Morgunblaðið - 07.05.1999, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1999 53,
sonar og Guðrúnar Þórðardóttur, ár-
ið 1932. Þar átti hún heimili til ársins
1987 er amma lést og fléttaðist líf
hennar saman við líf fjölskyldu
minnai- með vina- og tryggðabönd-
um á báða bóga. Guðríður vann öll
sín störf af stakri prýði og samvisku-
semi. Hún var nákvæm og vandvirk
við allt sem hún tók sér fyrir hendur.
Hún var mjög flink í höndunum,
saumaði, heklaði, prjónaði og gerði
við og var allt handbragð hennai-
vandað. Hún kenndi mér ýmislegt
gagnlegt, en sumt gerði hún svo vel
að ég lagði aldrei í að reyna að leika
það eftir. Hún saumaði listavel út og
enn eru til bróderuð sængnrverasett
frá hennar hendi. Hún reyndist fjöl-
skyldu minni afar vel og vil ég þakka
þann kærleika og trúmennsku alla.
Guðríður var mjög fróðleiksfús og
hafði lifandi áhuga á því sem var að
gerast, ekki síst í íþróttum og var oft
spennt að horfa á sjónvarpssending-
ar af íþróttaleikjum.
Hún eignaðist ekki börn en hún
var afar barngóð kona og þeirrar
gæsku nutum við ómælt sem um-
gengumst hana sem börn. Hún
heklaði fallegar treyjur og skó á
ungabörn og gaf í sængurgjafir og
prjónaði hosur og vettlinga handa
þeim er þau urðu eldri. Hún sýndi
bömum lifandi áhuga og þolinmæði,
fylgdist með áhugamálum, námi og
lífi. Hún var óþreytandi að spjalla
og leika við börn. Oft bakaði hún
flatkökur og pönnukökur og alltaf
gaf hún þeim börnum bita sem voru
svo heppin að vera nálægt henni við
þau verk. Enn veit ég ekkert betra
en pönnukökur beint af pönnunni
og mjólkursopa með. Alla tíð var
Guðríður mér einstaklega góð og
margar minningar koma upp í hug-
ann nú þegar hún er búin að kveðja.
Við vorum stundum einar heima í
nokkurn tíma þegar ég var lítil og
þá hugsaði hún sérstaklega vel og
samviskusamlega um mig. Hún
gerði sér far um að elda mat sem
hún vissi að mér fannst góður og oft
rifjuðum við það upp, þegar hún
eldaði uppáhaldsmatinn minn. Var
hann með ýmsum ráðum látinn vera
í matinn í nokkra daga því að aldrei
fékk ég leið á þessu hnossgæti. En
ekki vissi ég hvort hún fékk sig
fullsadda á réttinum.
Heill heimur minninga tengist
sumarbústað afa og ömmu í
Kjósinni, þar sem fjölskyldan átti
öll góðar stundir saman, sérstak-
lega á tímabilinu meðan barnabörn
afa og ömmu voru lítil. Þá var AGA-
vél í eldhúsinu og fannst öllum
börnum spennandi að sjá þegar
Guðríður skaraði í glóðina og hellti
koksinu á vélina. Sólskinsdagarnir
voru svo miklu fleiri á sumrin þegar
ég var lítil heldur en þeir eru nú.
Þessum dögum tengjast minning-
arnar sérstaklega. Þá var fugla-
söngur í lofti og ilmur úr grasi. Þá
var farið niður að á til að vaða, skola
úr þvotti og verka lax. Þá var setið í
horninu, farið í sólbað í lautinni,
drukkið úti og oftar en ekki borðað-
ar heitar pönnukökur sem Guðríður
hafði bakað, að ógleymdu heita kan-
elbrauðinu. Ekki má gleyma ágúst-
kvöldunum sem henni fannst svo
rómó og einhvers staðar í minning-
unni um þau kvöld hljóma lög sung-
in af Hauki Morthens, Ragnari
Bjarnasyni, Leikbræðrum, Smára-
kvartettinum og einnig Alfreð
Clausen.
