Morgunblaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 D 27 „Glæsilegur bíll fyrir íslenskar aðstæður“ RÆSI sem þetta í höfuðborginni Maputo er vinsæll „ieikvöllur" barnanna. Ræsið er gróðrarstía sýkla og upp- spretta sjúkdóma, svo sem kóleru, malaríu og fleiri smitsjúkdóma sem leggja börn og fullorðna að velli. Talið er að um 25 þúsund manns deyi á dag vegna sjúkdóma sem rekja má til neyslu á óheilnæmu vatni. ai’ sem svarar 75 þúsund íslenskum krónum. Það þarf því ekki nema rúmlega 75 gíróseðla til að standa undir kostnaði við einn brunn en hver seðill sem sendur hefur verið út er með fastri upphæð, 999 krón- um, sem margir geta vonandi séð sér fært að greiða í þessu skyni. Verkið verður unnið af heimamönn- um undir stjórn fulltrúa samstarfs- aðila Hjálparstarfs kirkjunnar. Heimamenn leggja fram eigin vinnu en söfnunarféð mun kosta kaup á efni og búnaði sem þarf til verksins. )l fl-B QUflTTRO C4K41 2,8 199B Sjálfsk., spólvörn, 7 manna, driflæsingar, leður, sóllúga, ABS, nýjar 16“ Borbet-álfelgur og dekk, ek. 85 þús. km, rafdr. sæti m. minni, hraðastillir, Bose-hljóm- kerfi. Litur perlugrænn. Til sýnis og sölu á Litlu bílasölunni, Skógarhlíð 10, sími 552 7770, 896 1663 og 896 4871. OFT þarf að fara langar leiðir eftir neysluhæfu vatni, í verstu tilfellum tugi kílómetra, en algengt er að fara þurfi 5-6 km leið eftir öllu vatni. vatnsbólum í stað þess að halda lengra þar sem vitað er um betra vatn. Vatnsburðurinn leggur þeim miklar skyldur á herðar, hann er þrælavinna og oft verður hann til þess að stúlkur verða af skóla- göngu. Þær eru fremur notaðar í verkin en piltamir fá fremur að læra og framtíð þeirra því ótryggari en piltanna. Yfir 200 lítrar á dag Við sem notum vatn án umhugs- unar getum reynt að setja okkur í spor þeirra sem þurfa að bera það heim. Hversu mikið vatn notum við á dag? Þar sem nóg er að hafa og þar sem hreinlætisaðstaðan er góð er talið að hver maður noti 200 til 300 h'tra á dag. Talan er fljót að koma ef við förum yfir athafnir dagsins: Sturta og önnur hreinlæt- isverk að morgni, kaffi- eða tevatn, notkun salernis og þvottur í tengsl- um við það, hádegisverður með til- heyrandi, kaffitíminn, kvöldmatur, íþróttir og enn má bæta við ýmsum athöfnum sem snerta heimilishald þótt það snúist ekki um það að inn- byrða vatnið: Vökva blómin, skúra, þvo bílinn og fleira. Þetta er drjúgt. Við myndum tiúlega nota minna ef við yrðum að sækja þetta allt þetta vatn, kannski 200 lítra, í næsta bæj- arhverfi. Að mati Sameinuðu þjóðanna er talið að um 40% jarðarbúa líði vatnsskort. Um helmingur jarðar- búa hefur ekki fullnægjandi hrein- lætisaðstöðu, svo sem nægt vatn, salerni með góðum frágangi og lok- að frárennsli. Um það bil 900 millj- ónir manna eru þrúgaðar af sjúk- dómum sem berast með óhreinu vatni, svo sem niðurgangi, kóleru og taugaveiki og þessir sjúkdómar verða þúsundum að bana á degi hverjum, ekki síst börnum. Er vatn á Mars? er spurt á gíró- seðli Hjálparstarfs