Morgunblaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 22
22 B FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ JÓN R. MÖLLER Ofbelii er ófellt oi ftentst ner EG kom til Suður-Afríku árið 1991 til að heimsækja systur mína sem bjó í Pietermaritz- burg í KwaZulu/Natal og flentist - hér,“ segir Jón R. Möller sem nú er giftur maður og býr í Höfðaborg og starfar sjálfstætt sem kerfisfræðing- ur. ,Á.ður en ég kom hingað var ég að læra líffræði við Háskóla Islands en ákvað að sækja um námsvist við háskólann í Höfðaborg (University of Cape Town) og fór að læra lífefna- fræði og örverufræði og lauk BSc- prófi árið 1994. A meðan á náminu stóð var ég svo heppinn að fá vinnu við rannsóknarstörf hjá prófessom- um mínum og gat þannig framfleytt mér. Skömmu eftir að námi lauk bauðst mér vinna á rannsóknarskip- inu Agulhas við Suðurheimskauts- landið. Þar er starfandi s-afrísk rannsóknarstöð sem á aðild að al- þjóðlegu verkefni í Antarktíku. Fara ' þar fram athuganir á sjávarh'ffræði, stjörnufræði, sjávarstraumum og rekís svo eitthvað sé nefnt. Á þess- um tíma hafði ég kynnst konu minni, Lauru, sem er belgísk, en hún er að ljúka hér doktorsnámi í lífefnafræði. Faðir hennar er læknir og starfar í East London. Við Laura fengum bæði vinnu á skipinu sem sigldi um Suður-Atlantshafið en við sáum um að mæla magn súrefnis í sjónum og niðurstöðurnar voru notaðar fyrir langtíma veðurspár. Við vorum á s skipinu í tvo og hálfan mánuð og var það ákafiega skemmtilegur tími en við trúlofuðum okkur um borð.“ Jón fékk síðan vinnu við erfða- fræðirannsóknir við háskólasjúkra- húsið í Höfðaborg Groote Schuur sem þýðir stóra hlaðan á máli Afríkana (Búa). Cecil Rhodes, sem kallaður hefui- verið faðir nýlendustefnu Breta, átti búgarð sem þar stóð en hann gaf háskólanum lóðina - þaðan kemur nafnið en það er önnur saga. Jón vann með hópi sem fékkst við rannsóknir á arfgengum sjúkdómum þar á meðal Huntingtons, Spin- ocerebellar Ataxia og augnsjúkdómi sem neftiist Retinitis Pigmentosa (RP). Segir hann sjúkdóminn hafa komið til S-Aíríku frá Bretlandi með einni fjölskyldu en stærsta hóp sjúk- linga með þennan augnsjúkdóm sé þar að finna. Vann hann við rann- sóknimar í eitt og hálft ár. „Ég hafði ánægju af vinnunni en því miður var hún illa launuð og átti ég erfitt með að borga af bankanámslánunum mín- um svo ég byrjaði að starfa við tölvur. Ég fór í kvöldskóla til að læra kerfis- fræði og sérhæfði mig í Microsoft- netkerfum og nethugbúnaði. Störf á þessu sviði eru vel launuð. Undanfar- in ár hef ég svo starfað sjálfstætt hjá fyrirtækjum með Microsoft-lausnir. Sem stendur fæst ég við gagna- grunna og rafrænt viðskiptaumhverfi á netinu. Slík viðskipti fara vaxandi í heiminum. Ég kann vel við mig í þessu umhverfi og finnst gott að vera l i! ■ is mm 1 \ á í v m íh 1 c 1 U tHB r I JÓN Ólafur Möller ásamt konu sinni Lauru. Þau unnu um tíma við rannsóknir við Suðurheimskautslandið. minn eigin herra.“ Jón segir það hafa verið gott að stunda nám í UTC í Höfðaborg því háskólinn sé góður, sérstaklega á sviði vísinda og læknisfræði. „Nú er hins vegar erfitt fyrh- hvíta karlkyns nemendur að stunda háskólanám í Suður-Afríku nema eiga vel stæða foreldra. Ein af ástæðunum er sú að þeir fá ekki lengur eins greiðan að- gang að námsstyrkjum og skólagjöld eru há. Svartir eru líklegri til að fá námsstyrki en hvítir. Það er enginn lánasjóður námsmanna í S-Afríku, hér bjóðast bankalán sem verður að endurgreiða innan þriggja ára að námi loknu með vöxtum. Fjárframlög til heflbrigðismála fara einnig minnkandi. Deildum á sjúkrahúsum hefur