Morgunblaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 4
4 D FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ Formaður þrátt fyrir nærsýnina Hjarta Steindórs Hjörleifssonar hefur slegið 1 takt við íslenska leiklist í nær hálfa öld. Hlutverk hans eru orðin vel á annað hundrað, hann var í stjórn Leikfélags Reykjavíkur í aldarfjórðung, hann tók þátt í vígslu Þjóðleikhússins, hann var fyrsti dagskrárstjóri Sjónvarpsins og hann sá langþráðan Leikfélagsdraum verða að veru- leika með vígslu Borgarleikhússins. Hávar Sigurjónsson átti samtal við Steindór. STEINDÓR Hjörleifsson leikari er fseddur í Hnífsdal árið 1926, einn fimm systk- ina, sonur hjónanna Hjör- leifs Steindórssonar og Elísabetar Þórarinsdóttur. ,AHa stráka í Daln- um dreymdi um það að verða for- menn og aflakóngar. En þegar ég varð stæi-ri og fór að róa með al- vörusjómönnum, kom í ljós að ég var svo nærsýnn að ég var alltaf síð- astur allra að sjá baujuna. Það gerði útum alla skipstjóradrauma, því það var auðvitað skipstjórinn sem átti að sjá baujuna fyrstur allra.“ „Ég byi-jaði, smástrákur, að róa á trillu með pabba og bræðrum mín- um,“ segir Steindór. „Það var alltaf óskaplega gaman. Pabbi hafði af- skaplega gaman af söng þó sjálfur væri hann laglaus og hann söng alltaf í öllum róðrum og við tókum undir. Mér þótti vont að draga lín- una því marglyttan loddi við færið og það sveið í lófana undan henni. Þetta vissi pabbi og lét okkur þess vegna syngja." „Sem krakki tók ég ekki þátt í leiklistarstarfi en við hlustuðum alltaf á útvarpsleikritin á laugardög- um af andakt. Þá þvoði mamma okk- ur systkinunum vandlega, gott ef við fórum ekki í betri fötin, ogyvo sett- umst við inn í stofu. Ég hafði snemma gaman af að herma eftir þekktum röddum úr útvarpi og skemmti mömmu með eftirhermum m.a. af Haraldi Björnssyni og séra Jóni Auðuns. Mamma elskaði ljóð og hvatti mig síðar til að leggja stund á leiklistina, hún stóð alltaf með mér. Ég fór svo á heimavistarskólann í Reykjanesi við ísafjarðardjúp. Þar tók ég í fyrsta sinn þátt í leiksýn- ingu og ég man nú ekkert úr henni nema að við þurftum að reykja í leikritinu og bjuggum til sígarettur úr heyi. Aðaláhyggjuefnið var að halda eldi í þeim á sýningunni. Frá Reykjanesi lá leiðin í Gagnfræða- skólann á Isafirði og þar var Hanni- bal Valdimarsson skólastjóri og eng- um líkur. Þórleifur Bjarnason rit- höfundur kenndi mér og stjórnaði uppsetningu á leikriti í skólanum. Hann sagði síðar við mig að hann hlyti að vera minn fyrsti leikstjóri. Sjálfur var hann mikill og góður leikari. Ekki lifibrauð Eftir gagnfræðapróf gerðist ég barnakennari einn vetur í Súðavík. Það var alltsaman þrælfyndið. Ég var litlu eldri en krakkarnir sem ég kenndi, sautján ára og sumum þótti ekki við hæfi að barnakennarinn væri að dansa við nýfermdar stúlk- urnar á böllunum. Auðvitað kunni ég ekkert að kenna en mér þótti þetta mjög skemmtilegt. Eftir Súða- víkurdvölina ætlaði ég að fara í Kennaraskólann, því í þá daga kom engum í hug að leikarastarfið gæti orðið lifibrauð, en ég hætti við kenn- arahugmyndina og hélt til Reykja- víkur og fór að vinna „á eyrinni", eins og það hét, m.a. að losa kol úr togurum. Toppurinn var þó að kom- ast að við að losa vörur úr Fossun- um hjá Eimskip. Ég sótti um að komast í leiklistarskólann hjá Lárusi Pálssyni því af honum fóru miklar sögur, en hann var alltaf fullsetinn. Sumarið 1946 fór ég á síld og fiskaði lítið en fékk svo vinnu í Landsbankanum um haustið. Þar vann ég svo þar til Seðlabankinn var stofnaður 1961, þar varð ég