Morgunblaðið - 24.06.1999, Síða 16
16 FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1999
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Sjöunda Listasumarið að hefjast
Norðlensk mynd-
list í Ketilhúsinu
LISTASUMAR á Akureyri, hið
sjöunda í röðinni, hefst formlega á
laugardaginn, 26. júní, með mynd-
listarsýningu og tónlist, og síðan
rekur hver viðburðurinn annan þar
til 29. ágúst, þegar Listasumri lýk-
ur, á afmælisdegi Akureyrarbæjar.
Það er samsýning norðlenskra
myndlistarmanna sem hefst í Ketil-
húsinu á laugardag kl. 16. Um er
að ræða þemasýninguna Matur.
Morgunblaðið/Skapti
FINNUR Magnús Gunnlaugsson,
framkvæmdastjóri Gilfélagsins,
með veggspjald Listasumars 99 -
við hlið veggspjalds fyrsta Lista-
sumarsins, fyrir sjö árum.
Við opnunina dansar Arngrímur
Bjarnason spunadansari og ávarp
flytur Haraldur Ingi Haraldsson,
fráfarandi forstöðumaður Lista-
safnsins á Akureyri. Kórinn Voces
Borealis syngur. Myndlistarmenn
sem verk eiga á sýningunni nota
flestar tegundir tækni við verk sín.
Sýningarstjóri er Aðalsteinn Svan-
ur Sigfússon, en þátttakendur eru
Aðalheiður S. Eysteinsdóttir frá
Akureyri, Aðalsteinn Svanur Sig-
fússon, Akureyri, Aðalsteinn Þórs-
son, Hollandi, Anna María Guð-
mann, Akureyri, Anna Sigríður
Hróðmarsdóttir, Varmahlíð, Anne
Kampp, Akureyri, Bjarni F. Ein-
arsson, Reykjavík, Erlingur Jón
Valgarðsson, Akureyri, Gamli Elg-
ur, Eyjafirði, Guðrún H. Bjarna-
dóttir - Hadda, Akureyri, Guðrún
Þórisdóttir - Garún, Olafsfirði,
Gunnar Kr. Jónasson, Akureyri,
Hallgrímur Ingólfsson, Akureyri,
Hrefna Harðardóttir, Akureyri,
Jón Laxdal Halldórsson, Akureyri,
Helga Björg Jónasdóttir, Seltjarn-
arnesi, Hörður Jörundsson, Akur-
eyri, Kristjana F. Arndal, Akur-
eyri, Kristján Pétur Sigurðsson,
Akureyri, Jóhann Ingimarsson,
Akureyri, Jonna, Akureyri, Jónas
Viðar, Akureyri, Lárus H. List,
Akureyri, Ólafur Þórðarson, Akur-
eyri, Óli G. Jóhannsson, Eyjafjarð-
arsveit, Sólveig Baldursdóttir, Ak-
ureyri, Valva Gísladóttir, Svarfað-
ardal, Þórarinn Blöndal, Akureyri,
Þórey Eyþórsdóttir, Akureyri og
Þráinn Karlsson, Akureyri.
Þrjár íyrstu vikur Listasumars
eru tileinkaðar unga fólkinu, og á
laugardag kl. 17 verður einnig opn-
uð sýning í Deiglunni þar sem fram
kemur hljómsveitin Toy Machine,
ótengd. Myndlistin þar spannar allt
frá leikskólaverkum að myndlist
framhaldsskólanema.
Báðar sýningarnar eru opnar frá
kl. 14 til 18 daglega til 13. júlí, en 17.
júlí verða opnaðar nýjar myndlist-
arsýningar, bæði í Deiglunni og
Ketilhúsinu.
______Akureyrarbær______
Húsnæði óskast
til leigu_______________
Óskað er eftir 2-3 herbergja íbúð til leigu
frá næstu mánaðamótum og helst sem
næst miðbænum.
Nánari upplýsingar á skrifstofu
menningarmála í síma 460 1457.