kirkjunnar sem landsmönnum hefur verið sendur. Þar er bent á að Geimvísindastofn- un Bandaríkjanna hefur enn einu sinni sent flaug út í geim og í þetta sinn á hún að halda til Mars og kanna með tækjum sínum hvort vatn gæti verið þar að finna. Geim- rannsóknir eru áhugaverðar og spennandi en þær kosta sitt. Á gíró- seðlinum er því varpað fram að hefðu menn veitt svipaða fjárhæð til vatnsöflunar í þriðja heiminum hefði mátt útvega milljónum manna aðgang að hreinu og heilnæmu vatni í eigi þorpi. Þeim hefði veist sami munaður og við Islendingar búum við - að fá hið lífsnauðsynlega og svalandi vatn sem við öll þörfn- umst. Hitt er þó engan veginn víst þótt Bandaríkjamenn hefðu sleppt því að senda flaugina til Mars að fjármunimir hefðu ratað í vatns- verkefnin en svona samanburður hvetur til umhugsunar. Brunnur á 75 þúsund krónur Með fjáröfiun til vatnsverkefnis- ins ætlar Hjálparstarf kirkjunnar að halda áfram að bæta lífsskilyrði fjölda manna í Afríkuríkinu Mósam- bik. Auk þess að kosta gerð brunna á að standa fyrir sérstakri fræðslu- herferð íyrir konur í því skyni að benda þeim á þýðingu þess að nota hreint vatn sé þess nokkur kostur og benda þeim á samhengi sjúk- dóma og vatns. Hver brunnur kost- 33 -3 DB HS NOATUN óskar eftir aö leigja skrifstofuhúsnæði, 100 - 120 m2 á góðum stað í borginni. Tilboöum skal skila til afgreiðslu Morgunblaösins fyrir miövikud. 7. apríl, merkt: Nóatún/ framtíö. Frekari upplýsingar gefur Ástmar Ólafsson í síma 553 0250 UR & 5KARTGRIPIR • KRINGLUNNI MAGNÚS E. BALDVINSSON gsp Skógarhlíö 18 almannatengs gsp nálgast Perluna GSP almannatengsl flytja sig um set yfir páskana og hefja nýtt líf við rætur Öskjuhlíðar frá og meö þriðjudeginum 6. apríl nk. Nýtt heimilisfang er Skógarhlíð 18 og nýtt símanúmer 570 9900. Bréfasími verður 570 9901 og netfang gsp@gsp.is 6SP almannatengsl ehf. Worldwide Partners, Inc Skógarhlið 18 101 Reykjavik Sími 570 9900 Bréfasími 570 9901 Netfang gsp@gsp.is jjj||fjþ Wortdwide Partnere, Inc. GSP almannatengsl ehf. annast ráögjöf, stefnumótun og útfærslu einstakra verkefna á sviöi almannatengsla og auglýsingageröar. Fyrirtækiö var stofnaö í ársbyrjun 1995 og hjá þvi starfa tæplega 30 manns. Eigandi þess og stjómarformaöur er Gunnar Steinn Pálsson, framkvæmdastjóri er Valgeir Baldursson, hugmyndastjóri auglýsingageröar (Creative Director) er Þorvaldur Þorsteinsson, ritstjóri kynningarstarfs (Director of Public Relations) er Einar Karl Haraldsson, hönnunarstjóri (Art Director) er Jón Ágúst Pálmason og ritstjóri textagerðar á auglýsingasviöi (Copy Editor) er Anton Helgi Jónsson. GSP almannatengsl taka virkan þátt í samstarfi tæplega eitt hundraö sjálfstæöra auglýsinga- og kynningarfýrirtækja innan Worldwide Partners, Inc, sem eru elstu og stærstu samtök sinnar tegundar meö öfluga starfsemi i öllum heimsálfum. Fylgstu með njjungum og tísku N°7 Snyrtivörurnar fást í apótekinu þínu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.