Morgunblaðið - 14.02.1999, Síða 50

Morgunblaðið - 14.02.1999, Síða 50
50 SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ I 120—200 fm skrifstofuhúsnæði óskast fyrir fjársterkan kaupanda, miðsvæðis í Reykjavík. Góðar greiðslur í boði fyrir rétta eign. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu okkar * Arsalir ehf., fasteignamiðlun, Lágmúla 5 í Reykjavík. BpEIGINAMroUJMNI® 9090 • Fax S}{}{ 9095 • SiOiiiiiilLi 2 I Bókaverslun Þóraríns Stefánssonar, Húsavfk, er til sölu Hér er um að ræða eina elstu bókaverslun landsins. Verslunin er í eigin húsnæði að Garðarsbraut 9, samtals 368,4 fm, auk kjallara. Staðsetning er mjög góð - í hjarta bæjarins. í bókabúðinni er rekin fjöl- breytt verslun, almenn bókaverslun og ritfanga- verslun. Einnig verslun með ferðamannavörur o.fl. Slík verslun fer vaxandi en gert er ráð fyrir 20.000 hvalaskoðunarmönnum á þessu ári. Rými hússins gefur kost á enn fjölbreyttari verslun. Gert er ráð fyrir að selja bæði húseignina og versiunina. Kjörið tækifæri fyrir athafnafólk með ferskar hug- myndir. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. EILMMIÐLININ ♦ ___________________________ Starfsmem. Sverrir Kristinsson lögg (asteignasali, sölusbóri, Porieifur St.Guömundsson.B.Sc., sölum , Guömundur Sigunónsson Iðgfr. og lögg.fastetgnasaU. skialagerö. Stefán Hrafn Stefánsson lögfr., sölum., Magnea S. Sverrisdóttir, lögg. testeigr----- " Stefán Árni Auöótfssqn, sölumaöur, Jóhanna Vaklimarsdóttir, a. —-- «•- simavarsla og ritarl, Olöf Steinarsdóttir. öflun skjala og gagna, Jt 5»}{ 9090 • Fax 58» 9095 • SiTiimu'ihi 2 1 Opið í dag, sunnudag, kl. 12-15. HÆÐIR Bústaðavegur - hæð og ris. 5 herb. mikið endumýjuð glæsileg hæð ásamt nýlyftu risi. Á hæðinni er rúmgott hol, eldhús m. nýrri innr., baðh., stórt herb. og stofa. í risi er eld- hús, baðh. og tvö herb. en möguleiki er á sér íbúð þar. Eign sem gefur mikla möguleika. Æski- leg skipti á íbúð í Fossvogi. V. 11,0 m. 8462 4RA-6 HERB Asbraut - 4ra herb. Vorum að fá í sölu 90 fm íbúð við Ásbraut í Kópavogi. íbúðin skiptist í þrjú svefnherb., stóra stofu og rúmgott eldhús. 8463 Vesturbær - 3ja herb. Vorum að fá í einkasölu 69 fm 3ja herb. íbúð á 4. hæð (fjöl- býli. íbúðin skiptist í forstofu, rúmt eldhús, stofu, baðherb. og tvö svefnherb. Góð sameign. Eftir- sótt staðsetning. Húsið er nýlega tekið í gegn að utan. V. 6,5 m. 8432 Miðsvæðis - 3ja herb. vorum að fá í einkasölu 3ja herb. 70 fm íbúð nálægt miöbænum. Tvö rúmgóð svefnherbergi, góð stofa, eldhús og baðherbergi. Sérgeymsla í kjall- ara og þvottahús í sameign. V. 6,1 m. 8433 Laufrimi - rúmgóð 3ja herb. 98 fm 3ja herb. íbúð á 3. hæð í góðu fjölbýli í Grafarvogi. 8 fm sérgeymsla fylgir á jaröhæð. V. 8,3 m. 8403 Gautland - frábær staðsetn- ing. 3ja-4ra herb. falleg um 81 fm íbúð á 3. hæð (efstu) í nýviðgeröri blokk. Nýl. parket á gólf- um. Stórar suðursvalir. Glæsilegt útsýni. Áhv. 4,5 m. V. 8,5 m. 8461 Brekkulækur - laus m. vinnu- aðstöðu. Vorum að fá í einkasölu rúmgóða u.þ.b. 94 fm 3ja-4ra herb. íbúð á 2. hæð í góðu steinhúsi. Suðursvalir. íbúðin þarfnast standsetn- ingar. í kjallara er rúmgott u.þ.b. 55 fm vinnupláss sem hentað getur undir ýmiskonar starfsemi. Lykl- ar á skrifstofu. V.8/fm. 7838 Fellsmúli 7 - sérinngangur. Vorum að fá í einkasölu mjög rúmgóða 118 fm 4ra herb. íbúð á jarðhæð. íbúðin skiptist í þrjú svefnherb., hol, stórt bað, geymslu, eldhús og stofu. Bílskúrsréttur fylgir. Blokkin er nýmáluð. V. 8,3 m. 8415 Hverfisgata - nýstandsett. 