Morgunblaðið - 07.05.1999, Blaðsíða 60
*60 FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Mikilvægft að
^flytja inn íslenska
þekkingu með
hestunum
Anne Elwell var meðal stofnenda banda-
s
rísku Islandshestasamtakanna og situr enn
í stjórn þeirra. Hún sagði Ásdísi Haralds-
dóttur meðal annars frá áhyggjum sínum
yfír afleiðingum þess að flytja fjölda
íslenskra hesta til Ameríku án þess að því
fylgi kennsla í reiðmennsku, járningum
og hefðum tengdum hestamennskunni.
ANNE Elwell hefur lengi stund-
að hestamennsku og einbeitti sér að
ræktun arabískra hesta um tíma.
Astæðan fyrir því að hún sneri sér
að þeim íslensku var sú að ein vin-
kona hennar var hrædd við Ara-
bana. Hún rakst á grein um ís-
lenska hesta í blaði og þóttist viss
um að svona hesta vildi hún um-
gangast. Par með hófst mikil leit að
þessum sjaldgæfu hestum vegna
þess að á þessum árum, í byrjun 9.
áratugarins, voru íslenskir hestar
ekki á hverju strái í Bandaríkjun-
um. Loks hafðist uppi á manni í
Kaliforníu sem átti fimm hesta og
? vildi selja. Af honum keypti Anne
einn gelding, hryssu og tvær vetur-
gamlar hryssur.
Beinbrotin á íslenskum hesti
Á sama tíma lenti Anne í slysi á
arabískum hesti með þeim afleið-
ingum að hún beinbrotnaði. Hún
fékk þann úrskurð að hún mætti
alls ekki ríða út næstu átta vikurn-
ar. En hún sá hversu mjúkar hreyf-
ingarnar voru í hestinum Loga og
laumaðist til að fara á bak honum.
Auðvitað reið hún út á honum þess-
ar átta vikur. „Pað má segja að
þetta hafi verið upphafið að því að
ég skipti öllum arabísku hestunum
út fyrir íslenska. Eg varð ástfangin
\ af þessum mjúka og góða hesti,
honum Loga.“
En Anne segist ekkert hafa vitað
um íslenska hesta. Því hófst önnur
leit og það var leitin að upplýsing-
um um hestakynið. Meðal annars
fann hún bók Þorvaldar Árnasonar
um hrossakynbætur og hún sökkti
sér ofan í allt sem hún náði í. Hvort
sem það var um kynbætur og ættir
hrossa eða reiðmennsku og hefðir.
Nú rekur Anne búgarðinn Helms
Hill Farm í Washingtonville í New
York-ríki. Par er stunduð ræktun,
tamningar og námskeiðahald og
meðal hrossa í eigu hennar eru
stóðhestarnir Prúður frá Neðra-Ási
og Sindri frá Garði. Auk þess á hún
úrvalshryssur, meðal annars af
Kolkuóskyni og undan Hrafni frá
Holtsmúla og Pætti frá Kirkjubæ.
Fyrsta hryssan með 1. verðlaun
sem hún eignaðist var Elding frá
Vallanesi.“Elding er uppáhalds-
hrossið mitt,“ segir hún. „Enda hef
ég læit allt sem ég kann á henni.“
Aðalfundur í gegnum sima
Um það leyti sem Anne keypti
hrossin var áhuginn á íslenskum
hestum að vakna smám saman. Árið
1985 tóku 18 manns sig saman og
stofnuðu United States Icelandic
Horse Foundation. Fólkið kom víða
að, aðallega frá austurströndinni,
miðríkjunum, norð-vesturhlutanum
og Kaliforníu. Nú eru 350 manns í
félaginu sem hefur breytt um nafn
og heitir nú United States Ieelandic
Horse Congress. Alls eru 1100 ís-
lensk hross skráð hjá félaginu, en
talið er að þau séu hátt í 2000 í
Bandaríkjunum. Samtökin gefa út
blað ársfjórðungslega og segir
Anne að þrátt fyrir vanefni sé blað-
ið alltaf að batna. Félögum fjölgar
einnig. Peir sem stunda keppni sjá
sér hag í að vera í félaginu meðal
annars til að eiga möguleika á að
taka þátt í úrtöku vegna heims-
meistaramóta.
