Morgunblaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 6
6 D FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ an handar um inngöngu á Konung- lega leiklistarskólann." Steindór er einn fárra í dag sem reynt hafa sögu Leikfélags Reykja- víkur á eigin skrokki að segja má í nærfellt hálfa öld. Hann gekk í fé- lagið á frægum aðalfundi haustið 1950 og var kosinn í stjóm félagsins strax árið 1953 og var þar óslitið næsta^ aldarfjórðunginn til ársins 1978.1 fímmtán ár var hann formað- ur og hagur Leikfélags Reykjavíkur er nánast lífsandinn í brjósti hans. „Ég gat orðið formaður í Leikfélag- inu þrátt fyrir nærsýnina,“ segir hann og tekur viðbragð þegar ég reifa spumingu um hlutverk Leikfé- lagsins. „Við erum þessa dagana að heyra um hallarbyltingar. Hér um árið var reynt að gera hallarbyltingu í Leikfélaginu en hún mistókst. Leikfélaginu hafði gengið heldur illa, leikrit kolfallið og aðsókn dreg- ist saman. Og þegar illa gengur er ekki létt að komast að í fjölmiðlun- um með óbeinar auglýsingar og um- tal - það er ekki frá miklu að segja. Nýi leikhússtjórinn (Viðar Eggerts- son) átti m.a. að koma þessum mál- um í lag því hann var sagður innsti koppur í búri hjá öllum fjölmiðlum. Það reyndist rétt metið því strax daginn eftir að honum var sagt upp var hann kominn í alla fjölmiðla með allt sitt lið. Það féllu stór orð og þung og verða ekki rakin. Formaður og ritari í stjórn LR sögðu af sér og eftir sátu varamenn og í stuttu máli - Leikfélagið tapaði fjölmiðlastríð- inu - skítlá. Þessar hremmingar LR sem urðu fyrir það að reynt var að stjórna málum þess í fjölmiðl- um eru trúlega yfirstaðnar og eitt getum við af því lært sem er ofarlega í huga á páskum. An krossfestingar - engin upp- risa. Þegar allir sátu hnípnir á fundi í þessu félagi sem hafði verið spáð „sæluríki dauðans" sagði Þórhildur nýi leikhússtjór- inn svo réttilega, „Við höfum náð botninum og þá er aðeins ein leið og hún liggur uppávið og það er hægt að ná góðri viðspymu í botn- inn.“ Þetta hef ég sjálfur marg- reynt að er satt héma í Garðabæj- arlauginni." „Sígandi lukka er best,“ bætir hann við. „Margar ágætar sýningar hafa komið á fjalirnar á báðum svið- um Borgarleikhússins frá því 1989, sumar gengið illa og „ekki gert í blóðið sitt“ þó góðar væm, en aðrar orðið vinsælar. Það gladdi mitt gamla hjarta að fmna vinsældir LR þegar við Baldvin Tryggvason feng- um það hlutverk að safna peningum hjá fyrirtækjum og fólki á afmælis- árinu. Alls staðar var okkur vel tek- ið og við höfðum nærri ellefu millj- ónir uppúr krafsinu. Ég er þess full- viss að vinsældir félagsins em ekki minni nú og það var einmitt Ingi- björg Sólrún borgarstjóri sem sagði i Sjónvarpinu svo réttilega að mér finnst: „Leikfélag Reykjavíkur er auðvitað hjartað í Borgarleikhúsinu og mun alltaf verða það.“ Og þó var þetta á þeim tíma þegar sótt var að Borgarleikhúsinu úr mörgum átt- um.“ Unga kynslóðin áhugalftil A þeim tíma sem Steindór er að rifja upp, útmánuðum ársins 1996, er Viðari Eggertssyni var sagt upp störfum sem leikhússtjóra og Þór- hildur Þorleifsdóttir ráðin í kjölfar- ið, varð nokkur umræða um hlut- verk Leikfélags Reykjavíkur í rekstri Borgarleikhússins. Gengu sumir svo langt að segja Leikfélag Reykjavíkur dragbít á Borgarleik- húsið; rekstur nútímaleikhúss krefð- ist eins stjórnanda með óskorað völd, lýðræðisleg skipan leikfélags- ins samrýmdist ekki þörfum nútíma- leikhúss. Steindór byrjar á því að rifja upp að fyrir 25 árum eða svo þótti rekstrarform Leikfélags Reykjavík- ur eitt hið eftirsóknarverðasta á Norðurlöndum. „Kollegar okkar í