Morgunblaðið - 14.02.1999, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ
ALDARMINNING
ur og virkur í félagsskap. Öll störf
leysti hann af hendi með kostgæfni.
Hann átti lengi sæti í skattanefnd
Arnessýslu. Þá var hann skóla-
nefndarformaður í Hraungerðis-
hreppi um langt árabil. Þar varð
hann að leiða til lykta erfítt mál og
það á þann hátt sem honum var
ekki að skapi. Fátækt var mikil í
sveitinni á þeim árum sem hann var
forsjármaður Þingborgarskóla.
Heimavist var í skólanum og sam-
eiginlegt mötuneyti. Þau heimiii
voru til, sem áttu börn í heimavist-
inni, sem áttu afar erfítt með að
leysa út það gjald sem fæði þeirra
kostaði. Dæmi enj um það að
Ingólfur hafí greitt það úr eigin
sjóði, enda var honum ekki sýnt um
það að krefja fátæka menn skuldar.
Árið 1949 var byggðin á Selfossi
gerð að sérstöku sveitarfélagi.
Ingólfur var kjörinn í fyrstu stjórn
þess og sat í henni tvö kjörtímabil.
Vafalaust hefur hann verið þar til-
lögugóður eins og annars staðar og
lagt framfaramálum lið. Eg vil
minnast á tvö verkefni sem Ingólf-
ur var fenginn til að vinna. A íyrstu
árum Selfossbyggðar var ekki kom-
in lögboðin skipulagsskylda né
byggingarsamþykktir. Tvö fyrh’-
tæki voru í sveitinni langsamlega
stærst og áhrifaríkust, Kaupfélag
Árnesinga og Mjólkurbú Flóa-
manna. Egiil Thorarensen var for-
sjármaður þeirra beggja. Egill var
víðföruli og fylgdist vel með undir-
búningi og framkvæmdum mann-
virkja hvar sem hann ferðaðist. Nú
stóðu þessi fyrirtæki oft í fram-
kvæmdum og fékk hann Ingólf til
að vinna fyrstu skipulagsvinnu
hvað þær snerti. Það sagði Ingólfur
mér að ekki hefði Egill verið naum-
ur á greiðslur enda Ingólfur vand-
virkur við störf sín. Þá var Ingólfur
um árabil aðalmaður við landskipti
í sýslum á Suðurlandi, Árnessýslu,
Rangái-vallasýslu og Skaftafells-
sýslum, og heppnaðist vel og var
eftirsóttur til starfsins. Mun ekki
vera nema í eitt skipti sem erfíð-
leikar hlutust af skiptagerðinni sem
hann framkvæmdi enda lét hann
sér það að kenningu verða. Eftir
það bjó hann svoleiðis um hnútana,
áður en hann hóf að skipta, að allir
sem hlut áttu að máli undirrituðu
skuldbindingu um hvernig með
skyldi fara ef sátt yrði ekki um
skiptin.
Það hefur áður verið minnst á
hversu öflugt Ingólfur studdi og
starfaði í Framsóknarflokknum á
árunum fyi-ir 1930, en á árunum
þar á eftir fór hann að verða rót-
tækari í skoðunum. Þar mun
heimskreppan hafa spilað inn í.
Hann þekkti verkamenn og kjör
þeirra og sá hversu áhrif hennar
léku launþega hart efnalega og ekki
síður andlega með geigvænlegu at-
vinnuleysi og óvissu um framtíðina.
Atvinnuleysisti-yggingar voru ekki
til, aðeins stopul atvinnubótavinna
sem næsta ógjörningur var að
draga fram lífið á. Hann mun hafa
litið svo á að Framsóknarflokkur-
inn hafi horft fram hjá þessum
vanda og fundist það óverjandi. Þá
voru forsvarsmenn hinna róttæku
afla þjóðlífsins glæsilegir og kjark-
miklir hæfileikamenn sem fluttu
mál sitt á áhrifaríkan hátt. Það
mátti því heita sjálfgefið að Ingólf-
ur, sem bæði var víðsýnn og með
ríka réttlætiskennd, gengi til liðs
við þá sem nú komu fram með fé-
lagslega lausn á þessum þjóðfélags-
vanda. Hann gekk enda til liðs við
Sameiningarflokk alþýðu, sósí-
alistaflokkinn, og fór í framboð fyr-
ir hann meðan hann var búsettur á
Selfossi og vann honum af alhug.
