Morgunblaðið - 24.06.1999, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ávarp forsætisráðherra Davíðs Oddssonar 17. .júní 1999
Svo við lítum okkur
nær um annað álitaefni, þá vBja sum-
ir leiða inn norskt kúakyn hér á landi
’GMuK/D
KÝRNAR léku við hvern sinn fingur eftir ávarp forsætisráðherra og ekki er ólíklegt að 17. júní verði fram-
vegis dagur íslenska kúastofnsins.
sem er komlð
— tíl að veral
Þú þarf ekki að bíða eftir næsta tilboði.
Þú færð okkar lága INDESIT - verð alla daga
rvfe'iV.V
kr.
Kæliskápur RG 1145
• Kælir 114 Itr.
• Klakahólf 14 Itr.
• Mál hxbxd: 85x50x56
Kæliskápur RG 2190
• Kælir 134 Itr.
• Frystir 40 Itr.
• Sjálfvirk afþýðing í kæli
■ Mál hxbxd: 117x50x60
Kæliskápur RG 2250
• Kælir 184 Itr
• Frystir 46 Itr
• Sjálfvirk afþýðing í kæli
• Mál hxbxd: 139x55x59
0) inDesu
i- m
Kæliskápur RG 2290 !
• Kælir 2111tr._____f !
• Frystir 63 Itr. 0**3
• Sjálfvirk afþýðing í kæli
• Mál hxbxd: 164x55x60
®S sifc
Kæliskápur RG 1300
• Kælir 298 Itr.
• Sjálfvirk afþýðing
• Mál hxbxd: 150x60x60
Kæliskápur CG 1275
• Kælir 172 Itr.
• Frystir 56 Itr. ta»»«l
•Tværgrindur
• Sjálfvirk afþýðing í kæli
• Mál hxbxd: 150x55x60
BRÆÐURNIR
Lágmúla 8 ■ Simi 533 2800
ÍTÖLSK HÖNNUN- ÍTÖLSK G Æ
Jón Viktor Gunnarsson með 11
punda urriða sem hann veiddi í
Vatnskoti í Þingvallavatni fyrir
skömmu. Fiskurinn tók svartan
Tóbí.
Togast úr
Elliðaánum
Það hefur togast alveg þokkalega
upp úr Elliðaánum það sem af er ver-
tíð og á hádegi í gær voru 35 laxar
komnir á land. Það er prýðisútkoma,
sérstaklega þegar höfð eru í huga
margvísleg vandræði síðustu árin og
aflabresturinn á síðustu vertíð.
Mest er um smálax, 3 til 5 punda,
en nokkrir 7-8 punda eru komnir á
land og einn rúmlega 13 punda sem
veiddist á maðk í Sjávarfossi. Sá var
86 sentímetra langur. Laxinn er mest
neðst í ánum enn sem komið er.
Mokað úr Hreðavatni
Víða berast að veiðifréttir og það
er fleira fiskur en lax. Fyrir skömmu
fóru tveir félagar fyrir rælni í
Hreðavatn í Norðurárdal. Heldur fer
fáum sögum af því sem miklu veiði-
vatni og það er trú margra að þar sé
aðeins smáfiskur. En þessir náungar
fengu stórveiði, annar yfir 50 bleikj-
ur og hinn eitthvað minna. Sá sem
minna fékk var auk bleikjana með 3
punda urriða í aflanum.
Ný reglugerð um tóbaksvarnir
Enn þrengt að
reykingafólki
Um þessar mundir
er að ganga í gildi
ný reglugerð um
tóbaksvamir á vinnustöð-
um. Samkvæmt henni er
ætlast til að reykingabann
á vinnustöðum verði nú
undantekningarlítið. Helgi
Guðbergsson á sæti í Tó-
baksvamamefiid, hann
var spurður hvers vegna
verið væri að þrengja
þessar reglur enn?
„I fyrsta lagi hafa verið
reglur í gildi um tak-
mörkun á reykingum á
vinnustöðvum sem ekki
hafa reynst vemda þá
sem ekki reykja nægilega
vel. Áður mátti til dæmis
samþykki með einföldum
meirihluta starfsmanna Hdgi GuðbcrgSSOIl
og leyfi yfirmanns að
reykja í tilteknu herbergi, nú má ►Helgi Guðbergsson er fæddur
ekki veita slíkt leyfi nema allir
sem nota herbergið reyki og séu
samþykkir því að reykingar verði
leyfðar í herberginu. í öðm lagi
em hvergi leyfðar reykingar í
sameiginlegu rými starfsmanna á
vinnustöðvum. Þetta á við alla
ganga, salemi, lyftur og fleira.