Blaðberar
Blaðbera vantar á Eyrina og í afleysingar víðsvegar um
bæinn. Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið
kemur í bæinn.
Góður göngutúr sem borgar sig.
Morgunblaðið,
Kaupvangsstræti 1, Akureyri,
sími 4611600.
Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og
upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í upplagseftirliti og eru seld að
meðaltali rúmlega 53.000 eintök á dag. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavík
þar sem eru hátt í 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1.
Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913.
Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins.
Morgunblaðið/Kristj án
LIKAN af seglskútunni Standard, sem talið er að liggi á botni Polisins á Akureyri.
Enn stækkar skipastóll
Samherja - eða hvað?
SKIPSFLAK sem kafararnir Er-
lendur Bogason og Öivind Kaasa
fundu á botni Poilsins á Akureyri í
desemberbyrjun árið 1996, er að öll-
um líkindum í eigu útgerðarfyrir-
tækisins Deutsche Fischfang
Union, DFFU, dótturfyrirtækis
Samherja í Þýskalandi.
Erlendur hefur unnið að því að
leita upplýsinga um flakið, sem er af
seglskútu og hann telur nær öruggt
að þessi skúta hafi verið í eigu
þýsks útgerðarfyrirtækis sem síðar
sameinaðist öðru þýsku fyrirtæki
undir merkjum DFFU. Það má því
segja að enn eitt skipið hafi bæst í
flota Samherja hf. Þýska fyrirtækið
Samherji GmbH er að fullu í eigu
Samherja hf. en þýska fyrirtækið á
99% hlut í DFFU.
Líkan af skútunni, sem talið er að
liggi á sjávarbotni Pollsins, er nú
staðsett á skrifstofu Samherja á
Akureyri en skútan bar nafnið
Standard og var á sínum tíma í eigu
fyrirtækisins NORDSEE. Finnbogi
Baldvinsson, framkvæmdastjóri
Samherja GmbH sagðist hafa tekið
eftir þessu líkani á skrifstofu sinni
er hann kom til starfa í Þýskalandi
og sagði hann það hafa verið farið
að láta á sjá.
Gerum tilkall
til flaksins
„Það var hins vegar með teiknuð-
um íslenskum fána og ég héit fyrst
að þetta væri eitthvert spaug en síð-
an hefur ýmislegt verið að koma í
ljós. Við vitum þó ekki hvort þetta
er skipið en það er margt sem bend-
ir tii þess og við verðum því að gera
tilkall til flaksins," sagði Finnbogi,
sem taldi þetta hið skemmtilegasta
mál.
Erlendur telur sig hafa upplýs-
ingar um að þetta sé skútan Stand-
ard og að sagan og stærð skipsins
gæfi sterkar vísbendingar þar um.
Hann hefur gert ýmsar mælingar á
flakinu og sagði að kjölurinn væri
HIÐ árlega Pollamót Þórs og Flug-
félags Islands fer fram dagana 2. og
3. júlí næstkomandi á íþróttasvæði
Þórs á Akureyri. Pollamótið er
knattspyrnumót 30 ára og eldri, þar
sem keppt er í tveimur flokkum;
annars vegar flokki 30-40 ára og hins
vegar svokallaðri Lávarðadeild, fyrir
55 metra langur og að heildarlengd-
in væri því yfir 60 metrar. Þá er
ástand flaksins nokkuð gott miðað
við allan þann tíma sem það hefur
verið neðansjávar.
Óvíst með eignarhaldið
Erlendur sagði að komið hafí til
tals að reyna að ná upp ankeri skút-
unnar og eins að skoða kjölgrjótið,
sem gæti einnig gefið frekari vís-
bendingar. Flakið er um 100 metra
suður frá fjörunni við Veitingahúsið
Pollinn og eru um 16 metrar niður
að því. Erlendur sagði það mjög
skemmtilegt að Samherji skildi
tengjast skipinu á þennan hátt en
hins vegar væri óvíst með eignar-
hald á því. „Það vissi enginn hvar
skútan var fyrr en ég fann hana og
því var eins farið með hverastrýt-
una sem ég fann í Eyjafirðinum,"
sagði Erlendur.