Eins og minnst hefur veríð á var
Ingólfur afar fjölhæfur og fljótur
að setja sig inn í mál. Auðveldaði
það honum að inna af hendi þau
fjölmörgu störf sem hann valdist
til. Félagsmálaáhugi var í ætt Ing-
ólfs og var fyrsti formaður verka-
lýðsfélagsins Dagsbrúnar, Sigurður
ráðunautur, föðurbróðir hans.
Árið 1956 fluttu þau hjón til
Reykjavíkur með stuttri viðkomu í
Hafnarfirði. Réðst Ingólfur þá til
Búnaðarfélags Islands og gekk þar
að ýmsum störfum. Kom honum þar
vel í hag, eins og alls staðar, hversu
fjölhæfui- hann var. Vel líkaði hon-
um að vinna hjá Búnaðar- félaginu.
Mun það hafa verið gagnkvæmt
hvað yfirmenn hans snertir enda
reyndust þeir honum vel og mat
Ingólfur þá mikils. Eftir að Ingólfur
flutti frá Selfossi mun hann ekki
hafa haft afskipti af félagsmálum en
nú fóru erfiðleikar að steðja að í lífi
þeirra hjóna. Guðlaug hafði fyrir all-
mörgum árum þurft að gangast
undir ei’fiða skurðaðgerð. Þótt hún
heppnaðist mun hafa skort á að full-
ur bati fengist. Ingólfur, sem verið
hafði heilsugóður, fór nú að finna til
sjúkdóms, Paridnsonsveiki sem
þjakaði hann alla ævi eftir þetta með
vaxandi þunga þar til yfir lauk. Eg
hygg að þrátt fyrir mikla gestanauð
og örlæti þeui-a hjóna hafi þau haft
allgóða efnahagsafkomu. Ástæða er
til að ætla að hin mikla breidd í
starfshæfni Ingólfs hafi átt ríkan
þátt í því.
Ingólfur var meðalmaður á vöxt
og manna fríðastur, léttur í hreyf-
ingum og hinn mesti snyrtimaður í
klæðaburði og vandaði klæðnað
sinn. Guðlaug var fluggáfuð, dul í
skapi, hún mun lengst af ævi sinni
hafa búið við skerta heilsu. Lengi
gátu þau haldið heimili saman. Glað-
sinna voru þau, létt í skapi, fróð og
skemmtileg í viðmóti, vinsæl og mik-
iis virt af öllum og mest af þeim sem
þekktu þau best. Börn eignuðust
þau fimm. Elsta son sinn, Brynjólf,
misstu þau í frumbernsku. Næstur
var Þorsteinn tæknifræðingur,
kvæntur Maríönnu Mortensen, þau
eiga einn son. Þá Elín kennari, gift
Þorgeiri K. Þorgeirssyni, fram-
kvæmdastjóra hjá Pósti og síma,
þau eiga þrjár dætm-. Þá Auður rit-
ari, gift Þór Halldórssyni lækni, þau
eiga fjögur börn, tvær dætur og tvo
syni. Yngstur er Svenir, löggiltur
endurskoðandi, kvæntur Lillýju
Svövu Snævarr (nú látin), eiga þau
þrjái’ dætur. Ingólfur lést 1980 en
Guðlaug 1981. Samhent voru þau í
lífinu, skammt var á milli æviloka
þehra. Niðjum sínum veittu þau
fagurt fordæmi en vinum sínum
hugljúfar endur- minningar.
Ólafur Árnason frá Odd-
geirshólum (ritað 1995).
Höfundur skrifaði þessa grein fyrir
nokki’um árum og óskaði eftir því,
að hún yi’ði birt, þegar 100 ár væru
liðin frá fæðingu Ingólfs Þorsteins-
sonar. Hann féll sjálfur frá áður en
að birtingu greinarinnar kom.
Mig langar að minn-
ast Albertu Alberts-
dóttur, móðurömmu
minnar, en hinn 11.
febrúar síðastliðinn
voru 100 ár liðin frá
fæðingu hennar og í
dag, sunnudaginn 14.
febrúar, ætla niðjar
hennar fyrir vestan að
koma saman af því til-
efni. Hún lést 24. febr-
úar 1987.
Alberta var dóttir
hjónanna Sæmundínu
Messíönu Sæmunds-
dóttur frá ísafirði og
Alberts Brynjólfssonar frá Súg-
andafirði. Ámma bjó ásamt fjöl-
skyldu sinni í „Messíönuhúsi" við
Sundstræti á ísafirði. Faðir hennar
lést árið 1907 en móðir hennar bjó
áfram í húsinu, ásamt börnum sín-
um.
