Morgunblaðið - 07.05.1999, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.05.1999, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1999 28 Skýrr með 11 milljónir í hagnað á fyrsta ársfjórðungi Unnið að ýmsu til að skapa ný sóknarfæri Framkvæmdastjóri Sambands íslenskra vióskiptabanka um fjölda banka hér á landi Skýringarnar fjöldi stofnana og dreifbýli HAGNAÐUR Skýrr hf. nam 11 milljónum króna eftir skatta fyrstu þrjá mánuði ársins samanborið við 16 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Fyrirtækið greiðir nú tekju- skatt og nemur hann um 4,6 millj- ónum króna en ekki var um slíka skattgreiðslu að ræða á síðasta ári. Gengi hluta- bréfa í Skýrr lækkaði um 5,3%, úr 10,30 í 9,75, á Verðbréfaþingi íslands í gær eftir að afkomutölur félagsins voru kynntar. Afkoman í takt við áætlanir Að sögn Hreins Jakobssonar, forstjóra Skýrr, er afkoman í takt við áætlanir félagsins en rekstrar- áætlun gerir ráð fyrir um 1.300 milljóna króna veltu á þessu ári og að hagnaður geti numið um 65 milljónum króna. A síðasta ári nam hagnaður Skýrr 55,8 milljón- um króna og veltan var 1.100 millj- ónir króna. „Hér er einungis um þriggja mánaða tölur að ræða en þær eru svipaðar og gert var ráð fyrir í áætlun félagsins. Þetta er heldur minni hagnaður en í fyrra en þá greiddum við ekki skatta.“ Hreinn segir að herða þurfi róðurinn til þess að ná hagnaðar- markmiðum árs- ins og unnið sé að ýmsum málum til þess að skapa sóknarfæri. „Við erum með verkefni á hug- búnaðarsviði og ýmiskonar rekstr- arþjónustu. Sem er okkar kjarna- starfsemi. Verkefnastaðan í hug- búnaði er mjög góð og síðan sjáum við mikil sóknarfæri í rekstrar- og margmiðlunarþjónustu,“ segir Hreinn. Veltufé frá rekstri nam 35 millj- ónum ki’óna samanborið við 38 milljónir króna á síðasta ári. Rekstrartekjur tímabilsins námu 303 milljónum króna samanborið við 263 milljónir króna á síðasta ári og er það 15% aukning milli ára. Eigið fé félagsins í lok tíma- bilsins nemur 260 milljónum króna samanborið við 246 milljónir króna í upphafi árs. í FRÉTT sem birtist í Morgun- blaðinu á þriðjudag kom fram að samkvæmt útreikningum The Economist er Island það ríki í heiminum þar sem fjöldi banka er einna mestur miðað við höfðatölu, eða sem samsvarar 41,5 banka á hverja 100.000 íbúa. Er ísland þannig í öðru sæti á eftir Lúxem- borg hvað þetta snertir en í flest- um iðnríkjum er hlutfallið miklu lægra. I samtali við Finn Sveinbjöms- son, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra viðskiptabanka, kom fram að í meginatriðum væru skýr- ingar á þessu tvær. „Annars vegar liggur skýringin í fjölda bankastofnana hér á landi og hefur margsinnis komið fram að til að fækka útibúum þurfi að koma til samruna í greininni. Hins vegar má rekja skýringuna til fámennis og dreifbýlis hér á landi, langt er milli staða og tiltölulega fáir íbúar eru á hverjum stað sem hefur óhagræði í för með sér,“ segir Finnur. Finnur segir líklegt að koma muni til samruna banka hér á landi og í kjölfarið muni útibúum fækka nokkuð. Hann bendir einnig á að hlutfallslega mikill fjöldi banka hér hafi í för með sér kostnað fyrir neytendur og að alþjóðlegur sam- anburður leiði í ljós að bankaþjón- usta hér sé nokkru dýrari en víða annars staðar. „Að vísu er samanburður svolítið varasamur þar sem máli skiptir hvort íbúðalánastarfsemi er inni í bankakerfinu eða ekki og eins hvort að langtímalán til fyrirtækja eru stunduð af almennum bönkum eða sérstökum fjárfestingarlána- sjóðum. En ljóst er að hvorki al- menningur né fyrirtæki sætta sig við það til langframa að þurfa að greiða hærri kostnað en gert er er- lendis,“ segir Finnur. Hlutabréfa- sjóður Búnaðar- bankans hf. Útboði lokið Lokið er hlutafjárútboði Hlutabréfasjóðs Búnaðar- bankans hf. að nafnvirði 500 milljónir króna sem hófst hinn 24. desember sl. og seldist allt hlutafé upp. Lokadagur út- boðsins var 30. apríl 1999, sem einnig er síðasti dagur fjár- hagsárs sjóðsins. Að loknu útboðinu er heild- arhlutafé félagsins 1.416.790.592,58 kr. að nafn- verði og á sjóðurinn á eigin bréf að nafnverði 31.996.670,74 kr. Útistandandi hlutafé er því 1.384.793.921,84 kr. 14.995 FJORFALDIR FORCE 20" fjallahjól fyrir 6-8 ára, 6 gíra Shimano með Grip shift. Tektro v-bremsur. JUMP, gult, fyrir þau yngstu Stærð 12V AF OLLUM HJOLUM TIL SUNNUDAGS RIDER 26" fjallahjól, 21 gíra Shimano ENERGY 24“ fjallahjól með dempara 18 gíra Shimano Grip shift,Tektro v-bremsur. POWER 24" fjallahjól 18 gíra Shimano með Grip shift, Tektro v-bremsur HAGKAUP Meira úrval - betri kaup
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.