77 fm 4 herb. íbúð á 3. hæó ofarlega á Hverfis- götu. Nýtt parket, ný innrétting í eldhúsi og rúm- góð herbergi. Lyklar á skrifstofu. V. 6,4 m. 8402 Stóragerði. 4ra herb. vel skipulögð íbúð á 1. hæð í fjölbýli. íbúðin er nánast öll park- etlögð. Sameign er góð. Lítið framboð er af eignum á þessu svæöi. V. 8,1 m. 8360 3JA HERB. HiPl1 Sörlaskjól - ris með bílskúr. Vorum að fá í einkasölu einkar vel staösetta 64,5 fm risíbúð á einum besta stað í bænum. íbúöin skiptist m.a. í tvö svefnherb., borðstofu og stofu o.fl. 31,2 fm bílskúr fylgir með íbúðinni. Góð sameign. íbúöin er lítið undir súð. Þessi stoppar stutt við. V. 8,3 m. 8452 Vallarás - rúmgóð. vommaðfáí sölu rúmgóða 3ja herb. 83 fm íbúð á 3. hæð í lyftublokk. íbúöin skiptist í hol, stofu, eldhús, baðherb. og tvö góð svefnherb. Sérgeymsla og þvottahús í sameign er í kjallara. Sameign er mjög snyrtileg og öll ný tekin í gegn. V. 6,9 m. 8453 2JA HERB. Vesturberg - útsýni. 2ja herb. mjög falleg og standsett íb. á 4. hæð í nýl. standsettu húsi. Sérþvottah. m. glugga innaf eldhúsi. Nýl. parket. Áhv. byggsj. 3.750 þús. Stutt í alla þjón- ustu. V. 5,7 m. 6382 Grettisgata - tvíbýli. Snyrtileg og björt u.þ.b. 45 fm efri hæð í tvíbýlishúsi. Húsiö stendur á baklóð. Sérinngangur. Áhv. ca 2 m. húsbróf. Laus fljótlega. V. 4,5 m. 8449 Kópavogur. 2ja herb. 63 fm íbúð á jarðhæð í litlu fjölbýli í austurbæ Kópavogs með sórinngangi. Snyrtileg og falleg íbúð sem skipt- ist í forstofu, svefnherb., baðherb., eldhús og stofu. Sérgarður til suðurs. Mjög góö sér- geymsla á sömu hæð. V. 6,2 m. 8385 ATVINNUHÚSNÆÐI. Fossháls 1. Vorum að fá í sölu glæsilegt um 820 fm verslunar- og lagerhúsnæði í eftir- sóttu húsi á mjög góðum stað. Næg bílastæði. Góðar innkeyrsludyr. Góð lofthæð. Húsið er vel þekkt og hefur mikið auglýsingagildi. Hagstæð lán geta fylgt. V. 65 m. 5526 Suðurlandsbraut - vönduð skrifsthæð. Vorum að fá í sölu u.þ.b. 316 fm skrifstofuhæð ásamt 78 fm geymsluplássi. Hæðin er á 4. hæð í vönduðu lyftuhúsi og skipt- ist m.a. í 10 skrifstofuherbergi, vinnusal, móttöku o.fl. Á hæðinni eru eldhús, snyrtingar o.fl. sam- nýtt með Félagi jámiðnaðarmanna. Ástand og út- lit hæðarinnar er mjög gott. Útsýni er mjög gott. Lóðin er malbikuö og með bílastæðum og góðri að komu. V. 26,0 m. 5520 Hverfisgata - skrifstofa. Vorum að fá í einkasölu mjög gott 45,0 fm skrifstofu- eða verslunarhúsnæði við Hverf- isgötu. Eignin stendur á áberandi stað við götuhom og hefur mikið auglýsingagildi. Þetta er elgn sem gæti hentað undir margs- konar rekstur. 5516 í DAG VELVAKAJMDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Þakkir VIÐ undirrituð viljum koma á framfæri þakklæti okkar fyrir mjög góða þjónustu hjá starfsfólki og fararstjórum á Kanaríeyj- um. Við hjónin fórum til Kanaríeyja 5. janúar og vorum í 14 daga á góðu hóteli Las Camelías á ensku ströndinni og var þessi ferð mjög góð og skipulag og þjónusta til fyrirmyndar. Ekki getum við þó sagt að við höfum verið heppin með veður. En fararstjórar okkar sáu svo um að fólk gæti haft nóg fyrir stafni. Við vorum svo óheppin að kon- an þurfi að fara á sjúkra- hús í tvo daga, þá kom sér vel að Urval-Utsýn hefur íslenskan hjúkrunarfræð- ing á staðnum, sem Guð- rún heitir, og reyndist hún okkur sérstaklega vel. Guðrún á allt okkar þakk- læti skilið því hún var til- búin að aðstoða okkur á alla lund í erfiðleikum okk- ar. Hún heimsótti konu mína þessa daga sem hún var þar og eins talaði hún við læknana á sjúkrahús- inu og fylgdist vel með. Eftir