Morgunblaðið - 07.05.1999, Side 29

Morgunblaðið - 07.05.1999, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1999 28 Skýrr með 11 milljónir í hagnað á fyrsta ársfjórðungi Unnið að ýmsu til að skapa ný sóknarfæri Framkvæmdastjóri Sambands íslenskra vióskiptabanka um fjölda banka hér á landi Skýringarnar fjöldi stofnana og dreifbýli HAGNAÐUR Skýrr hf. nam 11 milljónum króna eftir skatta fyrstu þrjá mánuði ársins samanborið við 16 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Fyrirtækið greiðir nú tekju- skatt og nemur hann um 4,6 millj- ónum króna en ekki var um slíka skattgreiðslu að ræða á síðasta ári. Gengi hluta- bréfa í Skýrr lækkaði um 5,3%, úr 10,30 í 9,75, á Verðbréfaþingi íslands í gær eftir að afkomutölur félagsins voru kynntar. Afkoman í takt við áætlanir Að sögn Hreins Jakobssonar, forstjóra Skýrr, er afkoman í takt við áætlanir félagsins en rekstrar- áætlun gerir ráð fyrir um 1.300 milljóna króna veltu á þessu ári og að hagnaður geti numið um 65 milljónum króna. A síðasta ári nam hagnaður Skýrr 55,8 milljón- um króna og veltan var 1.100 millj- ónir króna. „Hér er einungis um þriggja mánaða tölur að ræða en þær eru svipaðar og gert var ráð fyrir í áætlun félagsins. Þetta er heldur minni hagnaður en í fyrra en þá greiddum við ekki skatta.“ Hreinn segir að herða þurfi róðurinn til þess að ná hagnaðar- markmiðum árs- ins og unnið sé að ýmsum málum til þess að skapa sóknarfæri. „Við erum með verkefni á hug- búnaðarsviði og ýmiskonar rekstr- arþjónustu. Sem er okkar kjarna- starfsemi. Verkefnastaðan í hug- búnaði er mjög góð og síðan sjáum við mikil sóknarfæri í rekstrar- og margmiðlunarþjónustu,“ segir Hreinn. Veltufé frá rekstri nam 35 millj- ónum ki’óna samanborið við 38 milljónir króna á síðasta ári. Rekstrartekjur tímabilsins námu 303 milljónum króna samanborið við 263 milljónir króna á síðasta ári og er það 15% aukning milli ára. Eigið fé félagsins í lok tíma- bilsins nemur 260 milljónum króna samanborið við 246 milljónir króna í upphafi árs. í FRÉTT sem birtist í Morgun- blaðinu á þriðjudag kom fram að samkvæmt útreikningum The Economist er Island það ríki í heiminum þar sem fjöldi banka er einna mestur miðað við höfðatölu, eða sem samsvarar 41,5 banka á hverja 100.000 íbúa. Er ísland þannig í öðru sæti á eftir Lúxem- borg hvað þetta snertir en í flest- um iðnríkjum er hlutfallið miklu lægra. I samtali við Finn Sveinbjöms- son, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra viðskiptabanka, kom fram að í meginatriðum væru skýr- ingar á þessu tvær. „Annars vegar liggur skýringin í fjölda bankastofnana hér á landi og hefur margsinnis komið fram að til að fækka útibúum þurfi að koma til samruna í greininni. Hins vegar má rekja skýringuna til fámennis og dreifbýlis hér á landi, langt er milli staða og tiltölulega fáir íbúar eru á hverjum stað sem hefur óhagræði í för með sér,“ segir Finnur. Finnur segir líklegt að koma muni til samruna banka hér á landi og í kjölfarið muni útibúum fækka nokkuð. Hann bendir einnig á að hlutfallslega mikill fjöldi banka hér hafi í för með sér kostnað fyrir neytendur og að alþjóðlegur sam- anburður leiði í ljós að bankaþjón- usta hér sé nokkru dýrari en víða annars staðar. „Að vísu er samanburður svolítið varasamur þar sem máli skiptir hvort íbúðalánastarfsemi er inni í bankakerfinu eða ekki og eins hvort að langtímalán til fyrirtækja eru stunduð af almennum bönkum eða sérstökum fjárfestingarlána- sjóðum. En ljóst er að hvorki al- menningur né fyrirtæki sætta sig við það til langframa að þurfa að greiða hærri kostnað en gert er er- lendis,“ segir Finnur. Hlutabréfa- sjóður Búnaðar- bankans hf. Útboði lokið Lokið er hlutafjárútboði Hlutabréfasjóðs Búnaðar- bankans hf. að nafnvirði 500 milljónir króna sem hófst hinn 24. desember sl. og seldist allt hlutafé upp. Lokadagur út- boðsins var 30. apríl 1999, sem einnig er síðasti dagur fjár- hagsárs sjóðsins. Að loknu útboðinu er heild- arhlutafé félagsins 1.416.790.592,58 kr. að nafn- verði og á sjóðurinn á eigin bréf að nafnverði 31.996.670,74 kr. Útistandandi hlutafé er því 1.384.793.921,84 kr. 14.995 FJORFALDIR FORCE 20" fjallahjól fyrir 6-8 ára, 6 gíra Shimano með Grip shift. Tektro v-bremsur. JUMP, gult, fyrir þau yngstu Stærð 12V AF OLLUM HJOLUM TIL SUNNUDAGS RIDER 26" fjallahjól, 21 gíra Shimano ENERGY 24“ fjallahjól með dempara 18 gíra Shimano Grip shift,Tektro v-bremsur. POWER 24" fjallahjól 18 gíra Shimano með Grip shift, Tektro v-bremsur HAGKAUP Meira úrval - betri kaup

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.