Morgunblaðið - 14.02.1999, Page 36
36 SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1999
i---------------------------
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
t
Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma,
LILJA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Efstasundi 60,
Reykjavík,
lést á Vífilsstaðaspítala fimmtudaginn 28.
janúar. Þökkum af alhug umönnun lækna og
starfsfólks spitalans. Útförin hefur farið fram i
kyrrþey frá Fossvogskapellu.
Anna Agnarsdóttir, Hreinn Bjarnason,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og
afi,
ÞORGEIR IBSEN
fyrrverandi skólastjóri,
Sævangi 31,
Hafnarfirði,
sem lést mánudaginn 8. febrúar sl., verður
jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju mánudag-
inn 15. febrúar kl. 13.30.
Ebba Lárusdóttir,
Ásgerður Þorgeirsdóttir, Júlíus Valgeirsson,
Þorgeir Ibsen Þorgeirsson, Denise M. Ibsen,
Heiðrún Þorgeirsdóttir, Benedikt Sigurðsson,
Brynhildur Þorgeirsdóttir, Magni Baldursson,
Árni Ibsen Þorgeirsson, Hildur Kristjánsdóttir
og barnabörn.
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
SIGURÐUR ÁSMUNDSSON
sendifulltrúi,
Kleppsvegi 142, Reykjavík,
sem lést á heimili sínu föstudaginn 5. febrúar,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni á
morgun, mánudaginn 15. febrúar, kl. 13.30.
Karí Karólína Eiríksdóttir,
Edda D. Sigurðardóttir, Sigurður K. Kolbeinsson,
Birna K. Sigurðardóttir, Erlingur Hjaltested,
Ellisif A. Sigurðardóttir, Hafliði Ragnarsson,
Sunna M. Sigurðardóttir
og afabörn.
t
Eiginmaður minn og faðir,
ARI GUÐJÓNJÓHANNESSON,
Jökulgrunni 2,
sem lést á Hrafnistu föstudaginn 5. febrúar,
verður jarðsunginn frá Áskirkju þriðjudaginn
16. febrúar kl. 13.30.
Anna Ingunn Björnsdóttir,
Viggó Jóhannesson.
t
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför
móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang-
ömmu,
INGiBJARGAR LÁRUSDÓTTUR
frá Sarpi,
Skorradal,
Grænuhlíð 16, Reykjavík.
Ragnhildur Hannesdóttir,
Guðrún Hannesdóttir, Björn Þorsteinsson,
Auðbjörg Hannesdóttir,
Helga Hannesdóttir,
Vilhjálmur Hannesson,
Hanna Hannesdóttir,
Hjördís Hannesdóttir,
Jónas Hannesson,
Lárus Hannesson,
Valborg Hannesdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Hans Árnason,
Guðmunda Jónsdóttir,
Garðar Einarsson,
Haraldur Magnússon,
Sigurlaug Ingimundardóttir,
Dröfn Halldórsdóttir,
LILJA
GUÐMUNDSDÓTTIR
+ Lilja Guðmunds-
dóttir fæddist
10. febrúar 1914.
Hún andaðist á Víf-
ilsstaðaspítala 28.
janúar síðastliðinn.
Lilja ólst upp hjá
þeim mætu hjónum
Ólöfu Sigurðardótt-
ur og Eggerti G.
Waage á Litla-
Kroppi í Flókadal í
Borgarfirði.
Lilja var gift
Gunnari Halldóri
Árnasyni, sem lést
24. nóvember sl. Fyr-
ir átti hún Önnu Agnarsdóttur
með fyrri manni sinum.
Útför Lilju fór fram frá Foss-
vogskapellu 11. febrúar.
Elsku amma, nú ertu búin að fá
hvíldina sem þú þráðir. Síðustu árin
barðist þú við astmann og varst nær
til jafns heima í Efstasundinu og
uppi á Vífilsstöðum. Oft hélt ég að
þú myndir ekki ná þér en lífsviljinn
var mikill og alltaf komstu heim.
Heim þar sem afi beið og hugsaði
svo vel um þig. En svo fyrir rúmum
tveimur mánuðum fóruð þið sam-
dægurs á spítala, þú á Vífilsstaði og
afi í hjartablástur sem hann var bú-
inn að bíða svo lengi eftir að komast
í. Hann átti að koma heim tveimur
dögum síðar, en hjartað var veikara
en við héldum og afi lifði aðgerðina
ekki af. Ekki er hægt að lýsa hversu
erfitt það var fyrir mömmu að færa
þér þessa frétt um kvöldið. En þú
varst sterk eins og alltaf og áttir til
kraft til að fylgja afa hans síðustu
ferð. En nú áttirðu ekki mikið meira
þrek eftir enda beið afi ekki eftir
þér heima heldur á öðrum stað, til-
búinn að taka á móti þér. Og nú
ertu komin til hans og ekkert að-
skilur ykkur framar.
