Morgunblaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 16
16 D FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ Paskamyndir kvik Þao kenmr ymissa grasa í kvikmyndahús- unum yfír páskahátíð- ina. Þau bjóða upp á ævintýramyndir og spennumyndir og gam- anmyndir. Arnaldur Indriðason kynnti sér úrvalið og skoðaði hvað Mel Gibson, Drew Barrymore, James Ivory og Alicia Silverstone og margir fleiri eru að sýsla hér um páskana. FRAMHALDSMYNDIR og endurgerðir setja nokkurn svip á páskamyndirnar í ár eins og „Payback“ með Mel Gibson og „Mighty Joe Young“ og Körfu- boltahundurinn 2, sem sýnd verð- ur í Stjörnubíói. Einnig eru í bíó- unum myndir um ástir og ævintýri og alvarlegri myndir eins og Óskráða sagan með Edward Norton og nýjasta mynd Merchand/Ivory-hópsins, Her- mannadóttirin grætur aldrei eða „A Soldier’s Daughter Never Cries“, auk bresku glæpamyndar- innar „Lock, Stock & Two Smok- ing Barrels". Úrvalið er sæmilega fjölbreytt og ættu flestir að fínna eitthvað við hæfi. Aftur til framtíðar Tímaferðalagsmyndir nutu mikilla vinsælda fyrir nokkrum árum og þær hafa verið að birtast í undarlegustu formum á síðustu misserum í myndum eins og „Ple- asantville" og „Austin Power“. Ein af þessum nýju myndum sem ferðast um í tíma og rúmi heitir „Blast from the Past“ og verður sýnd í Laugarásbíói og Háskóla- bíói. Leikstjóri er Hugh Wilson en með aðalhlutverkin fara Brendan Fraser, Alicia Silversto- ne, Christopher Walken og Sissy Spacek. Um er að ræða gaman- mynd sem segir af fjölskyldu er dvalið hefur í 35 ár í skotheldu neðanjarðarbyrgi sem heimilis- faðirinn reisti í Kalda stríðinu þegar Kúbudeilan stóð sem hæst. Taldi hann öruggt að brotist hefði út kjarnorkustyrjöld og hefur ekki hætt sér upp á yfirborðið í öll þessi ár. Nema nú eru vistir á þrotum og hann sendir son sinn, Fraser, til þess að afla birgða og helst að ná sér í konu ef hann get- ur. Leikstjórinn Wilson á að baki ágætlega heppnaðar gamanmynd- ir eins og „Guarding Tess“ og „The First Wifes Club“. Páskamynd Regnbogans er öskubuskusagan „Ever After“, ást- armynd frá miðöldum með kunn- uglegum söguþræði, en myndin er einnig sýnd í Sambíóunum og Borgarbíói á Akureyri. Leikstjóri er Andy Tennant og með aðalhlut- verkin fara Drew Barrymore, Anjelica Huston og Dougray Scott. Endursegir myndin söguna um Öskubusku með sínu lagi og mun vera nokkru raunsærri en ævintýr- ið. Myndin gerist í Frakklandi á sautjándu öld og það er engin álf- kona í henni eða talandi mýs. Dani- elle er ung og falleg kona, vel menntuð og sjálfstæð, sem heillar ungan prins upp úr skónum og þarf auðvitað að hverfa mjög snögglega af grímuballinu. Huston leikur hina grimmlyndu stjúpmóður hennar, Rodmillu, en Scott er prinsinn í konuleit. Aðalpáskamynd Sambíóanna er spennutryllirinn „Payback" ÚR „Blast from the Past“. E ndurger ðir og uppgötvanir ALLTAF í boltanum; í])róttahundurinn knái. Barrym°re BARBARA Hershey í „A Soldier’s Daughter Never Cries“. VINNIE Jones ekki beint fþróttamannslegur í „Lock, Stock“. með Mel Gibson en hún er endur- gerð myndar Johns Boormans, „Point Blank“ eða Af stuttu færi. Gibson leikur krimma sem svik- inn hefur verið af félögum sínum og þegar hann hefur náð sér af sárum sínum leitar hann hefnda. Með önnur hlutverk fara De- borah Unger, James Coburn, William Devane, Kris Kristoffer- son og Gregg Henry. Leikstjóri er Brian Helgeland, sem einnig skrifar handritið sem byggt er á bók eftir krimmahöfundinn góð- kunna Donald E. Westlake. Eitt- hvað var Gibson óánægður með framvindu mála þegar Helgeland hafði skilað myndinni af sér og vildi taka atriði upp á nýtt og bæta við öðrum og olli það nokkrum titringi. „Eg hélt í sann- leika sagt að ég hefði góðar hug- myndir fram að færa og bað Helgeland að skrifa þær niður,“ segir Gibson, sem ekki er óvanur leikstjórn og hefur m.a. gert „Braveheart". „Honum leist ekk- ert á þessar hugmyndir svo ég spurði hvort hann gæti komið fram með eitthvað betra og það gerðist ekki. Eg fékk því annan handritshöfund til skrafs og ráða- gerða.