deildarstjóri og kunni vel við mig í banka- bransanum. En viti menn, allt í einu var ég orðinn dagskrár- stjóri Sjónvarpsins nýja haust- ið 1966 án þess að vilja það og því starfi gegndi ég þar til í október 1968 að ég sagði upp og fór á fastan samning hjá Leikfélaginu. Ég fór svo af þeim samningi fyrir þremur árum er ég varð sjötugur og hef verið lausamaður síð- Nærri 120 hlutverk í vetur leikur Steindór í Horft frá Brúnni eftir Arthur Miller. Hann er einn þriggja leikara LR frá upphafi sem leikið hafa fleiri en 100 hlut- verk, þau munu vera orðin nærri 120 en hann segir nán- ast eins og afsakandi að hlutverka- fjöldinn stafi m.a. af því að hann hafi sem formaður félagsins oft orðið að hlaupa í skarðið og taka að sér hlut- verk sem aðrir gengu frá. „En þar sem ég var meðábyrgur fýrir rekstrinum var ekki um neitt annað að gera.“ Leikferill Steindórs er jafnmerkur og hann er langur, fjöl- mörg hlutverk hans hafa orðið minnisstæð og rifja má upp að 1962 hlaut hann hvorutveggja Skálholts- sveininn úr Minningarsjóði Soffíu Guðlaugsdóttur og Silfurlampann fyrir túlkun sína á Jonni Pope í Kviksandi eftir Michel Vincent Gazzo. Steindór snýr hálfpartinn út úr þegar ég spyr hann hvers konar leikari hann sé. „Þessu verða aðrir að svara því ég hef aldrei séð mig sjálfan leika á leiksviði! Það er gott að hugsa til þess sem sjálfur Stan- islavskí kenndi: „Hugsaðu um listina í sjálfum þér en ekki sjálfan þig í listinni,“ þó ekki takist alltaif að halda það heilræði." Steindór leikstýrði merkum sýn- ingum á ferli sínum hjá Leikfélaginu og má nefna þeirra á meðal Hita- bylgju eftir Ted Willis, Equus eftir Peter Shaffer, Refina eftir Lillian Hellman, Volpone eftir Ben Johnson og Stephan Zweig og Geggjuðu kon- ^ , iviurguiiuiauiu/xviiöw**** „GOÐU heilli var tillagan felld um að leggja Leikfélag Reykjavíkur niður og við vorum 14 ungir leikarar sem gengum í Leikfélagið haustið 1950,“ segir Steindór Hjörleifsson. una í París eftir Jean Giraudoux. Steindór vill þó sem minnst úr leik- stjórnarferlinum gera og segir leik- stjórn sína hafa verið íhlaup. „Það er satt, ég hljóp bara í skarðið sem leikstjóri ef aðrir brugðust. Mér þótti samt ákaflega gaman að leik- stýra. Ef ég væri yngri í dag gerði ég helst ekkert annað. Það er ekkert skemmtilegra í leikhúsi en að vera útí sal og sjá eitthvað kvikna, verða til í sál og líkama leikarans, finna hrynjandi verksins þróast, að ég ekki tali um það að geta fylgst með áhoifendum á sýningu sem maður hefur sem leikstjóri skapað með leikurunum og öðrum listamönnum leikhússins. Það tækifæri gefst aldrei þegar staðið er uppi á leik- sviðinu sem leikari." Lánis Pálsson í guðatölu Steindór segir mér litla sögu af baráttu sinni við að komast að hjá Lárusi Pálssyni. „Ég fór ásamt vini mínum leikaranum Mogens Juul, sem var nemandi Lárasar, til að heyra hvort ég hefði loksins komist að. Ég bankaði hjá Lárasi á Freyju- götunni og stóð neðst í stiganum þegar hann tilkynnti mér að því mið- ur gæti hann ekki tek- ið mig í skólann því allt væri fullt. Mér varð svo mikið um að ég hreinlega pissaði í buxurnar og það var í annað og síðara skiptið sem slíkt kom fyrir mig eftir að ég komst úr reif- um. Ég gat þó stunið því upp að Mogens væri með mér. Lárus varð óður og uppvægur og kallaði á Mogens og bauð honum hlútverk f Skálholti þarna á , staðnum, einn leikarinn hafði forfallast. Þegar við gengum burt frá Lárusi var göngulag okkar tveggja ansi ólíkt. Mogens dansaði á milli gangstétta yfir að hafa fengið hlutverkið en þú getur rétt ímyndað þér hvernig göngu- lagið á mér var, niðurbrotinn og ... já, sleppum því. Um vorið 1946 komst ég á upplestrar- námskeið hjá Lárusi og þá um haustið tók hann mig inn í skól- ann.