverða möguleika á að komast yfir 30% í kjörfylgi. Það fer þó alveg eftir þvi hvernig til tekst um kosningastefnuskrá Samfylking- arinnar. Þegar drög að málefnaskrá henn- ai- voru birt sl. haust má segja, að fylgið hafi hrunið af hinu sameiginlega framboði vinstri flokkanna. Gera má ráð fyrir, að forystumenn Samfylkingarinnar reyni að vanda sig betur við endanlegan frágang kosningastefnuskrárinnar enda var því haldið fram sl. haust, að þeir hefðu ekki kynnt sér efni hennar nægilega vel áður en hún var kynnt þá! Tvennt mun þó gera þeim erfitt um vik að breyta miklu í þeim texta. Þefr eru auðvitað bundnir af þeim drögum og öll efnisleg frávik á þeim mundu kalla á miklar umræður um hvers vegna, umræður sem yrðu ekki auðveldar fyrir Samfylkinguna. Mætti skilja þau frá- vik á þann veg, að Samfylkingin hafi enga málefnalega sannfæringu heldur láti stefn- una ráðast af því hvemig vindurinn blæs í almennum umræðum? En jafnframt er ljóst, að forystumönnum Alþýðubandalagsins brá mjög við úrslit prófkjörsins í Reykjavík. Þátttaka í þeirra hólfi var svo miklu minni en í hólfi Alþýðu- flokksins og þar af leiðandi hafa fulltrúar Alþýðuflokks og Þjóðvaka mun sterkari stöðu á framboðslistanum. Ef við þetta bættist, að verulegar breytingar yrðu gerðar frá hinum upphaflegu málefnadrög- um í átt til þess að endurspegla fremur stefnu Alþýðuflokks en Alþýðubandalags fer ekki á milli mála, að það getur valdið mikilli úlfúð innan Alþýðubandalagsins. Eins og mál hafa þróazt má Margrét Frímannsdóttir tæplega við þvi Staða hennar innan Alþýðubandalagsins í þeim átökum, sem staðið hafa yfir vegna hins sameiginlega framboðs hefur verið sterk m.a. vegna þess, að kannanir hafa sýnt, að hún hefur haft margfalt meira fylgi til þess að verða forystumaður Samfylkingarinnar heldur en formaður Alþýðuflokksins. Nú hefur staða hennar að þessu leyti veikzt vegna þess, að nýjar skoðanakannanir sýna, að Jóhanna Sigurðardóttir hefur tek- ið afgerandi forystu í þeim vinsældakönn- unum. Ef myndin, sem blasir við Alþýðubanda- lagsmönnum, þegar kemur fram á veturinn er sú, að þefr hafi orðið undir í prófkjörinu í Reykjavík, þefr hafi orðið að láta undan síga í mótun kosningastefnuskrár og þeir verði jafnvel að horfast í augu við það, að formaður þeirra hafi ekki jafn sterka stöðu og áður í forystusveit Samfylkingarinnar má búast við, að það fari að harðna á daln- um innan Alþýðubandalagsins. Á hinn bóginn er ljóst, að málefnaskrá í svipuðum farvegi og lögð var fram sl. haust verður til þess, að kjósendur, sem telja má í hægri armi Alþýðuflokks, munu streyma til Sjálfstæðisflokksins. Raunar er ekki ósennilegt, að það gerist hvað sem líður breytingum á hinni upphaflegu málefna- skrá Samfylkingarinnar, einfaldlega af því að þessi kjósendahópur mundi ekki treysta slíloim breytingum. Samfylkingin á því eftir að komast yfir býsna erfiða hjalla áður en hið sameigin- lega framboð getur hafið kosningabaráttu sína af fullum krafti. Reynslan sýnir, að op- inberar umræður, sem eru stjórnmála- flokkum erfiðar, hafa þegar í stað áhrif á fylgi þeirra í skoðanakönnunum. Raunar er hægt að