Morgunblaðið - 07.05.1999, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1999 41
LISTIR
Höggmyndir
fljúga
FLJÚGANDI höggmyndir á sýningu Steinunnar
Þórarinsdóttur í Ásmundarsal.
MYMPLIST
Listasaín ASÍ
Ásmundarsal
SKÚLPTÚR STEINUNN
ÞÓRARIN SDÓTTIR
Sýningin er opin alla daga nema
mánudaga frá 14-18 og
stendur til 9. mai'.
STEINUNN Þórarinsdóttir hef-
ur lengi fengist við mannsmyndina í
höggmyndum sínum sem hún vinn-
ur í málm. Fólkið í myndum hennar
er gjarnan í fullri líkamsstærð eða
því sem næst, en lengi vel vann
Steinunn gjarnan með tvívíð form
og mannsmyndir hennar voru eins
og skuggar sem vart náðu að skera
sig úr frá bakgrunni verkanna.
Myndimar sem hún sýnir núna hafa
meiri dýpt, bæði í bókstaflegri
merkingu og hvað varðar inntakið.
A miðju gólfi standa tvær mann-
eskjur úr málmi og virðast halla sér
hvor upp að hinni, en þegar betur er
að gáð snertast þær ekki og hafa
því í raun engan stuðning af hinni.
Um veggi salarins fljúga manneskj-
ur með útrétta arma eins og vængi
eða stinga sér út úr veggnum eins
og ránfuglar sem komið hafa auga á
bráð. I þessum ævintýraheimi birt-
ist mannslíkaminn sem eins konar
táknmynd. Áhrifamestu verkin eru
án efa þau sem lýsa flugi manneskj-
unnar. Þau standa þó í greinilegu
samhengi við hin sem virðast stund-
um túlka einmanaleika og firringu
en má þó líka skilja sem einhvers
konar fyrirheit um samskipti og
lausn manneskjunnar úr ánauð ein-
semdarinnar. I einni myndinni held-
ur maður á glerstafla og styður við
hann með andlitinu. Þessi mynd
sýnir kannski erfiðleikana sem við
mannfólkið þurfum að glíma við því
glerið er þungt og hættulegt og
maður getur skorið sig á því. En um
leið leikur falleg birta í glerinu og
þannig boðar verkið líka að í lífinu
getum við fundið fegurð og birtu.
Það er léttara yfir þessari sýn-
ingu Steinunnar en stundum áður
þótt verkin séu í raun efnismeiri.
Þessi léttleiki er að nokkru leyti til
marks um sívaxandi vald hennar á
viðfangsefni sínu og efnivið; sjálfs-
öryggi listamannsins við túlkun sína
skilar sér í skýrari framsetningu og
einbeittari miðlun. En það er líka
huglægur léttleiki í verkunum sem
má ekki síst greina í fólkinu sem
flýgur um veggi salarins. Draumur-
inn um að geta flogið er að vísu
draumur sem ekki getur ræst og
undirstrikar þannig takmarkanir
okkar jarðbundna lífs, en um leið
sannar hann að við erum óbundin í
huga okkar og getum flogið á
vængjum ímyndunaraflsins eins og
Steinunn gerir á sýningu sinni.
Steinunn styrkist sífellt í list sinni
og hefur mótað sér kröftugan og
markvissan tjáningarmáta. Sýning-
in í Asmundarsal er á sinn hátt stór-
virki og til marks um það hve Stein-
unn hefur náð langt.
Jón Proppé
Nýjar bækur
• VÖRNIN er eftir Vladimir Vla-
dimirovitsj Nabokov í þýðingu
Illuga Jökulssonar.
Nabokov fæddist í Sankti Péturs-
borg 1899 og lést 2.
júlí 1977 í
Montreux í Sviss. I
tilefni aldarafmæl-
isins kemur ein af
fyrstu skáldsögum
hans út í íslenskri
þýðingu.
í fréttatilkynn-
ingu segir að hér
segi frá glímu
manns við eigin snilld og vonlausum
tilraunum heittelskandi eiginkonu
hans til að bjarga honum frá glötun.
Lúsjín litla finnst ekki gaman að
neinu nema púsluspilum og töfra-
brögðum. Hann er ekki nema fjórtán
ára þegar hann fær sín fyrstu verð-
laun á skákmóti. Um tvítugt er hann
kominn í flokk hinna vinsælu snill-
inga sem þeysa frá einu skákmóti til
annars. Ennfremur segir að höfund-
urinn segi um þessa bók, „að af öll-
um rússneskum bókum mínum býr
Vömin yfir og stafar mestri „hlýju“ -
sem kann að virðast einkennilegt
þegar þess er gætt hve skáklistin er
álitin óhlutkennd“.
