Morgunblaðið - 07.05.1999, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 07.05.1999, Blaðsíða 56
s56 FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Herbjðrt Péturs- dóttir fæddist á Kirkjubaí í Vest- mannaejjum 26. febrúar 1951. Hún lést á Landspítalan- um 2. maí síðastlið- inn. Foreldrar Her- bjartar voru Lilja Sigfúsdóttir, f. 11. október 1917 í Egilsstaðakoti í Flóa, d. 15. október 1990, og Pétur Guð- jónsson, f. 12. júlí 1902 á Oddsstöðum í Vestmannaeyjum, d. 21. ágúst 1982. Systkini Her- bjartar eru: 1) Jónína Ósk, f. 12.11. 1926, búsett á Raufar- höfn. 2) Guðlaug, f. 25.9. 1928, búsett á Þórshöfn. 3) Guðlaugur Magnús, f. 5.8. 1931, búsettur að Norðurbæ, Rangárvöllum. 4) Jóna Halldóra, f. 18.8. 1933, bú- sett í Reykjavík. 5) Guðjón, f. 31.7. 1935, d. 25.1. 1985, var bú- settur á Selfossi. 6) Guðrún Rannveig, f. 10.12. 1939, búsett í Garði. 7) Arni, f. 4.2. 1941, d. 9.10. 1996, var búsettur í Garða- bæ. 8) Brynja, f. 16.8. 1946, bú- sett í Garði. Hinn 2. desember 1972 giftist Herbjört eftirlifandi manni sín- um, Guðna Þór Ólafssyni frá Hjarðartúni, f. 6. apríl 1952. Foreldrar hans vom Guðrún Olga Stefánsdóttir, f. 12.3. 1926, d. 24.9. 1995, og Ölafur Sigfús- son, f. 29.9. 1923, d. 18.4. 1991. Börn Guðna og Herbjartar eru: 1) Ólafúr Teitur, f. 2.10. 1973, búsettur í Reykjavík, fréttamað- ur, unnusta Engilbjört Auðuns- dóttir, f. 5.7. 1972. 2) Pétur Rún- ar, f. 27.3.1975, búsettur í Kópa- Kveðja til elsku Hebbu. Hjartkær systir, horfin heimi frá, hetja sönn, það sýndu þrauta árin. Um liðna tíð ég Ijúfa minning á, er ljómar björt og skín í gegnum tárin. Frá æsku heima átti ég kærleik þinn, sem aldrei brást og var þitt aðalsmerki, þín gæði breiddu gæfu á veginn minn, þú göfug kona varst í orði og verki. Nú hér á jörð er hinsta kveðjan múi, p helguð ástarþökk og djúpum trega. Sem gimsteinn fagur geymd er minning þín og guði fahn systir yndislega. Þín systir Bryiya Herbjört Pétursdóttir er nú látin langt um aldur fram og er það mikið áfall fyrir okkur öll, fjölskyldu henn- ar og vini. Herbjört var móðursystir mín, en einungis einu ári eldri og tókst með okkur góð vinátta strax í bamæsku, vinskapur, sem hélst alla tíð. Herbjört er fædd og uppalin á Kirkjubæ í Vestmannaeyjum og þar hófust kynni okkar fyrir tæpum 40 árum. Ég bjó í Reykjavík, en kom til Eyja í heimsókn á sumrin og sótti stíft að fá að heimsækja Herbjörtu, enda stutt að skokka yfir túnin milli Oddstaða og Kirkjubæjar. Reykjavíkurdaman ég viidi gjam- an koma sínum siðum að í leikjum okkar og það fór verulega fyrir bijóstið á mér 8-9 ára gamalli að Hebba frænka notaði dós undan skóáburði, ftdlan af sandi, sem stein - þegar við vomm að hoppa í „París“. Maður notar ekki svona dollur, sagði ég hneyksluð, en þessi frænka mín hló og útskýrði að svona væri gert í Eyjum. Ekki batnaði það þegar Hebba kvenkenndi „París- inn“, sagði „hún Parísin", þegar það átti að segja „hann Parísinn". Ég var reiðubúinn í heljarinnar slag um þetta meridlega mál, en Herbjört brosti góðlátlega og með glettni í augum útskýrði hún fyrir mér að hvort tveggja gæti verið rétt. Þama vogi, deildarstjóri. 3) Ámi Þorlákur, f. 23.12. 1980, nemi. 4) Lilja írena, f. 6.6. 1983. 5) Eysteinn Guðni, f. 16.8. 1984. 6) Uppeldisdóttir Sólrún Dögg Áma- dóttir, f. 29. 5. 