að kona mín kom til baka upp á hótel hringdi hún og kom til að vita hvernig henni liði. Fyrir þetta viljum við þakka, og hafðu kærar þakkir fyrir Guðrún. Ennfremur viljum við senda Þórhalli fararstjóra sérstakar þakkir fyrir hans miklu greiðasemi. Með kærri kveðju, Sveinn Valtýsson, Kristín S. Jónasdóttir, Hafnarfirði. Sammála um óréttláta skattheimtu Eg las um óréttláta skatt- heimtu í Velvakanda sl. miðvikudag. Konan fer með rétt mál og skorar á eldri borgara að kjósa þá sem leiðrétta þetta mis- rétti. Vil ég taka undir þetta en vil að við kjósum þá sem beita sér fyrir því núna FYRIR kosningar að breyta þessu, láta verkin tala fyrir kosningar. Við höfum slæma reynslu af kosningaloforðum en kunnum vel að meta það sem gert er fyrir kosning- ar. Halldór. Hver á að fóðra gæsirnar? ÆTLAR borgin að halda áfram að svelta gæsirnar á Tjörninni? Þegar frost er í jörðu flykkjast gæsirnar á túnin í hverfunum í kring að leita sér ætis og fólk hefur jafnvel verið að gefa þeim brauð því þær eru svo svangar. Það er búið að venja þessa fugla á mat- argjöf og leita þeir þvf þangað sem þeir fá að éta. Vil ég hvetja þá hjá Reykjavíkurborg til að taka það aftur upp að fóðra fuglana á Tjörninni - einnig vil ég hvetja fólk til að færa fuglunum á Tjöm- inni eitthvað í gogginn. Heidi. Mál leigjenda í Þjóðarsál SÍÐASTLIÐINN fimmtu- dag sat fyrir svörum í Þjóðarsál Sigurður Helgi Guðjónsson frá Húseig- endafélaginu. Umræðuefni þáttarins var m.a. gjöld í hússjóði. Þar kom fram að fólk sem leigir á að borga hússjóðinn nema um annað sé samið. Vil ég skora á umsjónarmenn Þjóðarsál- arinnar að fá formann Leigjendasamtakanna, Jón Kjartansson, til að sitja þar fyrir svömm. Finnst mér það meira við hæfi að hann svari fyrir- spumum um leigjendur en Sigurður. Leigjandi. Tapað/fundið Lýst eftir svörtum gleraugum LÝST er eftir svörtum gleraugum í plastumgjörð sem týndust í leigubílaröð- inni 9. janúar sl. Gleraug- un em gömul og ein sinnar tegundar hér og því auð- þekkjanleg. Þau em lág- formuð og kassalaga, breið og alláberandi. Þau þekkj- ast m.a. af silfruðum stjörnulaga festingum við spangir. Heiðarlegur aðili sem hefur þau undir hönd- um eða sá sem getur veitt upplýsingar um hvar þau er að finna vinsamlegast hringi í síma 5813966, 897 0766 eða komi þeim til óskilamuna hjá lögreglu. Fundarlaun í boði. Svört taska týndist SVÖRT rifs-taska, með leikararullu og slæðu í, týndist sl. fimmtudag. Gæti verið á leiðinni frá Möguleikhúsinu og inn á Kleppsveg. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 553 2777. Dýrahald Silfurgrá læða týndist í nóvember SILFURGRÁ læða týnd- ist ftá Háteigsvegi í nóv- ember. Hún er ómerkt og ólarlaus. Þeir sem hafa orðið hennar varir hafi samband í síma 562 7435. Kettlingar fást gefíns FALLEGIR nfu vikna gamlir, bröndóttir og vel upp aldir kettlingar, högni og læða, fást gefins á góð heimili. Upplýsingar í síma 567 5420. ÉG hef oft hugsað um að drekkja sorg- um minum, en hvorki konan mín né tengda- mamma eru til í að koma með mér niður að sjó. ÉG hélt að þú værir hættur að reykja. Víkveiji skrifar... BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, er ótrúlegur maður. Segja má að hann hafi verið fjarverandi vegna veikinda meira og minna síðustu mánuði. Annað slagið lætur hann þó sjá sig í Kreml og tekur jafnan til hendinni - þó minnst af þeim verk- um snúi að því að stjórna landinu, að því er virðist. Hér í blaðinu var fyrir skömmu frétt um að hann hefði óvænt mætt til