verið lokað og læknar og hjúkranarfræðingar fara til einkasjúkrahúsa þai’ sem þau fá vinnu og launin era hærri. Ég færi aldrei inn á ríkisspítala því aðstæður þar eru orðnar svo slæmar heldur færi ég á einhverja af einkareknu sjúkrastöðvunum," segir hann. „Já, það er töluverður atgervisflótti héðan,“ svarar hann aðspurður. „Vegna vaxandi óróleika í þjóðfélag- inu hafa erlend fyrirtæki ekki aukið staifsemi sína hér og hópur betur menntaðs fólks hefur sótt atvinnu uL an S-Afríku. Jón segist vera að hugsa sér til hreyfings. Ástæðurnar segir hann vera einkum þrjár: „Laura kona mín hefur áhuga á að komast í fram- haldsnám í Bretlandi eða Bandaríkj- unum. Sjálfur vil ég komast í betur launuð störf og kaupgeta randsins hefur minnkað gífurlega, um fjöratíu prósent síðan 1992. Ef ég fengi starf í ofangreindum löndum fengi ég mun hærri laun auk þess sem þau eru komin mun lengra á því sviði sem ég starfa á. Svo er ofbeldið einfaldlega orðið of mikið hér.“ Hann segh- okkur frá því að nágrannakona samstarfs- konu Laura hafi orðið fyrir þeirri hremmingu að bflnum hennar hafi verið stolið og hann notaður í sprengjutilræðinu á veitingastaðnum Planet Hollywood í ágúst síðastliðn- um þar sem tveir létu lífið og á annan tug slösuðust. „Nýlega var ég að ganga fram hjá lögreglustöð hér í Höfðaborg og fimmtán eða tuttugu mínútum síðar sprakk þai’ sprengja. Ofbeldið er sífellt að færast nær manni,“ segir hann og hryllir sig. Líkt og Kristín Blewitt og fjöl- skylda hennar búa Jón og Laura í hverfi með strangri öryggisgæslu. „Til skamms tíma var Höfðaborg sæmilega öragg borg en það hefur breyst á undanförnum árum. Það hafa verið fjöldi sprengju- og skotárása í og kringum Höfðaborg á síðastliðnu ári. Hér stunda menn bæði auðgunarglæpi og hryðju- verkastarfsemi. Til að forðast auðg- unarglæpi geta íbúarnir gert sér far KRISTÍN ÞÓRÐARDÓTTIR BLEWITT Rehur ahtu-tahtu myndbando- leigur í Jóhannesarborg KRISTÍN Þórðardóttir Blewitt var um tíma ritsljóri Playgirl í S-Af- ríku en nú rekur hún myndbandaieigur í Jóhannesarborg. EIR eru ekki ýkja margir Islendingarnir sem búa í S- Afríku en þá er að finna í öllum helstu borgum landsins og vinna þeir við mismunandi störf. Einn þeirra er Kristín Þórðardótt- ir Blewitt sem býr í úthverfi Jó- hannesarborgar. Þegar við heim- sóttum hana stóð yfir hjá henni grillveisla eða braai eins og inn- fæddir kalla það. Grillað var við sundlaugarbarminn í garðinum hennar og hafði hún boðið íslend- ingum sem búa í nágrenninu til matarins, þeim Hildi von Schilling og manni hennar Peter og Árna Elíassyni auk nokkurra s-afrískra vina. Degi var tekið að halla þegar okkur bar að, veðrið var hlýtt, birt- an mjúk og gróðurinn í fullum skrúða - allt angaði af sumri. Kristín hefur búið í S-Afríku síð- an 1988. Reyndar bjó hún þar einnig sem barn eða frá fimm ára aldri og þar til hún varð þrettán ára gömul. Faðir hennar Þórður Sæ- mundsson starfaði sem flugvirki í Jóhannesarborg. Kristín er gift Anthony Blewitt sem er vinsæll útvarps- og sjón- varpsmaður í S-Afríku og eiga þau tvo syni. Síðan hún flutti aftur til - landsins hefur hún haft ýmis járn í eldinum. Um tíma var hún útgef- andi og ritstjóri tímaritsins Play- girl. Hún hefur einnig starfað sem framleiðandi að sjónvarpsþáttum sem Anthony hefur stýrt. Jafnframt rekur hún tvær myndbandaleigur í Jóhannesarborg. Önnur er svoköll- )Uð aktu-taktu (drive-in) mynd- bandaleiga. En hvernig kom til að hún fluttist aftur til S-Afríku? „Ég kynntist Tony, sem er Breti, í Lúxemborg þar sem hann starfaði hjá Radio Luxembourg. Þegar við ákváðum að flytja varð