fullyrða, að í ímyndarþjóðfélagi samtímans skipti það mestu máli, hvort sem er fyrir stjórnmálaflokka, fyrirtæki eða aðra þá, sem starfa á opinberum vett- vangi, að umræður séu jákvæðar. Samfylk- ingin á augljóslega eftir að ganga í gegnum erfiðar umræður áður en kosningaundir- búningi er lokið og þá ekki sízt vegna kosn- ingastefnuskrár. Fyrr en sú niðurstaða liggur fyrir er erfitt að leggja mat á raun- verulega möguleika hennai- í kosningunum í maí. Staða Fram- sóknar- flokksins ALLT FRAM A síðustu mánuði hef- ur það verið út- breidd skoðun í hinu þólitíska samfélagi á Islandi, að núver- andi stjómarflokkar mundu starfa saman að kosningum loknum. Stjórnarsamstarfið hefur borið mikinn árangur og þegar horft er til fyrra samstarfs þessara tveggja flokka í ríkisstjórn má nánast fullyrða, að það hafi aldrei gengið jafn vel og nú. Sam- starf Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks í ríkisstjórnum á lýðveldistímanum hefur jafnan verið erfitt. Það átti við um þær tvær ríkisstjórnir þessara flokka, sem sátu á sjötta áratugnum. I hinni fyrri var Steingrímur Steinþórsson úr Framsóknar- flokki forsætisráðherra vegna þess, að ekki náðist samstaða um forsæti formanns ann- ars hvors flokkanna, Hermanns Jónasson- ar eða Ólafs Thors. Hin síðari sat undir forsæti Ólafs en Hermann ákvað að standa utan stjómarinnar og sneri sér að því að undirbúa nýja vinstri stjóm, sem hann myndaði 1956. Samstarf Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks 1974 til 1978 undir forsæti Geirs Hallgrímssonar var þolanlegt. Þó fór ekki fram hjá nokkrum manni, að Ólafur Jóhannesson, sem hafði verið forsætisráð- herra vinstri stjórnar 1971 til 1974, undi því illa að sitja í ríkisstjórn undir forsæti annars manns og það setti mark sitt á stjórnarsamstarfið, ekki sízt í þorskastríð- inu. Samstarf flokkanna í ríkisstjórn Stein- gríms Hermannssonar 1983 til 1987 var viðunandi. Samvinna flokkanna nú hefur hins vegar verið mjög góð og á það mikinn þátt í þeim árangri, sem ríkisstjórnin hefur náð. Davíð Oddsson hefur bersýnilega lagt sig mjög fram um að tryggja þetta góða samstarf eins og m.a. má sjá af þeim eindregna stuðningi, sem hann hefur hvað eftir annað veitt ráðherrum Framsóknarflokksins, ef eitthvað hefur á bjátað hjá þeim. Yfirleitt hafa foi’ystumenn flokka látið samstarfs- flokka sína um að fást við eigin vandamál Laugardagur 13. febrúar og þess vegna má segja, að stuðningur Da- víðs við ráðherra Framsóknarflokksins sé óvenjulegur en hafi um leið átt mikinn þátt í að tryggja náið samstarf flokkanna. Þegar kom að flokksþingi Framsóknar- flokksins í nóvembermánuði sl. mátti hins vegar sjá merki þess, að Halldór Ásgríms- son taldi nauðsynlegt að skapa sér sjálf- stæða stöðu. Það þarf engum að koma á óvart enda stendur Framsóknarflokkurinn frammi fyrir nýjum viðhorfum í íslenzkum stjórnmálum. Framsóknarflokkurinn hefur nánast alltaf litið á sig sem forystuflokk á vinstri væng stjórnmálanna. Og þótt flokk- urinn leggi nú áherzlu á, að hann sé miðju- flokkur bendir allt til þess , að hann sé að missa þá aðstöðu að hafa verið talinn sterkasta mótvægið við