Morgunblaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 26
j26 D FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ NUfíD- OG LÍKAMSMEÐFERÐ Kæru viðskiptavinir Nú hef ég flutt starfsemi mína í Faxafen 14, þar sem líkamsræktarstöðin Hreyfing er. Eg býð ófram upp á ýmsar tegundir af nuddi, verk|ameðferð og slökun. Aðgangur að sturtum og gufubaði. HEIMASJÚKRAÞJÁLFUN Nú hef ég hafið starfsemi sem heimasjúkraþjálfari. Það þýðir að þeir sem ekki komast í endurhæfingu á stofur, geta fengið þá þjónustu heim til sin eftir tilvísun læknis og með samþykki tryggingalæknis. NUDD- OG LÍKAMSMEÐFERÐ SJÚKRAÞJÁLFUN Guðrún Þura Kristjánsdáttir. Laugarásvegi 7,104 Reykjavík, símar 899 0680 og 588 3881. Morgunblaðið/Þorkell BRUNNUR í Tete-héraði í norðvesturhluta Mósambik en það svæði fór mjög illa í borgarastyijöldinni sem ríkti í landinu í nærri tvo áratugi. Heilnæmt vatn ræður lífi og dauða Sífellt fjölgar þeim jarðarbúum sem ekki hafa aðgang að hreinu og heilnæmu vatni. Jóhannes Tómasson tíndi saman fróðleik og vangaveltur um vatnið og Þorkell Þorkelsson myndaði vatnsverkefni hjá Hjálparstarfi kirkjunnar í Mósambik. EKKI er óalgengt að neysluvatn sé sótt þennan hátt, fatinu stungið í holu eftir yfirborðsvatni eða í opinn brunn. Slíkt vatn er mjög mengað og er ungbarnadauði oft mikili vegna þessa. VATN ræður úrslitum um það hvort við lifum eða deyjum. Fái mannslíkaminn ekki vatn til daglegs brúks dregur fljótt af honum og hann tekur að visna. Hérlendis er vatnið sjálfsagður hlutur en því er ekki svo farið um nærri þrjá millj- arða manna sem ekki hafa aðgang að hreinu og heilnæmu vatni. Pess vegna hefur Hjálparstarf kirkjunn- ar ákveðið að halda áfram að styðja vatnsöflun í Mósambik og leitar nú til landsmanna eftir stuðningi með framlög til þess í páskasöfnun sinni. Helsti vandinn við neysluvatnið í þriðja heiminum, í hitabeltislöndum Afríku, Suður-Ameríku og Asíu, er að oft eru vatnsbólin opin og óvarin. Þar geta því skordýr lifað góðu lífi, sníkjudýr og annar ófógnuður sem ber með sér malaríu, svefnsýki, gulu og fleiri sjúkdóma milli manna sem erfitt er að ráða við, ekki síst þar sem heilbrigðisþjónusta er í lág- marki. Pá eru vatnsbólin oft langt utan við þorp og bæi og því þurfa íbúar, oftast konur eða ungar stúlk- ur, að sækja vatn og bera langar leiðir heim. Pá getur kannski verið freistandi að taka vatn úr lélegum HEIMAFÓLK vinnur sjálft að gerð brunnanna og segir Þorkell Þorkelsson Ijósmyndari það aðdáunarverða og skilvirka aðferð. Þannig nýtist fjármunirnir vel. Lútherska heimssambandið, sem Hjálparstarf kirkjunnar er f sambandi við, sér um að útvega nauðsynlegt efni, svo sem sement og búnað og leggur til verkstjórn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.