Morgunblaðið - 14.02.1999, Síða 34

Morgunblaðið - 14.02.1999, Síða 34
84 SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1999 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ Pegar mér var mútað Þótt ég hafi fiækst í spillingarnetið hvarfl- ar ekki að mér að trúa gróusögum um spillingu í IOC. Ekki frekar en að nokkur maður svíki undan skatti á Islandi eða brjóti eitthvert boðorðanna tíu. Niðurstaða mín, eft- ir mikla umhugs- un, er að játa áður en einhver grefur sannleikann upp og lekur honum í DV eða jafnvel CNN. Mér var mútað. Það var á þingi Evrópusamtaka íþróttaf- réttamanna í Grikkiandi héma um árið. Eða var það í Búdapest árið eftir? Man það að vísu ekki glöggt, en staður og stund skipta ekki meginmáli. Aðalatriðið er sú smán að ég skyldi þiggja múturnar. Það var verið að kjósa formann eða gjaldkera eða ritara í stjórn samtakanna, þetta var eitt af fyrstu þingunum sem ég sótti og vissi auðvitað ekki gjörla hvem- ig kaupin gerð- VIÐHORF Eftir Skapta Hallgrímsson ust á þeirri eyri þar sem ég var staddur. En nú, mörg- um ámm síðar, geri ég mér ljóst niður í hvaða svað ég var dreg- inn. Sumir myndu ef tO vill varla kalla þetta mútur. Frekar að- stoð við vanþróaðar þjóðir. En ekki ég; ég viðurkenni glæpinn og tek út mína refsingu þegar þar að kemur. Það hafði sem sagt tíðkast að menn sem sóttust eftir virðulegum embættum í samtökum þessum höfðu stund- að það að lofa mönnum gulli og grænum skógum fyrir atkvæði, en jafnan svikið. Það var því sem fulltrúar smáþjóðanna stofnuðu með sér formleg samtök. Við sögðum hingað og ekki lengra! Þessir andsk... sem yrðu kosnir til formanns eða gjaldkera eða ritara skyldu ekki halda að þeir kæmust upp með það lengur að svíkja gefin loforð. Það gerðist reyndar á einu þinginu að Samúel Örn vinur minn var kjörinn í stjórn, en j>að hljóta að hafa verið mistök. Eg minnist þess að minnsta kosti ekki að hafa mútað neinum. Nema ég hafi verið sofandi þeg- ar hann gerði það. Það sem ég sé einna mest eft- ir er að hafa ekki þegið mútur sem komið gætu íslensku íþróttafólki vel seinna meir. Hæg hefðu nefnilega verið heimatökin; atkvæði greitt rétt- um manni og allir íþróttafrétta- menn ákveðinnar þjóðar hefðu sagt frá því, svo einfalt dæmi sé tekið, að það hefði verið Islend- ingurinn Mikael Jónsson sem hljóp 200 metrana á 19,32 sek- úndum á Ólympíuleikunum í Atlanta 1996. Bandaríkjamenn hefðu líklega haldið sig við Michael Johnson, en Evrópa hefði jafnvel öll staðið saman. Það er ég viss um. Og betri landkynningu er auðvitað ekki hægt að hugsa sér. Mér hug- kvæmdist bara ekki að láta þjóðina njóta þess að mér var mútað. Þvílík eigingirni. Alveg er ég handviss um að samviskan á eftir að naga mig það sem ég á eftir ólifað. Rétt er að taka það fram strax að ég á það sameigin- legt með Ellert B. Schram, for- seta ISI, að hafa ekki verið boð- in gleðikona, enda erum við hvorugur í alþjóða ólympíu- nefndinni. En þótt ég hafi flækst í spill- ingarnetið á sínum tíma hvarflar ekki að mér að trúa gróusögum um spillingu í alþjóða ólympíu- nefndinni. Ekki frekar en ég trúi því að nokkur maður svíki undan skatti á Islandi, aki of hratt, undir áhrifum áfengis eða