En það hlýtur að vera erfitt að
halda saman félagi þar sem félags-
menn eru dreifðir um svo stórt
svæði. Anne segir að nokki-um
vandkvæðum sé bundið að halda
fundi. Þó hafi á undanförnum árum
verið gripið til þess ráðs að halda
símafund. Hún segir það hafa geng-
ið ótrúlega vel og þannig fer aðal-
fundur félagsins fram núna með
þátttöku um 40 manns. Ekki veit
hún hvernig það muni ganga að
stofna hefðbundin hestamannafélög
innan sambandsins eða hvort það sé
góð hugmynd. Það hefur þó verið
gert á nokkrum svæðum svo sem í
Vermont, Minnesota, Oregon, New
Mexico og í Santa Ynez-dalnum í
Kaliforníu.
Mikilvægt að
halda í hefðiua
„Fólk leitar í auknum mæli til fé-
lagsins. Eftir því sem áhugi á
keppni eykst vill fólk fylgjast með
*
Aukin þjónusta
Stóraukið vöruval
Afram lágt verð
Opnunartímar_______
kl. 8-18 virka daga
kl. 10-14 laugardaga
MRbúöin
Lynghálsi 3
Sími: 5401125 »Fax: 5401120
Avallt í leiðinni ogferðarvirði
HESTAR
ÍÍK? ■% v, í >
■^ftí'í^'ííí
'M-Z
■
4-'-. \
i-.i
GLORIA Þáttardóttir með fjögurra daga gömlum syni sínum og Sindra frá Garði,
Morgunblaðið/Ásdís
ANNE Elwell og Sindri frá Garði.
þeim reglum sem alþjóðasamtök
eigenda íslenskra hesta (FEIF)
gefur út. Fólk er vant ýmsum
tamningaaðferðum í Bandaríkjun-
um og hefur maður lent í ýmsu á
sýningum þar sem fólk er að sýna
íslenska hesta. Meðal annars hefur
fólk ætlað að ríða með spora og
hausinn bundinn niður, en það er
bannað samkvæmt reglum FEIF.
Sem betur fer tókst að stöðva þetta
í tíma.“
Anne segir mikilvægt að halda í
hefðina í íslenskri reiðmennsku og
allt er vai-ðar íslenska hestinn eins og
gert er um flest önnur innflutt hesta-
kyn. Mikil hætta sé á asð hestunum
og reiðmennskunni verði breytt eftir
þörfum í Bandaríkjunum.
„Auðvitað er það góð hugmynd að
auglýsa upp íslenska hestakynið í
Bandaríkjunum svo framarlega sem
íslendingar eiga til nóg af góðum og
vel tömdum hestum þegar til á að
taka. Ég held að betra sé að vin-
sældir íslenska hestsins í Banda-
ríkjunum vaxi jafnt og þétt. En ef
svo færi að mikill kippur kæmi í
sölu íslenskra hesta hingað er al-
gjört frumskilyrði að kennsla fylgi
með,“ segir hún. „Pað verður að
senda íslenska tamningamenn og
járningamenn til Bandaríkjanna til
að kenna fólki á hestana.“
Þekkingarbrú milli
Islands og Ameríku
Anne segist hafa heyrt að banda-
ríska landbúnaðarráðunejdið bjóði
upp á námsmannaskipti og sagðist
ætla að kanna það nánar. Hún sagð-
ist vona að hægt yrði að koma slík-
um skiptum á milli íslenskra nem-
enda bændaskóla og bandarískra
því erfitt sé að fá starfsleyfi fyrir
útlendinga í Bandaríkjunum. Náms-
mennimir dvelja í sex mánuði í
gestalandinu og vinna þar fyrir 150
dali á viku. Ef hægt væri að fá nem-
endur af hrossaræktarbrautum til
að taka þátt í slíkum námsmanna-
skiptum sagði hún það sannarlega
vera skref í rétta átt.
Anne sagðist hafa á tilfinningunni
að leggja mætti meiri áherslu á
markaðsfræði í námi á hrossarækt-
arbrautum á Islandi. Markaðir fyrir
hesta séu mjög mismunandi eftir
löndum og mikill munur væri til
dæmis á þestahaldi í Bandaríkjun-
um og á íslandi. Reyndar er hún á
þeirri skoðun að allir sem eiga ís-
lenska hesta ættu að fara til íslands
til að kynnast því í hvernig um-
hverfi hestarnir eru aldir upp og
notaðir. Það ætti meðal annars að
sýna fólki hversu mikilvægt það
væri að halda í þá hefð að láta folöld
-Qg tryppi alast upp í hóp. Sá hópur
þyrfti þó ekki að telja fleiri en sex
hross eða svo. Það væri þó nóg til að
hestarnir lærðu hestasiði. Hún
sagði að víða væri það líka vanda-
mál að hrossin hefðu ekki nóg pláss
til að leika sér.