Skandinavíu létu sig dreyma um að starfa í leikhúsi eins og við höfðum í Iðnó. Tímarnir breytast auðvitað og á þessum hundrað árum í lífi LR hefur gengið á ýmsu. Menn hafa deilt harkalega og sem betur fer ekki alltaf verið sammála. Gagnrýni og ágreiningur um málefni getur oft orðið skapandi afl og minnihlutinn orðið meirihluti eins og lýðræðið býður uppá. Það er rétt að margir STEINDÓR og Andrés Indriðason voru höfundar fyrsta Áramótaskaupsins í Sjónvarpinu á gamlársdag 1966. „Heiti þáttarins, Áramótaskaup, sem þarna varð til hefur haldist óbreytt síðan og í þessu fyrsta Skaupi las ég skýringu á heitinu upp úr Orðabók Menningarsjóðs fyrir bensíndælu sem Jón Júiíusson lék með mestu ágætum," segir Steindór. . {Dómínó axrrir nai» i eftir spáðu því og jafnvel óskuðu þess að 100 ára afmælið yrði jarðarfór Leik- félagsins, Aldarsagan minningar- grein og hátíðin erfidrykkja, en sem betur fer varð þeim ekki að ósk sinni. Ef eitthvað deyr þá deyr það venjulega innanfrá, en ekki vegna árásar að utan, sagði Guðbergur Bergsson einhvers staðar. Það er mikið til í þessu.“ „Á tiltölulega fáum árum hafa orðið kynslóðaskipti í Leikfélaginu," segir Steindór. „Þeir sem komu úr Iðnó er margir hættir störfum eða dánir og vandinn er sá að svo virðist sem margt leiklistarfólk af yngri kynslóðinni hafi ekki sama áhuga á félagsstörfum, það hefur meiri áhuga á persónulegum frama sínum en gengi leiklistarinnar í heild. Það vill fá góð og bitastæð hlutverk sama í hvaða leikhúsi það er. Þetta er ekki óeðlilegt því til þess hefur það stundað nám í 4 ár. Það mætir illa á fundi í Félagi íslenskra leikara og LR, sér kannski engan sérstakan tilgang í því að ræða málefni leik- hússins og því skyldi það fara að bera fjárhagslega ábyrgð á rekstri Leikfélagsins - lætur aðra um það. Þetta er ekki bara í okkar stétt heldur virðist þetta vera sama sagan í öðrum félögum.“ Lýðræði er samtal Við stöldrum aðeins við lýðræðis- hugmyndina sem er, þegar á allt er litið, hornsteinn félagsins. „Ég er al- inn upp við hugmyndir um lýðræði og valddreifingu. í írjálsu leikhóp- unum sem við þekkjum öll og Leik- félagið lengi var, getur lýð- ræðið notið sín. Það hefur borið á því í umræðunni um „innri vanda“ Leikfé- lagsins að gert hefur verið grín að þessu margumtal- aða lýðræði. En hvað er lýðræði? Má ég vitna í orð Vigdísar Finnboga- dóttur, sem hún baunaði á Spánarkonung í ræðu eitt sinn á meðan hún var forseti og í heim- sókn hjá honum. „Lýð- ræði er samtal, sam- þætting styrks og lít- illætis, allt frelsi þarf að þjálfa með sjálf- saga. Lýðræði hefst með því sjálfstrausti sem þarf til að mynda sér eigin skoðun og viljanum til að hlýða á skoð- anir annarra. Þroska sínum nær það í hæfninni til að semja sátt og viljanum til að gera sáttina að veruleika." Svo mörg era þau orð Vigdísar og vert að minnast þess að eitt sinn var hún kosin leik- hússtjóri hjá LR með þessari marg- hæddu lýðræðishefð og síðar forseti Islands." Fremstur ineðal jafningja Ekki verður Steindór þó sakaður um að vera blindaður af fortíðar- dýrkun því hann er fljótur að benda á að taka verði mið af breyttum for- sendum við rekstur Borgarleikhúss- ins. „Til þess að lýðræðisstjórn gef- ist vel í leikhúsi má leikhópurinn kannski ekki vera of stór, þarf kannski að vera af ákveðinni sam- heldinni stærðargráðu með sameig- inleg listræn markmið - vel skil- greind. En þegar leikhúsið er orðið svo stórt fyrirtæki sem raun ber vitni þá verður að setja orðið „lýð- ræði“ í svolitlar gæsalappir. Ég hef mínar skoðanir á því hvernig dreif- ing valdsins ætti að vera. Það verður að standa