Morgunblaðið - 14.02.1999, Side 58
58 SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
2.
LEIÐIR TIL SÖLV OG SAMNINGA
Efni fyrir stjórnendur, sölusveitir og samningamenn sem vilja öðlast
aukinn skilning á sölu- og samningaleiðum.
Fimmtudagur. 24. febrúar - Kl. 09:00-13:00
Á fjórum velnýttum klukkustundum munt þú öðlast innsýn í viðurkenndar aðferðir meistara
samninga og sölu sem þeir beita til að hafa áhrif á viðmælendur sína, aðferðir sem fæstir
sölu- og samningamenn kunna að nota. Þú munt einnig fá í hendur rammann að samninga-
ferlinu, svo þú veist hvað ber að gera á undan, á meðan og á eftir sölu- og samningafund.
Fyrst og fremst lærir þú 44 aðferðir, sumar algengar, aðrar sjaldgæfari og flóknari.
Þú lærir að nota tengdar gagnaðgerðir sem sölu- og samningamenn nota. Þú verður
að þekkja þær, þótt þér líki ekki við margar þeirra, því þær eru notaðar. Sjálfstraust
þitt og hæfileiki í sölu- eða samningsstöðu eykst, þegar þú kannast strax við aðferð-
irnar sem viðmælandi þinn beitir og ekki síst þegar þú beitir réttum gagnaðgerðum
á árangursríkan hátt.
AUKIN VIÐSKIPTATRYGGÐ - AUKIN SALA
MINNI MARKAÐSKOSTNAÐUR
Hvað veldui því að viðskiptavinuz fylgii fyiiitækinu
þiátt fyiii gylliboð annana?
Miðvikudagur. 24. febrúar - Kl. 14:00-18:00
Þessi hálfsdags námstefna byggirá nýjustu niðurstöðum rannsóknaog reynslu fyrirtækja
sem njóta mikillar velgengni. Velgengnin byggir á að þau hafa náð að festa hendur því
sem skiptir mestu máli til að auka tryggð viðskiptavinarins.
Hvað verðurtil þess að viðskiptavinurinn er reiðubúinn að verja fyrirtækið og fylgja því
þótt honum standi stöðugt til boða gyllt tilboð annarra? Hvað þurfa starfsmenn að vita
um viðskiptavininn til að standast samkeppni og gera hann að svo tryggum kaupanda?
Hvernig þarf að koma til móts við hann?
Kannanir sýna að flestir stjórnendur telja sig hafa góða tilfinningu fyrir eigin markhópi,
en reynast of oft ekki gera sér grein fyrir hversu lítið þeir vita eða hvað hægt væri að gera
mikið betur með upplýsingunum sem þeir hafa undir höndum. Hver er t.d. raunverulegur
munurá óhressum, sáttum, ánægðum og tryggum viðskiptavinum þínum? Hvað eru
margir í hverjum hópi? Hvernig vinnur þitt fyrirtæki úr þeim upplýsingum?
STJÓRNIR - NÍU ATRIÐI TIL ENDURSKOÐUNAR
Á HLUTVERIÍI OG VINNU STJÓRNA
Námstefna fyrir stjórnarmenn og stjórnendur fyrirtækja og stofnana
Fimmtudagur. 25. febrúar - Kl. 09:00-13:00
Vel rekin fyrirtæki og stofnanir hafa lagt áherslu á að skifgreina betur samstarf stjórnar og
yfirmanna til að ná betur utan um stefnumótun, fá skýrar fram átyrgð og hlutverk þessara aðila.
Mörg fyrirtæki hafa lítið hugleitt með hvaða hætti þessi endursloðun þarf að fara fram eða hvernig
skilgreiningarnar þurta aö hljóða. Þau sem hafa gert þaö hafa séð nýja möguleika tilaukins árangurs
í rekstri. Þetta er niðurstaða stjórnunarfræðinga við Berkeley háskóla í Californiu. Reynslan þaðan
bendir til að fæstar stjórnir hafi skilgreint af alvöru grundvallaratriðin sem eiga að leiða aðgerðir
stjórnar- hvað þá tengingu þeirra við framkvæmdastjóra. Þeim er því fremur óljóst hvernig eigi að
nálgast hlutverk sitt með betur skilgreindum hætti.
Niðurstaðan er sú að stjórnirnar verða gagnslítið tæki og sinna ekki skyldu sinni sem fulltrúar
eigenda. Verkefniö er síður en svo aö draga úr áhrifamætti framkvæmdastjóra, heldur styrkja
samstarf stjórnar og framkvæmdastjóra, samhæfa markmiðin og nýta hæfileika allra til fullnustu.
Kynnt verða sjónarmið um hlutverk stjórna, 9 grundvallaratriði sem eiga að leiða vinnu hverrar
stjórnar og hvernig má nálgast betri aðferðir til samstarfs. Veitt verður innsýn í leiðir til að
endurskilgreina hlutverk og auka gildi stjórna, framkvæmdastjóra og starfsmanna.
Dr. David Palmer hefur tvær meistaragráður í stjórnun og viðskiptum
frá Wharton Graduate School við Pensilvaníuháskóla og Doktors-
gráðu frá Claremont Graduate University. Samhliöa því að vera
eftirsóttur fyrirlesari hjá Berkeley, starfar David sem stjórnunar-
og markaðsráðgjafi á Silicon Valley svæðinu.
Hann telur 25 ára tengsl sín við rekstur
í gegnum eigin vinnu, mikilvægari þátt
í eiginleikum sínum sem fræðara í
fyrirtækjaumhverfi en skólaumhverfið.
