Morgunblaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 30
30 D FIMMTUDAGUR 1. APRÍL Í999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Verum vel á verði um páskahelgina UMFERÐARRÁÐ hefur sent frá sér eftir- farandi fréttatilkynningu: „Framundan eru nokkrir frídagar hjá flestum, eitt lengsta samfellda frí á árinu. Þess vegna leggja margir upp í ferðalög, lengi-i og skemmri, njóta þess að vera úti í náttúrunni eða heimsækja vini og kunn- ingja. Undirbúningur ferðarinnar skiptir miklu máli til að vel takist. Þá þarf að fylgj- ast með veðurspá og leita upplýsinga um færð á vegum á þeirri leið sem fyrirhugað er að fara. Akstursskilyrði geta breyst mjög snögglega og því þurfa ökumenn að vera við öllu búnir. Þjónustudeild Vega- gerðarinnar verður opin alla dagana, mis- lengi þó. Á skírdag, laugardag og annan í páskum verður opið frá klukkan 8-22, á föstudaginn langa frá klukkan 8-12 og á páskadag frá klukkan 8 til 20. Símanúmer þjónustudeildarinnar er 1777 og þá gildir einu hvar fólk er statt á landinu. Upplýsing- ar eru tiltækar í textavarpi númer 470 og áfram. Veffang Vegagerðarinnar er: www.vegag.is I fréttum útvarpsstöðva eru veittar upplýsingar um færð á vegum, en einnig verða útsendingar í Utvarpi Umferðarráðs á flestum útvarpsstöðvum á skírdag, laug- ardag og síðdegis á annan dag páska. Með hækkandi sól hættir sumum öku- mönnum til að auka hraða meira en góðu hófi gegnir. Það getur haft alvarlegar af- leiðingar í för með sér og sömuleiðis er ástæða til að vara fólk við framúrakstri við hættulegar aðstæður, en á undanförnum vikum hefur verið hægt að rekja alvarleg- ustu slysin í umferðinni til slíks aksturslags. Rétt er að leggja áherslu á að fólk aki ekki framúr á vegum með heila óbrotna miðlínu. Slíkar línur eru eingöngu þar sem ekki er hægt með fullu öryggi að sjá bíla sem hugs- anlega koma á móti. Á þessum árstíma ger- ir það ökumönnum erfitt fyrir að línurnar eru víða orðnar ógreinilegar eftir veturinn. Notkun bílbelta er lagaskylda, og þá er ljóst að öll skynsemisrök sýna fram á gildi þeirra. Allir sem sitja í bíl í akstri eiga að spenna beltin, hvar sem þeir sitja í bílnum. Með því má hugsanlega koma í veg fyrir óbætanlegan skaða. Áfengi og akstur má aldrei eiga samleið. Ár hvert verða mörg al- varleg slys sem rekja má til ölvunaraksturs. Þá á við jafnt um akstur á vegum og utan vega. Slys á vélsleðamönnum hafa orðið all- mörg nú að undanförnu. Þeir eru hvattir til að sýna aðgát og tillitssemi, ekki síst þar sem göngu- og skíðafóik er á ferð. Umferð- arráð sendir ferðafólki óskir um' góða ferð og farsæla og örugga heimkomu." Páskadagskráin í allri sinni mynd Dagskrárblað Morgunblaðsins er nú með breyttu sniði og enn ríkara að innihaldi en áður. f blaðinu er páskadagskrá allra sjónvarps- og útvarpsstöðva á einum stað. Meðal efnis í blaðinu er viðtal við leikarana í páskamynd RÚV sem Hilmar Oddsson leikstýrir, yfirlit yfir allar beinar útsendingar frá íþróttaviðburðum, kvikmyndayfirlit, krossgáta, fræga fólkið og stjörnurnar og fjölmargt annað sem skemmtilegt er að lesa yfir hátíðina. Hafðu Dagskrárblað Morgunblaðsins nálægt sjónvarpinu yfir páskana! Gleðilega páska. Leikfimi fyr- ir konur 60 ára og eldri SJÚKRAÞJÁLFUNIN Táp ehf., Hlíðasmára 14 í Kópavogi, mun eftir páskana standa fyrir leikfimi- námskeiði fyrir konur 60 ára og eldri. Um er að ræða sex vikna námskeið sem hefst þann 12. apríl og verður kennt á mánudag og miðvikudag kl.13.15-14. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á jafnvægisæfingar, styrktaræfíngar fyrir bolvöðva, reista líkamsstöðu og æfingar sem stuðla að auknu öryggi við hreyf- ingar daglegs lífs. Leikfimi þessi hentar vel konum með beinþynn- ingu, segir í fréttatilkynningu. Tólf konur eni í hverjum hópi. Leiðbeinendur verða sjúkra- þjálfaramir Rakel Gylfadóttir og Þórhildur Olafsdóttir. Allar nánari upplýsingar fást hjá sjúkraþjálfur- um Táps. --------------- Vornám- skeið gegn reykingum NÆSTU vikunámskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NFLI í Hveragerði hefjast 12. api-íl, 26. apríl og 3. maí. Fullt er þann 12. apríl en nokkur pláss laus á hin síð- ari. Fleiri námskeiðum verður eft til vill komið á, segir í fréttatilkynn- ingu. „Þátttakendur á hverju nám- skeiði eru oftast tíu til fimmtán. Námskeiðið tekur sex daga, frá mánudegi til sunnudags. Hver þátttakandi greiðir 17.500 kr. eða 22.400 kr. en verðmunurinn felst í gistiaðstðunni. Gert er ráð fyrir að þátttak- endur hafi drepið í síðustu sígar- ettunni við upphaf námskeiðs og reykingar eru ekki leyfðar meðan á því stendur," segir ennfremur. -------------------- Morgunkaffi hjá KFUM og KFUK á páskum KFUM og KFUK býður til fagnað- ar í aðalstöðvum sínum við Holta- veg í Reykjavík sunnudaginn 4. apríl kl. 9 til að minnast og fagna upprisu frelsarans Jesú Krists frá dauðum og til að njóta saman sam- félags og morgunhressingar, segir í fréttatilkynningu. Kl. 20.30 verður síðan hátíðar- samkoma á páskum í aðalstöðvum KFUM og KFUK. Ritningarlest- ur, vitnisburður og bæn flytur Ragnheiður Arnkelsdóttir, skrif- stofustjóri KFUM og KFUK. Ung stúlka, Olöf Inger Kjartansdóttir syngur einsöng og sr. Sigurður Sigurðarson vígslubiskup flytur hátíðarræðu. Allir eru velkomnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.