Morgunblaðið - 14.02.1999, Side 38
MORGUNBLAÐIÐ
38 SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1999
*---------------------------
MINNINGAR
+
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför
föður og afa okkar,
BÖÐVARS BRYNJÓLFSSONAR
bónda,
Kirkjulæk.
Guð blessi ykkur öll.
Sigríður Böðvarsdóttir,
Brynjólfur Gíslason,
Guðni Birgir Gíslason.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hiý-
hug við andlát og útför ástkærs föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
INGÓLFS GUÐJÓNSSONAR,
Dalbraut 20,
Reykjavík.
Drottinn blessi ykkur öll.
Hjörtur Á. Ingólfsson, Margrét Helgadóttir,
Jóhannes Esra Ingólfsson, Guðný A. Thórshamar,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda vináttu og
virðingu vegna andláts föður okkar,
SIGURÐAR KR. SVEINBJÖRNSSONAR
fyrrverandi forstjóra,
Gullteigi 12.
r Sveinbjörg Sigurðardóttir,
Guðmundur Már Sigurðsson, Mila Sólrún Sigurðsson,
Karl Sigurðsson, Svala Jónsdóttir
og aðrir aðstandendur.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför elskulegs sonar míns,
bróður okkar og mágs,
LÁRUSAR INGA GUÐMUNDSSONAR,
Hátúni 12.
Guð blessi ykkur öll.
Guðmundur Lárusson,
Jón Valgeir Guðmundsson, Sigurlaug Guðmundsdóttir,
Kristján S. Guðmundsson.
I
+
Þökkum ausýnda samúð við andlát og útför
ELÍNAR MARKAN.
Jón Ólafsson,
Páli Þorgeir Pálsson, Alfa Lind Birgisdóttir,
systkini og barnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við
andlát og útför móður minnar,
FRIÐRIKU GUÐMUNDSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunar-
heimilinu Eir fyrir alúð og umhyggju.
Heimir Guðjónsson.
+ Sæbjörg Kristín
Jóna Eyjólfsdótt-
ir fæddist í Borgar-
gerði við Reyðar-
Qörð 27. júlí 1904.
Hún lést 8. febrúar
síðastliðinn og fór
útför hennar fram
frá Fossvogskapellu
12. febrúar.
Kristín hefur loks
fengið hvíldina eftir
langa lífsgöngu. Var
hún óti-úlega ern, allt
fram til seinustu
stundar, það voru í
raun einungis örfáir dagar sem
hún missti úr. Kristín var um
margt all sérstök kona. Uppeldið á
Reynivöllum hefur án efa haft
mikil áhrif á hana, en þar var hún
höfð nokkuð til hlés, sérstaklega á
mannamótum og þegar heimsókn-
ir báru að garði, sem án efa hafa
verið alltíðar, þar sem séra Hall-
dór var sannkallaður sveitarhöfð-
ingi í Kjósinni. En hann var sókn-
arprestur á Reynivöllum í 50 ár,
frá aldamótaárinu til 1950.
Ég held að Kristín hafi alla tíð
borið þessum aðstæðum nokkurt
vitni. Hún var ekki mikið íyrir að
trana sér fram, heldur hélt hún sig
frekar til hlés. Mér kæmi ekki á
óvart þótt ýmsir hafi talið hana
nokkuð skrítna, en það var hún í
raun ekki, þó barnaleg gæti hún
verið í framkomu að ýmsu leyti. I
raun var hún bráðgáfuð og skýr,
sem kom í ljós þegar maður náði að
kynnast henni. En hún var líka
ákveðin og lét ekki stjórna sér, ef
hún komst hjá því.
Þegar ég var að alast upp á
Reynivöllum voru það fastir liðir í
árstíðunum að Stína og Þóra, sem
var vinnukona á Reynivöllum í tíð
séra Halldórs Jónssonar, en hún
flutti með þeim til Reykjavíkur,
komu í heimsókn á vorin, um
fermingarnar og á
haustin í réttirnar og
á öðrum tyllidögum.
