Morgunblaðið - 14.02.1999, Síða 39

Morgunblaðið - 14.02.1999, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1999 + Vilmundur Krist- inn Jónsson var fæddur á Bæjum á Snæfjallaströnd 2. ágúst 1925. Hann lést í Sjúkrahúsi Akraness 6. febrúar síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Stein- dóra Rebekka Stein- dórsdóttir, f. 13. júlí 1888, d. 26. aprfl 1982 og Jón Elías Ólafsson, f. 5. maí 1880, d. 29. nóv. 1934. Vilmundur var 9. í röð 11 systkina, en þau eru: Ólöf Jóna, Sigríður Margrét, Steindór Kristinn, Guð- mundur, Kristín, Hallfríður, Ólöf Bjarney, Vilmundur Kristinn, Björg, Ingibjörg Sara og andvana fæddur drengur. Uppeldissystir hans og dóttir Ólafar Jónu er Erla Guðmundsdóttir. Eftirlifandi af systkinunum eru Hallfríður, Björg og Erla. Vilmundur kvæntist 28. desember 1957 eft- irlifandi eiginkonu sinni, Matthiidi Niku- lásdóttur, frá Stokks- eyri, f. 2. júní 1924. Dætur þeirra eru: 1) Svandís, f. 25. janúar 1957, dætur hennar og Einars Óla Einarsson- ar eru Fanný, f. 24. október 1979, og Rebekka, f. 28. ágúst 1987. Dóttir Fannýjar er f. 5. febrúar 1999. 2) Kristný, f. 19. ágúst 1960, maki Hallfreður Vilhjálmsson. Dætur þeirra eru Linda Dagmar, f. 24. júní 1980, og Heiður, f. 20. nóvember 1986. Sljúpsonur Vilmundar og sonur Matthildar er Ingvar Friðriksson, f. 25. desember 1944, maki Erla Fríð- ur Sigurðardóttir. Börn þeirra eru Sigurður, f. 7. október 1967, maki María Bjamadóttir, og Þór- unn Sif, f. 24. júlí 1970. Dætur Sigurðar og Maríu eru Erla Mar- ía, f. 29. nóvember 1990, og Guð- borg Nanna, f. 5. apríl 1995. Vilmundur fluttist 1928 í Hnífs- dal með fjölskyldu sinni. Ungur fór hann suður á vertíð og flutti alfarinn til Akraness ásamt móð- ur sinni árið 1950. Vilmundur hóf búskap á Akranesi og bjó þar til dauðadags. Vilmundur starfaði hjá Hval hf. í mörg ár og var verkstjóri á plani í Ilvalstöðinni í Hvalfirði í nokkur ár. Hann starf- aði síðan í nokkur ár hjá HB&Co hf. Eftir það vann hann sjálfstætt í mörg ár við innflutning og inn- römmun á myndum. Síðan stofn- aði hann fyrstu myndbandaleig- una á Akranesi og rak hana til ársins 1993. Síðasta árið sem hann lifði dvaldist hann á E-deild Sjúkrahúss Akraness. Utfór Vilmundar fer fram frá Akraneskirkju mánudaginn 15. febrúar og hefst athöfnin klukk- an 14. VILMUNDUR KRISTINN JÓNSSON Elskulegur faðir okkar, Vil- mundur Rristinn Jónsson, lést á E- deild Sjúkrahúss Akraness 6. febr- úar sl. Líf hans var ekki alltaf dans á rósum. Faðir hans lést þegar hann var aðeins 9 ára gamall og Steindór eldri bróðir hans drukkn- aði ári síðar. Eitt barn fæddist andvana og tvö dóu aðeins nokk- urra daga gömul. Ömmu Steindóru tókst með miklum dugnaði að halda heimili fyrir sig og systkinin 7, sem komust til fullorðinsára. Einnig ólst upp á heimilinu systur- dóttir pabba. Pabbi var eini sonur- inn, sem lifði, eftir að Steindór og tveir aðrir bræður létust. Hann var farinn að afla tekna til heimilisins mjög ungur, níu ára var hann far- inn að beita fyrir allar aldir á morgnana og 12 ára gamall fór hann á sjóinn. I kringum tvítugt fór hann suður á vertíð í nokkur ár og árið 1950, þegar systumar voru allar fluttar að heiman, fluttu pabbi og amma Steindóra alfarin frá Hnífsdal til Akraness. Nokkrum árum síðar fór pabbi að vinna hjá Hval hf. og þar vann hann í mörg ár. Frá upphafi vinnu sinnar þar bar hann hag Hvals hf. fyrir brjósi. Hann bar mikla virðingu fyrir Lofti heitnum Bjarnasyni og góður vinskapur tókst með þeim. Hann var verkstjóri á plani í Hvalstöð- inni í Hvalfirði og þar kynntust for- eldrar okkar. Þau hafa alla tíð síð- an búið á Akranesi. Pabbi varð að hætta í Hvalstöðinni vegna heilsu- brests og átti við vanheilsu að stríða alltaf eftir það. Árið 1972 benti læknir honum á það, að best væri fyrir hann að finna sér eitt- hvað, sem hann gæti starfað við sjálfstætt og ráðið sínum vinnu- tíma sjálfur. Hann byggði þá bíl- skúr á lóðinni heima og hóf inn- flutning og innrömmun á