Morgunblaðið - 14.02.1999, Page 48

Morgunblaðið - 14.02.1999, Page 48
«8 SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Hundalíf Ljóska Ferdinand Smáfólk I CAN'T HEARh'OÖ..I1M ON ^Tou’rejustX MY CAR PH0NE PRIVIN6 o AB0UT NINETT \ AL0N6THE AMALFI C0A5T I PERCENT U/EIRP,) —M IN ITALT..CAN TOU HEAR 2 & CHUCK.. I/J\y0 ME? WHO 15 THI5? ■n n> " ^ r ‘ Imul | c œ f ! 8 o M Æ ——- Hæ, Kalli, það er langt síðan þú hefur hringt í mig.. Ég heyri ekki til þín, ég er í bfla- símanum á ferð meðfram Amalfi- ströndinni á Italíu, heyrir þú í mér? Hver er þetta? Þú ert hér um bil níutfuprósent undarlegur, Kalli... BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Nýtt eignarform á sumarbústöðum Frá Jórii Agli Unndórssyni: ÉG vil vekja athygli á athyglis- verðri nýjung hér á Iandi varðandi nýtt eignarform og nýtingu á sum- arbústöðum. Fram að þessu hefur ekki tíðkast að stofna hlutafélag uin notkun á sumarbústöðum þar sem hluthafarnir fá árlegan dvalarrétt í húsunum. Hér er því á ferðinni stórt hagsmunamál fyrir þá sem vilja nota sumarbústaði en hafa ekki lausa fjármuni eða áætlanir um að eignast eða reka sumarbústaði. Undirbúningur að stofnun hluta- félags stendur nú yfir sem býður dvalarréttindi í sumarbústöðum og svokölluðum veisluhúsum og er öll- um boðin þátttaka. Hluthafamir eignast hluti og fá dvalan-étt. Lengd dvalarréttarins er háður fjölda hlutar og hlutirnir eru endur- seljanlegir því að hlutafélagið leysii’ til sín innan árs þá hluti sem hlut- hafamir vilja selja. Samanborið við orlofssjóðina sem stéttarfélögin reka þá eru kostimir við þetta nýja fyrirkomulag: Hluturinn í hlutafélaginu er end- urseljanleg eign og ekkert mánað- arlegt orlofsgjald; Húsin hjá hlutafélaginu era mis- munandi gerðar t.a.m. eru sum hús- in innréttuð sem lítil veisluhús sem kemur sér vel fyiár þá sem vilja eiga góða stund með vinum og kunning- um í rómantísku sveitaumhverfi. Veisluhúsin henta einnig fyrir- tækjum og starfsmannafélögum fyrir fundi og minni ráðstefnur. Húsin verða í notkun allt árið m.a. vegna staðsetningu húsanna nálægt þéttbýli. Húsin sem nú þeg- ar hafa verið reist eru innan hálf- tíma aksturs frá Reykjavík. Dvöl í sumarbústað er orðið lífsmáti margra á íslandi en verður nú ekki eingöngu bundin við þá sem hafa fjárfest í bústað eða eru inni í orlofssjóðum. Allir íslendingar geta nú á næstu misserum án kvaða eða takmörkunar gerst aðilar að sumar- bústaðafélagi og fengið rétt til að dvelja í sumarhúsum í fallegu um- hverfi, stutt frá höfuðborgarsvæð- inu, með mestu hugsanlegu gæði og fengið þá þjónustu sem þeir óska án þess að greiða meira en sanngjamt er og þeir ráða við. Dvalarréttur „Timesharing" er alþjóðlegt fyrirbæri þar sem félög víða um heim sem bjóða slíkt fyrir- komulag hafa samstarf sín á milli til mikilla hagsbóta fyrir meðlimi sína. Markmið þessa nýja hlutafélags á Islandi er að tengjast erlendum „timesharing" félögum þannig að hluthafar hér á landi geta valið um hús og lönd og notað hinn árlega dvalarrétt sinn þar sem hentar hverju sinni og greitt leiguverð sem er langt undir hálfvirði. Ég hvet eindregið fýrirtæki, félög og ein- staklinga til að kynna sér þetta nýja fyrirkomulag og hafa samband við félagið í síma 588 4343 eða 897 9240. I undirbúningsstjórn eru: Olöf Elfa Sigvaldadóttir, stjómarfor- maður, Þórdís N. Jónsdóttir sölu- stjóri, Hlynur Ó. Svavarsson við- skiptafræðingur, Jón Egill Unn- dórsson verkfræðingur og Kristinn Ragnarsson arkitekt. EGILL UNNDÓRSON verkfræðingur. Kynferðisofbeldi er ekki skemmtiefni •• Opið bréf til Magnúsar Ogmundssonar, for- stöðumanns markaðsdeildar Landssímans Frá Amari Gíslasyni: Á ÚTVARPSSTÖÐINNI X-inu starfar maður að nafni Þorsteinn Hreggviðsson. Hann nefnir út- varpsþátt sinn Rauðu stjömuna og gefur sig út fyrir að vera í boði Sím- ans-Internets. I þætti hans mánu- daginn 8. febrúar sl. var á dag- skránni svokallaður Topp-tíu listi, sem er daglegur dagskrárliður þar á bæ. Viðfangsefni mánudagsins vom topp-tíu setningar sem maður skyldi ekki segja við fjórtán ára frænku sína. Eftir því sem leið á listann kom í ljós að verið var að tala um sifjaspell. Númer eitt var setningin, „Ég drep þig ef þú segir mömmu þinni frá.“ Sifjaspell eru ekki mál sem hafa skyldi í flimtingum. Það er löngu orðið ljóst að fjöldi þolenda sifja- spella og annarra kynferðisglæpa á Islandi og annars staðar í heimin- um er gríðarlegur. Það er ekkert fyndið að til séu feður sem stunda kynlíf með dætrum sínum. Það er ekkert fyndið að til séu menn sem misnota systur sínar. Það er heldur ekkert fyndið við menn sem nauðga fjórtan ára frænkum sínum og hóta að drepa þær ef þær kjafta frá. Það er ekkert fyndið vegna þess að þetta er að gerast allt í kringum okkur. Ég vil ekki trúa því að Landssím- inn vilji láta bendla sig við dag- skrárgerðarmenn af þessum toga. Ég vil taka fram að þetta er ekki í fyrsta skipti sem höfundar topp-tíu listans, þeir Þorsteinn og Jón Atli Jónasson, gera kynferðisofbeldi að skemmtiefni. Ég vænti svars frá þér varðandi hvort og hvemig Landssíminn ætlar að taka á þessu máli. Ég held að Landssíminn ætti auðvelt með að finna fjármunum sínum betri farveg sem stuðlaði síð- ur að því að sverta orðspor hans. ARNAR GÍSLASON Baldursgötu 10, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.