Skr ning og n nari upplýsingar
í síma: 533 4567 og
www.stjornun.is
Stjórnunarfélag
íslands
FÓLK í FRÉTTUM
Umboðsskrifstofa fyrir leikara á Norðurlöndum
Sambönd
skipta öllu máli
Mark Devine rekur umboðsstofuna NMA
auk þess að vinna í kvikmyndafyrir-
-----------------------------
tækinu Pegasus. Dóra Osk Halldórs-
dóttir spjallaði við Mark sem var á leið
á Kvikmyndahátíðina í Berlín ásamt
Ingvari Sigurðssyni.
Mark Devine.
EINS og fram hefur komið
í Morgunblaðinu var Ingvar
E. Sigurðsson leikari valinn
sem fulltrúi Islands fyrir
verkefnið „Shooting Stars“
sem er kynning á evrópsk-
um leikurum á Kvikmynda-
hátíðinni í Berlín.
„Ég fer til Berlínar sem
umboðsmaður Ingvars auk
þess að vera í pallborðs-
nefnd. Ákveðið var að vera
ekki með verðlaun því allir
leikararnir sem fá kynn-
ingu munu sigra á sinn þátt
því þetta snýst um að kom-
ast í sambönd. Friðrik Þór
Friðriksson verður einnig í
nefndinni og hollenski leik-
arinn og leikstjórinn Jer-
oen Krabbé, leikstjórinn
Aki Kaurismaki frá Finn-
landi svo nokkrir séu
nefndir."
Unnið að „I Love
Chu Mee“
- Nú ert þú umboðsmað-
ur Ingvars. Geturðu sagt
mér örlítið frá umboðsskrif-
stofunni?
„Umboðsskrifstofan NMA eða
„New Media Artists" var stofnuð
fyrir stuttu, en ég hef tengst um-
boðsstörfum í mörg ár erlendis og
vann bæði sjálfstætt í Lundúnum og
fyrir ICM, eina stærstu umboðs-
skrifstofu heims. Þetta tengist öði-u
starfi mínu á Islandi, en ég er stjórn-
andi þróunarsviðs hjá kvikmynda-
fyrirtæki Snorra Þórissonar,
Pegasus, en hann er eigandi beggja
fyrirtækjanna. Fyrsta myndin sem
við hleypum af stokkunum verður
kvikmyndin „I Love Chu Mee“ eftir
handriti Jóns Tryggvasonar og Sig-
urbjörns Aðalsteinssonar. Núna er
vinnsla handrits á lokastigi í samráði
við Friðrik Þór Friðriksson, en hann
mun væntanlega leikstýra myndinni
sem tekin verður upp á Irlandi og í
Flórída."
-En aftur að umboðsskrifstof-
unni.
„Já. Ég var umboðsmaður í Lund-
únum og var með Maríu Ellingsen
og Baltasar Kormák á lista. Það er
mjög erfitt fyrir íslenska leikara að
koma sér á framfæri erlendis því
þeir eru lítt þekktir þar. Það þarf að
vera einhver tengiliður sem þekkir
vel til kvikmyndaheimsins. Ég var í
viðtali nýlega við tímaritið Screen
International en þá var hugmyndin
að umboðsskrifstofunni fædd. Ég
var spurður af hverju einblínt væri á
ísland en ekki öll Norðurlöndin, því
það er tengt markaðssvæði, og engar
umboðsskrifstofur eru í þessum
löndum. Því var ákveðið að slá til og
núna er NMA með nokkra leikara á
sínum snærum frá Danmörku, Nor-
egi og Svíþjóð auk þeirra sem eru
frá íslandi.“
Mark bætir því við að stundum
viti leikarar of seint af því að verið
sé að velja í hlutverk fyrir ákveðnar
myndir. „Til dæmis hafði leikstjóri
myndarinnar „Barbara" áhuga á að
fá leikkonu sem gæti talað bæði
færeysku og dönsku í aðalhlutverk-
ið og hafði leitað um öll Norðurlönd-
in. Eftir að myndin var komin í sýn-
ingu hitti leikstjórinn Maríu Elling-
sen, en hún á ættir að rekja til
Færeyja og talar bæði færeysku og
dönsku reiprennandi. Þá sagði leik-
stjórinn við hana að hún hefði verið
kjörin í hlutverkið, en því miður
hefði hann ekki vitað um tilvist
hennar.
Þetta atvik gerði okkur Ijósa nauð-
syn þess að hafa eina umboðsstofu
sem gæti sinnt þessum markaði.
Markmiðið er að hægt sé að hafa
skrá yfir leikara þessara landa á ein-
um stað svo þeir geti komið til
greina í hlutverk innan Norðurland-
anna, auk þess sem þá opnast mun
betri leið á stærri markað."
- En aftur að Kvikmyndahátíðinni
í Berlín. Þú sagðir mér í morgun að
þú værir að taka saman mikið efni
um Ingvar Sigurðsson fyrir hátíð-
ina?
„Já, ég er með heilan helling af
myndböndum og efni til að kynna
hann á hátíðinni. Einnig mun ég að
sjálfsögðu kynna hann persónulega
fyrir ráðningarstjórum. Én ég verð í
mörgum hlutverkum þarna, því ég
mun einnig hitta leikara frá hinum
Norðurlöndunum auk forráðamanna
Kvikmyndastofnana Norðurland-
anna út af nýstofnaðri umboðsskrif-
stofu. Þannig að þetta verður anna-
söm helgi,“ segir Mark að lokum
hress í bragði.
Mæla mig hvar?
Braun eyrnahitamælirinn fæst
í apótekum, góður fyrir mig
og mömmu.
ThermoScan BRflun