Morgunblaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 8
8 D FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ EFTIRLAUNAFÓLKIÐ þarf ad velta hverri rúblu á milli handanna. Eftirlaunin eru 400-450 rúblur á mánuði (1.280- 1.440 kr.). Kílóið af svínahnakka kostaði í þessari búð kostaði tæpar 70 rúblur, 1 kg af eplum 20 rúblur, hvít- kál 7 rúblur kílóið. Margir keyptu svínafitu á 32 rúblur kg. ÞAÐ VAR hráslagalegt vetrarkvöld í Moskvu og napurt að stíga út á hála gangstéttina úr glæsi- legu anddyri Svissneska demants- hótelsins þar sem dyravörður klæddur að kósakkasið bukkaði sig og beygði fyrir gestum. Fyrir utan blasti við upplýstur kastali sem teygði sig óralangt upp í snjómugguna - rússneska utan- ríkisráðuneytið. Ein af sjö stór- byggingum í stíl sem kenndur hef- ur verið við brúðartertur og byggðar voru á stalínstímanum. Snjómokararnir höfðu verið iðn- ir við kolann og það glansaði á hála gangstéttina. Við þurftum að bíða eftir grænu ljósi á horni framan við kastalann til að komast yfir breiðgötuna. Það voru fáir á gangi. Lödur og Volgur branuðu framhjá í bland við vestur-evr- ópska bíla. Lítil mannvera skaust á milli kyrrstæðra bíla á beygju- reininni gegnt okkur og stoppaði stutt við hvem. Græna ljósið kom og við flýttum okkur yfir. Litla manneskjan reyndist vera tötrum klætt bam, á að giska 6-7 ára, sem guðaði á bílglugga og betlaði. Tveimur tímum seinna áttum við aftur leið þama um. Nú höfðu orðið vaktaskipti á horninu. Bamið horf- ið en gömul kona, lotin í baki og dúðuð í trefla og sjöl, var tekin við. Hún skeytti því engu þótt bílamir þeyttust framhjá á báða bóga þar Kúvending Rússa frá miðstýrðum áætlun- arbúskap til markaðshagkerfís olli því að margir lentu utan garðs, ekki síst börn og gamalmenni. Fólk reynir að fóta sig við gjörbreyttar aðstæður, sumir ná áttum en margir eru ráðvilltir og vonlitlir. Guðni Einarsson blaðamaður og Þorkell Þorkels- son ljósmyndari voru í Rússlandi og ræddu við fólk um ástandið og framtíðina. sem hún hökti með stafinn sinn á milli akreinanna og kíkti í polla hvort þar leyndist eitthvað verð- mætt. Við flýttum okkur úr nepj- unni inn í hlýjuna á hótelinu þar sem leikið var á hörpu við morgun- verðinn og hægt að gæðg ,séf*’a’ kampavíni og kíiyíar 'U bland kornflexið. ^sar, í minningunþi lœ fjfcu % iinn h^tf táknrænar fyrir §stai landi eins og J>að kom uiuln'ntU' um fyrir sjóim- í!%okjgirrav'daga heimsókn. Orblfgð tfg allsnægtir í nánu sambýli. Dollarar undir koddanum I byrjun þess árs var verðbólgan í Rússlandi 8,5% á mánuði, sem svarar til 188% verðbólgu á árs- grundvelli. Efnahagur alls þorra fólks hefur hríðversnað frá því gengi rúblunnar féll í ágúst í fyrra, og var ekki -beysinn fyrir. Enn féll ,geWgi! rúbtanhar gagnvart dollar ^'^fÍðuStu viku. :r sem hafe tök á að afla sér — gulli. Dollaramir rýma_______ díki og rúblumar hafa gert svo stórlega. Einn viðmælandi okkar í Rússlandi fullyrti að þar í landi væri til meira af dollaraseðlum en í sjálfum Bandaríkjunum, hann sagði að nýlega hefði verið áætlað að Rússar lúrðu á 60 milljörðum dala í reiðufé. „Það treystir enginn bönkunum lengur,“ sagði Rússi sem vinnur hjá vestrænu fyrir- tæki. „Menn geyma heldur peningana und- ir koddanum. Bank- amir hafa svo margir brugðist og fólk tapað öllu sínu sparifé. Þá er betra að eiga dollara." Aukavinnan bjargar Við hittum unga inenntakonu, háskóla- kennara, sem vinnur í aukavinnu fyrir vest- ræn fyrirtæki. Laun háskólakennara með doktorsgráðu voru 746 rúblur (um 2.400 kr.) í byrjun ársins. Þeir sem hafa minni menntun eru með allt niður undir 300 (960 kr.) rúblur á mánuði. Aukavinnan er því í raun hennar aðal lifibrauð. Það var fróðlegt að heyra lýsingar hennar á ástandinu. „Allir bílar eru leigubílar. Sá sem á bfl getur alltaf skapað sér vinnu og það eru nær allir til í að aka gegn gjaldi.“ Hún sagði að ástandið í Moskvu og St. Pétursborg væri miklu betra en annars staðar í landinu. „Hér era erlendu fyrirtækin og erlenda fjárfestingin. Ferðamennimir koma líka til þessara tveggja borga og skapa mikla atvinnu." unga kona sagði það draum ungra Rússa, sem hún þekkti, að komast í vinnu hjá vestrænum fyrirtækjum - innan Rússlands eða utan. Ungt og vel menntað fólk, sem kann erlend mál og að fara með tölvur, nýtur þeirra forréttinda að fá störf hjá erlendum fyrir- tækjum. Þá er ekki greitt eftir rússnesk- um töxtum heldur samið um kaup og kjör hverju sinni. Asóknin í þessi störf er vel skiljanleg ef launamunurinn er jafn mikill og hjá ungum hjónum sem við heyrðum um. Konan vinnur hjá vestrænu fyrirtæki og hefur um 1.500 bandaríkjadali (105 þúsund kr.) í laun á mánuði. Launin eru greidd út í dollaraseðlum. Maður hennar, sem er í góðri stöðu hjá rússneskum vinnuveitanda og ágætlega launaður á þeirra mæli- kvarða, hefur einn tíunda af því í mánaðartekjur. Atvinnurekstur „Rússar eru yfirleitt vel mennt- aðir og vinnusamir," sagði vest- rænn maður sem stundar viðskipti í Rússlandi. Hann sagði að í ► Þessi A HORNINU framan við utanríkisráðu- neytið gekk barn á milli bílanna og bað um aura.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.