Amma vann á sínum yngri árum
við saltfiskverkun í Neðstakaup-
stað og sem vistkona hjá Jóhanni
Þorsteinssyni og fjölskyldu fjóra
vetur. Hún reyndi einnig að drýgja
tekjur fjölskyldunnar með vél-
prjónaskap, eftir að hún varð ekkja
með þrjú börn. Handavinna var
stór hluti af lífi hennar. Eftir
ömmu liggja mörg listaverkin. Hún
heklaði, saumaði harðangurs- og
klaustursaum og sem dæmi gaf
hún öllum barnabörnum sínum
(rúmlega 40 að tölu) sænguiTera-
sett í fermingargjöf. I sængurver-
unum voru milliverk og í koddaver-
unum horn, harðangur fyrir stúlk-
urnar og heklað fyrir drengina (eitt
árið fermdust sjö barnabörn). Allt
var þetta listilega merkt (eftir
móður mína. Þær mæðgur nutu
þess að sitja saman við
hannyrðir).
Auk þess gerði
amma stóra dúka og
fjöldann allan af öðrum
stykkjum sem margir í
fjölskyldunni og utan
hennar eignuðust.
Hinn 19. febrúar
1922 giftist amma Kri-
stjáni S. Stefánssyni
stýrimanni. Þau eign-
uðust þrjú börn. Krist-
ján fórst með vélbátn-
um Rask 4. október
1924. Eftir að hún
missti manninn flutti
hún með börnin heim til móður
sinnar í Messíönuhús.
Hinn 3.júní 1927 giftist amma afa
mínum, Marsellíusi S.G. Bernharðs-
syni, skipasmið frá Hrauni á
Ingjaldssandi. Afi gekk börnunum
hennar þremur í fóðurstað. Saman
eignuðust þau tíu börn, átta þeirra
komust til fullorðins ára en tvö dóu
á fyrsta ári. AIls komu þau því upp
11 börnum.
Fjölskyldan bjó fyrstu árin í Að-
alstræti 15 á ísafirði (áður sölubúð
Ásgeirsverslunar) en byggði sér
hús árið 1942 á Austurvegi 7, í
Hæstakaupstaðnum á ísafirði, og
fluttu í það haustið 1943. í krepp-
unni árið 1931 var afi með útgerð og
komst í greiðsluþrot. Honum var
neitað um fyi’irgi’eiðslu í viðskipta-
banka sínum, þrátt fyrir að eiga
nægar fiskbirgðir til veðsetningar.
Hann missti aleigu sína á uppboði,
smíðaverkfæri sín, skipin, húsin, að-
stöðuna og innbú þeirra hjóna.
Nokkrir vinir ömmu og afa buðu í
meginhluta innanstokksmuna
þeirra. Góður vinur hans bauð í
smíðatólin og sendi honum að kvöldi
uppboðsdagsins, svo að hann gæti
unnið fyrir sínu bammarga heimili.
Árið 1934 var afi um átta mánaða
skeið í Danmörku, sem eftirlitsmað-
ur með smíði þriggja vélbáta fyrir
nýstofnað útgerðarfélag á ísafirði.
Þá var amma ein eftir með börnin
sjö og skrifuðust þau hjónin á. Þessi
bréf eru varðveitt og segja mikið
um hvernig lífið og tilveran gengu
fyrir sig þann tíma.
Fyrstu skipin voru smíðuð á lóð-
inni fyrir neðan heimili fjölskyld-
unnar við húsið í Aðalstræti, hann
byrjaði að leggja kjöl að því fyrsta
1935. Árið 1939 var stofnað hlutafé-
lag um rekstur skipasmíðastöðvar.
Fljótlega var hafist handa við að
reisa smíðaverkstæði á lóð í Neðsta-
kaupstað, sem bærinn hafði áður
samþykkt fyrir skipasmíðastöðina.
Þau hjónin voru mjög samhent, það
var oft mannmargt á heimili þeirra,
gestagangur var mikili í kringum
rekstur fyrirtækisins, vinir og ætt-
ingjar afa sem komu í kaupstað, svo
eitthvað sé nefnt. Afi bar mikla
virðingu fyrir ömmu, sem var gagn-
kvæmt. Eg varð þess heiðurs að-
njótandi að fá að alast upp hjá þeim
með móður minni og eru margar
minningar því tengdar.
Amma og afi bjuggu á Isafirði til
æviloka. Afi lést 2. febrúar 1977. Ég
og maðurinn minn keyptum íbúðar-
húsnæðið á Austurvegi 7 eftir lát
ömmu og fluttum með dætur okkar
tvær þangað sumarið 1987. Það hef-
ur verið haft á orði, að aldrei í tíð
fyrri eigenda hafi verið seld gisting
og morgunverður á Austui-vegi 7,
eins og ég hef gert sl. tæp tíu ár!