Þetta var alveg
óbrigðult. Þær dvöldu
oftast í u.þ.b. þrjár
vikur á Reynivöllum í
hvert sinn og notuðu
tímann meðal annars
til heimsókna í sveit-
inni. Eftir að Þóra dó
um miðjan sjöunda
áratuginn fór Kristín
að venja komur sínar
oftar og dvaldi oft
langdvölum á Reyni-
völlum á sumrin. Tók
hún þá m.a. hressilega til við
bakstur, ýmsir fjölskyldumeðlimir
gátu oft haft áhrif á það hvað yrði
helst bakað. Kristín var ákaflega
góð sál. Hún var hæglát og prúð í
allri framgöngu og aldrei heyrði
ég hana segja nokkurt styggðar-
yrði um nokkurn mann. Ef ske
kynni að einhver ætti skilið að fá
neikvæða yimfjöllun var það gert á
sérstaklega penan og prúðan hátt,
sem henni einni var lagið.
Hjá svo stórum systkinahópi,
sem við vorum á Reynivöllum, var
mikið ærslast og fíflast og ýmis
tækifæri notuð til þess að finna
veikan blett á einhverjum. Sumir
gáfu færi á sér með það, m.a. hann
Valdi gamli vinnumaður, fyrrver-
andi ráðsmaður sr. Halldórs, en
ekki hún Stína. Svo góðri sál sem
ekki vildi neinum illt né varla
breytti skapi var erfitt að finna
höggstað á. Þó var stundum reynt
af veikum mætti.
Fljótlega eftir að ég flyst til
borgarinnar keyptum við hjónin
okkar fyrstu íbúð í næstu götu við
Kristínu. Má segja að eftir það
hæfist nýtt tímabil af kynnum mín-
um af henni. Kristín var einstak-
lega minnug og hún bjó yfir slíkum
hafsjó af fróðleik og vitneskju af
mönnum og málefnum, að það var
með ólíkindum. Hún gat rakið af-
mælisdaga heilu fjölskyldnanna og
ættartengsl eins og ekkert væri.
Fjölskylda okkar systkinanna er
mjög stór, en hún vissi hin síðari ár
nokkum veginn nöfn og aldur
flestra systkinabarnanna og ferm-
ingarárin var hún alltaf með á
hreinu.
Þó að Kristín hafi búið í Reykja-
vík rúmlega hálfa ævina var hún í
raun alltaf sannur Kjósverji. Þau
25 ár sem foreldrar mínir bjuggu á
Reynivöllum, eftir að hún flytur til
Reykjavíkur, var hún tíður gestur
þar, eins og áður hefur komið fram.
Eftir það reyndi hún að fylgjast
með því sem gerðist í Kjósinni eða
eins og hún best gat. Oft rakti hún
fyrir manni hver byggi á hvaða bæ.
Ég dreg það í efa að Kjósverjar
margir hverjir hafi t.d. fylgst jafn-
vel með messudögum á Reynivöll-
um og Kristín gerði. Þegar við
komum í heimsókn til hennar til-
kynnti hún að nú væri eða væri
ekki messað á Reynivöllum, þetta
átti við allt fram undir það síðasta.
Eins fylgdist hún alltaf með frá
hvað bæjum fermingarbörnin
væm, það og það árið.
Það em forréttindi að fá að hafa
kynnast manneskju af allt annarri
kynslóð eins og Kristín var. Mikill
hafsjór af fróðleik um Kjósina frá
fyrri hluta aldarinnar er genginn
sem kannski hefði mátt virkja.
Stína sýndi okkur systkinunum
alltaf mikla umhyggju. AJltaf sein-
ustu árin þegar við hjónin komum
til hennar spurði hún um einhver
systkinanna, stundum fór hún allan
hringinn og spurði um alla.
Ég er sannfærður um að Kristín,
sem var trúuð mjög, eigi vísa vist á
himnum og að nú séu miklir fagn-
aðarfundir í Paradís og að vel hef-
ur verið tekið á móti Kristínu af
fósturforeldrum hennar, en hún
bar ávallt mikla virðingu fyrir
þeim.
Nú getur hún Stína örugglega
komið við í íbúðinni sinni og hand-
fjatlað dótið sitt, sem hún unni svo
mjög og saknaði svo sárt eftir að
hún flutti á Grund.
