Morgunblaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 2
2 D FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ GAGNASAFN OG BLAÐ DAGSINS A MBL.IS Gagnasafn opið öllum netverjum S APRÍLMÁNUÐI verð- ur gagnasafn Morgun- blaðsins og blað dagsins öllum opið sem aðgang hafa að Netinu, án endur- gjalds, eins og skýrt er nánar í þessari grein. Þá leitaði Morg- unblaðið til þriggja notenda gagnasafnsins og spurði um reynslu þeirra af safninu. Fréttir og greinar frá 1987 Gagnasafn blaðsins inniheldur fréttir og greinar úr Morgunblaðinu frá árinu 1987 til dagsins í dag og hægt er að leita í rúmlega 500 þús- und greinum sem spanna hin ýmsu svið þjóðlífsins. Einnig er hægt að leita að minningargreinum frá sama tíma. A leitarsíðunni má lesa nákvæm- ar upplýsingar um það hvemig leita eigi innan safnsins. Niðurstaða leitarinnar birtist síðan í lista á miðri síðunni, en þar má sjá upphaf hverrar greinar. Fyrir neðan upp- hafið er hnappurinn Meira en þeg- ar smellt er á hann er hægt að lesa efnið í heild sinni. I aprílmánuði verður sá háttur hafður á að þegar smellt er á þenn- an hnapp birtist skráningarform sem tiivonandi notendur þurfa að fylla út. Þar þurfa notendur m. a. að ákveða notendanöfn og lykilorð. Þegar því er lokið hefur viðkom- andi aðgang að gagnasafninu og blaði dagsins. Núverandi áskrifend- ur og þeir sem búnir eru að skrá sig nægir hins vegar að smella á hnappinn Þegar skráðir og gefa upp nafn og lykilorð til þess að fá aðgang. Sama notendanafn og lykil- orð gildir fyrir blað dagsins í apríl. Blað dagsins Blað dagsins er efni Morgun- blaðsins í heild sinni án mynda og auglýsinga. Hægt er að skoða blað- ið í dag og einnig hefur lesandinn aðgang að blöðum síðustu viku. Að- alblaðinu er skipt upp í flokka sem sjá má til hægri en þar fyrir neðan eru síðan sérblöðin. Þegar smellt er á hnappinn Liðin vika birtist listi hægra megin þar sem velja má úr sex síðustu útgáfudögum. Sérblöðin má einnig finna til hægri á síðunni. Smásala Frá 1. maí nk. takmarkast að- gangur að gagnasafni og blaði dags- ins við áskrifendur. Frá sama tíma mun Morgunblaðið einnig bjóða þá þjónustu að hægt er að kaupa stak- ar greinar úr gagnasafninu. Kaup- endur geta keypt sér ákveðinn fjölda gi'eina og greitt fyrir með gi-eiðslukorti. I hvert sinn sem kaupandi skoðar grein í heild sinni með því að smella á hnappinn Meira dregst frá einn punktur af inneign hans. Morgunblaðið býður örugg viðskipti með greiðslukortum á Net- inu. Til þess að tengjast gagnasafn- inu eða blaði dagsins nægir að smella á hnappana sem staðsettir eru til hægri á forsíðu mbl.is undir flokknum Nýtt á mbl.is. Undanfarin fimm ár hefur fyrir- tækið Strengur séð um þjónustu fyrir áskrifendur, en frá og með 1. apríl verður þessi þjónusta í hönd- um Morgunblaðsins. Hönnuð hefui' verið ný ásýnd á gagnasafnið og blað dagsins sem auðvelda á not- endum aðgang. PÉTUR BLÖNDAL, ALÞINGISMAÐUR Ekki eingöngu breyting, held- ur bylting Morgunblaðið/Ásdís GAGNASAFN Morgunblaðsins er hátt skrifað hjá bókasafnsfræðingum, að sögn Sólveigar Þorsteins- dóttur í Viðskiptaháskólanum. SÓLVEIG ÞORSTEINSDÓTTIR, VIÐSKIPTAHÁSKÓLANUM Nýtist vel við ritgerðasmíð og fyrirlestra Morgunblaðið/Halldór Kolbeins „GAGNASAFN Morgunblaðsins kemur sér oft vel og verðmæti þess eykst með hverjum deginum," segir Pétur Blöndal alþingismaður. GAGNASAFN Morgun- blaðsins nýtist nem- endum Viðskiptahá- skólans mjög