Þess ber að geta að í opinberam
stofnunum ríkis og sveitarfélaga
verða reykingar algerlega bann-
aðar nema í sérstökum afdrepum
frá næstu áramótum. Það hefur
viljað brenna við að fólk reykti í
kaffi- og matstofum og borið fyr-
ir sig óskýrar reglur þegar aðrir
hafa kvartað. Mikið ósætti hefur
skapast á ýmsum vinnustöðum
vegna þessa. Nú verður afdrátt-
arlaust bannað að reykja í öllum
kaffi- og matstofum. Hins vegar
verður leyfilegt að hafa sérstakt
afdrep fyrir reykingar á vinnu-
stöðum.“
- Eru óbeinar reykingar eins
hættulegar og af er látið?
„Lengi vel veittu menn áhrif-
um óbeinna reykinga litla athygli
vegna þess að beinu reykingam-
ar em svo gríðarlega mikið heil-
brigðisvandamál. Miklar rann-
sóknir á síðari ámm hafa sýnt að
óbeinar reykingar valda margvís-
legum sjúkdómum, svo sem
hjarta- og æðasjúkdómum,
lungnakrabbameini og öðram
lungnasjúkdómum. Óbeinar
reykingar hafa skaðleg áhrif á
fólk með langvinna hjarta- og
lungnasjúkdóma. Fólk sem þjáist
af ýmiss konar ofnæmi finnur oft
fyrir því hvemig tóbaksreykur
eykur ofnæmiseinkennin. Meng-
un af tóbaksreyk eykur líka
hættu af ýmiss konar mengun
sem er til staðar á mörgum
vinnustöðum. Ef um er að ræða
t.d. vinnustað þar sem er ryk-
mengun eða efnamegnun þá get-
ur tóbaksreykur stóraukið hætt-
una af slíkri mengun. Þetta atriði
hefur vegið þungt í umfjöllunum
um þessi mál á alþjóðavettvangi.“
- Verði þið vör við að fólk sem
reykir sætti sig mjög illa við
hertar reglur um _______________________
reykingabann á Skilningur á
vinnustöðum? skaðsemi
”.Eg verð/1 ,mik‘u reykinga
meira var við kvart-
fólks sem ekki
1950 í Reykjavík. Hann lauk
stúdentsprófi 1970 frá Mennta-
skólanum í Reykjavík og
læknaprófí frá Háskóla íslands
1977. Framhaldsnám stundaði
Helgi í Helsinki í Finnlandi í at-
vinnusjúkdómum og lauk því
1984. Hann hefur starfað á
Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur
frá því hann kom frá Finnlandi
þar sem hann er yfirlæknir og
veitir forstöðu atvinnusjúk-
dómadeild. Helgi er kvæntur
Guðnýju Magnúsdóttur mynd-
listarmanni og eiga þau þrjú
böra.
amr lolks sem
reykir en verður fyrir óþægind-
um af reykingum annarra á
vinnustöðum. Hins vegar held ég
að vaxandi almennur skilningur á
skaðsemi reykinga í þjóðfélaginu
valdi því að reykingamenn sætti
sig býsna vel við að aðstaða til
reykinga sé þrengd.“
- Hvað með sjúkrahús og
skóla?
„Það verður algerlega bannað
að reykja á öllum stofnunum
sem veita einhvers konar heil-
brigðisþjónustu með þeirri und-
anþágu þó að sjúklingar á
sjúkrahúsum mega reyka í sér-
stöku afdrepi. Þetta á við t.d. um
læknastofur, tannlæknastofur,
þjálfunarstofur, nuddstofur og
alla þá staði aðra þar sem fólki
er veitt þjónusta á þessu sviði.
Sama á við um alla skóla, frá
leikskólum upp í framhalds-
skóla. Hvorki kennarar, starfs-
menn né nemendur mega reykja
innan skólans samkvæmt lögum
frá 1996. Það er heldur ekki
heimilt að reykja á skólalóðinni
né öðrum stöðum þar sem skóla-
starf fer fram.“
- Hefur þessi nýja reglugerð
fleiri breytingar í fór með sér?
„Þegar að eldri reglugerðin
var samin höfðu menn ekki nægi-
lega í huga hvað vinnustaðir em
fjölbreytilegir og tóku ekki með í
reikninginn hvað margir vinna
t.d. í bílum, vinnuskúram, vinnu-
búðum og jafnvel tjöldum. Nýju
reglumar taka á þessu öllu. Nú
gilda sömu reglur í vinnubílum
og á vinnustöðum.“
- Veita vinnustaðir starfs-
mönnum aðstoð við að hætta
reykingum ísumum tilvikum?
„Það er töluvert um að stjórn-
endur fyrirtækja og stofnana
bjóði starfsmönnum að fá aðstoð
_________ við að hætta að
reykja á kostnað fyr-
irtækisins. Oft hefur
þetta verið gert í
tengslum við ákvarð-
anir um að gera fyrir-
tækin alveg reyklaus. Ýmist era
þá fengnir fagmenn til að koma í
fyrirtækin og halda námskeið
eða þá að fyrirtækið greiðir
kostnað af þátttöku í námskeiði.
Samkvæmt reglugerðinni hafa
stjómendur vinnustaða rétt til
þess að takmarka reykingar enn
frekar eða jafnvel að banna þær
alveg.“