Morgunblaðið - 24.06.1999, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
Rannsókn á gæðum og hollustu grænmetis
á íslenskum markaði
s
Islenskt grænmeti stenst
því erlenda snúning
ÍSLENSKT grænmeti stenst fylli-
lega samanburð við það erlenda
grænmeti sem hér er á boðstól-
um hvað varðar gæði og holl-
ustu. Þetta er helsta niðurstaða
rannsóknar á grænmeti á ís-
lenskum markaði, sem nú er unn-
ið að hjá Matvælarannsóknum á
Keldnaholti.
Greint er frá rannsókninni í
fréttabréfi frá Garðyrkjuskóla
ríkisins. Þar kemur fram að
fylgst hafi verið með gæðum
grænmetis á íslenskum markaði
frá mars 1998 til mars 1999 og
að tekin hafi verið hátt í 500 sýni
hjá dreifíngarfyrirtækjum og í
grænmetisborðum verslana.
Voru gæðin metin út frá sjónar-
hóli neytenda og var einkum
horft til bragðgæða, útlits, efna-
innihalds og hollustu.
Islenskir tómatar safaríkir
Grænmetistegundirnar sem
metnar voru eru tómatar, gul-
rætur og salat. Niðurstöður
matsins sýna m.a. að íslenskir
tómatar eru dekkri á Iit en er-
lendir tómatar og að algengasti
galli þeirra íslensku er ójafn
þroski. Rispur voru hins vegar
algengasti galli erlendra tómata.
Þá taldist hlutfall gallalausra
tómata hvað varðar útlit vera
hærra meðal íslenskra tómata.
Bragð og safi tómata voru
einnig metin og þar töldust ís-
lenskir tómatar hafa meira ein-
kennandi tómatbragð en erlendir
tómatar, auk þess að vera tals-
vert safaríkari. Einnig var meira
um að dómarar greindu fram-
andi aukabragð í erlendum
tómötum. Eru því niðurstöður úr
þessum hluta matsins íslenskri
framleiðslu í hag.
Bragð og safi gulróta voru
metin með því að smakka á gul-
rótarmauki í stað heilla gulróta.
Dómararnir fengu þó einnig lít-
inn gulrótarbita til að meta
hversu stökkt sýnið var. Hér
voru niðurstöður ekki eins afger-
andi og í matinu á tómötum því
þótt íslensku gulræturnar hafi
fengið hærri einkunn en þær er-
lendu fyrir bragð og safa var
heildareinkunn sýnanna svipuð.
Þá var magn beta-karótíns í gul-
rótunum mælt og kom þar í ljós
að heldur minna er af því í ís-
lenskum gulrótum en erlendum,
enda myndast minna af því við
lágan umhverfishita.
Salat var einkum metið með til-
liti til nítratinnihalds, en ungbörn
eru viðkvæm fyrir nítrati og
FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1999 21
Alumina
Lux kerruvagn
Úrvaiid er
i\já okkur
3 3 6 6
B Æ
Morgunblaðið/Ásdís
ISLENSKIR tómatar töldust hafa meira einkennandi
tómatbragð en erlendir tómatar.
1 1 1
mbl.is LLTA/= e/TTH\y'A€3 N
kveður nýleg reglugerð Evrópu-
sambandsins á um hámarksmagn
þess í salati. Er þar miðað við að
mtratinnihaldið fari ekki yfir
4.500 mg/kg yfir vetrarmánuð-
ina, en yfir sumarmánuðina má
það ekki vera hærra en 3.500
mg/kg í inniræktuðu salati og
2.500 mg/kg í útiræktuðu salati.
Niðurstöður mats Matvælarann-
sókna benda til þess að íslenskum
framleiðendum gangi vel að halda
nítratmagninu innan þessara
marka. Reyndist magnið hjá þeim
aldrei fara yfir mörkin yfir sum-
armánuðina, en fór þó þrisvar yf-
ir þau í þeim tólf mælingum sem
gerðar voru yfir vetrarmánuðina.
Mikilvæg rannsókn
í fréttabréfi Garðyrkjuskóla
ríkisins kemur fram að rannsókn-
ir af þessu tagi hafi mikið gildi
þar sem mikilvægt sé að efla
gæðaeftirlit við ræktun og dreif-
ingu þannig að íslenskir framleið-
endur verði sem best í stakk bún-
ir til að mæta auknum innflutn-
ingi. Einnig segir í fréttabréfinu
að nauðsynlegt sé að fyrir liggi
upplýsingar um gæði íslensks
grænmetis þegar nýir möguleik-
ar opnast fyrir hráeftii í tilbúna
rétti, en búast megi við aukningu
á framleiðslu þeirra.
Tilboð frá fimmtudegi til sunnudags'
Livostin
augndropar
og nefúði
gegn
frjóofnœmi
Tilboðsverð í
verslunum Lyfju:
ugndropar kr. 1069,-
cóc
r Fœst án lyfseðíls
Ofnœmisdagur í
Lyfju Lágmúla
Veitum ráðgjöf í dag frá
kl 14:00-18:00
D LYFJA
Lyf á lágmarksverðl
Sumarbústaðaþrenna
þrjár plöntur í pakkningu
Bergtoppur
„Blátoppur" Lonicera
caerulea var. altaica
Blaðfallegur runni. Verður
um 100-150cm. Ljósgreen
blöð og gul blóm á vorin.
Góður í limgerði. Harðgerð.
Elinorsýrena
Syringa x prestoniae
„Elinor"
Stórvaxinn runni. Verður um
200cm. Bleikir blómklasar
í júni-júlí. Mjög biómsæll
og harðgerður.
Þrenna
Heildarverð áður 1.690,-
Fieiri bílastæði
Tilboðið gildir
frá fimmtudegi
til sunnudags
eða á meðan
birgðir endast.
NÚ 1.120,-
• Pöntunarþjónusta fyrir landsbyggðina
• Fagieg þjónusta
• Gjafakort frá okkur er góð gjöf
W GROÐRARSTOÐIN
STJÖRNUGRÓF18, SÍMI581 4288, FAX 5812228
Sækið sumarið til okkar
Stafafura
Pinus contorta
Fagurgrænt barrtré,
fljótvaxin og harðgerð
planta. Verður um
3-6m. Hentar vei
í sumarbústaðaiand.