24. febrúar sl. varð Guðríður ní-
ræð og var ánægjulegt að vera með
henni þá. Hún naut dagsins mjög
vel og gladdist í hópi vina og ætt-
ingja. Guðríður hélt heimili fyrir sig
í nokkur góð ár eftir að amma dó,
en þegar heilsu hennar hrakaði
fluttist hún á Droplaugarstaði þar
sem hún átti heima í fáein ár og
naut mjög góðrar aðhlynningar. Ég
þakka öllu hjúki'unar- og starfsfólki
á Droplaugarstöðum innilega fyrir
umhyggjuna við Guðríði. Einnig vil
ég þakka læknum og starfsfólki á
Vífilsstöðum fyrir góða umönnun.
Guðríður skilur eftir stórt skarð í
mínu lífi og fjölskyldu minnar, sem
ekki verðui' fyllt upp í. Hún var orð-
in háöldruð og hún var hluti af lífinu
sem er ekki lengur. Hún mun lifa í
hugum okkar sem þótti vænt um
hana. Guð blessi minningu hennar.
Guðrún Edda.
+ Kjartan Stein-
ólfsson fæddist
10. október 1926.
Hann lést á gjör-
gæsludeild Land-
spítalans 26. apríl
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Jóhanna Bjarna-
dóttir, látin, og
Steinólfur Beni-
diktsson, látinn.
Fósturfaðir Kjart-
ans var Gísli Gísla-
son, látinn. Kjartan
kvænt.ist Sigríði
Erlu Þorláksdóttur
hinn 17. júlí 1948. Börn þeirra
Elsku pabbi. Það er sárt að setja
línur á blað til að kveðja þig. Þó ég
viti að við ráðum aldrei okkar næt-
urstað. Við vorum svo vongóð að þú
mundir koma hress til okkar aftur
eftir þessa aðgerð því þú hafðir tek-
ist svo oft á við stórar aðgerðir og
gengið vel. En þú fórst í þína hinstu
ferð og ég á erfitt með að sætta mig
við að eiga ekki eftir að hitta þig.
En minningarnar sem streyma
fram núna um liðna tíð eru ljúfar.
Ég man þegar þú komst eitt sinn
heim af sjónum og hafðir keypt þrí-
hjól handa Láka bróður á leiðinni
heim, hvað þú varst montinn að sjá
hann hjóla. Eða þegar Gummi bróð-
ir fæddist og þú kallaðir hann alltaf
GK.sex, því hann er sjötti af okkur
systkinunum. Ekki er hægt að
gleyma sunnudagsbfltúrunum sem
enduðu alltaf með því að höfnin og
bátarnir voru skoðuð.
Eftir að þú smíðaðir tjaldvagninn
leð varla sú helgi á sumrin að þú og
mamma færuð ekki í útileigu.
Þá kom spurningin hvert fara þau
núna því þið tókuð ávallt ákvörðun í
Artúnsbrekkunni hvort farið væri
um Suðurlandsveg eða Vesturlands-
veg.
Alltaf fannst þér gaman að
hringja og segja: Við skruppum að-
eins út fyrir bæinn og lentum á Isa-
firði eða á Akureyri. Þig munaði
ekkert um að fara vestur á firði eða
norður í land þó að það væri bara
frá föstudegi til sunnudags.
En fyrir níu árum komst þú til
mín í hjólhýsið á Laugarvatni og þú
hreifst strax af staðnum og ákvaðst
að setjast þar að með vagninn. En
ekki leið langur tími þar til þú
fékkst þér hjólhýsi. Það var gaman
að fylgjast með ákafa þínum við að
koma þér fyrir og oft þurftir þú að
ræða við Gumma minn hvernig þið
ættuð að hafa ýmislegt sem var á
döfinni hjá ykkur.
Og þegar pallurinn var smíðaður í
takt við harmonikkutóna sem Ein-
ar, einn af íbúum svæðisins, þandi
þá ljómaðir þú af gleði og ánægju.