Guðmundur Kristjánsson.
KRISTÍN
EYJÓLFSDÓTTIR
+ Jón Hallddrsson
fæddist í Krdk-
túni í Hvolhreppi 18.
apríl 1934. Hann lést
í Sjúkrahúsi Reykja-
víkur 31. janúar síð-
astliðinn og fdr útför
hans frani frá Sel-
fosskirkju 6. febrú-
ar.
Þegar vinir manns
deyja kemur það
manni alltaf í opna
skjöldu, þrátt fyrir vit-
neskju um veikindi,
því vonin um bata og
betri heilsu er öllu öðru yfirsterk-
ari. Þá fer hugurinn af stað, leitar í
sjóð minninganna og dregur fram
skarpar myndir frá liðnum tíma.
Kynni okkar við Jón hófust fyrir
alvöru þegar við hjónin hófum okk-
ar búskap í byrjun árs 1963 á
Tryggvagötu 28. Bjuggum við á
neðri hæð í nýlegu
húsi þeirra Jóns og
Grétu sem þau höfðu
byggt frá grunni og
vorum við þar fyrstu
fimm árin meðan við
komum upp okkar eig-
in húsnæði.
Já, gott er að minn-
ast stundanna er við
sátum uppi hjá þeim
og spjölluðum um lífið
og tilveruna. Jón og
Gréta voru ein af þeim
fyrstu sem keyptu sér
sjónvarp á Selfossi og
var nú ekki Ktið
spennandi að fá að horfa á það á
kvöldin hjá þeim.
Margs er að minnast frá þeim tíu
árum sem við áttum heima á Sel-
fossi. Mikill samgangur var á milli
heimila okkar þótt við værum fiutt
úi' þeirra húsi í okkar eigið hús-
næði. Avallt héldum við saman að-
fangadagskvöld í Vai'madal og
gamlárskvöld hjá þeim. Ogleyman-
legar eru útileguferðimar þegar
við fórum norður og austur oftar
en einu sinni á gömlu góðu bílunum
okkar í alls konar veðri og á mis-
góðum vegum sem vora í þá daga.
Eins og þegar gat kom á bens-
íntankinn á Amason á Austfjörðun-
um. Var Jón þá fljótur að finna ráð
við því og voru konurnar settar í að
tyggja tyggjó til að setja í gatið,
sem dugði á Djúpavog þar sem
gert var við tankinn. Já, það var
margt sem gerðist og alltaf var
jafn gaman.
Síðasta ferðin sem við fórum öll
saman var til London haustið ‘97.
Það var yndisleg ferð og þrátt fyrir
veikindi Jóns vildi hann skoða eins
mikið og hægt var af því sem boðið
var upp á í ferðinni. Heimili Jóns
og Grétu hefur verið eins konar
miðstöð ættingja þeirra beggja ef
koma átti við á Selfossi, enda ein-
stök hlýja sem streymdi á móti
manni er maður kom þar inn fyrir
dyr, svo maður tali ekki um allar
góðgerðimar sem fylgdu á eftir
enda bæði tvö sérstaklega gestris-
in. Jón og Gréta voru einstaklega
samheldin hjón, enda ávallt nefnd í
sama orði. Reglusemi og snyrti-
mennska einkenndi Jón í einu og
öllu. Enda sést það best á
Tryggvagötu 28, hvort heldur er
bíllinn, húsið eða lóðin, öll um-
gengni er til einstakrar fyrirmynd-
ar.
Það er erfitt að sjá á bak Jóni
Halldórssyni. Það er komið stórt
skarð í okkar hóp. Við eigum eftir
að minnast hans með virðingu og
þökk fyrir það sem hann var okkur
og fjölskyldu okkar í lífi sínu.
Elsku Gréta okkar, við biðjum
góðan Guð að styrkja þig og fjöl-
skyldu þína í ykkar miklu sorg.
Með innilegri samúð.
Gerður og Sigþór.
Birting afmælis-
og minningargreina
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kr-
inglunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569
1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina
inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri
lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-
4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25
dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt
til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en
ekki stuttnefni undir greinunum.