Morgunblaðið - 24.06.1999, Page 10
10 FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Foreldrafélag Melaskóla afhendir borgarstjóra undirskriftalista
Morgunblaðið/Þorkell
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir tók við undirskriftalistum Foreldrafélags og Foreldraráðs Melaskóla í gær.
Foreldrarnir óska þess m.a. að þeim verði á næstunni kynnt skipulag einsetins Melaskóla.
Skipulagsleysi kemur niður á
nemendum og kennurum
Norrænir dómsmála-
ráðherrar funda
Ræddu und-
irbúning
Schengen-
samstarfsins
DÓMSMÁLARÁÐHERRAR
Norðurlandanna héldu árlegan
sumarfund sinn í Reykjavík sl.
þriðjudag. Samþykktu ráðherr-
arnir m.a. á fundinum tillögu Sól-
veigar Pétursdóttur dómsmál-
aráðherra um að setja á fót
vinnuhóp embættismanna til að
fjalla um málefni ungra afbrota-
manna.
Ráðherrarnir íjölluðu einnig
um vitnavernd en það málefni
hefur verið ofarlega á baugi ann-
ars staðar á Norðurlöndum.
Fram kemur í fréttatilkynningu
frá dómsmálaráðuneytinu að þar
sé nú tii athugunar hvort mæla
eigi sérstaklega fyrir í lögum um
refsinæmi ógnana sem beinast að
vitnum.
Danski dómsmálaráðherrann
gerði grein fyrir því að til athug-
unar væri í Danmörku hvort
mæla skuli fyrir í lögum að fyrn-
ing refsingar rofni ef dómþoli
kemur sér hjá afplánun með því
að dvelja erlendis. Er nú til at-
hugunar í dómsmálaráðuneytinu
hér á landi að breyta lögum í
þessa veru.
Ráðherrarnir ræddu einnig um
undirbúning Schengen-sam-
starfsins og um fyrirhugaðan
fund dómsmálaráðherra Norður-
landanna og Eystrasaltsríkjanna
í nóvember nk.
FORSVARSMENN Foreldrafélags
og foreldraráðs Melaskóla gengu á
fund borgarstjóra í gær og afhentu
honum undirskriftalista foreldra
barna skólans þar sem þeir lýsa
áhyggjum sínum vegna húsnæðis-
málískólans.
Undirski-iftalistar voru sendir á
heimili barna í Melaskóla og rituðu
um 360 forsvarsmenn heimila nafn
sitt á undirskriftalistann en í skólan-
um eru 594 böm, að sögn Kjartans J.
Kárasonar, formanns Foreldrafélags
Melaskóla.
I bréfi til borgarstjóra lýsa for-
eldrarnir yfir áhyggjum af
húsnæðismálum skólans, en þrír
mánuðir eru þangað til hann verður
einsetinn og segja að þótt verið sé að
taka í notkun nýtt viðbótarhúsnæði
við skólann dugi það engan veginn
undir þá aðstöðu sem nauðsynleg sé
fyrir einsetinn skóla með þennan
fjölda barna.
Vilja sjá áætlun um skipulag
einsetins Melaskóla
„Það er þörf á 2.400 m2 byggingu
en nýja viðbyggingin er 1.300 m2.
Það er ekki verið að byggja nægjan-
legt rými og það kemur niður á
skólastarfinu, bæði hjá nemendum
og kennurum," segir Kjartan og
bendir á að tæplega helmingur
kennara við skólann hafí sagt upp
störfum sínum og að við einsetningu
skólans muni nemendum sem
stunda nám við skólann á sama tíma
dagsins fjölga úr tæplega 400 í rúm-
lega 600. Vegna þessa þurfí til
dæmis að stækka og endurhanna
leiksvæðið og bæta aðkomu að skól-
anum vegna slysahættu. „Við ósk-
um eftir því að gerð verði áætlun
um hvernig einsetinn Melaskóli eigi
að líta út og að það verði gert í sam-
vinnu við starfsmenn og foreldra
nemenda skólans," segir Kjartan og
bendir einnig á að flatarmál við-
byggingar við skólann sé rétt rúm-
lega helmingur af því sem talið sé
nauðsynlegt samkvæmt reglugerð
um lágmarksaðstöðu í grunnskól-
um.
Foreldramir gagnrýna einnig að
aðstöðu vanti fyrir nemendur til að
matast og ekki sé búið að hugsa fyrir
því hvernig staðið verði að mötu-
neytismálum hvað varðar hádegis-
mat þegar skólinn verður einsetinn
og skólatími lengist. Einnig vanti
aðstöðu fyrir starfsmenn skólans,
fyrir lengda viðveru barna og að
kennslustofur séu ekki hannaðar fyr-
ir þann fjölda barna sem sé í bekkj-
ardeildum í dag. Þá hafí nauðsynleg-
um framkvæmdum við gamla skóla-
húsnæðið verið slegið á frest.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
borgarstjóri sagði við móttöku und-
irskriftalistanna að hún teldi sjálf-
sagt og nauðsynlegt að skoða þessi
mál heildstætt og að til stæði að end-
urskoða eldra skólahúsnæðið í kjölf-
ar nýbyggingarinnar sem tekin yrði í
gagnið í haust. „Menn mega ekki
gleyma að húsnæði skólans verður
mun betra í haust en það hefur verið
hingað til,“ sagði Ingibjörg og bætti
við að endurnýjun gamla skóla-
húsnæðisins væri ráðgerð sem fyrst.
