Morgunblaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 12
12 D FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FULLORÐIN kona klædd í loðfeld og með skinnhúfu var að leita í gám- inum að einhverju nýtilegu. Eftirlaunafólk sem komst þokkalega af á árum áður lepur nú margt dauðann úr skel. ■ ■ O, rbirgdin og allsnægtirnar Bláa blóðið Breytingarnar í Rússlandi birt- ast í mörgum myndum. Ensku- mælandi Rússi vék sér að undir- rituðum og sagðist hafa verið beð- inn að spyrja hvort Anna Þrúður Þorkelsdóttir, formaður Rauða kross Islands, væri prinsessa. Það er ekki óalgengt að tignarfólk gegni virðingarstöðum innan Rauða krossins og því gat þetta svosem vel verið. Blaðamanni varð í fyrstu svarafátt en sagði svo að Anna Þrúður væri dóttir sjálfs- eignarbónda sem hefði búið austur á Jökuldal, en að langfeðgatali væri hún af konungakyni eins og flestir íslendingar. Spyrjandinn sagði að nú færðisj,,. það austur þar að fó nafnbætur. Á byltin hefðu allir þóst veríi, ko; verkamönnum og baíndu lenda ekki í hreinsunum. Kjjjkærtii upp á yfirborðið Í01k *s6m segðist hafa blátt blóð, eða að minnsta kosti ljósblátt, í æðum og skreytti sig ýmsum titlum. Brostnar vonir Það var sláandi að heyra hvað margir sem við hittum voru vonlitl- ir um að ástandið batnaði á næst- unni. Velmenntuð kona á miðjum aldri sagði að í upphafi per- estrojkunnar hafi vaknað bjartar vonir í brjóstum almennings. Fólk hafi lengi haldið í vonina um að ástandið myndi batna, en umbæt- umar látið á sér standa og vonin smámsaman hjaðnað. „Fólk gafst endanlega upp eftir efnahagshrun- ið í ágúst í fyrra. Það var í annað skiptið á nokkrum árum sem fólk missti allt sitt. Eftirlaunafólkið missti í raun réttindin sem það hafði áunnið sér árið 1991 og nú missti það í annað sinn bæði spari- fé og von um mannsæmandi eftir- laun um alla framtíð." Ung kona í háskólanámi var ekki í vafa um hvað Rússa skorti helst - betri stjórnmálamenn. „Fólkið beið alltaf eftir sælurík- inu, hélt svo að það kæmi með um- breytingunni - perestrojkunni - en sú von brást. Draumurinn hef- ur ekki ennþá ræst. Það versta í Rússlandi eru stjórnmálamennirn- ir, þeir hafa ekki reynst trausts verðir.“ Mikil auðlegð Erindi okkar blaðamanna til Rússlands var að kynnast neyðar- hjálp Rauða krossins þar í landi. Við fengum að sjá hvernig sú hjálp heldur lífinu í mörgum og gerir fólki kleift.að komast yfir erfiðleik- ajja sem'jiú steðjaúð. ‘ sjá fleira en eymd enningarlíf stórborg- ; S&nkti Péturs- íeiinsrnælikvai’ða. ivvoldstun.dir sem við áttum í Bols- hoi-leikliúsinu í Moskvu og Mariin- skí-leikhúsinu í Sankti Pétursborg verða okkur ógleymanlegar. I Bolshoi var La Traviata á fjölunum og nútímaballett í Mariinskí. Þar áttu frábærir listamenn á öllum sviðum sannkallaðan stjömuleik fyrir fullu húsi. Stuttur tími gafst til að skoða söfn í Kreml, bæði það sem geym- ir sýnishorn af náttúruauðæfum Rússlands, gull og gimsteina, og fjölbreyt dýrgripasafn frá keisara- tímanum. Annað merkilegt safn er Einsetusafnið, eða Hermitage, í Vetrarhöllinni í Sankti Pétursborg og yfírþyrmandi stórt. Okkur var sagt að það væri álitin rúmlega þriggja ára vinna að