Morgunblaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FULLTRÚAR styrkþega Styrktarfélags vangefinna. Sundstaðír Hátíðisda£ar Skírdagur Föstud.langi Laugardagur Páskadagur II. páskadagur Árbæjarlaug Opið 8:00-20:30 opið 10:00-18:00 opið 8:00-20:30 opið 10:00-18:00 opið 8:00-20:30 Breiðholtslaug opið 10:00-18:00 lokað Opið 8:00-20:00 lokað opið 10:00-18:00 Grafarvogslaug opið 10:00-20:00 lokað Opið 8:00-20:30 lokað opið 10:00-20:00 Laugardalslaug opið 10:00-18:00 lokað opið 8:00-20:00 opið 10:00-18:00 Opið 10:00-18:00 Sundhöllin opið 10:00-18:00 lokað opið 8:00-19:00 lokað Opið 10:00-18:00 Sundl. Klébergi opið 11:00-17:00 lokað opið 11:00-17:00 lokað opið 11:00-17:00 Vesturbæjarlaug Opið 9:00-17:00 lokað Opið 8:00-19:00 lokað opið 9:00-17:00 Styrktar- félag van- gefinna veitir styrki Á 40 ÁRA afmælisárinu sem nú er að ljúka ákvað stjórn Styrkt- arfélags vangefinna að styrkja nokkur félög sem miða að þátt- töku þroskaheftra í sínu starfi. Var eftirtöldum félögum veitt- ur styrkur til starfsemi sinnar: Átaki, félagi þroskaheftra, íþróttafélagi fatlaðra í Reykja- vík, íþróttafélaginu Osp, Leiklist- arklúbbnum Perlufestinni, Iþróttafélaginu Gáska og Iþróttafélaginu Björk. Voru þess- ir styrkir afhentir í kaffisamsæti í fundarsal félagsins. Helsti viðburður afmæiisársins var vegleg hátíð á Broadway, Hótel Islandi, í september, en hana sóttu um þúsund manns. Af- mælishátíðin var öll tekin upp á myndband og geta áhugasamir fengið það keypt á skrifstofu fé- Iagsins. Margar góðar gjafir og hlýjar kveðjur bárust félaginu á þessum tímamótum og fyrir það eru færðar alúðarþakkir. -------------- Landsfundur Húmanista- flokksins 1999 HÚMANISTAFLOKKURINN hélt landfund sinn laugardaginn 27. mars að Fosshótel Lind Reykjavík. Á fundinum var sam- þykkt kosningastefnuskrá flokks- ins vegna alþingiskosninganna í vor. Kjörin var stjóm Húmanista- flokksins en hana skipa: Júlíus Valdimarsson, talsmaður, Meth- úsalem Þórisson, Kjartan Jónsson, Ragnar Sverrisson, Sigrún Þor- steinsdóttir, Birgitta Jónsdóttir, Stefán Bjargmundsson, Jón Eyj- ólfsson og Sigmar B. Hilmarsson. Húmanistaflokkurinn mun bjóða fram í öllum kjördæmum í Alþing- iskosningum í maí nk., segir í fréttatilkynningu. ------♦-♦-♦--- Breytt starfsheiti MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi tilkynning til birtingar: „Hér með tilkynnist að útskrift- arnemendur Fiskvinnsluskólans vorið 1999 munu taka upp heitið Fisktæknir í stað Fiskiðnaðarmað- ur. Átta nemendur munu útskrifast þann 14. maí 1999. Útskriftarárgangur Fiskvinnslu- skólans vorið 1999.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.