Island í
19. sæti á
EM í brids
ÍSLENDINGAR voru í 19. sæti
í opnum flokki á Evrópumótinu
í brids þegar 29 umferðum var
lokið af 37. I kvennaflokki var
íslenska liðið í 20. sæti eftir 15
umferðir af 21.
I opna flokknum vann ís-
lenska liðið Júgóslavíu, 25-5, í
28. umferð og Kýpur, 22-8, í 29.
umferð í gær og var eftir það
með 452 stig í 19. sæti. Mjög
hörð keppni er um efstu sætin á
mótinu og höfðu Evrópumeist-
arar Italíu forustu með 546 stig,
Frakkar komu næstir með 538
stig, þá Norðmenn með 526
stig, Israelsmenn með 519 stig,
Spánverjar 515 stig, Pólverjar
513, Svíar 511 og Búlgarar 509
stig. Mótinu lýkur á laugardag.
Islenska liðinu hefur gengið
illa I kvennaflokki og var í 20.
og næstneðsta sæti með 179
stig eftir 16 leiki. Liðið gerði
jafntefli, 15-15, í 14. umferð við
Norðmenn, en tapaði í 15. um-
ferð í gær, 4-25, fyrir Bretum.
Kvennamótinu lýkur á fóstu-
dagskvöld en Austurríkismenn,
Frakkar og Hollendingar berj-
ast þar um sigurinn.
Ráðinn að-
stoðarmaður
EINAR Sveinbjömsson veðui'-
fræðingur hefur verið ráðinn að-
stoðarmaður Sivjar Friðleifs-
dóttur umhverfisráðherra og
segn- í frétta- tilkynningu að hann muni
hefja störf í
- * ; / ráðuneytinu í
- j& *jSf dag.
Einar er 34
Mi i ára með MS- próf í veður-
Einar Svein- fræði frá
björnsson Óslóar-
háskóla. Hann hefur starfað á
þjónustusviði Veðurstofu Is-
lands frá árinu 1991. Hann var
kjörinn í bæjarstjórn Garða-
bæjar 1994 og hefur verið vara-
formaður stjórnar Náttúru-
vemdai- ríkisins síðastliðin þrjú
ár. Einar er kvæntur Ólöfu Sig-
urðardóttur grunnskólakennara
og eiga þau þrjú börn.
ÞÁTTTAKENDUR á fundi norrænna dómsmálaráðherra fyrir utan Nesjavallavirkjun.
Landsvirkjun tekur næstlægsta tilboði í byggingu Vatnsfellsvirkjunar
Gengið til samninga við
Islenska aðalverktaka
STJÓRN Landsvirkjunar sam-
þykkti í gær að ganga til lokasamn-
inga við íslenska aðalvérktaka hf.
um byggingu stíflu, inntaks og
stöðvarhúss Vatnsfellsvirkjunar og
við Arnarfell ehf. um gröft frá-
rennslisskurðar virkjunarinnar. Is-
lenskir aðalverktakar hf. áttu næst-
lægsta tilboð í verkið, en lægsta til-
boð átti China National Water
Resources and Hydropower Eng-
ineering Corporation.
Samningsupphæðin við Islenska
aðalverktaka hf. nemur rúmlega
3.050 milljónum króna, en samn-
ingsupphæðin við Amarfell ehf. er
tæplega 470 milljónir.
Ennfremur samþykkti stjórn
Landsvirkjunar að ganga til loka-
samninga við Lahmeyer Internatio-
nal, VSO Ráðgjöf og Almennu verk-
fræðistofuna hf. sameiginlega um
eftirlit með framkvæmdum við
Vatnsfellsvirkjun. Áætlaður kostn-
aður við þennan samning er um 300
milljónir.
Fyrirtækið China National Wa-
ter Resources and Hydropower
Engineering Corporation átti
lægsta tilboðið í alla verkþætti með
afslætti. Tilboðið hljóðaði upp á
3.250 milljónir króna sem eru 63,4%
af kostnaðaráætlun.
Tilboð Islenskra aðalverktaka
hagstæðara þegar á allt er litið
Friðrik Sophusson, forstjóri
Landsvirkjunar, sagði að þegar litið
væri til allra sjónarmiða væri það
mat Landsvirkjunar að tilboð Is-
lenskra aðalverktaka hefði verið
hagstæðast í tvo af þremur verk-
þáttum. Arnarfell hefði að vísu ver-
ið með hærra tilboð en Islenskir
aðalverktakar í gerð frárennslis-
skurðar, en Landsvirkjun hefði efa-
semdir um þá tækni sem íslenskir
aðalverktakar ætluðu að beita við
verkið og þess vegna hefði verið
samið við Arnarfell um þann þátt.
