Morgunblaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 D 15 nesti mikla tæknilega undirstöðu, sem hefur dugað henni vel. A ung- lingsárunum var hún í keppnum, varð meistari í unglingaflokki á árunum 1973-1975 og síðan ís- landsmeistari 1976. A skíðastaðnum er útbúnaður til að sprauta og búa til snjó. A vetrum getur frostið í Minneapolis farið niður í 35-40 stig. En hitinn upp í 35-40 stig á sumrin. Sveifl- urnar eru miklar og vorið og haustið stutt. Strax síðustu helg- ina í nóvember er skíðastaðurinn opnaður með kennslu og er opið frá 9 að morgni til 9 að kvöldi fram í miðjan mars. Fólk þarf ekki að eiga allan útbúnað, en getur leigt hann. Þannig er hægt að gera þetta að almenningsíþrótt sem er aðaláhugamál Katrínar. Ekki mundi okkur þó þykja mikið koma til fjallanna, en þar eru þægilegar brekkur. Enda hefur þessi íslenska skíðafjölskylda brugðið sér í skíðaferðir í háfjöllin í Montana. Raunar ferðast í langa leiðangra um Bandaríkin, þar sem margt er að sjá. Oku t.d. með með fjölskyldu Haraldar í þremur bíl- um 5.000 kílómetra á 9 dögum og komu m.a. í Yellowstone-þjóðgarð- inn. Doktorsverkefnið mat á skólastarfi Katrín er komin með stórt við- fangsefni, sem bindur hana í Minnesota-háskóla fyrst um sinn. Þar lauk hún meistaraprófi í skóla- stjómun, enda kennari að mennt. Fór svo beint í doktorsnám á sama sviði. En sýndist að það mundi ekki koma henni að hagnýtum not- um og sneri sér innan sömu deild- finnst þetta viðfangsefni óskaplega áhugavert, enda eru skólamálin mitt líf og yndi.“ Mat á skólastarfi er nú mjög of- arlega á baugi og spennandi við- fangsefni. „Mig langar til að rann- saka sambandið milli teoríu og praksís, nota til þess handbækur. Skoða sambandið milli kenningar og handbókar. I fyrsta lagi er stór hluti þess mats á skólastarfi sem gert er unnið eftir handbókum. Það þýðir að þær handbækur þurfa auðvitað að vera vel skrifað- ar. Eg vil skoða hvernig þær eru byggðar upp, hvað eru góðar handbækur og hverjar ekki, hvaða bækur hafa verið notaðar mest og hvers vegna, skoða virkni þeirra og hvers vegna sumar bækur hafa verið notaðar og aðrar ekki. Sjá hvaða bækur nýtast og aðrar ekki og ástæðuna fyrir því.“ Þegar við ræðum meira um þetta viðfangsefni, kemur í ljós að hún hallast að íslenskri rannsókn. Þá kemur sterklega til greina að rannsaka aðdragandann að nýju grunnskólalögunum um kröfur um mat á skólastarfi og hvað þessi lög hugsanlega kalla á í framtíðinn. Samband kenningar og fram- kvæmdar er samt enn inni í mynd- inni. Þar sem Katrín er komin á kaf í doktorsverkefnið, sem mun taka mikið af tíma hennar á næstunni, hætti hún formennskunni í félagi Islendinga, Ieelandic-American Association sl. haust. Hún var drif- fjöðrin í stofnun þessa félags á ár- inu 1995 og formaður þess fyrstu árin. Fyrir var gamalgróna kven- félagið Hekla, en Katrín taldi að ekki síður þyrfti að virkja íslensku FRAMAN við Sænska húsið þar sem íslendingar héldu 200 manna þorrablót, stendur John Magnusson flugstjóri, sem þar lagði virka hönd að. Katrín var stofnandi og til sl. hausts formaður Icelandic- American félagsins. ar að öðm viðfangsefni, mati á skólastarfi. „Það er hægt að vinna hvar sem er. Það gera prófessor- arnir mínir,“ segir hún.“ Þeir kjósa að búa þar sem þeir hafa góðar aðstæður og góðar sam- göngur. Fólkið sem útskrifast úr þessari deild er mjög eftirsótt út um heim og fer mikið um til starfa. Einn kennari minn er oft í burtu 4-5 daga vikunnar. Mat er auðvit- að þannig að með nútíma tölvu- tækni er mikið hægt að gera. Við notum Netið óskaplega mikið. Vonandi er þróunin að verða sú, að sett séu ákveðin mark- mið af stjórnvöldum, hvemig sem við skil- greinum stjórnvöld, og síðan þarf að tryggja að kröfur séu gerðar og skoðað hvort það • sem gert er í skólunum sjálf- um sé í samræmi við það sem ætl- ast er til. Ekki þýðir að kvarta bara út og suður. Ef á að bæta úr, þarf að skoða hvar er veikur hlekkur í keðjunni. Hvort það eru kennararnir, námsefnið eða hvort markmiðin eru þá þannig að yfir- leitt sé hægt að ná þeim. Mér karlmennina og auka starfsemina. Það hefur tekist mjög vel og fé- lagsstarfsemin verið lífleg. Félag- ið gefur út fréttabréf sex sinnum á ári til að koma á framfæri frétt- um og upplýsingum til Islendinga í Bandaríkjunum og eru 300 áskrifendur. Hún segir að fáir þeirra séu þó fæddir og uppaldir á Islandi. Stærsti hlutinn sé Vest- ur-Islendingar. Þorrablótin sem félagið í Minneapolis tók upp hafa reynst mjög vinsæl, sótt af ís- lendingum, afkomendum innflytj- endanna og Islandsvinum. Um sumt er félagið í sam- vinnu við Heklukonur, svo sem hátíðahöldin 17. júní og jólabarna- ballið. Katrín segist hafa haft mikla ánægju af starfinu fyrir félagið og ekki vera hætt þátt- töku þótt hún hafi þurft að láta af formennsku vegna anna. í rauninni finnst mér alltaf jafn merkilegt að skynja hve römm er sú taug sem íslenska rekka dreg- ur föðurtúna til. Og ómetanlegt er þessari þjóð að eiga svo stóran hlut í þeim mannauði úti í heimi. Skíðakennsla undirstaða að skíðastaðirnir endist 'Castro/ \ A.BIARi\ASONehf. Trönuhraunil 220 Hafnarfjörður sími 565 1410 Fax 565 1278 Söluaðilar: Hjólbarðahöllin Fellsmúla 24 Reykjavík sími 568 1803 Pólaris Undirhlíð 2 Akureyri sími 462 2840 Gefðu fermingarbarninu flug með gjafabréfí íslandsflugs. Flugferð á einhverja af áfangastöðum íslandsflugs er ávísun á lítið ævintýri. Hringdu í síma 570 8090 eða á skrifstofu íslandsflugs í næsta nágrenni við þig og fáðu nánari upplýsingar. ISLANDSFLUG Bókaðu á netinu gerir fteirum fært að fljúga www.islandsflug.is Upplýsingar og bókanir í sfma 570 8090

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.