Morgunblaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 14
14 D FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ Ný aðferð í með- höndlun blóðsega Gaman er að fregna af löndum sem vekja athygli erlendis. Því sleppti Elín Pálma- dóttir ekki frá viðtali hjónunum Haraldi Bjarnasyni, sérfræðingi í geislagreining- um, sem m.a. er þekktur fyrir að leysa upp blóðsega í bláæðum með nýjum aðferðum, og Katrínu Frímannsdóttur, sem kennir Minneapolisbúum á skíðum og vinnur að doktorsritgerð um mat á skólastarfí. KATRÍN renndi við á hóteli viðmælandans á leið úr skíðabrekk- un um í ávölum hæð- um, sem sjást í út- jaðri Minneapolis á leiðinni heim til hennar. Við höfðum fundið okk- ur dag þegar Haraldur gæti komið síðdegis heim af háskólasjúkra- húsinu. Þurfti þó raunar að skreppa þangað aftur. Og börnin þrjú, Karolína 10 ára, Kristín 13 ára og Bjarni 18 ára, voru að tín- ast heim úr sínum skólum. Þessi íslenska fjölskylda fluttist til Minneapolis fyrir níu árum. Kom þá frá Noregi, þar sem þau höfðu búið í þrjú ár. Til Noregs hélt Haraldur í marsmánuði 1987, eftir að hafa verið læknir á Akur- eyri í tvö ár. Og Katrín kom brátt á eftir honum. í Noregi fór Haraldur í skurð- lækningar í Voss og síðan í geisla- greiningu í Osló. Hann kveðst hafa verið mjög heppinn, því deildin sem hann kom inn á var mikið í æðaþræðingum og æða- blæstri. Þar var gert mikið af að- gerðum á lifur, nýrum, þvagfær- um og fleiri líffærum, þar sem í stað uppskurðar er beitt nálum, vínim, blöðrum og fóðringum, eins og hann reynir að skýra á nógu einfaldan hátt til að blaðamaður skilji og geti flutt almennum les- endum. Tekur fram að þetta sé ekki eingöngu bundið við æðakerf- ið. Sérgrein hans núna er geisla- greining, sem auðheyrilega er þó ekki það eitt að lesa af rönt- genskermum. Haraldur útskýiár að sérgrein sú sem hann er í innan geislagreiningarinnar heiti á ensku „cariovascular and inter- ventive radiology“ og sé gegnum- lýsing, sem notuð er til leiðbein- ingar við aðgerðir sem verið er að gera. Ef sjúklingurinn er t.d. með sýkingu, þá er hægt að setja slöng- ur inn í líkamann með aðstoð gegnumlýsingar til að drena sýk- inguna. Má dæla inn litarefni til að sjá hvernig æðamar, gallgöngin og hvað eina þar inni lítur út. Framarlega gegn blóðsega í þessu sambandi hafa rann- sóknir Haraldar og ný aðferð í meðhöndlun blóðsega vakið at- hygli á alþjóðavettvangi. Henni er beitt til að eyða sega í bláæðum í fótum og mjöðmum. Er þá dælt inn efni til að leysa upp segann. Haraldur staðfestir að þeir standi framarlega í þessum nýju aðferð- um í Bandaríkjunum, enda hafði ég frétt að hann væri mikið á ferðinni til fyrirlestrahalds á þingum og til að kenna aðferðina á sjúkrahúsum. Núna var hann nýkominn úr vikuferð til Hou- ston, þar sem hann var að kenna á frægu sjúkrahúsi. Og hann hef- ur t.d. farið um það bil 8 sinnum til Noregs síðan 1991. Víðar hefur hann verið með sérstök nám- skeið, svo sem í Svíþjóð, svo eitt- hvað sé nefnt. En á Islandi? Nei, það hefur ekki komið til. Harald- ur hefur birt greinar um sitt svið í læknatímaritum innan sérgrein- arinnar. Haraldur Bjarnason er lektor við Minnesotaháskóla og starfs- vettvangur hans er á háskóla- sjúkrahúsinu. Þar er mjög mikið gert af fóðringum í slagæðum og bláæðum, sem hann tekur þátt í. „Mun meira er gert af bláæðafóðr- ingum hjá okkur en á öðrum sjúkrahúsum," segir hann. Líka er þar mikið um líffæraígræðslur og hann er mikið í að greina og með- höndla sumar tegundir af auka- verkunum. Það hefur verið stór ákvörðun að taka sig upp í Noregi með þrjú börn og flytja til Bandaríkjanna? Þau hjónin segja það hafa borið brátt að. Vinur Haraldar í Noregi hafði verið þarna á sjúkrahúsinu um 1980 og kynnst frægum mönnum, sem þá voru þar. Hon- um var boðið að senda lækni til að sérhæfa sig í þessari undir- grein. Og Haraldi stóð það til boða. „Hann hringdi heim einn góðan veðurdag og spurði hvað ég segði um að flytja til Bandaríkjanna. Eg hélt að hann væri að grínast," segir Katrín. „Við vorum með þrjú börn. Höfðum einmitt tekið Noreg fram yfír Bandaríkin í upphafí, enda vildi ég ekki fara þangað.