Ég veit að við eigum öll eftir að
sakna þín, sérstaklega Viktor Ingi
eldri sonur Gumma bróður, þú kall-
aðir þá bræður alltaf skæruliðana
þína.
Ég vil þakka þér fyrir allar sam-
verustundirnar á Laugarvatni hvort
sem það var úti á palli við kertaljós
eða í fortjaldinu mínu við að hlusta
á harmonikkuleik hjá Einari og
Gumma. Ég vil trúa því að þér líði
vel núna og góður guð gæti þín.
Far þú í friði, friður guðs þig
blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.
Þín dóttir,
Erla María.
Morgunninn var fallegur en um-
hverfið virtist framandi, tilfinningin
líkt og við værum stödd á framandi
stað, allt fremur óraunverulegt. Við
vorum á leiðinni á spítalann, læknir-
inn hafði hringt og sagt ættingjun-
um að koma, hjartað var veikt og
vildi ekki slá lengur, stundin var
komin. Þetta er það eina sem við
vitum fyrir víst að á eftir að liggja
fyrir okkur öllum, að deyja, og við
erum aldrei viðbúin sársaukanum
og tilfinningaringulreiðinni sem
fylgir dauðanum, reiðinni út í al-
mættið, en smám saman tínir mað-
eru: 1) Erla María,
f. 16.10. 1946. 2) Jó-
hanna Guðrún, f.
27.11. 1948. 3) Þói'-
ir, f. 24.12. 1949. 4)
Birgir, f. 7.4. 1951.
5) Þorlákur, f.
16.11. 1958. 6) Guð-
mundur, f. 30.3.
1970. Barnabörnin
eru nítján og
barnabarnabörnin
tólf.
Utför Kjartans
fer fram frá Frí-
kirkjunni í Hafnar-
firði í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
ur saman brotin og fyrirgefur guði
og sjálfum sér og eftir sitja allar
góðu stundirnar og þakklæti fyrir
það sem var.
Kjartan er nú kominn á stað þar
sem hann getur hlaupið um á tveim-
ur jafnfljótum frjáls eins og fuglinn,
laus við hækjumar. Annars kvart-
aði hann aldrei undan þeim örlögum
að hafa misst fótinn, því var bara
tekið eins og hverju öðru sem að
höndum bar. Hans aðaláhugaefni
síðustu árin voru börnin og afkom-
endurnir og hvað þau væra að gera,
hvernig gengi að mála húskofann,
gera við bflinn og hvernig liði ef ein-
hver var veikur. Hjólhýsið á Laug-
arvatni var líka mikill gleðigjafi síð-
ustu árin og það eni margar ferðir
sem farnar voru austur að Sigríðar-
stöðum, húsið nefndir þú Sigi'íðar-
staði bara til þess að stríða tengda-
mömmu og ekki má gleyma Spánar-
ferðunum til Dúdda og Maite sem
þið tengdamamma nutuð alveg sér-
staklega vel.
Ég veit við eigum eftir að hittast
aftur, allt hefur sinn tíma. Hafðu
þökk fyrir allt og allt. Þín tengda-
dóttir,
Arnþrúður.
Mig langar að minnast afa míns í
örfáum orðum. Afi Kjartan hefur
þurft að ganga í gegnum margt á
undanförnum árum. Af hetjuskap
og ekki síst þrautseigju barðist
hann af krafti og hafði alltaf betur.
En nú kom að því að þrautseigja og
hetjuskapur dugðu ekki til. Afi
þurfti að fara í erfiða hjartaskurð-
aðgerð sem hann lifði ekki af. Segja
má að örlögin hafi gripið inn í og
gefið okkur ættingjunum og vinum
fáeina daga í viðbót með honum afa
því að pláss hafði losnað svo að að-
gerðina átti að framkvæma
nokkrum dögum fyrr en áætlað
hafði verið. Allt var tilbúið og afi
beið eftir að verða sóttur en á sein-
ustu stundu hafði eitthvað komið
upp á þannig að allt var orðið fullt á
gjörgæslu og þar með frestaðist að-
gerðin. Þessir fáu en dýnnætu dag-
ar voru afa og ekki síst okkur ætt-
ingjunum mjög dýrmætir.