„Mér líkar það þegar hestai- fá
að halda sínum ólíku persónuein-
kennum eins og gert er á Islandi,
en er hrædd um að það verði ekki
gert hér. Ég legg líka mikla
áherslu á að hestar séu vel tamdir
og flestir mínir hestar eru tamdir
á íslandi. Ég held að það sé mjþg
mikilvægt að byggja brú á milli Is-
lands og Ameríku nú þegar áhug-
inn á íslenska hestinum er að
aukast svona mikið. Við þurfum að
fjölga hestunum hægt og sígandi
og auka þekkingu okkar verulega.
Mjög mikilvægt er að gera þetta
rétt. Við þurfum að flytja inn ís-
lenska þekkingu og auka framboð
á námskeiðum um reiðmennsku,
járningar, náttúrulegar tamninga-
aðferðir, uppeldi hrossa í stóði og
allt sem tengist íslenska hestin-
um.“
Ásdís Haraldsdóttir
Ekki gott til afspurnar
NÝLEGA gekk í gildi reglugerð
um aðbúnað hrossa. Er þess að
vænta að hún eigi eftir að útrýma
illri meðferð á hrossum hér á landi.
Þrátt fyrir að aðbúnaður hafi skán-
að á undanförnum árum og sé víða
til fyrirmyndar eru því miður enn
dæmi um hið gagnstæða eins og
eftirfarandi saga ber með sér.
Hollensk kona sem vai- á ferð
hér á landi í vetur til að leita að
hrossum til kaups gat ekki orða
bundist eftir ferðina og skrifaði um
hana á tölvupóstlista um íslensk
hross. Konan segist hafa farið víða
um ísland og hitt marga bændur.
Hún ber þeim flestum góða sögu
og er ánægð með móttökurnar og
hjálpsemi þeirra.
Ferðin endaði samt með því að
hún fékk hálfgert áfall við að heim-
sækja bæ einn á Norðurlandi.
Henni hafði verið sagt að þar væru
nokkrir fallegir stóðhestar sem
hana langaði til að mynda. Þegar
hún kom á staðinn voru hestai’nir
allir inni í litlum dimmum kofa. Svo
lítið var plássið og lágt til lofts að
þeir gátu varla hi-eyft sig. Hún segir
að þótt ekki hafi verið mikill skítur í
kofanum hafi hann verið dimmur og
mikinn fnyk lagði að vitum hennar.
Einn hesturinn hafði svo langa
hófa að þeir voru eins og skíði.
Fæturnir virtust bognir og hann
virtist eiga í erfiðleikum með að
standa eðlilega. Ekki var hægt að
teyma nema einn hestinn út, því
bændurnir voru hræddir um að
hestarnir yrðu alveg vitlausir þar
sem þeir höfðu aldrei farið út allan
veturinn.
Konan sagði að hestarnh' hefðu
verið vel fóðraðir en erfitt væri að
lýsa því hversu sorglegt það var að
sjá þessa fallegu stóðhesta inni í
þessari dimmu holu. Hún sagðist
hafa spurt hvort hestarnir væru til
sölu, en svo var ekki. Þess má geta
að samkvæmt nýju reglugerðinni
er skylda að hleypa lu-ossum út
daglega nema veður hamli.
Konan segist gera sér grein fyrir
að sem betur fer heyri svona með-
ferð til algerra undantekninga á ís-
landi.
Stöðugt fjölgar þeim útlending-
um sem koma gagngert til Islands
til að skoða hesta. Samskipti áhuga-
fólks um íslenska þesta hafa einnig
aukist til muna. Á tölvupóstlistan-
um. sem saga konunnar birtist á,
eru yfir 250 manns víðs vegar um
Bandaríkin og Evrópu. Það er því
óhætt að segja að augu heimsins
fylgist með því hvernig við búum að
hrossunum okkar hér á Islandi.
Ásdís Haraldsdóttir