Vörnin erfyrsta bókin íflokki
Prýðisbóka Ormstungu. Bókin er207
bls., prentuð hjá Steinholti og Flatey
sá um bókband. Verð 2.400 kr.
Vladimir
Vladimirovitsj
Nabokov
Karlakór Keflavíkur
Operukórar og dægurlög
í Fella- og Hólakirkju
KARLAKÓR Keflavíkur heldur
tónleika í Fella- og Hólakirkju á
sunnudag, kl. 17 og í Ytri-Njarðvík-
urkirkju þriðjudaginn 11. maí kl.
20.30. Viðfangsefnið samanstendur
af íslenskum og erlendum lögum.
Má þar nefna hefðbundin karlakór-
alög, óperukóra og dægurlög.
Stjómandi kórsins undanfarin sex
ár er Vilberg Viggósson og undir-
leikari frá sama tíma hefur verið
Ágota Joó. Annan undirleik annast
Ásgeir Gunnarsson á harmonikku
og Þórólfur Þórsson á bassa. Ein-
söngvarar með kómum era Steinn
Erlingsson baríton og Guðbjöm
Guðbjörnsson tenór.
Karlakór Keflavíkur verður 45
ára á þessu starfsári. Kórinn var
Guðbjörn Steinn
Guðbjörnsson Erlingsson
stofnaður 1. desember 1953 og er
ein elsta menningarstofnun á Suð-
urnesjum, segir í fréttatilkynningu.
Á þessum tíma hefur kórinn sungið
víða innanlands og í sjö þjóðlöndum
austan hafs og vestan.
Adtdas The Hawk.
Léttur hlaupaskór fyrir hlaupara sem þurfa hvorki
innan né utanfótarstuðning. adiPRENEP
dempari i hæ! og TORSIONw stöðugleikagrind
í millisóta. DÖmu og herrastærðir.
■
'
Asics GEL Ruffle. Léttur
hlaupaskór fyrir byrjendur jafnt
sem lengra komna.
DUOMAX™ I hæl fyrir
mesta stöðugleika.
Asics GEL í hæl.
Dömu- og
herrastærðir.
6.990
wm
í Intersport séröu stæi
skódeild landsins með
íþróttaskó. Við leggjum mi
áherslu á að bjóða mikið og
breitt úrval fyrir börn og
fullorðna. Götuskór, gönguskór,
tískuskór, fótboltaskór,
handboltaskór, körfuboltaskór,
hlaupa- aerobicskór o.fl. o.fl.
Hlaupa- og göngugreining Intersports er samstarfsverkefni milli
annars vegar sænskra lækna og stoðtækjafræðinga og hins vegar 140
Intersportverslana I Svlþjóð. Upphafsmennirnir að Walk&Run Clinic, Bengt
Erson læknir og Lars Höglund stoðtækjafræðingur þróuðu tækni sem auðveldar
fólki að velja sér réttan skóbúnað. Þeir vilja meina að allt of margir kaupi sér
ranga skó, og af þvf geta skapast alls kyns vandamál sem ekki þurfa að vera.
í stuttu máli, notum við hjá Intersport í Walk&Run Clinic þrjá grunnþætti til
að finna réttu skóna fyrir viðskiptavininn. Fótstig, fótaform og þyngd. Við
höldum þvi fram að með þvi að meta alla þessa þætti megi finna réttu skóna
og hjá þeim sem eiga við vandamál að stríða megi í flestum tilfellum spara
kaup á dýrum innleggjum.
Komdu og nýttu þér ókeypis ráðgjöf og greiningu hjá sérþjálfuðu starfsfólki
okkar. Taktu llka með gömlu skóna svo að þú sjáir muninn. Ath. að Walk&Run
er ekki síður hentugt fyrir börn. Til gamans má geta þess að svo miklum
árangri hefur þessi greining skilað I Sviþjóð að allmargir evrópskir hlauparar
hafa ferðast þangað til þess að láta greina sig.
Við tökum vel á móti þér - láttu sjá þig.
Frekari upplýsingar um Walk&Run er að finna á heímasiðu intersport,
www.intersport.is
3 mismunandi fótstig
Supanatlon. Fóturinn hallar minna
en 5° inn á við eða örlltið út á við.
Pronatlon. Fóturinn hallar meira
en 8° inn á við.
Neutral. Fóturinn hallar 5-8°
inn á við.
ÞÍN FRÍSTUND - OKKAR FAG
VINTERSPORT
Bíldshöfða 20 • II2 Reykjavík • slmi 5 I 0 8020 • www.intersport.is