skoða safnið til hlítar. Sannarlega góðar ástæð- ur til að heimsækja þetta stór- brotna og margslungna land á ný. Þúsundir vilja flytja til Fmn- lands VTÐ BRAUTARSTÖÐ úti í sveit sunnan við Sankti Pét- ui-sborg, stóð maður og stapp- aði niður fótum í frostinu. Hann sagðist heita Valerí og vera á höttunum eftir kola- hlassi sem var þarna á vöru- bíl. Kolin voru handa manni sem hann vinnur stundum hjá. Valerí býr í litlu þorpi sem heitir Taitsí og sagði hann að fyrir löngu hafi þar verið fiimskt land. Svæðið kaliað In- germanland og þar töluð mál- lýska sem eigi sér ekkert. eig- inlegt ritmál. Valerí sagði að þarna hétu margir fínnskum nöfnuin, sjálfur er hann Rússi en konan hans Ingermanlend- ingur. „Þeim finnst þau vera finnsk, en Finnar segja þau vera ingermanlensk," sagði Valerí. Þau hjón eiga tvö börn, 12 ára stúlku sem er í grunnskóla og 16 ára son sem er í undirbúningsnámi fyrir læknanám. „Það bíða 9.000 fjölskyldur af finnskum upp- runa eftir því að flylja til Finnlands, við erum númer 300 í röðinni,“ sagði Valerí. Hann telur að það sé öruggari h'fsafkoma hinum megin landamæranna og er farinn að læra finnsku. Við eltum Valerí og vörubfl- inn með kolin. Ekið var að nýju bjálkahúsi í fínnskum stfl. Bolirnir í útveggjunum voru misjafnlega sverir en felldir saman með snilldarleg- um hætti. Vörubfllinn bakkaði inn um opið hlið og um leið þustu út nokkrir hundar. Hús- ráðendur eru miklir dýravinir og hafa skotið skjólshúsi yfír sex flækingshunda. Valerí sagði að húsið væri rafmagns- kynt en rafveitan væri ótrygg og stundum rafmagnslaust dögum sainan. Þá væri gott að grípa til kolakyndingarinnar. 1 þorpinu er líka gasveita og margir elda við gas. Unnið upp á von og óvon Valerí er pípulagninga- maður að atvinnu en segir lít- ið að gera yfir veturinn. Hann hefur allar klær úti að ná sér í verkefni, mokar snjó, dyttar að húsum og gerir hvað annað sem til fellur. Hann sagði að þarna væri viðvarandi atvinnuleysi. Þrátt fyrir það bar hann sig vel, sagðist jafnvel ná 2.000 níbl- um (6.500 kr.) á mánuði en það dygði ekki til að fram- fieyta Ijölskyldunni. Þarna eru starfræktar nokkrar litl- ar verksmiðjur í timburiðn- aði. Menn sækja lika vinnu til Sankti Pétursborgar eða Gat- sjína. En það er ekki nóg að hafa vinnu, því ekki fá allir útborgað. Margir þorpsbúar vinna í dráttarvélaverksmiðju í nágrenninu, en Valerí sagði að þar hafi ekki verið greidd laun mánuðum saman. „Yfirmennirnir segja starfsfólkinu að það ráði því hvort það mæti til vinnu eða ekki. Ef til vill komi að því að hægt verði að greiða launin. Fólkið mætir í vinnuna, því það veit að það fær ekkert annað að gera. Þetta fólk er ekki atvinnulaust samkvæmt opinberum töluin, en það fær ekkert kaup. Menn vona að þeim verði bætt upp iauna- leysið síðar, en sú von bregst oft.“ Lflct og aðrir í þorpinu er íjölskylda Valerís með garð við húsið sitt og sjálfri sér nóg ineð grænmeti og ávexti. Upp- skeran er ýmist sultuð, soðin niður eða geymd fersk. „Við höfum það í sjálfu sér ekki svo slæmt,“ sagði Valerí og þáði með þökkuin dós af niðursoðn- um saxbauta frá KEA.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.