Morgunblaðið - 07.05.1999, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 07.05.1999, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1999 47 1 Morgunblaðið/Sverrir -búðunum er frá Grikklandi og þar var nóg við að sýsla í gær. Hér er einn ana að skoða í eyru eins barnsins við Iitla hrifningu þess. ð upp í Brazda-búðunum og hér sést júkratjaldið. Reyndar gekk allt eins og í sögu þar til þau komu hingað að landamærun- um á stórri rútu, en þá sögðu landamæraverðir hingað og ekki lengra! „Við gerðum ekkert veður út af því heldur fórum bara að leika okk- ur í kringum bílinn. Köstuðum fris- bee-diskum til og frá og fórum í bolta- leiki. Við tókum neituninni sem sagt bara vel en eftir drykklanga stund voru verðimir orðnir svo leiðir á okk- ur að þeir hleyptu okkur í gegn.“ Get ekki setið hjá Konunni er mikið niðri fyrir þegar hún talar um ástandið í Kosovo og ör- lög Albananna þar. „Það hefur mikið verið talað um Helförina síðustu ára; tugi, en í raun hefur ekkert breyst. í stað þess að tala verða menn að gera eitthvað. Þess vegna urðum við að drífa í þessu. Þú hefur örugglega heyrt um mörg Helfarar-söfn, Helfar- ar-þetta og Helfarar-hitt. Eins og ég sagði áðan má sú skclfing auðvitað ekki gleymist en það sem skiptir mestu máli er að hjálpa þeim sem eiga um sárt að binda í dag. Sem barn fólks sem lifði af vist í útrýmingar- búðum nasista gat ég ekki setið hjá. Fólk verður að fá tækifæri til að lifa. Það er sá lærdómur sem mikilvægast er að draga af Helförinni. Foreldrar mínir áttu 18 mánaða gamlan son sem nasistar hentu í ofn; ég hugsaði með mér, þegar ég sá fyrstu myndimar af þessu í sjónvarpinu, að það væru ekki nema 50 ár síðan pabbi og mamma voru í fangabúðum nasista í Evrópu og nú væri þetta að gerast á sömu slóðum. Þetta gæti bara ekki verið - hvers vegna hefði fólk ekkert lært. Þegar ég hugsa um átökin sem verið hafa hér á Balkanskaganum síðustu ár fínnst mér eins og Hitler teygi sig upp úr gröfinni og segi: Ég sigra þrátt fyrir allt!“ fyrir börnunum í flóttamannabúðunum Morgunblaðið/Sverrir ■m ísraelska ungliðahreyfingin stend- im býr sig undir að taka ljósmynd af i sem búa í búðunum. syngja, dansa, vera í íþróttum og búa til listaverk svo eitthvað sé nefnt. Allt sem mögulegt er til að þeim líði eins vel og kostur er. Að þau hafí nóg við að vera og geti brosað. Gyðingar vita hve þetta -F er mikilvægt og skilaboð okkar til þeirra eru: Ekki gefa upp von- ina.“ Zuroff gagnrýnir heimsbyggð- ina fyrir að engum öðrum skyldi hafa dottið í hug að hugsa með þessum hætti um börnin í búðun- um. „Þessi fsraelska ungliða- hreyfíng sem að verkefninu stendur fór af stað án þess að eiga í raun neina peninga til þess. Það náðist að safna einhverju til að byrja, en enginn veit hve Iengi verður hægt að halda starfsem- inni gangandi. Heimsbyggðin ætti að skammast sín; hér eru ein 25 alþjóðleg samtök að störfum en engum þeirra hefur hugkvæmst að huga með þessum hætti að börnunum. Mér fínnst að sem flest lönd ættu að senda fulltrúa sína hingað í þessum tilgangi. Foreldrar okkar voru í útrýming- arbúðum gyðinga og þess vegna lítum við ekki á það sem við erum að gera hér sem vinnu heldur köllun. Enginn veit hvað bíður þeirra barna sem eru hér en það minnsta sem við getum gert er að reyna að Iáta þeim líða vel meðan þau eru hér.“ Sigríður Guðmundsdóttir, skrifstofustjóri alþjóðadeildar Rauða kross íslands, skoðaði flóttamannabúðirnar í gær ÞAÐ var kuldalegt um að litast í Brazda-búðunum í gær. Heimilislegt í mörg- um tjaldanna Skopje. Morgunblaöid. , Morgunblaðið/Sverrir SIGRIÐUR Guðmundsdóttir ræðir við konu með vikugamalt barn sitt, í búðum þýska Rauða krossins, sem eru í Brazda-flóttamannabúðunum. „ÞAÐ hefur komið mér þægilega á óvart hvað hlutimir eru vel skipulagð- ir í búðunum. Við höfðum fengið frétt- ir af því heim frá alþjóða Rauða kross- inum að langan tíma taki að dreifa mat, að allt gangi mjög hægt fyrir sig - enda hefur fólki í búðunum fjölgað mikið upp á síðkastið og