lýðræðislega að kjöri þeirra sem taka ákvarðanir en þeir skulu síðan hafa frjálsar hendur til að móta sína stefnu og ákvarðanir. Það þarf auðvitað að að vera greini- legt hvar lýðræðið á að verka og hvar valdsvið þeirra liggur sem til ákvörðunartöku eru kjörnir. Sam- setning leikhópsins og mannaráðn- ingar, sem skipta auðvitað miklu um árangur leikhússins, þarf leikhús- stjórinn að ræða náið við leikhúsráð- ið. Leikhúsráð hefur ráðgefandi hlutverk og er leikhússtjóra til halds og trausts. En endanleg ákvörðun er í höndum leihússtjóra. Síðan kemur til umræða og samþykki leik- húsráðsins í fjármálalegum efnum. Leikhússtjórann sé ég ætíð fyrir mér sem fremstan meðal jafningja." Vandi leikhússtjórans er eftir sem áður sá að þeir sem skipa leikhús- ráðið eru yfirleitt starfandi lista- menn við leikhúsið. Við bætast tengsl þeirra við aðra listamenn hússins, persónuleg og fagleg, og þegar kemur að því viðkvæmasta af öllu í rekstri leikhússins, breyt- ingum á samsetningu leikhópsins, er hætt við að hin persónulegu tengsl og faglegu sjónarmið geti rekist á. Steindór segist þess reyndar fullviss að slík mál megi alltaf leysa ef fólk tali saman. „Sag- an segir okkur að þannig hafi það verið gert í 100 ár. Mitt hlutverk sem formaður félagsins var iðulega fólgið í því að ganga á milli manna og reyna að sætta andstæð sjónar- mið. Á einum fundi með Þorsteini Ö. Stephensen og Lárusi Sigur- björnssyni, þeim miklu leikhús- mönnum, deildu þeir hart um hvort sýna skyldi leikritið Kvennamál Kölska, norskt leikrit. Fyrst hljóp ég á eftir Lárusi þegar hann rauk í fússi útaf fundinum og fékk hann til að koma tilbaka og skömmu síð- ar varð ég að hlaupa á eftir Þor- steini og biðja hann að koma aftur á fundinn. Þetta var á þeim árum sem ég var enn ungur og eldfljótur að hlaupa." Draumur um leikhús Þegar Leikfélag Reykjavíkur flutti í Borgarleikhúsið haustið 1989 rættist nær aldarlangur draumur þess um leikhús. Fyrstu fimmtíu ár- in dreymdi Leikfélag Reykjavíkur um Þjóðleikhús. Þegar sá draumur rættist og flestir máttarstólpar Leikfélagsins hófu störf við Þjóð- leikhúsið riðaði Leikfélagið til falls á sögufrægum aðalfundi sínum haust- ið 1950. Þá hafði komið fram tillaga um að leggja Leikfélagið niður, þar sem ýmsir töldu að hlutverki LR væri lokið með opnun Þjóðleikhúss- ins þá um vorið. „Góðu heilli var til- lagan felld og við vorum 14 ungir leikarar sem gengum í félagið," seg- ir Steindór. Fljótlega gerði draumurinn um nýtt leikhús til handa LR vart við sig og svo fljótt sem 1953 er hús- byggingarsjóður LR stofnaður. Vakandi og sofandi dreymdi leikfé- lagsfólk um nýtt leikhús allt þar til Borgarleikhúsið var opnað 1989. „Draumurinn um nýtt leikhús hefur alla tíð haldið félaginu saman, segir Steindór. „Haustið 1929 talar nýi formaðurinn, Friðfinnur Guðjóns- son, um Þjóðleikhúsdrauminn sem sameini félagsmenn og auki kraft- ana en þá voru mjög erfiðir tímar í sögu félagsins. Það var svo draum- urinn um Borgarleikhúsið sem „sameinaði félagsmenn og jók þeim kraftana“ eftir 1950. Og við fluttum inn í þetta glæsilega leikhús, þetta stóra og mikla Ævintýri. Við bárum hingað stafina með nafni LR neðan úr Iðnó og sungum - „Ævintýrið er á enda leikið senn“. Ég hef þá kenn- ingu að það hafi farið líkt fyrir okk- ur eftir flutninginn í Borgarleikhús- ið og varð í Þjóðleikhúsinu fyrstu ár- in eftir opnunina þar. Við lögðumst á meltuna, urðum værukær. Töldum að við væram nú komin í höfn,“ seg- ir Steindór. Hann er á því að enda þótt Leikfélagið dreymi ekki lengur um leikhúsbyggingu þá dreymi það um leikhús. Kannski er það eini