Eg hitti afa síðast á sumardaginn
fyi-sta. Honum leið vel og varð tíð-
rætt um þá góðu umönnum sem
hann hafði fengið á spítalanum „það
vildu bara allir gera allt fyrir hann“.
Sem kemur víst fáum á óvart sem
þekktu afa því að hann var góður
maður. Það er svo skrítið að sama
hve gamall maður verður alltaf neit-
ar maður að horfast í augu við það
að nánir ættingjar manns og vinir
geti horfið af braut. Ég trúði því
statt og stöðugt að afi minn myndi
hafa þetta af á „þrjóskunni". Ég
leyfði engri annarri hugsun að kom-
ast að. Enda bar síðasta stund okk-
ar afa þess merki, við töluðum um
framtíðina, útskrift mína úr háskól-
anum næsta haust og að þá yrði
hann afi nú farinn að hressast. Eg
hefði viljað segja svo mai'gt annað
við þig, elsku afi minn, hefði ég við-
urkennt fyrir sjálfri mér hversu erf-
ið þessi aðgerð væri og hverjar lík-
urnar væru í raun á að við hittumst
aftur. Ég vil þakka fyrir þann tíma
sem ég hef átt með þér, elsku afi
minn, þær minningar eru mér dýr-
mætar.
Elsku amma Sigga, þú varst afa
dýrmætur lífsförunautur. Missir
þinn er mikill og er hugur okkar
allra hjá þér og biðjum við góðan
Guð að styrkja þig og styðja.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins
degi,
hin ljúfú og góðu kynni af alhug þakka hér.
Pinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist
eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast
þér.
(Ingibjörg Sig.)
Fai' þú í Mði
Mður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyiir allt og allt
(V.Briem)
Þitt barnabam
Ása Sigríður Þórisdóttir.
Þegar ég sit hér og hugsa um
hann afa Kjartan eru mér efst í
huga öll þau veikindi sem hann
þurfti að ganga í gegnum, en alltaf
náði hann að hrista þau af sér. En
þriðjudaginn 27. aprfl síðastliðinn
átti afi Kjartan að fara í aðgerð og
allt leit bara alveg ljómandi vel út.
En svo varð það þvi miður verra.
Þegar ég vaknaði á þriðjudags-
morgninum fannst mér eins og dag-
urinn ætlaði að verða eitthvað öðru-
vísi en aðrir dagar. Það var skýjað
og kalt í veðri en þó gægðust sólar-
geislarnir við og við til jarðar. Ég
fór í skólann eins og alla aðra daga,
og það var mjög erfiður dagur
framundan enda vorprófin að skella
á. Síðan átti ég eyðu um ellefuleytið
og ákvað að hringja heim og athuga
hvort allt hefði ekki gengið vel með
afa Kjai-tan, en þá fékk ég þessa
frétt, að hann væri dáinn. Ég var
lengi að átta mig á því hvað hefði
gerst því að afi Kjartan var svona
afi sem myndi aldrei deyja. Hann
var bara svo sterkur að maður bjóst
síst af öllu við að hann myndi fara
frá okkur. Maður kippti sér í raun-
inni ekkert upp við það að hann
væri að fara á spítala því hann kom
alltaf aftur heim. Minningarnar eru
margar og þá eru mér efst í huga
jólin og sumrin.
A aðfangadagskvöld sat afi alltaf
við jólatréð með jólasveinahúfu og
las á alla pakkana sem voru oft svo
margir að erfitt var að sjá í stofu-
gólfið.