“ Til að fara til Banda- ríkjanna þurfti líka að taka sér- stakt próf, sem Haraldur kveðst þá hafa hugsað sér að taka í Nor- egi. Þegar hér var komið hafði hann raunar farið til Danmerkur til að taka það þar og staðist próf- ið, svo það var ekki lengur fyrir- staða. Þetta var þó ekki gefíð, því bæði hefðu gjarnan viljað búa áfram í Noregi með fjölskylduna. Faglega kveðst Haraldur þó ekki HARALDUR Bjarnason læknir og Katrín Frímannsdóttir á heimili sínu í Minneapolis. • i i • í i ,1 f! íi í. ■ ' tíbý-jf I 111! i H ’ ► i - • » t • * 1 1 w* Morgunblaðið/Epá HARALDUR og Katrín með börnum sinum, Bjarna, Kristínu og Karolínu. sjá eftir að þau drifu sig. Enda var þetta einstakt tækifæri. Sumarhús í Eyjafirði Talið berst að því hvort ekki sé borin von að þau hugsi til heim- ferðar úr því svona vel hefur geng- ið. Ekki aftaka þau það. En ýmis- legt sé að varast. Haraldur bendir á að ekki sé um margar stöður að ræða í hans fagi og „toppstöðum" á íslandi fylgi svo mikil stjórnun- arstörf og pólitík að hætt sé við að missa samband við fagið. Hann taki fram yfir að hafa aðstæður til að gera það sem hann hafi brenn- andi áhuga á og þykir gaman að vinna að. Eins breytist stjómarfarið frá ári til árs og vilji brenna við að því sem um var talað hafi verið kollvarpað þegar menn séu fluttir heim. Nefnir sem dæmi K-byggingu Landspítal- ans, þar sem röntgendeildin átti að vera um það leyti sem hann var í skóla og hefði verið í hans fagi. Aldrei var svo byggður nema hluti af henni löngu seinna. Enn er hugurinn þó auðheyri- lega að hluta á íslandi. Það má m.a. marka af því að þau Haraldur og Katrín eru að reisa sér sumar- hús norður í Eyjafirði, á Löngu- klöpp á Hallanda. Þau segja að með breyttum samgöngum hafi viðhorfið breyst svo mikið. Eftir að Flugleiðir fóru í fyrra að fljúga beint til Minneapolis oft í viku þá hafa þau á tilfinningunni að ekkert mál sé að skreppa heim, ef eitt- hvað kemur upp hjá fjölskyldunni, jafnvel að skreppa í helgarferð. Kennir á skíðum Þau hjónin eiga bæði rætur fyrir norðan. Faðir Haraldar er Bjami Arason, ráðunautur í Borgamesi, sem er fæddur á Grýtubakka í Grýtubakkahreppi í Suður-Þingeyjarsýslu og móðir hans Kristín Haraldsdóttir frá Akur- eyri. Faðii' Katrínar, Frímann Gunnlaugsson, rak skíðaskálann á Akureyri eftir að foreldrar hennar fluttu norður frá Reykjavík. Móðir hennar, Karolína Guðmundsdóttir frá ísafirði, skíðakona mikil, varð íslandsmeistari í svigi og bmni í mörg ár á sjötta áratugnum og börnin fimm ólust upp á skíðum. Þau Katrín og Haraldur vora sam- an í MA, og hann segist sposkur hafa verið tilneyddur að láta hana kenna sér á skíðum. Hún var alltaf uppi í fjalli. Viðurkennir þó að hann hafi mjög gaman af að vera á skíðum. Áhugi Katrínar á skíðaíþróttinni er samur hvar sem leiðir liggja. í Minneapolis hefur hún tekið að sér skíðakennslu. „Eg hefi óskaplega gaman af að vera á skíðum. Það hefur gefið mér svo mikið í lífinu að ég vil gefa eitthvað til baka og kenna fólki að njóta þessa. Það er mín skoðun að skíðakennsla sé undirstaða þess að skíðastaðirnir endist. Þar verður að vera skipu- leg kennsla fyrir börn og full- orðna,“ segir hún. Kennslan er á vegum sveitarfé- lagsins í hæðum skammt frá heim- ili þeirra. Þar era þrjár stólalyftur og tvær toglyftur og 190 kennarar í hlutastarfi. Era kenndar 25-30 þúsund stundir á ári. Katrín kenn- ir öllum aldurshópum og á öllum kennslustigum, fullorðnum, börn- um og fötluðum. Og hún er yfir- maður kvennadeildai'innar, sem hefur yfir að ráða 8-10 kennurum. Er t.d. með 25-35 kvenna hóp á hverjum þriðjudegi kl. 11-1 á dag- inn. Að heiman hafði hún í vega- Geislagrein- ing til leið- beiningar í aðgerðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.