1973, búsett að Lindar- bergi á Vatnsnesi, sjúkraliði, sambýlis- maður Ágúst Frím- ann Jakobsson, f. 7.3. 1972, þeirra barn er Jakob Gísli, f. 17.2. 1998. Herbjört varð stúdent frá Menntaskólanum í Hamrahlið 1972 og tók BA-próf frá Háskóla Islands með bókasafnsfræði sem aðalgrein 1979. Hún vann sem bókavörður í hálfu starfi við Bókasafn Kópavogs 1978-79, var í hlutastarfí hjá Fræðslu- deild kirkjuiinar 1990-91, rak ferðaþjónustu á Melstað frá 1986 og var kennari og bóka- vörður við Laugarbakkaskóla 1998-99. Hún var formaður Fé- lags bókasafnsfræðinema 1977-78, formaður Ferðamála- félags Vestur-Húnvetninga frá stofnun þess árið 1991-96, for- maður Ferðamálasamtaka Norð- urlands vestra frá stofnun þeirra 1993-94 og ritari 1995-97, og varaformaður Hag- félagsins ehf. (Atvinnuþróunar- félags Vestur-Húnvetninga) frá 1991-96. Kveðjuathöfn fór fram frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 6. maí. títför Herbjartar fer fram á Melstað í dag og hefst athöfnin klukkan 14. kynntist ég hinni brosmildu, ljúfu en bráðgáfuðu írænku minni og öðlað- ist strax mikla virðingu fyrir henni sem góðri manneskju. Næsta minn- ing er frá unglingsárunum þegar Hebba gerðist mikill aðdáandi hljómsveitarinnar Hljóma, svo að mér þótti nóg um. Leiðir skildu um tíma, þegar við fórum í menntaskóla hvor í sitt héraðið. Aftur lágu leiðir saman, þegar hún flutti á á Álfhóls- veginn í Kópavogi, en ég var að vinna í sömu götu og skaust gjaman til hennar í hádeginu. Nú var hún komin í heimspeki í Háskólanum með elsta son, Olaf Teit, nýfæddan, en eiginmaðurinn Guðni Þór stund- aði guðfræðinám í Háskólanum. Eitthvað lýsti ég áhyggjum mínum af framtíð hennar sem prestsmaddömu, sem ég áleit heldur dauflega og engan veginn nógu spennandi fyrir hana. Hebba brosti glaðlega og með sama umburðar- lyndi og hún útskýrði fyrir mér allt um dolluna og „Parísina" í Vest- mannaeyjum sagði hún mér sinn hug um framtíðina og enn treystust vinaböndin milli okkar frænd- kvenna. Árin liðu og fyrr en varði var komið að fermingum á Melstað í Miðfirði, þar sem Hebba og Guðni Þór hafa búið mestan sinn búskap. I „Gamla húsið“, þar sem Hebba og Guðni ráku lítið gistiheimili í frí- stundum, safnaðist saman vinafólk Hebbu og Guðna og fjölskyldur þeirra beggja. Hver ferming varð að stórviðburði og fjölskylduhátíð, sem lengi munu lifa í minningunni. Við Hebba töluðum saman í síma rétt fyrir páska og ég var að gantast við hana að þetta væri ómögulegt vor, að fá ekki að koma í fermingu á Mel- stað. Hún hló og bauð mig velkomna hvenær sem væri, þótt engin væri fermingin. Við töluðum ekki mikið um ki-abbameinið, sem hún hafði barist við af ótrúlegu æðruleysi í fleiri mánuði. Það var ekki í hennar stíl að kvarta, þrátt fyrir erfiðar lyfjameð- ferðir bæði hér heima og erlendis. Hún sagði mér frá kennslunni og vinnu sinni á bókasafni skólans. Vit- andi að hún var fárveik spurði ég varlega hvort þetta væri ekki svolít- ið mikið, en fékk glaðlegan hlátur í símann að jú, jú hún gæti nú ekki meira en þetta og væri stundum svolítið þreytt. Sex vikum seinna er hún dáin og einmitt á þeim degi sem Guðni maður hennar var að ferma bömin í sókninni. Fermingardagur- inn, sem hafði verið okkur fjölskyld- unni til svo mikillar gleði sl. vor, þegar yngsti sonurinn Eysteinn Guðni var fenndur, og eins árinu áð- ur, þegar einkadóttirin, Lilja Irena, var fermd, var nú dagur