Svo á surnrin er maður fór að
heimsækja ömmu og afa í hjólhýsið
á Laugarvatni. Þangað var alltaf
gott að koma því þar fékk maður
frið og maður gat sofið eins lengi og
maður vildi. Laugarvatn var annar
af uppáhaldsstöðum afa, en hinn
staðurinn er Spánn. Þar var afi
alltaf ánægður og langaði helst
alltaf til að vera þar. Svo vildi líka
svo heppilega til að ég var að skoða
myndaalbúm heima hjá ömmu og þá
fann ég mynd af mér svona u.þ.b.
2-3 ára úti í Viðey og afi situr með
mig og er að gefa mér kaffi úr
teskeið. Ég man nefnilega mjög vel
eftir þessu og finnst mér það skrítið
vegna þess hve lítil ég var. En afi
Kjartan á eftir að lifa vel og lengi í
minningum okkar.
Jæja, afi, þá ætla ég að fara að
kveðja þig, ég bið að heilsa afa
Braga og ömmu Steinu. Ég á eftir
að sakna þín mjög mikið og er ör-
ugglega ekki ein um það. Passaðu
okkur nú vel. Elsku amma Sigga,
núna bíður afi bara eftir þér, en þú
skalt samt ekkert vera að drífa þig
frá okkur. Ég elska þig, amma mín!
Þín
Steinunn Ósk.
Kæri afi.
Ég er núna farinn að muna allt
það sem við höfum gert saman um
tíðina. Það var leiðinlegt að þú
þurftir að fara en það sem Guð vill
er best. Kannski var þetta fyrir
bestu, kannski fannstu sársauka en
þú varst bestur og gast yfirbugað
allt. Ég man þegar við ætluðum að
fara í ferð út í Sandgerði og Garð
en pabbi beygði í vitlausa átt og við
enduðum í Bláa lóninu og vorum að
skoða strendurnar þar hjá. Þar
voru ekki teknar myndir því að
myndavélin þín var batteríslaus og
enginn var með myndavél nema þú.
Ég man líka þegar ég var í pössun
hjá þér og ömmu og við fórum nið-
ur og kepptum í billard við ein-
hverja aðra menn sem voru þarna.
Ég verð að segja að ég sakna þess
að hafa þig ekki hérna. Alltaf á
hverjum jólum beið maður spennt-
ur eftir því að komast til þín og
ömmu og til að hitta alla. Þú kallað-
ir mig stundum litla skarfinn. Ég
man líka eftir spilakvöldunum. Al-
veg sama hvort við vorum heima
eða uppí sveit þá spiluðu þú og
amma alltaf við pabba og mömmu
en það er ekki lengur hægt. Ég
mun alltaf muna eftir þér. Það var
sárt að sjá þig á spítalanum, en ég
hefði samt ekki viljað hafa sleppt
því að hafa hitt þig í síðasta sinn.
Ég veit ekki hvort þú fannst nær-
veru mína eða ekki, samt sem áður
var hugur minn þungur þann tím-
ann. Ég skal annast ömmu eins vel
og ég get. Mér fannst ég missa þig
of fljótt og mun alltaf og alltaf
muna þær góðu minningar sem við
áttum saman. Ég á ekki eftir að
hitta þig fljótlega, ekki einu sinni
næstu árin nema að þú birtist mér í
draumi eða bara sem sýn úti á vegi.
Svo ég þakka þér hér með í þessu
bréfi fyrir allt sem þú hefur gert
fyrir mig. Ég gef þér þessi orð til
minja: Drottinn er minn hirðir, mig
mun ekkert bresta, á gi'ænum
gi'undum lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum þar sem ég má
næðis njóta.
Megi Guð passa þig og vemda.
Þinn einlægur
Þorlákur Þór.
Birting
afmælis- og minn-
ingargreina
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í
Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti
1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi
(569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri
lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina
örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200
slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð
takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að
hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar
greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar af-
mælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi út-
prentuninni. Það eykur öryggi i textameðferð og kemur í veg fyrir
tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-ski'áa sem í
daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu.
KJARTAN
STEINÓLFSSON