Morgunblaðið - 24.06.1999, Side 28
28 FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Indveijar vara Pakistana við vegna átakanna í Kasmír
Rússnesk leyniskjöl um morðingja Kennedys
Segjast ekki geta
útilokað nvtt stríð
Nýju-Delhí, Srinagar. Reuters, AFP.
INNANRÍKISRÁÐHERRA Ind-
lands sagði í gær að Indverjar yrðu
að búa sig undir þann möguleika að
þeir þyrftu að heyja nýtt allsherj-
arstríð við Pakistana vegna deil-
unnar um Kasmír. Yfírmaður ind-
verska hersins tók í sama streng
og sagði að svo gæti farið að herinn
þyrfti að ráðast yfír markalínuna,
sem skiptir Kasmír, en indverska
stjómin yrði að samþykkja slíkar
hemaðaraðgerðir.
Stjórnvöld í Pakistan sögðust
hafa aukið öryggisviðbúnað sinn
vegna hugsanlegra loftárása Ind-
verja en talsmaður pakistanska
hersins kvaðst þó ekki líta svo á
að allsherjarstríð væri yfírvof-
andi.
Indverjar og Pakistanar hafa
tvisvar sinnum háð stríð vegna
deilunnar um Kasmír á síðustu 50
árum. Deilan magnaðist fyrir
nokkram vikum þegar hundrað
vel vopnaðra skæraliða réðust inn
á yfírráðasvæði Indverja í norður-
hluta Kasmír og Indverjar hafa
gripið til mestu hernaðaraðgerða
sinna í þrjá áratugi til að flæma
skæraliðana á brott. Aðgerðirnar
hafa þó gengið hægt þar sem
skæruliðarnir hafa komið sér fyrir
á torfæram fjallgarði, sem er allt
að 5.000 m hár og snævi þakinn.
Hermálasérfræðingar segja að
indverski herinn geti leitt
hemaðinn gegn skæraliðunum til
lykta á skömmum tíma ef honum
yrði leyft að fara yfír markalínuna í
Kasmír til að hindra að skæralið-
arnir fái birgðir frá pakistanska yf-
imáðasvæðinu. Pakistanar hafa
hótað að svara slíkri innrás af full-
um þunga og óttast er að allsherj-
arstríð blossi upp milli ríkjanna
fari indverski herinn yfír markalín-
una.
Indverska stjórnin er talin vera
treg til að grípa til slíkra aðgerða
þar sem ljóst er að þær myndu
mælast mjög illa fyrir erlendis.
Ved Prakash, yfirhershöfðingi
indverska hersins, sagði þó í gær
að ekki væri hægt að útiloka þenn-
an möguleika. „Við fylgjumst
alltaf grannt með ástandinu og ég
hygg að ef nauðsynlegt verður að
fara yfír markalínuna í þágu
æðstu þjóðarhagsmuna þá verði
það mál tekið fyrir í stjórninni,“
sagði hann.
Útiloka friðarviðræður
Lal Krishna Advani, innanríkis-
ráðherra Indlands, kvaðst ekki
geta útilokað að stríð blossaði upp
og varaði Pakistana við því að það
yrði þeim „óhemju dýrkeypt" ef
þeir reyndu að magna átökin í
Kasmír. Hann bætti við að ekki
kæmi til greina að hefja friðar-
viðræður við Pakistana fyrr en
árásarmennimir færa af indverska
yfírráðasvæðinu.
Malik hershöfðingi sagði að Ind-
verjar hefðu sannanir fyrir því að
pakistanskir hermenn hefðu tekið
þátt. í árás skæraliðanna yfir
markalínuna. Hann sýndi ýmis
gögn, svo sem bréf, persónuskilríki
og pakistönsk vopn sem indverskir
hermenn era sagðir hafa náð á
átakasvæðinu.
Indverskir
þingmenn
masgjarnir
Bombay. AFP.
RÍKISREKIÐ símafyrirtæki á
Indlandi hefur lokað símum 387
fyrrverandi þingmanna, eftir að
þeir létu undir höfuð leggjast að
greiða símareikninginn.
Þingmenn á Indlandi mega
hringja 100 þúsund símtöl á ári
án gjalds, það er að segja 274
símtöl á dag, og tali þeir meira
verða þeir að borga. En þetta
virðist ekki nægja, því síma-
reikningar þingmanna fyrir um-
framsímtöl á síðustu tuttugu ár-
um nema samtals 222 milljónum
íslenskra króna, að því er tals-
maður símafyrirtækisins bar
fyrir rétti í vikunni. Af þessari
upphæð hefur aðeins tæplega
sjötti hluti verið greiddur.
Obreyttur borgari í Bombay,
Manubhai Vashi, lagði fram
kæra á hendur þingmönnunum
vegna þessa fyrir tveimur ár-
um, enda taldi hann að menn í
valdastöðum, eins og þing-
menn, ættu að vera ábyrgir
gerða sinna. „Ef óbreyttur
borgari borgar ekki símareikn-
inginn er símanum lokað án
tafar. Hvers vegna ættu þing-
menn að hafa þessi forrétt-
indi?“ spurði Vashi.
toppurínn/ v úíívút
mánud - fimmtud kl. 9 -18
föstudaga kl. 9-19
laugardaga kl.10-15
Kúlutjald
Swallow 350
1.9 kg -15°c
Hollowfiber
lil a j Ti
Vona að skjölin
varpi ljósi á ráða-
brugg Oswalds
Washington, Moskvu. AP, AFP.