sorgai- og söknuðar. Það verða þung sporin heim á Melstað að fylgja Herbjörtu heim. En ég ber slíka virðingu fyrh- frænku minni Herbjörtu að í minn- ingunni munu gleðin og bjartsýni taka við af hinni þungu sorg, sem á okkur hvflir núna. Við Eggert og Björgvin sendum Guðna Þór og bömum þeirra Herbjartar okkar innilegustu samúðai'kveðjur. Guðrún Sigurgeirsdóttir. Þótt svalar kyljur æði um auðan svörð Hver endurminning titrar í lífsins gígju. Öll sporin hennar féllu sem fræ á jörð - sem fyrirheit um vor er-blómgast að nýju. Hún sjálf var fegursta ljóðið serm lífið gaf. Svo lyftast duftsins söngvar að heiðum blá- um. Þess vængur blikar bjartast við dauðans haf. Bjarminn rís yfir múrum þöglum og gráum. (Guðfinna Jónsdóttir frá Hömrum.) Það var sem dimmur skuggi legð- ist yfir vorbjartan daginn þegar okkur barst lát Herbjartar Péturs- dóttur. Það er svo erfítt að sætta sig við þennan dóm. Hún var alltaf svo dugleg og sterk og hafði svo rnikið að gefa. Ég varð þeirrar gæfu að- njótandi að kynnast Herbjörtu en það má með sanni segja að „öll spor hennar féllu sem fræ á jörð - sem fyrirheit um vor er blómgast að nýju“. Hún hafði til að bera einstaka hlýju og gleði sem hún veitti þeim sem hún umgekkst. Kynni okkar hófust fyrir 20 árum þegar ég byrj- aði að vinna í Bókasafni Kópavogs, þá var hún starfandi þar og Ijómaði af starfsorku og gleði. Hún skipu- lagði barnastarf í Bókasafni Kópa- vogs sem hefur verið fastur þáttur í starfi safnsins síðan. Seinna starfaði svo Pétur sonur hennar á safninu og er hann okkur öllum, sem vinnum þar, afar kær. Eftir að Herbjört flutti með eiginmanni sínum, séra Guðna Ólafssyni, að Melstað urðu samfundimir færri en vináttan hélst. Það voru góðar stundir þegar hún mátti vera að því að líta við í heimsókn á ferðum sínum í bæinn og þá var sem hlýtt bros hennar veitti sólskini inn á heimilið. For- eldrum mínum var hún einstakur vinur. Við þökkum hverja stund sem við áttum með henni. Það er gott að ylja sér við minn- ingarnar og þær eru margar og góð- ar. Ég minnist sérstaklega heim- sókna að Melstað með foreldrum mínum. Mér verður oft hugsað til þess hversu mikfll kærleikm- og hlýja ríkti þar á heimilinu og hversu samhent fjölskyldan var. Orð fá ekki lýst þeirri sorg sem fyllir hjörtu okkar sem þekktum Herbjörtu og þmfum nú að kveðja hana. Harmur eiginmanns og bama er þó stærstur. Við biðjum góðan Guð að styrkja þau í þeirra miklu sorg. Með innileg- um samúðarkveðjum frá okkur hjónum og foreldrum mínum, Val- borgu og Guðmundi. Emilía Guðmundsdóttir. Andlát Ilerbjartar Pétursdóttur á Melstað kom okkur öllum í opna skjöldu. Við vissum að skæður sjúk- dómur hafði þjakað hana um skeið, en enginn bjóst við að ævilokin væru svo skammt undan. Bjartsýni henn- ar og fjölskyldunnar var slík að von- ir voru bundnar við lengri samfylgd. Minningamar tengjast mörgum þáttum, allt frá því þau hjón sóttust eftir að koma í héraðið. Séra Guðni Þór og Herbjört komu þá til að kynna sér aðstæður í Melstaðar- prestakalli og kom það í hlut minn að taka á móti þeim hjónum og sýna þeim umgjörð safnaðarins á Hvammstanga. Þá strax kom í ljós hinn mikli áhugi Herbjartar á starfi manns síns og einnig á högum og lífi þess fólks sem byggði þetta hérað. Síðar lágu leiðir okkar saman í stjóm Hagfélagsins og Ferðamála- félagi V-Hún. sem hún veitti forastu um