Sjálfstæðisflokkinn í landsmálapólitíkinni. Sú aðstaða byggðist á tvennu; að baki Framsóknarflokknum stóð áður fyrr mesta viðskiptaveldið í íslenzku atvinnulífi, Sam- band ísl. samvinnufélaga, kaupfélögin og dótturfélög um allt land. Þetta veitti Fram- sóknarflokknum gífurlegan styrk. Þessi bakhjarl er nú horfinn að mestu leyti, þótt ekki fari á milli mála, að enn eru tengsl á milli gömlu sambandsfyrirtækjanna og flokksforystunnar. En jafnframt var Framsóknarflokkurinn yfirleitt sá flokk- anna tO vinstri við Sjálfstæðisflokkinn, sem hafði mestan þingstyrk. Jafnvel eftir kosn- ingarnar 1978, þegar Framsóknarflokkur- inn varð óvænt minnsti flokkurinn kom það að lokum í hans hlut að veita nýrri vinstri stjórn forystu. Myndun Samfylkingarinnar gjörbreytii- stöðu Framsóknarflokksins. Yfirgnæfandi líkur eru á því, að flokkurinn fái mun minna kjörfylgi en Samfylkingin og þar af leiðandi mun minni þingstyrk. En jafn- framt telja Framsóknarmenn sig eygja nýja lykilstöðu á vettvangi stjórnmálanna. Þeir líta svo á, að þeir geti jafnvel í þeirri aðstöðu að vera minnsti flokkurinn í hópi hinna þriggja stóru deilt og drottnað. Þeir geti ráðið því hvers konar ríkisstjórn verð- ur mynduð að kosningum loknum. Halldór Ásgrímsson leggur nú áherzlu á það í málflutningi sínum að halda þefrri skoðun að fólki að það sé raunhæfur mögu- leiki, að Sjálfstæðisflokkurinn fái meiri- hluta á Alþingi í næstu kosningum. Þetta gerir hann tO þess að ná tO þeirra kjós- enda, sem hugsanlega mundu telja, að það væri óhyggilegt að veita einum flokki meirihluta á Alþingi. Jafnframt leggur hann áherzlu á, að Framsóknarflokkurinn hafi það að markmiði að veita næstu ríkis- stjóm forystu, þ.e. að hann verði forsætis- ráðherra. Þetta gerir hann til þess að koma í veg fyrir, að sú mynd skapist í hugum kjósenda, að Framsóknarflokkurinn sé of leiðitamur við Sjálfstæðisflokkinn. Loks skammar hann Samfylkinguna og finnur henni allt tO foráttu. Það hefur tvíþættan tilgang, annars vegar að ná einhverjum hugsanlegum kjósendum Samfylkingarinn- ar tfl Framsóknarflokksins og hins vegar til þess að koma í veg fyrir, að kjósendur á hægri væng Framsóknarflokksins fái áhyggjur af því að Framsóknarflokkurinn ætli að mynda nýja vinstri stjórn og hneig- ist til þess að kjósa Sjálfstæðisflokkinn tO að koma í veg fyrir slíkt. Sumir forystumenn Samfylkingarinnar hafa sýnt nánast ótrúlegt skilningsleysi á tilfinningalífi forystumanna Framsóknar- flokksins með því að gera opinberlega til- kall tfl þess, að Samfylkingin verði í forsæti ríkisstjórnar með Framsóknarflokknum. Þetta er eitur í beinum Framsóknarmanna. Það skilur Margrét Frímannsdóttir, sem hefur nánast boðið Framsóknarmönnum forsæti í slíkri ríkisstjórn. Slíkt kostaboð dugar Halldóri Ásgríms- syni ekki. Hann hefur hvað eftir annað og áreiðanlega af fullri einlægni lýst vantrú sinni á því, að yfirleitt væri hægt að vinna með því fólki, sem skipar forystusveit Sam- fylkingarinnar. Það má ekki gleyma því, að þetta er sama fólkið og hefur sundrað röð- um vinstri manna hvað eftir annað á und- anförnum árum. Þótt Jóhanna Sigurðar- dóttir hafí