brjóti eitthvert boðorðanna tíu. Og það er auðvitað eins og hvert annað rugl að peningar stjórni heiminum. Eg hyggst í það minnsta ekki leggjast svo lágt að bera það á borð fyrir þessa þjóð hér í norðri að um- gjörðin um ólympíueldinn í Atl- anta hafi verið eins og pakkning utan um franskar kartöflur frá heimsþekktri bandarískri ham- borgarakeðju sem fyrir tilviljun er reyndar eitt af stærstu styrktarfyrirtækjum alþjóða ólympíunefndarinnar. Mér finnst það ámóta ósvífni að halda því fram að einhver tengsl séu á milli þess að Ólymp- íuleikamir voru haldnir í Atlanta og þess að þar í borg eru höfuð- stöðvar Coca Cola, sem líklega hefur mest allra fyrirtækja í heiminum styrkt ólympíuhreyf- inguna hin síðari ár. I sannleika sagt er það fleira sem nagar samvisku mína en kosningin í Aþenu eða Búda- pest. Eg hef, svo ég tali bara hreint út, átt erfitt með svefn síðustu vikurnar, eftir að hneykslið svokallaða í IOC kom upp á yfirborðið. Júlíus Haf- stein, sem þá var formaður Ólympíunefndar íslands bauð mér nefnilega í mat meðan á leikunum í Atlanta stóð. Og ekki bara mér, heldur Kristni Morg- unblaðsljósmyndara og Magnúsi fréttaritara DV líka. Sjónvarps- mennirnir höfðu ekki tíma til að koma, en Ari Bergmann, ritari Ólympíunefndar borðaði með okkur og eiginkonar þeirra far- arstjóranna einnig. Máltíðin flokkast vitaskuld undir mútur, þegar grannt er skoðað, en ég fullyrði að hér var um að ræða aðstoð - einfaldlega vegna þess að við vorum svangir. Þetta var áður en Ari kyssti Júlíus heima hjá honum sem frægt varð, og áður en hann stakk hann rýtingi í bakið á aðalfundi Ólympíu- nefndarinnar. Ef það skiptir máli þá minnir mig að ég hafi fengið mér svínakjöt í aðalrétt. Þetta var á japönskum veitinga- stað og kokkurinn var afar fingrafimur. Hrísgrjónin voru lostæti. Ég man það núna að ég gleymdi að geta þessara hlunn- inda á skattaskýrslunni. Kannski best að endurgreiða Júlla þetta áður en ég verð grip- inn af skattalögreglunni. Og þó, ég tek bara þá áhættu að enginn lesi þetta. Hvað um það. Ég sé það núna að ég hefði betur greitt sjálfur fyrir að fara í sund og gufubað í Aþenu eða Búdapest. Það skal viðurkennt að ég er ekki búinn að endurgreiða þá upphæð sem sá lúxus kostaði. En batnandi manni er best að lifa; ég sá mig um hönd og fékk minn mann í bankakerfinu til að reikna út hvað ég skulda með vöxtum og vaxtavöxtum. Samviskan batnar vonandi þegar ég verð búinn að borga. Verst að ég man ekki hver það var sem mútaði mér. FISKVERÐ OG HLUTASKIPTI VERÐ á hefðbundnum uppboðs- mörkuðum fyrir ferskan fisk erlend- is, þ.e. á Bretlandseyjum og í Þýska- landi, hefur ávallt verið mun hærra en á Islandi. Skýring á þessum verð- mun felst meðal annars í því að fisk- verði er haldið niðri á Islandi með ýmsum ráðum. I því sambandi er nærtækast að nefna einhliða ákvörðun fiskverðs af hálfu kaupenda í bein- um viðskiptum milli veiða og vinnslu. Hafa ber hugfast að fiskverð fyrir sjómenn á aflahlut hefur sama ígildi og kauptaxti fyrir launa- fólk í landi. Þvingað fískverð í beinum við- skiptum sem viðgengist hefur á íslandi um all- langt skeið grefur und- an núverandi launakerfi sjómanna. Ef svo held- ur fram sem