árabil. Herbjört var ófeimin við að starfa í karlahópi Hagfélagsins, lagði margt til mála og fylgdi því eft- ir af sinni einurð, en einnig af hóg- værð. Þegar Guðni og Herbjört tóku við Melstaðarprestakalli, hafði prestur ekki setið Melstað um skeið. Þau vora ekld í vafa um að þar vfldu þau búa og hefja staðinn aftur til vegs og virðingar. Til viðbótar því, að hugsa myndarlega um heimili sitt og sinna félagsmálum samfélagsins, ráku þau hjón ferðaþjónustu í gamla prestsbústaðnum á Melstað. Veit ég að margir ferðalangar sóttu þangað aftur og aftur, m.a. vegna hins heim- ilislega umhverfis sem Herbjört bjó þeim í gamla húsinu, sem er eitt elsta steinhús í héraðinu og var forð- um samkomuhús sveitarinnar. Það var að komast í hefð, að ég liti inn til þeirra hjóna síðdegis á aðfangadag jóla. Leið mín liggur að jafnaði þann dag að leiði fóður míns í kirkjugarð- inum á Melstað og var þá ekki kom- ist undan að setjast inn í eldhús, þiggja kaffibolla og smakka á þýskri jólaköku. Samræður fóru jafnan vítt og breitt, einkum við húsmóðurina, en húsbóndinn sat með pípu sína og sagði sína skoðun í vel völdum orð- um. Kannski verða þessar stundir dýrmætastar í minningu minni um Herbjörtu Pétursdóttur. Ég og fjölskylda mín biðjum henni blessunar og Guð að styrkja fjölskylduna á Melstað. Karl Sigurgeirsson. Við hjónin kynntumst Herbjörtu þegar hún nam bókasafnsfræði við Háskólann. Hún var góður nemandi og hvetjandi samstúdent. Hún hafði yndi af samræðum um flest málefni líðandi stundar en helst um heim- speki og gátur lífsins. Það var gam- an að kynnast rökvisi hennar og kankvísi er í odda skarst í orðasenn- um. Hún valdi sér lokaritgerðarefnið Almenn tengsl og lýsir það viðhorfi hennar til fags bókasafnsfræðinga að hún lagði svo mikla áherslu á já- kvæð samskipti fólks, bæði í leik og starfi. Svo mikla áherslu vildi hún leggja á þennan þátt að hún var ekki ánægð með íslenska orðið jákvæðni og vildi bæta um betur með því að smíða nýyrðið jávirkur og jávirkni. Með því vildi hún bæta heiminn og með jávirkni sinni æ síðan hefur Herbjört sannarlega bætt heiminn fyrir okkm-, sem fengum að kynnast henni. Sem bókasafnsfræðingur vann hún gott starf í Bókasafni Kópavogs og lagði m.a. grann að sögustundum fyrir yngstu notenduma. Að hverju verki gekk hún með áhuga og já- kvæðu hugarfari og var því hvers manns hugljúfí, þægilegur og skemmtilegur samstarfsmaður. Til marks um jávirkni hennar og dagfarsprýði sagði hún að sér líkaði vel við rigningu og rok - henni þætti hún svo öragg við að heyra regnið lemja og rokið öskra. Þetta viðhorf hefur hún ef til vill tileinkað sér í Vestmannaeyjum þar sem hún ólst upp og bar ávallt hlýjar taugar til. Á þessum árum kynntumst við einnig manni hennar, sr. Guðna Þór, og fylgdumst með þegar bömin komu hvert af öðra, Ólafur Teitur, Pétur Rúnar, Ámi Þorlákur, Lflja Irena og Eysteinn Guðni. Herbjört tók þá ákvörðun snemma að vera heimavinnandi móðir og setja þar með bömin sín og fjölskylduna í öndvegi. Okkur kollegum hennar þótti miður að missa hana úr heimi bókavarða og fannst hún fóma ör- uggum frama fyrir heimilishald. Þegar fram liðu stundir og við kynntumst þessari fjölskyldu betur sáum við hve hárrétt ákvörðun hennar var: með uppbyggingu og ræktun fjölskyldu sinnar skapaði HERBJÖRT PÉTURSDÓTTIR Herbjört meiri fjársjóð hamingju og