unnið mikinn sigur í prófkjöri Samfylkingarinnar á dögunum hafa menn á Alþingi ekki gleymt því, hversu erfiður samstarfsmaður hún var í fyrri rflrisstjóm Davíðs Oddssonar, fyrst og fremst fyrir eigin flokksmenn. Mörgum þeirra hrýs hugur við því að setjast í ríkisstjóm með henni af þeim sökum. Jóhanna Sigurðardóttir og Ásta Ragn- heiður Jóhannesdóttir gengu harðast fram í þungum ásökunum á hendur Finni Ing- ólfssyni, varaformanni Framsóknarflokks- ins, í umræðum um Landsbankamálin á síðasta ári. Hörð orð Halldórs Ásgrímsson- ar á fundi Framsóknarmanna sl. fimmtu- dagskvöld í garð hinnar síðarnefndu benda tfl, að það sé geymt en ekki gleymt. En jafnframt er augljóst, að af málefna- legum ástæðum getur verið mjög erfitt fyrir Framsóknarflokk og Samfylkingu að ná saman. Deilan um fiskveiðistjórnun er óleyst og margt bendir til að það verði auð- veldara fyrir núverandi stjómarflokka að komast að samkomulagi um lausn hennar. Landsbyggðarmálin eru bersýnilega að verða brýnna úrlausnarefni en nokkru sinni fyrr. Þótt Framsóknarflokkur og AI- þýðubandalag hafi átt auðvelt með að ná saman í landsbyggðarmálum er ekki víst að það verði jafn auðvelt fyrir hið sameig- inlega framboð og Framsóknarmenn. Hver er staða Sjálf- stæðisflokks? MEGINSTYRKUR Sjálfstæðisflokks í aðdraganda kosn- inganna er yfir- burðastaða Davíðs Oddssonar á vett- vangi stjórnmálanna. Hann hefur skapað sér þá sérstöðu að slíkt hefur ekki sézt í ís- lenzkum stjórnmálum áratugum saman. Það má merkja í málflutningi andstæðinga Sjálfstæðisflokksins, að þeir geri sér grein fyrir þessu og hyggist af þeim sökum beina spjótum sínum að formanni Sjálfstæðis- flokksins í auknum mæli. Gerist það verða áhrifin þau innan Sjálfstæðisflokksins að þjappa flokksmönnum og stuðningsmönn- um flokksins enn meira saman. Innan Sjálfstæðisflokksins er sterkari hefð fyrir hollustu við formann flokks en í nokkrum öðrum stjórnmálaflokki. Finni Sjálfstæðis- menn, að andstæðingar flokksins hyggist hefja herferð gegn formanni þeirra mun það magna upp baráttuhug í þeiira röðum með svipuðum hætti og gerðist í kosning- unum 1956, þegar Hermann Jónasson lýsti því yfii', að það væri markmiðið að gera Sjálfstæðisflokkinn áhrifalausan í íslenzk- um stjórnmálum. Við Sjálfstæðisflokk í þeim ham verður ei-fitt að eiga. En jafnframt er varasamt fyrir þá, sem fylgjast með stjórnmálum, að líta svo á, að Sjálfstæðisflokkurinn eigi ekki annarra kosta völ við stjórnarmyndun að kosning- um loknum en samstarf við Framsóknar- flokkinn. Þegar horft er til baka yfir lýð- veldistímann verður fyrst fyi'ir samstarf Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Sam- einingarflokks alþýðu - Sósíalistaflokks í nýsköpunarstjórninni, sem sat frá 1944-1946 undir forsæti Ólafs Thors. Það var vel heppnað stjórnarsamstarf og leiddi til tengsla á milli Ólafs og forystumanna FRA DJUPAVOGI sósíalista sem stóðu ævilangt og urðu m.a. til þess að hörðum átökum á vinnumarkaði var afstýrt í nóvembermánuði 1963. Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur störfuðu saman í Viðreisnarstjórn hinni fyrri í 13 ár og aftur í Viðreisnarstjórn hinni síðari í fjögur ár. Samstarf Sjálfstæð- isflokks og þeirra stjómmálaafla, sem nú koma saman í Samfylkingunni, hefur á lýð- veldistímanum samfleytt staðið í upp undir tuttugu ár og athyglisvert að í öllum tilvik- um skilaði það miklum árangri. Fyirir tuttugu árum komu upp hugmynd- ir um að endurnýja í ríkisstjóm samstarf hinna svonefndu nýsköpunai-flokka. Þær hugmyndir voru of snemma á ferðinni enda kalda stríðinu ekki lokið og mikil gjá á milli Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks annars vegar og Alþýðubandalags hins vegar af þeim sökum. Nú er kalda stríðinu lokið og ágreiningur um utanríkismál þarf þess vegna ekki að koma í veg fyrir samstarf Sjálfstæðisflokks og þeirra flokka sem að Samfylkingunni standa. Og í þessu sam- bandi er ástæða til að minna á, að forystu- menn beggja núverandi stjórnarflokka hafa lýst því yfir að flokkarnir gangi óbundnir tU kosninga varðandi stjórnar- myndun að þeim loknum. Það á hins vegar vafalaust við um for- ystumenn Sjálfstæðisflokks eins og um forystu Framsóknai'flokks, að þeim lízt ekki á blikuna, þegar þeir horfa til þess hvernig samstarf við Samfylkinguna mundi ganga, en það breytir hins vegar engu um það, að enginn skyldi útiloka slíkt samstarf og þess vegna eru vangaveltur um að Framsóknarflokkurinn sé kominn í lykilstöðu í íslenzkum stjórnmálum og geti deilt og drottnað einfaldlega ekki réttar. Þegar horft er til þeirra úrlausnarefna, sem framundan eru, fer tæpast á milli mála, að núverandi stjórnarflokkar eru lík- legastir til að ná skynsamlegri niðurstöðu. Það á ekki sízt við um fiskveiðistjórnunina. Morgunblaðið hefur lengi lýst þeirri skoð- un, að málamiðlun, sem nást mundi innan Sjálfstæðisflokksins, væri sú millileið, sem þjóðin gæti sætt sig við. Miðað við yfirlýs- ingar forystumanna Framsóknarflokksins síðustu mánuði má telja líklegt að þessir tveir flokkar geti náð saman í þeim efnum. En vissulega skiptii' miklu máli, að flokk- arnir sem að Samfylkingunni standa verði aðilar að lausn þess máls. Um það þarf að verða sannkölluð þjóðarsátt. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokk- ur eru líka þeir tveir flokkar, sem helzt verður horft til í sambandi við byggðamál- in. Það fer ekki á milli mála, að það er að skapast ákveðin öi'vænting bæði á Vest- fjörðum og á Austurlandi og að hluta til á Norðurlandi. Eitthvert frumkvæði af hálfu Alþingis og ríkisstjórnar verður að koma til sögunnar á næsta kjörtímabili. Á þessu stigi málsins eru hugleiðingar af þessu tagi auðvitað vangaveltur og tilgát- ur. En eigi að síður er mikilvægt að í um- ræðum um þessi mál hafi menn yfirsýn yfir pólitísku stöðuna alla en geri sér ekki fyr- irfram hugmyndir um að þetta geti gerzt en annað ekki sem stenzt ekki nánari skoð- Morgunblaðið/Sverrir „Samfylkingin á augljóslega eftir að ganga í gegn- um erfíðar um- ræður áður en kosningaundir- búningi er lokið og þá ekki sízt vegna kosninga- stefnuskrár. Fyrr en sú niðurstaða liggur fyrir er erfitt að leggja mat á raunveru- lega möguleika hennar í kosning- unum í maí.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.