horfir með þvingað fiskverð hlýtur eitthvað að láta undan. Annaðhvort mun hlutaskiptakerfið í sjávarútvegi molna niður eða allur fiskur mun seldur á uppboðsmarkaði eða markaðstengdu verði. Fiskverð á Norðurlöndum Flestum er kunnugt um að lágt fiskverð á íslandi stenst sjaldan samanburð við fiskverð í Englandi og Þýskalandi. En hvernig skyldi fiskverð hér á landi koma út í saman- burði við önnur Norðurlönd? Fyrir rúmlega tveimur árum birtu Samtök fiskvinnslustöðva saman- burð á verði nokkurra botnfiskteg- unda í Noregi og á Islandi. Norska verðið voru reiknað út á grundvelli lágmarksverðs samkvæmt tilkynn- ingu Norges Ráfisklag nr. 42/1996. Verð í Noregi var síðan borið saman við verð á uppboðsmörkuðum og í beinum viðskiptum á Islandi sam- kvæmt upplýsingum Fiskifélags ís- lands. Hér á eftir þegar fjallað er um bein viðskipti er átt við alla sölu á ferskum fiski frá fiskiskipi nema sú sala sem fer fram á uppboðsmarkaði. Utkoman úr umræddum saman- burði var að fiskverð á Islandi var töluvert hærra en í Noregi, t.d. vai- verð á þorski um 27% hærra. Allan fyrirvara verður að hafa á þessum samanburðarfræðum Samtaka fisk- vinnslustöðvanna enda um að ræða samanburð á lágmarksverði sam- kvæmt verðlista á móti raunverulegu verði á íslandi. Til að fá svar við framangreindri spumingu um fiskverð á Norðurlönd- um var leitað eftir upplýsingum auk íslands frá Færeyjum, Noregi og Danmörku. Fengnar voru sundur- greindar upplýsingar um fiskverð í beinum viðskiptum og á uppboðs- mörkuðum fyrir tímabilið janúar- október 1998 og fyrir októbermánuð sama ár. Fisktegundir sem könnunin náði til voru þorskur, ýsa, ufsi og karfi. Miðað var við verð á slægðum fiski með haus nema karfa. Erlent verð var umreiknað í íslenskar krón- ur miðað við gengi gjaldmiðla á til- greindum tíma. Það skal upplýst að um það bil tveir þorskar af hverjum þremiu- eru seldir í beinum viðskipt- um á Islandi. Þetta hlutfall er lægra í Færeyjum og Danmörku en hærra í Noregi. Til að auðvelda samanburð á fisk- verði á Norðurlöndum eru dregnar upp myndir 1-4 sem sýna verð á þorski í þeim löndum sem könnunin náði til. Niðurstaða í samanburði fiskverðs á Norðurlöndum er athyglisverð, sérstaklega þegar borið er saman verð í beinum viðskiptum. Þannig var meðalverð á þorski í Noregi í beinum viðskiptum rúmlega 31 hærra en á íslandi á tímabilinu janú- ar-október 1998 (mynd 1). í hlið- stæðum viðskiptum á sama tíma var þorskverð í Færeyjum og Danmörku um 55% hærra en á Islandi. Þegar meðalverð beinna viðskipta í októ- bermánuði er skoðað kemur í ljós enn meiri verðmunur. Þannig er þorskverð í Noregi orðið um 39% hærra en á íslandi, í Danmörku er það um 78% hærra og í Færeyjum um 90% hærra (mynd 2). Þessar tölur sýna svo ekki verður um villst að fiskverð á Islandi í bein- um viðskiptum er komið gjörsamlega úr takt við alla eðlilega verðmynd- un. Þessu til frekari staðfestingai- er vísað til þess að töluvert minni munur er á þorskverði sem myndast á upp- boðsmarkaði á Islandi í samanburði við hin löndin (myndir 3 og 4). Hvað snertir aðrar físk- tegundir en þorsk var það næstum undan- tekningarlaust að verð í beinum viðskiptum var lægra hér á landi en í hinum löndunum. Lægsta verð í heimi? Athyglisvert er að greina breyt- ingu fiskverðs frá meðalverði Ef svo heldur fram sem horfír með þvingað fískverð, segir Bene- dikt Valsson, hlýtur eitthvað að láta undan. Annaðhvort mun hluta- skiptakerfíð í sjávarút- vegi molna niður eða allur fískur mun seldur á uppboðsmarkaði eða markaðstengdu verði. jan.