BANDARÍSKIR sagnfræðing-
ar sem rannsakað hafa
morðið á John F. Kennedy í
Dallas 22. nóvember 1963 eru
vongóðir um að skjöl sem
Boris Jeltsín Rússlandsforseti
afhenti Bill Clinton, forseta
Bandaríkjanna, óvænt á
sunnudag muni varpa nýju
ljósi á það hvort Lee Harvey
Oswald lagði á ráðin um til-
ræðið á meðan hann dvaldi í
Rússlandi 1959-1962. Jeltsín
afhendi Clinton skjölin, sem
eru um áttatfu talsins og á
rússnesku, á meðan á fundi G-
8 ríkjanna stóð í Köln í
Þýskalandi um helgina.
Kermit Hall, sem um árabil
vann hjá stofnun sem leitaðist
við að safna saman öllum til-
tækum skjölum um tilræðið
við Kennedy, sagði að óvænt gjöf
Jeltsíns - sem inniheldur ýmis
skjöl sem rússneska leyniþjónust-
an (KGB) safnaði saman um veru
Oswalds í Rússlandi - markaði
„gífurleg tímamót11.
Stofnuninni, sem Hall starfaði
hjá, tókst ekld að fá Ieyfi rúss-
neskra stjórnvalda til að skoða
þessi skjöl árið 1996 en Hall er á
þeirri skoðun að þau muni geta
varpað ljósi á hvað Oswald
aðhafðist í aðdraganda Kennedy-
morðsins árið 1963.
„Þessi skjöl eru afar mikilvæg,"
sagði Hall, sem kennir sagnfræði
við rfldsháskólann í Ohio. „Þau
gætu sagt okkur hvort Oswald var
í raun að leggja á ráðin um til-
ræðið.“
KGB fylgdist grannt
með ferðum Oswalds
Lee Harvey Oswald flúði yfir til
Sovétríkjanna árið 1959 og af-
salaði sér bandarískum rfldsborg-
ararétti. Vakti þetta athygli KGB-
manna og fylgdust þeir grannt
með Oswald og rússneskri eigin-
konu hans, Marinu. Þeir tóku m.a.
upp á segulband allt það sem sagt
var í ftiúð Oswalds í borginni
Minsk í Hvíta-Rússlandi. KGB
borgaði einnig nágrönnum
Oswalds fyrir að veita sér upplýs-
ingar og tókst þannig að sanka að
sér gífurlegu magni um athafnir
hans.
Oswald varð á endanum nokkuð
AP
LEE Harvey Oswald, skömmu eftir
að lögreglan í Dallas handtók hann
fyrir morðið á John F. Kennedy
Bandaríkjaforseta.
leiður á lífinu í Rússlandi og snéri
aftur til Bandaríkjanna árið 1962
ásamt eiginkonu sinni og barni og
settist að í Dallas. Er það skoðun
sumra sagnfræðinga, sem rann-
sakað hafa morðið á Kennedy, að
Oswald hafi ekki hafíð ráðabrugg
sitt um að ráða Kennedy af dög-
um, fyrr en hann var kominn aftur
til Bandaríkjanna á nýjan leik.
Eins og kunnugt er úrskurðaði
nefnd, sem kennd var við Earl
Warren hæstaréttardómara, á sín-
um tíma að Oswald hefði verið
einn að verki. Oswald var sfðan
sjálfur ráðinn af dögum tveimur
dögum síðar þegar Jack Kuby, sem
átti næturklúbb í Dallas, skaut
hann til bana.
Skjölin sögð sanna það eitt að
Rússar komu ekki að morðinu
Mikhail Lyubimov, fyrrverandi
foringi í KGB, sagði hins vegar í
samtali við Echo-útvarpsstöðina í
Moskvu að það eina sem fengist
staðfest af þessum skjölum væri sú
staðreynd að leiðtogar Sovétrfltj-
anna höfðu ekkert með tilræðið að
gera.
Lyubimov sagði að stjórnarherr-
um í Moskvu hefði brugðið mjög
við fréttum af tilræðinu á Kennedy
og helst óttast að þeim yrði kennt
um morðið. „[Nikita] Krúsljoff
rauk í flýti til bandaríska sendi-
herrans til að fullvissa hann um að
við hefðum ekkert haft með þetta
að gera,“ sagði Lyubimov.
Loftpnessup
Allar stærðír
og gerðir
Hagstætt
verð
ÞAO LIGGUR í LOFTIMU
JWfSHÁiiTÆýCl llF..
Ganðsenda 21,
108 Reykjavík,
sími 568 8925.
Saddam
vill stöðva
viskuleka
Bagdad. AFP.
SADDAM Hussein, forseti
íraks, ákvað í gær að náða
háskólakennara sem flúið
hafa land og leyfa þeim að
snúa aftur án þess að þeir
þurfí að óttast ákæru, að því
er opinbera fréttastofan INA
skýrði frá.
Mikið hefur borið á flótta
menntamanna frá írak og
menntamálaráðherrann
Abdel Jabbar Tawfíq lofaði í
gær að allir háskólakennarar
sem snera aftur heim fengju
störf sín aftur og héldu full-
um fríðindum. Laun kennara
í Irak nema nú einungis tæp-
lega þúsund krónum á mán-
uði vegna gengisfalls dínars-
ins undanfarin níu ár, síðan
Sameinuðu þjóðimar settu
viðskiptabann á landið.