draumurinn sem leikfélag getur dreymt. „Leikhús er ekki hús heldur tæki til leiksýninga. Draumurinn núna er auðvitað að gera leikhúsið okkar stórt og voldugt. Auðvitað var alltaf reiknað með því að styrkur stjórnvalda til leikhússins yrði stór- aukinn þegar komið var í þetta stóra hús. Ef ríkið hefði ekki fellt niður styrk sinn til LR sem var 15 milljón- ir á ári, væri ekki við rieinn skulda- hala að berjast í dag. Árið 1989 þeg- ar LR flutti í Borgarleikhúsið átti Þjóðleikhúsið í miklum erfiðleikum. En stjómvöld bára gæfu til þess að taka á málum þess af stórhug og reisn. Hafist var handa við miklar endurbætur á Þjóðleikhúsinu og uppsafnaður halli þess upp á 250 milljónir króna var greiddur af rík- issjóði. Vandi leikhúss er sá að í bók- haldi þess eru tekjur og gjöld færð í krónum en það er ekki hægt að bók- færa listrænan árangur á sama hátt. Og ef ekki er tekin áhætta í leikhúsi þá er það ekki lengur leikhús heldur líkhús," segir kempan Steindór Hjörleifsson og hvessir á mig augun. Of seint að reka mig Steindór var skipaður fyrsti deild- arstjóri Lista- og skemmtideildar Sjónvarpsins og átti stóran þátt í móta þann menningarlega svip sem settur var á íslenska sjónvarpið strax í upphafi. Hann segir að óneit- anlega hafí sjónvarpið í upphafi vak- ið nokkurn ugg í brjóstum leikhús- fólksins og það verður að teljast at- hyglisvert að fyrsti dagskrárstjór- inn skuli hafa verið fundinn í for; manni Leikfélags Reykjavíkur. „I hjarta mínu veit ég að það kom leik- húsunum vel að ég var innan veggja sjónvarpsins því ég gat oftar en ekki haft áhrif í þá átt að draga úr þeim neikvæðu áhrifum sem samkeppni sjónvarpsins gat haft og hafði á að- sókn í leikhúsunum. Það var t.d. gott að geta ráðið því að nokkru hvaða dagar voru gerðir aðalsjón- varpsdagarnir. Að geta ráðið því hvernig erlent efni var keypt og hvenær það var sent út. Með góðum árangri barðist ég gegn því að við sendum út framhaldsþætti þar sem hver þáttur hafði ekki sjálfstæðan endi, það gat orðið leikhúsunum skeinuhætt á þessum árum þegar fólk var límt við tækin og gat ekki tekið upp á myndband eins og nú. Nei, ég keypti aðeins spennuþætti sem fengu sinn endi á hverju kvöldi og sendi þá bestu auðvitað út á frí- kvöldi leikara - mánudagskvöldum!! Andrés Björnsson, sem síðar varð útvarps- og sjónvarpsstjóri hafði t.d. þýtt fræga sögu, Peyton Place sem varð mjög vinsæl og hét víst Sáms- bær uppá íslensku. Hvorki hann né aðrir í sjónvarpinu fengu nokkurn tíma að vita af því að sú sería bauðst mér til kaups fyrir skítaprís. Bless- aður vertu, þetta var framhaldssaga í einum 52 þáttum og hefði haldið öllum límdum við tækin ef hún hefði verið sýnd og enginn farið í leikhús þau kvöldin. Hún var nefnilega and- skoti góð og vel leikin. Það er allt í lagi að játa þetta núna, nú er hvort sem er of seint að reka mig, 32 ár síðan og glæpurinn öragglega fyrndur í þokkabót.“ „Eins og leikhúsið þá er sjónvarp ekki hús eða tækjabúnaður heldur dagskrá," segir Steindór og bætir við að það sé sannarlega gleðiefni hvað íslenskt leikið efni hafi aukist í sjónvarpinu síðustu misserin. „Þó Sjónvarpið sé næstum því eitt á báti með innlent leikið efni, þá hefur samkeppnin við einkastöðvarnar haft jákvæða þróun í för með sér því öll tæknivinna hefur tekið miklum framfórum og yfirleitt ér efni RÚV gott sjónvarpsefni hvað vönduð og fagmannleg vinnubrögð varðar. Það er vonandi að sá mikli gróði sem er á þessum svokölluðu frjálsu stöðvum fari að skila sér í fjölbreyttari inn- lendri dagskrárgerð sem standi undir nafni.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.