farsældar heldur en nokkur starfs- frami hefði getað fært henni - og þeim. Herbjört byggði upp gistiþjón- ustu fyrir ferðamenn í gamla prests- húsinu á Melstað af sinni alkunnu alúð og dugnaði og í tengslum við það starf kynntist fjölskyldan mörgu góðu fólki frá öllum heims- homum. Við hjónin heimsóttum fjölskyld- una á Melstað eins oft og við gátum og áttum þar margar yndislegar samverastundir. Enga aðra fjöskyldu þekkjum við sem býr yfir jafn mikilli samstöðu og samstill- ingu, andlegum styrk og hamingju eins og fjölskyldu þeirra Herbjartar og Guðna Þórs. I hvert eitt sinn fór- um við frá þeim betri manneskjur, með ljúfar minningar, sem endast munu okkur alla tíð. Ekki síst er þetta mikilvægt á sorgai-stundu þegar móðir og eiginkona er kölluð burt svo fljótt. Hún Herbjört átti í stríði við óvæginn og erfiðan sjúk- dóm og hún barðist hetjulega og æðralaust til hinstu stundar. Síðasta sunnudag var sannarlega sumar í Kópavoginum, við hjónin úti í garði við vorstörf full af sumar- gleði. Um kvöldið dró ský fyrir sólu í fyllstu merkingu þess orðs og það ský grúfir enn yfir. Bjarta brosið hennar mun ekki framar taka fagn- andi á móti okkur þegar við komum að Melstað. Þó er huggun harmi gegn að brosi sínu og hlýhug hefur hún sáð í böm þeirra Guðna Þórs og þess munum við njóta um ókomna framtíð. Við hittumst fyrst þegar við vor- um við nám í bókasafnsfræði við Háskólann. Strax á fyrsta ári vor- um við saman í stjóm nemendafé- lagsins og þar með hófst vinátta okkar. I byrjun héldum við fundi heima hjá þeim hjónum í Kópavog- inum, síðan komum við í kvöld- heimsóknir og þar kynntumst við Guðna og sonum, þeim Olafi Teiti og Pétri Rúnari, þá eins og tveggja ára. Kátínan og glettnin var alltaf við völd jafnvel svo að okkur fannst við vera hálf þung í samanburði. Um síðustu páska hélt Herbjört enn kátínu sinni og glettni. Aldrei heyrðist hún kvarta, alltaf var hún jafn jákvæð í veikindum sínum. Við minnumst hennar þegar við fóram að byggja í Kópavoginum og hún kom með volgar pönnukökur til að stytta okkur stundirnar. Við minn- umst hennar þegar þið komuð til okkar, nýkomin frá Þýskalandi, með þriðja soninn Arna Þorlák, við minnumst hennar þegar við kom- um ár eftir ár norður og fyrstu árin kom hún svo stolt til dyra með nýj- an fjölskyldumeðlim í fanginu, fyrst Lilju Irenu og síðan Eystein Guðna. Oft var spjallað og rætt um lífið og tilverana og tóku börnin ekki síður þátt í þeim samræðum en við hinir fullorðnu. Hún var miklu duglegri að hringja og spjalla en við. Hún lifðir lífinu og ræktaði böm sín, eiginmann og heimili og gaf sér tíma meðan við hin tókum þátt í lífsgæðakapp- hlaupinu, voram í skóla, unnum úti, fóram á fundi, námskeið og þess háttar. Hún vissi hvað hún vildi og vann að sínu með yfirvegun og ró en ávallt með glettni og kátínu. Við eram þakklát fyrir að hafa fengið að eiga Herbjörtu að vini, og biðjum guð að blessa minningu hennar og veita böraunum og eigin- manni styrk í sorginni. Við kveðj- um Herbjörtu og biðjum henni guðs blessunar með þessum orðum: Skrifuð á blað verðurhúnvæmin, bænin, sem ég bið þér, en geymd í hugskoti slípast hún eins og perla ískel viðhveijahugsun semhvarflartilþín. Anna Sigríður Einarsdóttir og Hrafn Andrés Harðarson. • Fleirí minningargreinar um Herbjörtu Pötursdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.