Friðrik sagði að lítill verðmunur
hefði verið á tilboði kínverska fyrir-
tækisins og tilboði Islenskra aðal-
verktaka. Mjög lítill munur hefði
verið á kostnaðaráætlun fyrirtækj-
anna varðandi byggingu stíflunnar,
en á hinn bóginn hefði verið nokkur
munur á tilboðunum þegar kom að
byggingu stöðvarhússins. Það væri
hins vegar viðkvæmasti hluti fram-
kvæmdanna. Stefnt væri að því að
ljúka byggingu virkjunarinnar á
aðeins 28 mánuðum og þegar litið
væri til möguleika verktakans til að
standast þau tímamörk þyrfti m.a.
að horfa til þess hvaðan aðfóng
væru fengin. Kínverska fyrirtækið
hefði ætlað að afla aðfanga í Kína.
Friðrik sagði að þessi ákvörðun
fæli ekki í sér dóm Landsvirkjunar
yfir kínverska fyrirtækinu. Það lægi
fyrir að þetta íýrirtæki væri öflugt
og hefði mikla reynslu í byggingu
virkjana. Það hefði hins vegar ekki
reynslu af verkefnum í V-Evrópu.
Þröng tímamörk og fjarlægð milli
landanna hefðu ráðið um það úrslit-
um að Landsvirkjun hefði talið hag-
kvæmara að semja við íslenska
aðalverktaka.
Kínverska fyrirtækið hefur
byg&t 90 virkjanir
Magnús Ámason, umboðsmaður
China National Water Resources
and Hydropower Engineering Cor-
poration á Islandi, sagðist vera
mjög vonsvikinn yfir þessari niður-
stöðu. Hann sagði að um 500 millj-
óna munur væri á tilboði kínverska
fyrirtækisins og tilboði íslenskra
aðalverktaka. Þessi niðurstaða væri
því ekki eðlileg. Friðrik sagði að
kínverska fyrirtækið hefði haft
sömu möguleika og Islenskir aðal-
verktakar á að ráða til sín undir-
verktaka og mannskap. Fyrirtækið
hefði því getað staðist þau
tímamörk sem Landsvirkjun setti.
Hefði Landsvirkjun efasemdir um
hvort Kínverjamir gætu staðist
tímamörkin, mætti spyrja hvort
væri líklegra að fyrirtæki sem
byggt hefði 90 virkjanir, sem að
meðaltali væru fímm sinnum stærri
en Vatnsfellsvirkjun, stæðust mörk-
in eða fyrirtæki sem aldrei hefði
byggt virkjun.
Magnús sagði að China National
Water Resources and Hydropower
Engineering Corporation hefði
varið miklum tíma og fjármunum í
undirbúning þessa verks. Hann
kvaðst telja að Landsvirkjun hefði
látið viðskipti sín við rússneska
verktakafyrirtækið sem lagði há-
spennulínu frá Þjórsársvæðinu í
fyrravetur hafa áhrif á niður-
stöðuna. Kínverska fyrirtækið hefði
kynnt sér það mál og aflað upplýs-
inga frá verkalýðsfélögum. Fyrir-
tækið hefði lýst því yfir skriflega að
það myndi í einu og öllu fara að lög-
um og reglum sem gilda á vinnu-
markaði hér á landi.
Friðrik Sophusson sagði aðspurð-
ur um þetta atriði að viðskiptin við
rússneska fyrirtækið hefðu ekki
haft áhrif á ákvarðanir Landsvirkj-
unar í þessu máli.
Tilboðin um 70% af
kostnaðaráætlun
Friðrik sagði að ástæðan fyrir
þessum stutta framkvæmdatíma
væri sú að Norðurál vildi stækka ál-
verið á Grundartanga sem fyrst.
Stefnt væri að því að ljúka bygg-
ingu virkjunarinnar fyrir árslok
2001. Áætlað er að framkvæmdir
hefjist í næsta mánuði.
Akveðið hefur verið að ræða við
þá sem áttu lægstu tilboð í næstu
áfanga virkjunarinnar, en þeir eru
vélar og rafbúnaður annars vegar
og lokur og aðrennslisbúnaður hins
vegar.
Að sögn Friðriks var áætlaður
kostnaður við Vatnsfellsvirkjun um
8 milljarðar. Nú þegar tilboð í virkj-
unina liggja fyrir stefndi í að
kostnaðurinn yrði um 70% af
kostnaðaráætlun eða innan við 6
milljarðar.
Vatnsfellsvirkjun er fyrirhuguð í
veituskurði úr Þórisvatni í inn-
takslón Sigölduvirkjunar. Stærð
virkjunarinnar verður 90 MW.
Byggingarvinnan skiptist í þrjá
áfanga. í fyrsta lagi stíflugerð
vegna inntakslóns, í öðru lagi bygg-
ingu stöðvarhúss og í þriðja lagi
gröft frárennslisskurðar.