Rætt er um það í fjölskyldunni að
gaman væri að halda sýningu á
handavinnunni hennar ömmu í ár.
Ég vona að svo geti orðið, auk þess
sem unnið er að því að taka saman
efni í bók um ævi ömmu og afa.
Áslaug Jóh. Jensdóttir.
ALBERTA
ALBERTSDÓTTIR
m
SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1999 43
FRÉTTIR V
Nýtt ferðamála-
ráð skipað
HALLDÓR Blöndal samgönguráð-
herra hefur skipað nýtt ferðamála-
ráð. Ráðið er skipað tuttugu og
þremur fulltrúum til fjögurra ára.
Fimm fulltrúar eru skipaðir án til-
nefningar en átján af ýmsum hags-
munaaðilum í greininni.
Nýr formaður Ferðamálaráðs er
Tómas Ingi Olrich alþingismaður
og varaformaður Jón Kristjánsson
alþingismaður. Aðrir fulltrúar í
Ferðamálaráði eru Auður Eydal,
Helga Haraldsdóttir, Þórhallur
Jósefsson, Júlíus Sigurbjömsson,
Helgi Jóhannsson, Kristbjörg Þór-
hallsdóttir, Björn Sigurðsson,
Höskuldur Jónsson, Steinn Logi
Björnsson, Árni Bragason, Stefán
Sigurðsson, Ómar Benediktsson,
Sævar Skaptason, Helgi Péturs-
son, Pétur Geirsson, Gunnar Egils-
son, Kristinn R. Guðmundsson, Iv-
ar Sigmundsson, Ásmundur Gísla-
son, Jóhannes Sigmundsson og Jó-
hann D. Jónsson.
Fi-amkvæmdastjórn skipa eftir-
taldir fulltrúar: Tómas Ingi Olrich,
Jón Kristjánsson, Steinn Logi
Björnsson, Helgi Jóhannsson, Stef-
án Sigurðsson, Helgi Pétursson og
Pétur Geirsson.
Varamenn í stjóm em Auður
Eydal, Einar Bollason, Steinn Lár-
usson, Halldór Bjamason, Hrönn
Greipsdóttir, Finnur Þór Birgisson
og Jóhannes Sigmai’sson.
Starfrækir íjórar
skrifstofur
Lögbundin verkefni Ferðamála-
ráðs Islands em m.a. áætlunargerðÁ
um íslensk ferðamál, landkynning
og markaðsmál, umhvei-fismál,
upplýsingastarfsemi, ráðgjöf fyrir
aðila ferðaþjónustunnar, skipu-
lagning námskeiða og undirbún-
ingur og stjórn almennra ráðstefna
um ferðamál.
Á vegum Ferðamálaráðs era nú
starfræktar fjórar skrifstofur, í
Reykjavík, á Akureyri, í Þýska-
landi og Bandaríkjunum. Fram-
kvæmdastjóri ráðsins er Magnús
Oddsson. Fráfarandi foi-maður er
Birgir Þorgilsson sem verið hefur
formaður ráðsins frá árinu 1994 en
áður gegndi hann stöðu ferðamála-
stjóra um árabil. ^
Bolluhátíð
í Kaffileikhúsinu
BOLLUHÁTÍÐ verður í Kaffi-
leikhúsinu í Hlaðvarpanum kl. 21
á mánudagskvöld.
Þar munu „leikkonupoppar-
arnir“ Elva Osk Ólafsdóttir
(bassi), Hajldóra Björnsdóttir
(söngur), Ólafía Hrönn Jónsdóttir
(trommur) og Vigdís Gunnars-
dóttir (pianó) standa fyrir bollu- '
hlaupi og bolluáti ásamt því að
syngja og dansa, fá til sín góða
gesti úr borgarlífinu og bregða á
Ieik með ýmiss konar brellum og
óvæntu glensi, segir í tilkynn-
ingpi. Bolluhátiðin stendur til kl.
23.
Ferðakynning
eldri borgara
FERÐASKRIFSTOFAN Heims-
ferðir heldur kynningu á ferðum
til Costa del Sol þriðjudaginn 16.
febrúar í Dvalarheimili aldraðra,
Hlaðhömram, kl. 15. Myndin sýnir
eldri borgara í Mosfellsbæ í Portú-
galsferð árið 1997.