vinnu; fyrirsögnin var sem hér segir: Jeltsín til vinnu í rúma klukkustund. Rak helming starfsliðsins. Gott dagsverk það! XXX KUNNINGI Víkverja, sem verið hefur til sjós, nefndi það á dög- unum að mjólk - og reyndar ýmsar aðrar mjólkurvörur - frá Mjólkur- samlagi KEA á Akureyri, væri mun vinsælli meðal sjómanna sem hann þekkti til en vörur annars staðar frá. Ein ástæðan væri sú að mjólkin frá KEA entist miklu lengur en önnur. Lítið mál væri að drekka hana við heimkomu, þó útiveran væri mánuð- ur, og mjólkin hefði aðeins verið geymd í kæli en sömu sögu væri sannarlega ekki að segja af allri mjólk. Hvernig skyldi standa á þess- um mun? XXX SUMIR fjölmiðlar hafa gjarnan talað um að Bill Clinton og fræg- asta aðstoðarstúlka síðari tíma, Monica Lewinsky, hafi átt í ástar- sambandi. Líklega er óhætt að full- yrða að kynferðissamband þeirra sé eitthvert hið frægasta á síðari tím- um, en Víkverji minnist þess ekki að með óyggjandi hætti hafi komið fram að þau hafi átt í ástarsambandi. Kynferðissamband er eitt en ástar- samband allt annað, og þarf ekki alltaf að fara saman. Kynlíf og ást fara ekki alltaf saman, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. XXX VÍKVERJI síðasta sunnudags fékk heldur kaldar kveðjur frá íþróttadeild Morgunblaðsins eftir helgina. Spurt var að því hvort hann læsi ekki íþróttasíðurnar, vegna þeirra hugleiðinga í dálkinum að fróðlegt væri að heyra hvort Skaga- menn hefðu hagnast eitthvað á því að Arnar Gunnlaugsson var seldur frá Bolton til Leicester í Englandi. Á íþróttasíðu blaðsins á fóstudeg- inum kom nefnilega fram að Akur- nesingar fengju ekki neitt vegna þessara félagaskipta. Víkverji biður íþróttafréttamennina auðvitað afsök- unar á klaufaskapnum, og lofar að lesa íþróttafréttimar með meiri at- hygli í framtíðinni. XXX ASTÆÐA er til að vekja athygli áhugafólks um klassíska tónlist á þáttum Ingveldar Ólafsdóttur um enska sellósnillinginn Jacqueline du Pré, sem eru á dagskrá á Rás 1 á laugardögum. Fyrsti þáttur var sendur út fyrir rúmri viku, annar þáttur var á dagskrá í gær en alls verða þeir sex. Grein var um du Pré hér í blaðinu fyrir hálfum mánuði og ekki fór á milli mála að þarna hefur mikill snill- ingur verið á ferðinni, þó ýmislegt hafi bjátað á; bæði andlega og svo líkamlega, auðvitað, en hún varð að leggja sellóið á hilluna aðeins 28 ára að aldri vegna MS-sjúkdómsins, sem dró hana til dauða 42 ára. Ingveldur fór til Englands og átti þar viðtöl við hjónin Hilary (du Pré) Finzi, systur Jacqueline, og Kiffer Finzi, sem fléttað er inn í frásagnir af henni og tónlist leikin þess á milli. Hilary og bróðir hennar, Piers, skrif- uðu einmitt afskaplega áhrifaríka bók um systur sína sem kom út fyrir tveimur árum og kvikmynd hefur nú verið gerð, byggð á henni. Myndin var frumsýnd í Lundúnum í janúar. Víkverji veit að Regnboginn á sýn- ingarrétt á myndinni hérlendis og hvetur ráðamenn þar á bæ eindregið til að hefja sýningar á henni sem allra fyrst. XXX YÍKVERJI stökk hæð sína í loft upp af fógnuði þegar hann las bækling frá Heimsferðum sem fylgdi Morgunblaðinu síðasta sunnudag. Raunar má segja að fagnaðarlætin hafi ekki verið af miklu tilefni; og þó, á forsíðunni stóð nefnilega: Bókaðu fyrir 10. mars og tryggðu þér lægsta verðið á íslandi. Víkverji er nefni- lega unnandi íslenskrar tungu, og fullyrðir að langt sé síðan hann sá eintöluorðið verð notað rétt í slíkri auglýsingu. Yfirleitt eru bestu verð- in boðin...

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.