Morgunblaðið - 07.05.1999, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.05.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1999 13 FRÉTTIR Morgunblaðið/RAX RAGNAR Sverrisson, kosningastjóri Húmanistaflokksins, spjallar við stuðningsmenn og forvitna kjósendur í kosningamiðstöð flokksins á Grettisgötu í gær. Morgunblaðið/RAX SVERRIR Hermannsson, formaður Fijálslynda flokksins, sótti Matthías Bjarnason, fyrr- verandi ráðherra, heim, þar sem þeir ræddu saman um endasprettinn, en Matthías skip- ar heiðurssæti á lista flokksins á Vestfjörðum. sér kaffí og með’ðí. Rannveig Guðmundsdóttir alþingismaður var ein þeirra er þarna kom til að hlýða á skemmtiatriði og hitta fólk. „Fólk kemur töluvert á skrifstofuna, kemur til að spjalla, skiptast á skoðunum og heyra nýjustu fregnir úr baráttunni. Kosningaskrif- stofan er torg frambjóðenda," segir Óskar um starfsemina. „Fyrir utan að maður er manns gaman kemur fólk til að greiða úr málum eins og hvar það eigi að kjósa og svo til að aðstoða við að boða fagnaðarerindið. Erindin í kosn- ingamiðstöðina eru margvísleg." A kosningaskrifstofunni er dagskrá fram- bjóðenda lögð í grófum dráttum. „Það er mikil vinna að vera frambjóðandi, mikið og erfitt starf og því fylgir gífurlegt álag.“ Kosningaskrifstofan er þungamiðjan í kosn- ingaskipulaginu. „Dagurinn byrjar snemma og þá með fundarhöldum," segir Óskar. „Klukkan 7.30 fundar hópur, sem fylgist með fjölmiðlaumfjöllun, kosningastjómin fundar kl. 8.45, rekstrarstjórnin tvisar í viku, svo dæmi séu tekin. Kosningaskrifstofa er eins og hver annar vinnustaður, lýtur ákveðnu skipu- lagi líkt og aðrir vinnustaðir." Samfylkingin er ung hreyfíng og því að mörgu að huga. „Fólk, sem stendur að Sam- fylkingunni er að gera svo margt í einu. Við erum að smíða nýja hreyfingu úr hugsjónum og mörgum samtökum og flokkum, raungera draum, sem við höfum borið í brjósti," segir Óskar. „Fyrir utan að formgera nýja hreyf- ingu emm við að heyja kosningabaráttu. Þetta er allt annað og stæma dæmi en við höf- um staðið í áður.“ Óskar vill ekki taka undir að kosningabar- áttan sé daufleg, en hún sé öðruvísi en áður. Hafí breyst eins og annað í þjóðfélaginu. „Skotgrafimar vora dýpri, meiri hiti og heift áður, þótt kosningarnar nú séu jafn illskeyttar og áður.“ Á endasprettinum segir Óskar þá Samfylk- ingarmenn ætla að halda góðu geði og vera með hýtri há sem fyrr, þrátt fyrir skoðana- kannanir. „Til að ná í þá óákveðnu leggja frambjóðendur okkar áherslu á sögulegt mik- ilvægi þess að vinstrimenn standi saman.“ Persónuleg kosningabar- átta í stað auglýsinga- herferðar í KOSNINGAMIÐSTÖÐ Húmanistaflokks- ins að Grettisgötu 46 í miðbæ Reykjavíkur hefur verið boðið upp á kaffí og meðlæti und- anfarið. Þangað lítur inn fólk til þess að viða að sér upplýsingum um stefnu flokksins og einnig til þess að spjalla um heima og geima. Skrifstofan er eina kosningamiðstöð fram- boðsins á landinu en í öðmm kjördæmum gegna heimahús frambjóðenda hlutverki kosningamiðstöðva og era opin öllum sem áhuga hafa. Að sögn Ragnars Sverrissonar, kosninga- stjóra Húmanistaflokksins og frambjóðanda í Norðurlandskjördæmi vestra, hefur mikið af fólki hringt til þess að spyrja um ýmis mál en einnig til þess að lýsa yfir stuðningi við fram- boðið. „Fólk segir að rödd okkar sé frábragðin röddum annarra stjómmálaflokka. Það er orð- ið þreytt á þessu pólitíska blaðri sem það heyr- ir á fjögurra ára fresti og segir að loksins komi fram rödd sem segi satt. Fólk vill breytingar, það vill nýtt afl,“ segh- Ragnar. Hann segir einnig að fólk hringi og segi þeim frá persónu- legum aðstæðum sínum, fólk sem þurfi að lifa á fjárhæðum sem séu undir fátæktarmörkum. Það sé þeirra raunveruleiki og við því verði að bregðast. Kjósendur verða að vera heiðarlegir Starf Húmanistaflokksins hefur falist í margþættri kynningarstarfsemi