“ Steindór segist hugsa til Lárusar Pálssonar með andakt. „Hann var fjölgáfaður og marg- snjall listamaður. Hann hafði strangt nám og reynslu í farteskinu þegar hann kom heim frá leiklistar- námi í Kaupmannahöfn. Lárus var mikið Ijúfmenni og hafinn yfir alla flokkadrætti í leikhúsinu. í skólanum lagði hann mikla áherslu á ljóðalestur og framsögn og brýndi fyrir okkur að vera forvitin. Vertu með nefið ofan í öllu, sagði hann. Hjá okkur sem unn- um með honum og lærðum hjá hon- um er hann löngu kominn í guðatölu. Láras hafði oft þá aðferð sem leik- stjóri að hann tók mann sérstöku taki um upphandlegginn, hélt á handritinu í hinni hendi, las textann og leiddi mann svo um sviðið. Þannig lagði hann stöður hvers og eins. Mér þótti merkilegt að eftir að Láras var allur fór ég á miðilsfund hjá Hafsteini og þá kom Lárus fram og miðillinn tók mig þessu sama taki og leiddi mig um herbergið meðan hann talaði við mig. Láras var mikill snillingui- og minn- ing hans má ekki gleymast. í nokkur ár hefur verið í undirbúningi ævisaga Lárasar, ég veit ekki hvar það verk er statt núna, en vona að það birtist áður en langt um líður.“ Inngrip almættisins Annar leikstjóri sem hvað mest áhrif hafði á hina ungu kynslóð leik- ara sem hóf feril sinn með LR í upp- hafi sjötta áratugarins var Gunnar Róbertsson Hansen. „Ég er alveg viss um að Guð almáttugur, skapari himins og jarðar, fylgdist náið með þegar við vorum að byrja í Iðnó eftir „blóðtökuna miklu“ þegar flestir listamenn leikfélagsins fóra upp í Þjóðleikhús. Þá tók almættið sig til og hreinlega eyðilagði flestar film- urnar sem þeir voru að taka Leyni- mel 13 á svo að leikstjórinn Gunnar R. Hansen stóð verkefnalaus og var gripinn af Leikfélaginu." Leynimel- ur 13 hafði þá orðið svo vinsæll í leikhúsinu að höfundarnir Indriði Waage og Emil Thoroddsen höfðu ákveðið að kvikmynda verkið og fengið Gunnar R. Hansen frá Dan- mörku til að leikstýra. „Hann var þá í fjórða sinn hér á Islandi og gerðist íslenskur ííkis- borgari eins fljótt og þá leyfðist. Enn fyllist ég sorg og skömm yfir því að ekki þótti ástæða til að veita honum Riddarakross hinnar ís- lensku fálkaorðu, þegar við óskuð- um þess á 60 ára afmæli LR 1957. Það var ekki síst hann sem gaf þess- um unga og líttreynda leikhóp okkar í Iðnó trúa á mátt sinn og megin. Það var ráðist í hvert stórvirkið á fætur öðru undir öruggri hand- leiðslu hans. Maðurinn var svo gagnmenntaður og smekkvís að hann hafði traust allra sem nálægt honum komu. Að gera leiktjöld, bún- inga og hljómlist lék honum í hönd- um. Honum tókst á sinn hljóðláta hátt að leiðbeina okkur, næstum án orða. Svo er fyrir að þakka 100 ára afmæli LR að næsta víst er að list- ferill Gunnars hér á íslandi og í Danmörku verður rannsakaður og skráður á komandi árum.“ Hjartað í Borgarleikhúsinu Steindór er af þeirri kynslóð leik- húsfólks sem tók þátt í vígslu Þjóð- leikhússins voiið 1950. „Ég var með í öllum þremur opnunarsýningum Þjóðleikhússins þó persónulega sé markverðast fyrir mig að þar kynnt- ist ég konuefninu mínu, Margréti Olafsdóttur leikkonu, sem var í fyrsta útskriftarhópnum úr Leiklist- arskóla Þjóðleikhússins. Dóttirin Ragnheiður fæddist 1952 og fyrir bragðið hættum við Gréta við að fara til Kaupmannahafnar þar sem Paul Reumert og Anna Borg höfðu haft góð orð um að verða okkur inn- I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.