“ Málarekstur þessi þykir sýna að ef stjarnan í Hollywood er nógu stór þá kemst hún upp með það sem hún ætlar sér. Breska bylgjan lifir enn góðu lífi í „Lock, Stock & Two Smoking Barrels" er segir af nokkram fé- lögum sem verða sér úti um pen- inga með óheiðarlegum hætti. Fótboltastjarnan Vinnie Jones er einn af leikurum myndarinnar, sem Guy Ritchie leikstýrir, en aðrir sem fram koma eru m.a. Nick Moran, Dexter Fletcher, Ja- son Flemyng og Jason Statham. Leikarinn Tom Cruise á að hafa sagt eftir að hann sá myndina: Þessi mynd rokkar! Disneymyndin „Mighty Joe Young“, sem Ron Underwood leikstýrii-, er endurgerð hálfrar aldar gamallar myndar með sama nafni um risavaxna górillu sem flutt er frá Afríku til Los Angeles og skapar neyðarástand. Upp- runalega myndin var eins konar King Kong-mynd með nokkru minni apa og sama má segja um þessa. Charlize Theron, Bill Paxton og Peter Firth fara með aðalhlutverkin en apinn stóri er unninn með tölvumyndum og leik- brúðum. Háskólabíó fnimsýnir um pásk- ana nýjustu mynd James Ivory sem heitir „A Soldier’s Daughter Never Cries“. Samstarf Ivorys, Ismael Merchants og handritshöf- undarins Ruth Prawer Jhabvala hefur skilað mörgum merkilegum myndum eins og Herbergi með út- sýni og Dreggjar dagsins. Dóttir James Jones Myndin gerist á sjöunda og átt- unda áratugnum og segir af fjöl- skyldulífi fyrrverandi hermanns úr seinni heimsstyrjöldinni sem orðinn er frægur rithöfundur og býr í París ásamt eiginkonu sinni og dóttur. í myndinni heitir höf- undurinn Bill Willis og er leikinn af Kris Kristofferson en hún er byggð á ævisögulegri bók Kaylie Jones, dóttur rithöfundarins James Jones, sem skrifaði Héðan til eilífðar og framhaldið, „The Thin Red Line“. Sagan er sögð frá sjónarhóli dótturinnar og fjallar um þroskaárin í lífi hennar og hvemig hún tekst á við breyting- arnar sem verða á unglingsárun- um, vonbrigði, aðskilnað og dauða. Önnur páskamynd bíósins er Óskráða sagan eða „American Hi- story X“ með Edward Norton í að- alhlutverki. Hún gerist á meðal nýnasista í Bandaríkjunum og er leikstýrt af Tony Kaye, sem lenti í útistöðum við framleiðandann, New Line Cinema, þegar hann fékk ekki að ljúka myndinni eins og hann vildi. Norton er einn af efnilegri leikurum Bandaríkjanna af yngri kynslóðinni og vakti fyrst athygli sem maður grunaður um morð í lagatryllinum „Primal Fe- ar“ og sem lögfræðingur klám- kóngsins Larrys Flynts í mynd Milos Foi-mans „The People vs. Larry Flynt“. Stjörnubíó framsýnir um pásk- ana fjölskyldumynd sem heitir „Airbud 2: Golden Receiver" og er sjálfstætt framhald Körfubolta- hundsins. I þetta sinn leggur hinn fjölhæfí íþróttahundur körfuboltaskóna á hilluna erí tekur að leika amerískan fót- bolta með góðum ár- angri. Leikstjóri er Richard Martin en með aðalhlutverkin fara Kevin Zegers, Cynthia Stevenson, Gregory Harrison og Nora Dunn. Fyrri myndin naut nokkurra vinsælda og framleiðendumir, sem ætl- uðu alltaf að gera röð mynda um íþróttahundinn, töldu gott að breyta um íþróttagrein í annairi mynd- inni. „Þetta er allt annað ævin- týri,“ er haft eftir framleið- andanum Robert Vince. Myndin segir af piltinum Josh sem misst hefur föður sinn og er ekkert alltof hrif- inn af nýja manninum í lífi móður sinnar. Til þess að þurfa ekki að vera í of mik- illi návist við þau skráir hann sig í ruðnings- boltalið skólans, en því hefur satt að segja ekki vegnað vel að undan- fórnu. Það á eftir að breytast þegar hundur Josh, Buddy, tekur' óvænt að skipta sér af leiknum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.