Æskuheimili okkar systranna var
aðeins tveimur götum neðar en ykk-
ar þannig að ég var mikið hjá ykk-
ur. Alltaf áttirðu til brúntertu
handa mér og fleira góðgæti. Þú
varst alltaf að baka og ég fékk að
hjálpa til. Þér fannst nú reyndar
óþarflega margar ósteiktar kleinur
hverfa upp í mig þegar ég var að
snúa. Þú kenndir mér að sauma út
og prjóna. Þú prjónaðir lopapeysur
fram á síðustu ár en vegna astmans
varðstu að hætta að prjóna úr lopa
og breyta til og síðustu vettlingana
prjónaðir þú fyrir nokkrum vikum,
þrátt fyrir að sjónin væri orðin
mjög léleg. Ég fór oft fyrir þig á
bókasafnið því þú last svo mikið.
Stundum byrjaðir þú á endinum og
kíktir svo á upphafið. Ég man svo
vel í einu sumarfríinu sem ég fór
með ykkur í að við tókum með okk-
ur fjögurra binda skáldsögu. Við
leyfðum afa að lesa hana í réttri röð
en við náðum alveg samhenginu
þótt við læsum hana í ruglaðri röð.
Afi hristi bara hausinn yfir okkur.
Þið afi unnuð bæði á Kleppsspítal-
anum og ég fékk stundum að fara
með þér í vinnuna þegar þú vannst
á heimilinu í Laugarási. Þar kennd-
irðu mér að allir eiga skilið virðingu
og tækifæri. Þú varst ein af þeim
sem réttir óumbeðin hjálparhönd og
ÚTFARARSTOFA
OSWALDS
s.Mi 551 3485
ÞJÓNUSTA ALLAN
SÓLARHRINGINN
AÐALSTRÆIT »11 • 101 RFYIvJAVÍK
LÍKKISTUVINNUSTOFA
EWINDAR ÁRNASONAR
vildir ekki að talað
væri um það sem þú
gerðir. Það skipti ekki
máli hvort viðkomandi
væri þér nákominn eða
ekki, þú máttir ekkert
bágt sjá. í þessu voruð
þið afi samstiga eins og
í svo mörgu öðru, enda
eru minningar mínar
um ykkur svo sam-
tvinnaðar, þið voruð
alltaf bæði til staðar.
Ykkur afa tókst svo
vel að ná tengslum við
fólk. Þið fóruð ekki að
fara til útlanda fyrr en
þið voruð orðin vel fullorðin og það
brást ekki að þið höfðuð eignast
kunningja í hverri ferð sem þið
hékluð síðan tryggð við.
A meðan heilsan leyfði vöruð þið
dugleg að hreyfa ykkur. Keyra
norður, fara til Hveragerðis og ekki
má nú gleyma; út að dansa. Þegar
ég var unglingur held ég að þið haf-
ið farið oftar út að skemmta ykkur
en ég. Þú hafðir svo gaman af því að
dansa og hafa glatt í kringum þig.
„Njóttu lífsins, Björk mín, vanda-
málin leysast alveg eins þó maður
velti sér ekki um of upp úr þeim,“
sagðh-ðu við mig uppi á spítala um
daginn. Það er örugglega rétt hjá
þér.
Ég veit að ég er ótrúlega lánsöm
að hafa fengið að hafa ykkur afa svo
lengi hjá mér og börnin okkar
Bjössa sem eru eins og hálfs, fimm
og tíu ára að eiga langömmu og
langafa. Við fjölskyldan áttum dýr-
mætar stundir með ykkur sem
aldrei munu gleymast og við þökk-
um ykkur fyrir allt sem þið hafið
gert fyrir okkur og kennt okkur. Ég
veit að við getum í bænum okkar
leitað til ykkar og þið munuð
styrkja okkur og vaka yfir okkur.
Elsku mamma mín, missir þinn
er mestur en þú ert sterk eins og
amma.
Blessuð sé minning ykkar, elsku
amma og afi.
Ykkar
Björk og fjölskylda.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vöm í nótt.
Æ, virzt mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Pýð. S. Egilsson.)
Elsku hjartans amma mín.
Þetta vers er eitt margra, sem þú
kenndir mér. Þá var ég bara smá-
skott og þótti skemmtilegra að
syngja með þér dægurflugur þess
tíma, s.s. „Blátt lítið blóm eitt er“ og
„Komdu inn í kofann minn“. Þú
kunnir nefnilega býsn af textum og
dansaðir með mig um stofuna þína.
Afi sat hjá og hló að okkur. Hann
setti plötur á fóninn og þú kenndir
mér gömlu dansana, t.d. skottís og
ræl. En öll dönsuðum við „Fríðu
litlu lipurtá“!
Stundum fór ég með þér í strætó
niður í bæ. Þú varst svo fótfrá að ég
hljóp með þér Laugaveginn en það
var allt í lagi, því við enduðum á
„Hressó“ með kakó og kleinu. Svo
var það á jólum að þú bauðst upp á
ekta súkkulaði með rjóma og við fá-
vís dásömuðum þetta góða kakó. Þú
þurftir að leiðrétta okkur í mörg ár
áður en við mundum muninn á
þessu tvennu.