undanfama daga og vikur. Frambjóðendur flokksins hafa haldið vinnustaðafundi og gefin hafa verið út kynningarblöð sem aðstandendur framboðsins hafa sjálfir dreift til kjósenda. „Við berum blöðin út og látum kjósendur fá þau persónu- lega. Með því móti hittum við þá og getum út- skýrt okkar málstað fyrir þeim. Við eram auk þess mikið á ferðinni og spjöllum við fólk á förnum vegi. Við teljum að bein samskipti skih góðum árangri en við höfum ekki fjármagn til þess að fara út í auglýsingar. Einnig höfum við hringt í fólk og kynnt framboðið þannig," segir Ragnar. Ragnar segir að lokasprettur kosningabar- áttunnar af hálfu húmanistaflokksins muni ein- kennast af því að frambjóðendur muni hitta fólk og biðja það um að vera heiðarlegt með því að kjósa það sem hjarta þess segir þeim að kjósa. Fólk sé alltaf að óska eftir heiðarlegum fram- bjóðendum en það verði að átta sig á því að það sjálft verði að vera heiðarlegir kjósendur. „Vonum að fólk hafi kjark til að mót- mæla“ „VIÐ sitjum ekki við sama borð og þeir sem hafa efni á dæla út flóði af auglýsingum, en við því er ekkert að segja,“ segir Sverrir Her- mannsson, foiTnaður Frjálslynda flokksins. Matthías Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, sem skipar heiðurssæti á lista frjálslyndra á Vestfjörðum tekur í sama streng. „Það er stór galli að þeir flokkar, sem eiga mann á þingi geta fengið fleiri tugi milljóna úr ríkissjóði, en þeir sem hafa engan mann á þingi fá ekki neitt. Ég er ekki að heimta pening, heldur er á móti þessum styrkjum. Það á að vera á hönd- um flokkanna sjálfra að afla fjár.“ Það er meira en að segja það að byggja upp nýjan flokk. „Við eram fáliðuð,“ segir Margrét Sverrisdóttur, kosningastjóri frjálslyndra, „og því mæðir starfið á fáum,“ þótt það vanti ekki kraftinn í rödd hennar. Áhuginn á fiskveiðimálum er eðlilega mest áberandi hjá þeim, sem hafa samband við kosningaskrifstofu frjálslyndra. „En við höf- um einnig haft umhverfis- og heilbrigðismálin á oddinum, auk fiskveiðimálanna og það er mikið spurt um öll þessi mál,“ segir Margi'ét. Margrét tekur undir að kosningabaráttan sé daufleg, „en það er því að kenna að lýðræð- ið verður að vera virkara til að efla áhuga fólks. Þjóðaratkvæðagreiðslur í stærri málum og persónulegar kosningar myndu að mínu mati örva áhugann," segir Margrét, sem seg- ist finna þetta sama á mörgum. „Kosningabaráttan er ólík því sem ég átti að venjast á 25 ára framboðsferli úti á landi,“ segir Sverrir Hermannsson, formaður Frjáls- lynda flokksins. „Þá var ferðast um kjördæm- ið í einn og hálfan mánuð. í Reykjavík er þetta með öðrum hætti.“ Og svo hafa fjölmiðlar komið til sögunnar í auknum mæli og sjónvarpsfundir. „Það er ekki gaman að sitja á hænsnapriki gaggandi margir í hóp,“ segir Sverrir. „Ojá, það gerir maður,“ segir Sverrir, þegar spurt er hvort hann sakni kosningaátaka fyrri ára. „Þá kynntist maður fólki við breytilegar aðstæður, hitti sjómenn á kajanum og gisti til sveita." Þá vora kosningaferðalögin löng og ströng og vegirnir ekki „blúndulagðir", eins og Sverr- ir segir. Framboðsfundimir stóðu í 5-6 tíma og þeir ásamt ferðalögunum voru að sögn Sverris ekki nema fyrir hraustustu menn. „En það er gaman að kynnast því hvernig þetta er núna.“ Á lokasprettinum segir Margrét að fisk- veiðimálin verði sett á oddinn. „Við sýnum líka fleira af okkar fólki í auglýsingum og von- um að kjósendur hafi kjark til að mótmæla. Hvert atkvæði til okkar er mótmæli gegn ríkj- andi kerfi.“ LAGERSALA Á LAUGAVEGI Sími 551 6117 Dömuskór Herraskór Barnaskór íþróttaskór SKÓUERSLUN KÚPAVOGS Lauqaveqi 96 Langur laugardagur 9 9 Opið 12-18 virka daga Geisladiskar og myndbönd í glæsilegu úrvali á frábæru verði Kápur - Jakkar Kjólar - Pils - Vesti Síðbuxur í miklu úrvali 500 kr. hornið Pils-buxur -VErálistiniL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.