Samkvæmt þýskum gögnum, sem
til eru á skrifstofu Samherja á Ak-
ureyri, hóf þýska fyrirtækið
NORDSEE síldveiðar í hringnót
við ísland sumarið 1905. Móðurskip
fyrir þessar veiðar var seglskipið
Standard, sem smíðað var í Band-
aríkjunum árið 1876. Skipið var
gert klárt í Norderham og fór
ásamt fimm gufuskipum til Islands.
Fyrsta ferðin til íslands var mikill
viðburður í Norderham og safnaðist
mikill mannfjöldi á bryggjuna er
skipið lagði úr höfn. Gufuskipin
drógu móðurskipið til íslands og til
baka aftur að lokinni sumarvertíð
hér við land, sem stóð frá 15. júlí til
15. september.
Kyrrsett í fyrri
heimsstyrjöldinni
Móðurskipið Standard lá á Poll-
inum en veiðiskipin fóru á miðin og
lönduðu afla sínum um borð í móð-
urskipið. Þar var síldin unnin og
henni pakkað í tunnur. A hverri
vertíð var pakkað í 4.000-6.000
tunnur og var stærstur hluti þeirra
40 ára og eldri. Síðasta tækifæri til
að tilkynna þátttöku á Pollamótið að
þessu sinni er í dag, fimmtudag, en
síðustu ár hafa verið um 60 lið á mót-
inu.
Hljómsveit Geirmundar Valtýs-
sonar spilar á lokahófi Pollamótsins
sem verður í íþróttahöllinni.
fluttur til Svíþjóðar en Standard
kom með afganginn til Norderham,
þar sem síldin var réykt. Mjög
mikil eftirspurn var eftir íslands-
síldinni í búðum NORDSEE, sem
var þekkt undir nafninu „laxsíld."
Er fyrri heimsstyrjöldin skall á
árið 1914 var sfldveiðum með
hringnót hætt. I byrjun stríðsins, í
ágúst árið 1914 var Standard kyrr-
sett á Akureyri en í óveðri árið 1917
losnaði skútan frá, rak á land og
skemmdist.
Fleiri skipsflök í firðinum
Erlendur hefur fundið fleiri
skipsflök í Eyjafirðinum, eitt í
Krossanesvíkinni og annað við
Þórsnes, sem er nokkru norðar. Þá
er skipsflak vestan við seglskútuna
á Pollinum og telur Erlendur að þar
geti verið hinn svokallaði barkur,
sem strandaði í fjörunni við Strand-
götu fyrr á öldinni. Þá er skipsflak
við Hrísey, sem Erlendur telur lík-
legt að geti tengst þeim ósköpum
sem gengu yfir í gjörningaveðrinu
svokallaða árið 1884.
Gengið
og hjólað
FERÐAFÉLAG Akureyrar
býður upp á tvær ferðir á laug-
ardaginn, 26. júní. Annars veg-
ar er um að ræða reiðhjólaferð
og hins vegar gönguferð.
Hjólað verður frá Akureyri
fram í Hörgárdal þar sem
verður grillað og borðað saman
og síðan er hjólað heim aftur.
Ferðin er nokkuð krefjandi en
sögn tilvalin fyrir vana hjól-
reiðamenn.
Gönguferðin verður frá Vík-
urbæjum á Árskógsströnd inn
með Eyjafirði að ósum Hörgár.
A leiðinni verða mannvistar-
leifar skoðaðar, og komið við á
Hjalteyri. Fararstjóri verður
Þórir Haraldsson kennari við
Menntaskólann á Akureyri.
Upplýsingar og skráning í
ferðir er á skrifstofu
Ferðafélags Akureyrar að
Strandgötu 23, s. 462 2720.
Skrifstofan er opin alla virka
daga frá kl. 16 til 19.
Pollamót Þórs á Akureyri