myndum. Þrátt fyrir sína litlu barnaskóla- menntun, eins og hann orðaði það, tókst honum sjálfum að sjá um alla pappírsvinnu, sem fylgir rekstri fyrirtækis. Hann hafði mikla sölu- mannshæfileika og seldi myndir í stærri verslanir um allt land. Vandvirkni var það sem einkenndi störf hans og ekkert sendi hann frá sér nema vandlega innpakkað, svo það skemmdist ekki á leiðinni. Enn þann dag í dag, ef við systurnar sjáum eitthvað vel inn pakkað, segjum við „maður gæti haldið að pabbi hafi pakkað þessu inn“. Áiið 1980 sá hann fram á að eftirprent- anir voru að detta úr tísku. Hann hætti þá með innrömmunina og stofnaði fyrstu myndbandaleiguna á Akranesi og rak hana til ársins 1993. Síðustu árin hafði hann þó ekki heilsu til að vinna og vann mamma þau ár í myndbandaleig- unni. Pabbi var heiðarlegur, sam- viskusamur og vandvirkur. Hann var duglegur að rétta þeim hjálp- arhönd, sem minna máttu sín og hag fjölskyldunnar bar hann alltaf fyrir brjósti. Honum var umhugað um að við systurnar fengjum þá menntun, sem hann átti aldrei kost á. Það var ekki svo ósjaldan, sem hann sagði: „Þið verðið að vera duglegar að læra, svo að þið fáið al- mennilega vinnu.“ Barnabörnin veittu honum mikla ánægju og hann fylgdist af áhuga með áhuga- málum þeirra og alltaf spurði hann: „Gengur ekki vel í skólan- um?“ Þegar við horfum til baka streyma minningarnar fram. Við teljum að einhver bestu árin hans hafi verið áinn sem hann var með innrömmunina og fyrstu árin með myndbandaleiguna. Þegar við vor- um unglingar var ekki algengt að foreldrar hlustuðu á sömu tónlist og börnin, en pabbi átti það til að setja Deep Purple eða Pelican á „Dual fóninn", sem hann keypti, þegar okkur systrunum fannst vanta „græjur" á heimilið. Hann átti það líka til að nota talsmáta frá okkur systrunum, sem foreldrar voni ekki vanir að nota, við mikinn fögnuð okkar. Að lokum viljum við þakka mömmu fyrir öll árin, sem hún annaðist pabba í veikindum hans. Við viljum líka þakka starfs- fólki E-deildar Sjúkrahúss Akra- ness fyi’ir umönnun hans síðasliðið ár og sérstaklega viljum við þakka Ara Jóhannessyni lækni fyrir alla hans hjálp og liðlegheit undanfarin ár. Elsku pabbi, við systurnar erum þakklátar fyi-ir, að hafa fengið að vera hjá þér, þegar þú kvaddir þennan heim. Megir þú hvíla í friði. Guð blessi minningu þína. Þínar dætur Svandís og Kristný. Elsku afi minn. Mig langar að skrifa nokkur kveðjuorð til þín. Það hefur verið erfitt að horfast í augu við þá stað- reynd að þú sért farinn frá okkur. Ég hugsa til þín með söknuði, en ég á hlýjar minningar sem ég mun alltaf eiga um þig. Þú varst alltaf svo góður við mig og við áttum oft góðar stundir saman, sem ég mun aldrei gleyma. Þú hafðir alltaf mik- inn áhuga á því að vita hvað ég væri að gera og hvemig mér gengi í skólanum og dansinum. Afi minn, þakka þér fyrir allar góðu stund- irnar sem við áttum saman og von- andi líður þér vel þar sem þú ert núna. Einnig vona ég að guð gefi ömmu styrk. Guð geymi þig. Ég sendi þér kæra kveðju nú korain er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þín Elsku Villi afi, ég vil minnast þín með nokkrum orðum. Það er líka ótnilega ski-ítið að ég fái aldrei að hitta þig aftur, því að ég mun sakna þín alveg rosalega mikið. Þú varst nýkominn á sjúkrahúsið og ég kom ekki strax til þín, en svo dreif ég mig bara og það var gaman. Ég var rosalega ánægð þegar þú sagðir mér sögur. Mér finnst leiðinlegt að þú fékkst ekki að sjá fyrsta bama- barnabamið þitt, því það hefði glatt þig mjög. Þegar þú veiktist kom ég stundum upp á spítala og þótt þú gætir ekki talað við mig vissirðu að ég var hér hjá þér. Þú gafst mér oft eitthvað sem þú bjóst til uppi á Höfða og ég á það allt ennþá. Ég nota líka mottuna sem þú gerðir handa mér. Mér þótti mjög vænt um þig. Ég hefði líka getað glatt þig meira ef ég hefði komið til þín oftar. Ég grét mikið þegar ég vissi þetta og ég reyndi oftast að fá háar ein- kunnir, því það gladdi þig svo mikið. Formáli