vel við ritgerða- smíð og undirbúning fyrir- lestra. Við kennum nemend- um að nýta sér gagnagrunna og þetta er einn af þeim sem þeir nota mest. Ég veit líka að í Verslunarskólanum er gagnasafn Morgunblaðsins mjög mikið notað og tölvan er alltaf upptekin," segh- Sól- veig Þorsteinsdóttir, sem stýrir bókasafns- og upplýs- ingamiðstöð Viðskiptaháskól- ans og hefur umsjón með námskeiðum fyrir nemendur skólans um skipulagningu og notkun upplýsinga. Sólveig segir að henni finn- ist gagnasafnið mjög þægi- legt í notkun. „Leit í safninu er hraðvirk og einföld og fæl- ir fólk alls ekki frá því að nýta sér gagnasafnið, eins og stundum vill verða. Að vísu gekk okkur stundum illa að nýta okkur safnið síðasta haust, en eftir að Morgun- blaðið tók sjálft við rekstri þess hefur það gjörbreyst og nú gengur þetta án allra vandamála." Sólveig er formaður nefnd- ar á vegum menntamálaráðu- neytisins um val á gagna- grunnum. Hún segir að gagnasaíh Morgunblaðsins nýtist skólum mjög vel. „Nefndin kannaði notkun á gagnagrunnum fyrir tveimur árum og síðasta haust var haldinn samráðsfundur með bókasafnsfræðingum á alls konar söfnum af öllu landinu. Þar vorum við aðallega að leita eftir ábendingum um er- lenda granna, en allir bóka- safnfi'æðingamir lögðu mikla áherslu á að fá sem mestan og bestan aðgang að gagnasafni Morgunblaðsins. Það átti jafnt við um grannskóla, framhaldsskóla og almenn bókasöfn og greinilegt að gagnasafnið var mjög hátt skiáfað hjá þessum hópi.“ Þarf að breyta samningum Sólveig segir að það eina sem hún vilji breyta við gagnagranninn sé fyi-irkomu- lag á greiðslu fyrir notkun og nefndin hafi lagt það til í skýrslu sinni. „Verðlagning ætti ekki að miðast við hverja tölvu, heldur ættu skólai- að geta samið um aðgang í eitt skipti fyrir öll. Ég kenni nemendum Viðskiptaháskól- ans að leita í gagnagi’unnin- um og okkur nægir alls ekki að hafa eina tölvu. Við getum keypt aðgang að erlendum grunnum, þar sem greitt er fyrir notkun miðað við fjölda nemenda og skólastig og svo er okkur í sjálfsvald sett hve margar tölvur geta tengst grunninum. Slíkt fyrirkomu- lag er miklu einfaldara og nýtist okkur mun betur.“ Sólveig segir að þróunin sé á þann veg að semja í eitt skipti fyrir öll um aðgang og nefnir því til staðfestingar að nú sé unnið að því, á vegum menntamálaráðuneytisins, að semja um aðgang lands- manna allra að gagnagranni alfræðiritsins Encyclopædia Britannica. S G NOTA gagnasafn Morgunblaðsins tölu- vert mikið. Aður klippti ég út greinar í Morg- unblaðinu sem mér fannst áhugaverðar, til dæmis þær sem fjölluðu um kvótamál, skattamál eða lífeyrismál og kom mér upp úrklippusafni. Núna nægir mér að skrifa hjá mér höfund greinarinnar og þá get ég alltaf fundið hana í gagnasafninu. Ég verð líka töluvert var við að kollegar mínir á þingi nota gagnasafnið, enda er miklu þægilegi’a að nálgast fréttir og greinar með þeim hætti og prenta út í aðgengilegu formi, í stað þess að þurfa að halda óþjálum úrklippum til haga,“ segir Pétur Blöndal alþingismaður. Pétur segir að hann nýti sér oft gagnasafnið J)egar hann semur ræður. „Eg hef þann háttinn á þegar ég flyt ræður að styðjast við nokkra punkta á blaði, en ef ég þarf að vitna beint í fréttir eða greinar tek ég það upp úr greinasafninu og skeyti þvi inn í punktana mína. Ég þarf því ekki að halda heilu greinunum eða blöðunum til haga. Gagna- safn Morgunblaðsins kemur sér oft vel og