því erfítt að eiga við ástandið. En nú virðist allt komið í gott lag hvað þetta varðar,“ sagði Sigríður Guðmundsdóttir, skrif- stofustjóri alþjóðadeOdar Rauða kross Islands, við Morgunblaðið í Skopje í gær, eftir að hún heimsótti Brazda- flóttamannabúðimar. Sigríður hefur sjálf starfað í flótta- mannabúðum - í Sómalíu, Taílandi, Eþíópíu og Súdan - „og ég vissi því nokkum veginn að hverju ég gekk. En ef ég ber saman þessar búðir og þær í Afríku sem ég hef verið í þá er munurinn mikill. Hér er fólk ekki að deyja úr hungri og er ekki mjög veikt. Þetta fólk virðist ekki hafa liðið skort“. En hún segir það hafa komið sér nokkuð á óvart hér hversu illa fólk sé upplýst í búðunum, margir hafi komið til sín og spurst fyrir um hvar hina og þessa þjónustu væri að fá, „og svo var talsvert um að fólk kom til mín í dag og spurði mig hvernig það ætti að fara að til að komast til þriðja lands. Mér virðist því greinilega mik- ill vilji hjá fólki til þess að komast í burtu“. En hún segist hafa áhyggjur af framtíð fólksins sem er hér í búðun- um: „Hvað ef deilan um Kosovo leysist ekki á næstunni, fyrir haustið? Þá þarf að finna nýjar lausnir því hér getur orðið mjög kalt á veturna og fólkið býr þá ekki í þessum tjöldum. Þetta em ekki búðir sem fólk getur búið í árum saman.“ Hún segir mjög ánægjulegt að engar farsóttir hafi komið upp í búðunum. Sögusagnir fóm reyndar á kreik í gærmorgun að lifrarbólga A hefði skotið upp kollinum í Brazda- búðunum, en Morgunblaðið fékk stað- fest hjá starfsfólki alþjóða Rauða krossins að það er ekki rétt. „Læknir hjá þýska Rauða krossinum sagði mér að hér væri reyndar að finna ýmsa sjúkdóma, en ekkert óvenjulegt. Þetta er bara eins í hverju öðru samfélagi þai- sem búa 30 þúsund manns,“ sagði Sigríður. „Hér em nýfædd börn til- tölulega stór og vel alin. Þau eru því í þokkalegu næringarlegu ástandi. Konurnar mjólka og allt virðist því eðlilegu ásigkomulagi.“ Borað eftir vatni? Allt vatn sem notað er í búðunum kemur úr læk innan girðingarinnar. „Tvenns konar efni er sett í vatnið til að hreinsa það; ég di-akk vatnið og það er bragðgott. Enda em þeir með rannsóknarstofu inni í búðunum til að fylgjast með að allt sé með felldu. Það þarf hins vegar að finna varanlegri lausnir; lækurinn þornar nefnilega upp á sumrin og nú stendur til að bora eftir vatni á svæðinu. Það er því að mörgu að hyggja.“ Sigríður skoðaði búðimar rækilega í gær. Hún segir fólk búa þröngt, eins og blaðamaður hafði reyndar séð sjálf- ur. „Það búa oft 15-20 manns í hverju tjaldi. En fólkið hefur komið sér nokk- uð vel fyrir og það er nokkuð heimilis- legt í mörgum tjaldanna.“ Henni fannst líka ánægjulegt að sjá að fólki er séð fyrir einhverjum tómstundum, en sett hafa verið körfuboltaspjöld þar sem karlmenn voru margir hverjir að leika sér í þeirri vinsælu íþrótt og fjöldi sat að tafli þar skammt frá. „I þessum harmleik era því margir ljósfr punktai- og það er sjálfsagt að draga þá fram.“ Landamæranum frá Kosovo var lokað í fyrrakvöld og hópur fólks sem kominn var að hliðinu og beið þess að fá að komast þaðan yfir til Makedóníu var rekinn til baka. „Það var hálf öm- urlegt að koma að landamærunum í morgun. Fólkið bíður í lest einhvers staðar rétt hjá, þar sem þó sést ekki til þess frá landamærastöðinni, og fólk var að koma í talsverðum mæli okkar megin frá til að spyrja frétta af ætt- ingjum sínum sem voru með lestinni. Þetta var mjög sorglegt. Stjómvöld halda því reyndar fram að landamær- unum hafi alls ekki verið lokað - en það fer ekkert á milli mála þegar kom- ið er á staðinn að sú yfirlýsing er ekki rétt.“ Hólmfríður Gísladóttir, deildar- stjóri félagsmála hjá Rauða krossi ís- lands, kom til Skopje í gærkvöld og fundar fyrir hádegi í dag með fólki frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóð- anna vegna flóttafólksins sem flytja á til Islands á morgun. Væntanlega verður ákveðið fljótlega eftfr hádegi í dag hverjir það verða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.