Þú sast aldrei auðum höndum og
taldir illa farið með tímann ef ekk-
ert lægi eftir. Hvað skyldu þær
vera margar lopapeysurnar sem þú
framleiddir eða vettlingarnir og
sokkarnir? Mörgum hefur þú lið-
sinnt gegnum árin og oft lagðirðu
lykkju á leið þína til að létta undir
með öðrum. „Þetta er nú ekki til-
tökumál," svaraðir þú, þegar þér
var þakkað. Svo lítillát varstu
ávallt.
Oft sat ég með þér yfir kaffibolla
og masaði um allt og ekkert eða
dýpstu hjartans mál. Einatt gafstu
mér tíma, hlustaðir og gafst góð
ráð.
Fyrir um níu árum sagðir þú mér
draum þinn. Ég var íklædd hlýrri
og vel sniðinni kápu. Þú réðst
drauminn á þann veg, að ég væri að
eignast góðan mann, sem myndi
reynast mér vel. Þetta gekk eftir og
Sigurður minn kom inn í fjölskyld-
una.
Mér þótti þá sem líf okkar væri
um margt líkt. Ég ímyndaði mér að
eins og Gunar afi og þú áttuð gott
heimili og góða samheldna fjöl-
skyldu myndi ég eiga farsæla daga
með Sigga. Ég sá fyrir mér að eld-
ast og eiga stuðninginn vísan eins
og afi reyndist þér. En Siggi minn
dó langt um aldur fram, en þann
tíma sem við áttum saman var ég
umvafin ást og hlýju. Svo draumur-
inn um kápuna stóð fyrir sínu.
Elsku amma mín, margs er að
minnast og hugurinn reikar um
liðnar samverustundir. Minningin
um dillandi hlátur þinn og létta
lund, þar sem sungið var og dans-
sporin stigin við húsverkin, mun
ávallt fylgja mér. Eins er um rútu-
ferðina norður í land forðum daga.
Líka þau gi-andvöru orð þín að þótt
ýmislegt mæti okkur í lífsins ólgu-
sjó sé heillavænlegast að leita sátta
við menn og málefni. Ganga ekki
ósáttur til svefns og láta reiði og
hatur aldrei setjast að í huga okkar.
Sárt er að missa ykkur afa á svo
skömmum tíma. En þú kvaddir
þetta líf eftir langvarandi veikindi
og þið afi munuð finnast aftur hin-
um megin. Þótt fárveik værir vild-
irðu alltaf líta vel út, fórst í hárlitun
og permanent og barst þig ávallt
vel.
Ég ætla nú að biðja ykkur að
skæla ekkert yfir mér þegar þetta
er búið, voru orð þín.
Elsku amma - við syrgjum þig öll
og tár falla.
Guð geymi þig og blessi minningu
þína.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson.)
Einlæg þökk fyrir allt.
„Sólin hennar ömmu sinnar,“
þín
Lilja.
Við kveðjum hana elsku
langömmu okkai' með söknuði. Hún
sem alltaf var svo blíð og góð.
Við munum þegar við vorum í
heimsóknum eða í pössun hjá
langömmu og langafa að þau laum-
uðu alltaf til okkar rúsínum eða
súkkulaði án þess að aðrir sæju.
Svo voru alltaf til nýbakaðar klein-
ur, pönnukökur eða kökur þegar
við komum í kaffi. Hún bakaði
alltaf svo góðar brúntertur, sem
voru í miklu uppáhaldi hjá okkur
og fleirum.
Hún kenndi okkur að hekla og
prjóna og hjálpaði okkrn- með ýmis-
legt sem við áttum í vandræðum
með.
En svo brást heilsan. Amma
veiktist og þurfti oft að dvelja á Víf-
ilsstaðaspítala. Þegar komið var í
heimsókn til hennar, átti hún alltaf
nammi í skúffunni hjá sér. „Viltu
tungu, elskan," sagði hún og bauð
okkur.
Svo þegar afi dó mánuði fyrir jól
hrakaði heilsunni ört og hinn 28.
janúar sl. var komið að leiðarlokum.
Minningar okkar um langömmu
og langafa munu seint fara okkur úr
minni.
Við biðjum góðan Guð að blessa
ömmu og afa á þessum erfiðu tím-
um.
Ó, faðir gjör mig lítið ljós
um lífs míns stutta skeið,
til hjálpai- hverjum hal og drós,
sem hefur villst af leið.
Ó, faðir, gjör mig styrkan staf
að styðja hvern sem þarf,
uns allt það pund, sem Gud mér gaf,
ég gef sem bróðurarf.
(Þýð. M.Joch.)
Hvíl í friði, elsku langamma.
Þóranna Hrönn, Gunnar Már,
Elín Margrét og Anna María.