verðmæti þess eykst með hverjum deginum, svo hratt að það er nánast ómögulegt að gera sér grein fyrir því. I svona grunni felst ekki ein- göngu mikil breyting, held- ur bylting í öflun og notkun upplýsinga." Inn á netið oft á dag Pétur segist fara inn á netið oft á dag og sé reyndar orðinn háður þeim aðgangi. Hann sé til dæmis iðulega búinn að lesa fréttavef mbl.is á morgnana áður en blaðið detti inn um lúguna. „Það eina sem ég get gagn- iýnt fréttavefinn fyrir er að stundum tekur langan tíma að fá síðuna upp, vegna fjölda mynda og auglýsinga. Það væri til bóta að geta að- eins kallað upp texta.“ Pétur Blöndal segir að netfjölmiðlar og gagnasöfn á netinu hljóti þegar fram líði stundir að draga úr pappírs- notkun að einhverju leyti. „íslendingar hafa verið fljót- ir að tileinka sér þessa nýju tækni og stór hluti lands- manna hefur aðgang að net- inu. Auðvitað era enn marg- ir sem eiga ekki tölvu, sumir eiga jafnvel ekki síma, en netið er að verða almennur miðill og ég er viss um að það á eftir að gagnast ís- lendingum vel til að fylgjast með í framtíðinni." SIGURVEIG JÓNSDÓTTIR, UPPLÝSINGAFULLTRÚI ÍSLANDSBANKA Get alltaf fengið mynd af umræðunni Morgunblaðið/Árni Sæberg „ÞAÐ er þægilegt og fljótlegt að fletta upp í safn- inu,“ segir Sigurveig Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi íslandsbanka. / G HEF notað gagna- safn Morgunblaðsins til að finna ýmsar greinar og fréttir og held því áreiðanlega áfram. Safnið hefur ekki verið gallalaust, en mér finnst mikið öryggi í þessum gagnagrunni, enda er Morgunblaðið mikill sam- tímaannáll og flest það sem er til umræðu í þjóðfélaginu er að finna í blaðinu með ein- um eða öðram hætti. Stund- um reynist grein, sem ég leita að í safninu, hafa birst annars staðar, en ég get alltaf fengið mynd af um- ræðunni með því að skoða aðra umfjöllun blaðsins," segir Sigurveig Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi íslands- banka. Sigurveig segir að oft rárni menn í greinar um ákveðið málefni, en muni ekki nákvæmlega hvað í þeim stóð eða hvenær þær birtust. „Það er þægilegt og fljótlegt að fletta upp í safn- inu, en helsti gallinn hefur raunar verið sá að ef leitar- orðin eru ekki vel skilgreind þá koma mjög margar greinar upp. Stundum leita ég líka eftir allri umfjöllun um tiltekið mál.“ Sigurveig segir það hafa komið fyrir að hún hafi ekki fundið það sem hún leitaði að, þótt hún væri viss um að það hefði birst í blaðinu. „Ég held að ástæðan sé fyrst og fremst sú, að ég hef ekki getað afmarkað leitarorð nógu vel. Stundum hef ég verið nokkuð viss um hvaða dag grein hefur birst, en ekki getað takmarkað leitina við skemmri tíma en mánuð. Mér þættí mjög til bóta ef ég gæti leitað eftir ákveðinni dagsetningu eða innan viku. Mér finnst líka að reglan ætti að vera sú að greitt væri fyrir hvert skjal sem opnað er, en ekki öll fundin skjöl, því það er erfitt að finna svo gott leitarorð að ekki komi mun fleiri skjöl fram en það sem leitað er að.“ Þægilegt og öruggt Sigurveig segir að gagna- safn Morgunblaðsins sé sá íslenski gagnagrunnur sem hún noti mest til upprifjun- ar. „Þetta er mitt minni í frétta- og greinaskrifum. Það er mjög misjafnt eftir mánuðum hvað ég nota gagnasafnið mikið, en ég held áreiðanlega áfram að nota það. Þetta er þægilegt og mikið öryggi í því að geta flett upp í fréttum og grein- um með þessum hætti.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.