-okt. til októbermánaðar eins og fram kemur á töflu 1. Samkvæmt töflu 1 virðist breyting þorskverðs á uppboðsmörkuðum vera í góðu samræmi milli landanna. Hins vegar er þvi ekki til að dreifa þegar athuguð er breyting þorskverðs í beinum viðskiptum. Þar sker Island sig úr með aðeins 5% hækkun á sama tíma og þorskverð hækkar frá 11% til 29% í hinum löndunum. I framangreindum samanburði kemur í ljós að meðalverð á þorski á Islandi í beinum viðskiptum er um það bil helmingi lægra miðað við það verð sem hæst gerist á Norðurlönd- um í hliðstæðum viðskiptum. Þessi staðreynd ætti að hvetja talsmenn samtaka útvegsmanna til að hugleiða hvort tími sé ekki kominn til þess að bæta enn einu heimsmetinu við á af- rekaskrána. En nýja heimsmetið myndi felast í því að íslenskur sjávar- útvegur getur nú státað af lægsta þorskverði í heimi, eða a.m.k. við Norður-Atlantshaf þar sem þorskur- inn hefur löngum verið talinn mikil- vægasta fisktegundin. Tvöföld viðskiptahindrun Samtök sjómanna hafa um árabil lagt til að allur ferskur fiskur seldur hér á landi færi um uppboðsmarkaði eða væri tengdur markaðsverði ef fiskvinnslan vill endilega vinna þann fisk sem eigin skip veiða. Sömuleiðis hafa samtökin lýst sig andsnúin svo- nefndu kvótaálagi á útflutningi á ferskum fiski, þannig að hann ætti greiðari aðgang að þeim mörkuðum sem gæfu hæsta verðið hverju sinni. Hvað þessu viðvíkur eiga sjómenn og útvegsmenn sömu hagsmuna að gæta. Framsæknir útgerðarmenn hafa nýlega látið til skarar skn'ða gegn kvótaálginu. Þeir krefjast þess að þeim verði ekki lengur refsað með minnkun veiðiheimilda fyrir það eitt að sækjast eftir háu verði fyrir fisk- inn á erlendum mörkuðum. Meðal röksemda sem þeir beita fyrir sig er að kvótaálagið sé viðskiptahindrun sem brjóti í bága við alþjóðasamn- inga sem Island er aðili að. Einnig vísa þeir til brota á jafnræðisreglu stjómarskrárinnai-, þar sem sum út- gerðarfélög þurfa að bera kvótaálag samkvæmt lögum um stjóm fisk- veiða en önnur ekki. Samtök fiskvinnslu án útgerða hafa mótmælt fyrir hönd sinna um- bjóðenda að þeir sitji ekki við sama borð og fiskvinnsla sem gerir út fiski- skip. Samtökin staðhæfa að þeim sé mismunað í þvi að útvega sér fisk til vinnslu. Þeim standi oftast ekki ann- að til boða en það takmarkaða magn af fiski sem selt er á uppboðsmörkuð- um. Segja má að hér sé einnig á ferð- inni viðskiptahindrun sem kemur í veg fyrir að allir hugsanlegir kaup- Þorskverð í viðskiptum og á mörkuðum á íslandi, í Færeyjum, Noregi og Danmörku í BEINUM VIÐSKIPTUM ■ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM Breyting þorskverðs Breyting þorskverðs f beinum viðskiptum á uppboðsmörkuðum ísland 5,4% 23,8% Færeyjar 28,7% 28,7% Noregur 11,5% 24,9% Danmörk 20,5% 23,0% Tafla 1. Benedikt Valsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.