S-Afríka fyrir valinu. Þá ekki síst vegna þess að hvergi í heiminum er hægt að lifa eins góðu lífi af tiltölulega litlu og hérna. Félagslífið er líka gott og okkur geðjast mjög vel að fólkinu sem hér býr, það er einlægt og þægilegt í viðmóti," segir hún. „Veðráttan er frábær og landið fal- legt og gróðursælt og því vel fallið til hvers kyns útiveru enda ferðast S-Afríkumenn mikið innanlands. Við gerum töluvert af því að fara í gönguferðir og útilegur. Hér er einnig gaman að fara í leikhús. Það sem skyggir á vera okkar er hve ofbeldið er orðið mikið. Allir þekkja einhvern sem hefur orðið iyrir árásum á götum úti eða heima fyrir og sjálf varð ég fyrir því að ráðist var á mig þar sem ég sat í bílnum mínum við rautt umferðar- Ijós. Vissi ég þá ekki fyrri til en rúð- an var brotin og mér hótað öllu illu nema að ég afhenti handtöskuna mína með peningunum í sem ég gerði umyrðalaust. Auðvitað brá mér illa við en taldi mig hafa sloppið tiltölulega vel því í helming ránstil- fella eru fórnarlömbin skotin og flest í bflunum sínum. Tony varð svo fyrir því nýlega að vera staddur á veitingahúsi þegar fjórir vopnaðir menn raddust inn á staðinn og skipuðu öllum að leggj- ast á gólfið og tóku af þeim allt fé- mætt. Á meðal degi eru um þrjátíu S-Afríkubúar skotnir til bana en tíðni morða er hér sex til sjöfalt meirí en í Bandaríkjunum." Á þeim árum sem Kristín bjó með foreldrum sínum í Suður-Afríku var þar róstusamt vegna andspymu við aðskilnaðarstefnuna. „Þá var okkur kennt hvernig við ættum að bregð- ast við ef hryðjuverkamenn réðust inn til okkar,“ segir hún. „Núna læra börnin okkar í skólunum hvað þau eiga að gera ef ráðist er á þau á götum úti.“ Kristín segir að aukningin á of- beldinu hafi leitt til þess að hús og heilu hverfin séu nú eins og víggirt. Hverfið sem Kristín býr í er þar ekki undanskilið en háir stein- steyptir veggir með gaddavír ofan á umlykja það og í hliðinu er öryggis- vörður sem stöðvar þá sem ætla að fara í gegn og spyr um erindi og skilríki. Þótt gott sé að búa í S-Afríku á margan hátt þá segir hún að þró- unin hafi í ýmsum málum verið á verri veg á undanförnum árum. „Almenna skólakerfið er að hrynja," segir hún með áherslu. „Ástæðan er sú að minna fjármagn er sett í skólana sem hefur meðal annars leitt til þess að námsbækur hefur vantað fyrir börnin. Gæði kennslunnar hafa versnað. Sú regla að ákveðið hlutfall svartra þurfi að vera á hverjum vinnustað hefur svo orðið til þess að hvítum kennurum hefur verið sagt upp störfum og svartir ráðnir í staðinn en margir þeirra hafa ekki tilskilda menntun til að annast starfið. Bæði svartir og hvítir sem hafa efni á því senda börnin sín í einkaskóla. Það eru þó einkum hvítir sem hafa efni á því en þessi aðstöðumunur við- heldur mismunun kynþáttanna.“ Kristín segir að mikið atvinnu- leysi sé í S-Afríku einkum meðal svartra en áætlað er að í röðum þeirra sé um 40% atvinnuleysi. „Hvítir hafa margir hverjir svarað atvinnuleysinu með því að hefja sjálfstæðan rekstur eða hafa flust af landi brott. Sjálf hefur Kristín verið sjálfstæður atvinnurekandi undan- farin ár. Segir hún að auðvelt sé að stofna fyrirtæki í S-Afríku því rekstrarleyfi séu auðfengin. Fyrir nokkram árum gaf hún út tímaritið Playgirl. „Ég stofnaði blaðið með kvenréttindasjónarmið að leiðar- Ijósi. Ég vildi fræða konur í landinu um líkama sinn en á þessum árum var kynlífið mikið feimnismál og konur voru kúgaðar á þessu sviði. Hér var við völd mjög íhaldssöm stjórn og öll fræðsla um siðferðis- mál var að mestu leyti í höndum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.