minn- ingargreina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. Crfisdrykkjur UettW>9ohú/ið Gon-mn Sími 555 4477 Blómastofa Friðjinns Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur. Ég vildi að ég hefði getað lifað með þér næstu aldamót, árið 2000, en þetta var betra fyrir þig. Ég mun sakna þín rosalega og allir aðrir, sem þú þekktir. Megir þú hvfla þarna uppi og líða vel. Þitt barnabarn, Rebekka. Elsku afi minn. Það er mjög skrítið að hugsa til þess að þú sért horfinn burtu frá mér. Þegar ég hugsa til þeirra stunda þegar við sátum saman, spiluðum og töluðum saman, sakna ég þín mikið. Þó að þú hafir átt við veikindi að stríða í mörg ár brá mér mjög fyrir um tveimur vikum, þegar þú veiktist mikið og við sáum fram á að veik- indin myndu draga þig til dauða. Þetta heíúr verið mjög erfiður tími fyrir mig, því að deginum áður en að þú varst allur eignaðist ég litla stelpu, sem er þitt fyrsta langafa- barn. Það er svo stutt síðan ég sat hjá þér og við vorum að tala um litla barnið og ég hlakkaði svo til að sýna þér fyrsta bamabarnabarnið þitt. Én þó að þú hafir ekki getað séð hana meðan þú lifðir veit ég að þú fylgist með henni frá himnum. Elsku afi minn, ég á eftir að sakna þín mikið, en við eigum örugglega eftir að hittast einhvern tímann aftur. Ég kveð þig nú að sinni og vona að þér líði vel hjá Guði, þar sem að þú ert núna. Þínar Fanný og dóttir. Við systkinin viljum í örfáum orðum minnast Villa og í fjarveru okkar votta ömmu og frænkum okkar á Skaganum samúð okkar. Upp í hugann koma ýmis atvik og persónueinkenni Villa sem okkur þótti svo vænt um. Efst í huga eru stundirnar sem við áttum hjá ömmu og Villa á Akranesi í sumar- fríum og jólaheimsóknum. Þetta var á þeim tíma sem Villi var með innrömmunina í bflskúrnum. Þar setti hann saman ramma eftir ramma, hámákvæmt og við reynd- um að gera eins og hann úr afgöng- um sem lágu á gólfinu. Villi fékk. sér alltaf blund eftir hádegismat- inn og hlustaði á fréttirnar á gólf- inu inni í stofu fyrir framan út- varpstækið. Þar sagði hann okkur margar sögur úr Hnífsdal og spjallaði við okkur um hitt og þetta. Hann var með eindæmum barngóður og gat haft ofan af fyrir okkur daginn út og daginn inn. Einnig era eftirminnilegar allar sendiferðirnar á svarta hjólinu. Mér er verulega minnisstæður dagurinn sem eldri dóttir mín fæddist. Ég rauk út af fæðingar-* deildinni til þess að hringja út fréttina og á Ákranesi svaraði Villi í símann, þá sem oftast. Þegar ég hafði rutt út úr mér fréttunum sagði hann eins og honum var ein- um lagið: „Seigur varstu." Amma, Svandís, Kristný, Hall- freður og frænkurnar fimm, við sendum ykkur innilegar samúðar- kveðjur og Guð veri með ykkur. Sigurður og Þórunn Sif. Elsku afi. Það er erfitt að sætta sig við að fá aldrei að sjá þig aftur, en ég veit, að þér líður betur núna. Þú varst mjög góður við mig og þú gafst mér ýmislegt fallegt, sem þú bjóst til á Höfða. Þú spurðir mig alltaf hvort ég væri ekki dugleg og samviskusöm í skólanum, svo ég gæti farið í Verzló, eins og Svandís, mamma og Linda. Elsku afi minn, ég mun aldrei gleyma þér. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring . sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Skreyíingar við Alvöru skreytinga- öll Uekifieri verkstaði HIIDU 587 9300 Kransar Rauðihvammur Kistuskreytingar v/Suðurlandsveg, lIORvík. Brúðarvendir + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinar- hug vegna andláts og útfarar eiginkonu minn- ar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, STEFANÍU ÞÓRSTÍNU ÍVARSDÓTTUR, dvalarheimilinu Seljahlíð, áður Hátúni 8. Sæmundur Magnússon, Guðný Hinriksdóttir, Lúðvik Andreasson, Ivar Sæmundsson, Ingibjörg B. Sveinsdóttir, Andreas Lúðvíksson, Stefán Þór Lúðvíksson. Lokað Heildverslunin Niko ehf., veröur lokuð eftir hádegi á morgun, mánudaginn 15. febrúar, vegna jarðarfarar SIGURÐAR ÁSMUNDSSONAR. Niko ehf. Linda Dagmar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.