Morgunblaðið - 24.06.1999, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1999 31
Djassað í tólfta sinn
Egilsstaðir. Morgunblaðið.
DJASSHÁTÍÐ
Egilsstaða verður
nú haldin í 12. sinn.
Hátíðin hefst í dag,
fimmtudaginn 24.
júní, og stendur til
26. júní og er haldin
í Valaskjálf. í kvöld
munu Dixieland-
hljómsveit Bjama
Freys frá Neskaup-
stað hefja djassinn
og Úngliðaband
Djasssmiðju Austur-
lands kemur fram
undir stjóm Ama Is-
leifs en í bandinu er
ungt fólk frá Egils-
stöðum, Reyðarfírði
og Stöðvarfirði.
A morgun fóstu-
dag munu Vinir
Dóra spila en með
þeim er blúsgítar-
leikarinn Guðmund-
ur Pétursson. Einnig
mun Blúsbrot Garð-
ars koma fram.
Finn Ziegler,
danskur fiðluleikari,
mun stilla strengina
á laugardagskvöldið
og með honum er píanistinn Oliviér
Antunes, 24 ára. Antunes er efnileg-
Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir
UNGLIÐABAND Djasssmiðju Austurlands
ásamt stjórnanda, Áma ísleifs.
ur píanóleikari en hann fékk
Ben Webster-styrkinn ásamt
Niels Henning Orsted Peder-
sen og Axel Ryel.
Dagskrá djasshátíðarinnar
hefst á hverju kvöldi kl. 21 og
verður slegið upp ,jam
session" á laugardagskvöldið.
Ámi ísleifs, stjórnandi hátíð-
arinnar, segir aðsókn á djass-
hátíðirnar í gegnum árin
vera góða. Heimafólk sé dug-
legt að koma og einnig fólk á
ferðalagi. Sumir ferðast
gagngert á Austurland á há-
FINN Ziegler tíðina. Ámi segir fyrirspum-
ir berast nánast vikulega frá
erlendum aðilum sem vilja koma og
spila á hátíðinni.
Hátíð í Reykholti í tilefni ald-
arminningar Jóns Helgasonar
HÁTÍÐ verður
haldin í Reyk-
holtskirlqu nk.
laugardag í til-
efni af aldaraf-
mæli Borgfirð-
ingsins Jóns
Helgasonar frá
Rauðsgili, pró-
fessors í Kaup-
mannahöfn.
Auk Snorrastofu standa Stofnun
Áma Magnússonar, Vísindafélag
Islendinga, Félag íslenskra fræða
og Bókaútgáfa Máls og Menning-
ar að dagskrá, þar sem blandað
verður saman tónlist og fjöl-
mörgum erindum um líf, störf og
skáldskap Jóns.
Dagskrá hefst við leiði Jóns
Helgasonar í Gilsbakkakirkju-
garði kl. 11. Kl. 14-18 verður
málþing í Reykholtskirkju þar
sem Stefán Karlsson setur dag-
skrána.
Hljómeyki flytur Aldasöng -
Jón Nordal/Jón Helgason o.fl.
Jonna Louis-Jensen flytur erind-
ið Starf Jóns Helgasonar sem
prófessors og forstöðumanns
Árnasafns. Jóhan Hendrik W.
Poulsen flytur erindið Jón Helga-
son og Færeyjar. Þá flytur
Hljómeyki Trú mín er aðeins
týra - Jón Nordal/Jón Helgason.
Erindi Ólafs Halldórssonar nefn-
ist Jón Helgason og Ólafs saga
helga, Guðrún Nordal Ijallar um
íslenzk miðaldakvæði. Vésteinn
Ólason fjallar um Jón Helgason
og íslensk fomkvæði. Þá verður
söngur þriggja langafadætra;
Tvö ljóð - Þóra Marteinsdótt-
ir/Jón Helgason. Kristján Árna-
son íjaliar um kveðskap Jóns
Helgasonar. Jónas Kristjánsson
fjallar um Jón Helgason og ís-
lensku nýlenduna í Höfn. Þor-
steinn Þorsteinsson fjallar um
uppmna Jóns Helgasonar og ætt-
ir í Borgarfirði. Marta Halldórs-
dóttir sópran syngur við undir-
leik Þórhildar Bjömsdóttur pí-
anóleikara. Um kvöldið kl. 20.30
verður kvöldfagnaður í Snorra-
stofu. Samsöngur við kveðskap
Jóns Helgasonar. Vísur Islend-
inga úr Hjartarkershúsinu o.fl.
Jón Helgason fæddist á Rauðs-
gili í Hálsasveit 30. júní 1899.
Haustið 1916 sigldi hann til
Kaupmannahafnar að nema nor-
ræn fræði og lauk magistersprófi
1923. Sama ár gekk hann að eiga
Þómnni Ástríði Björnsdóttur.
Jón varði doktorsritgerð sína við
Háskóla íslands árið 1926 og var
ári síðar skipaður forstöðumaður
Ámasafns í Höfn og gegndi
þeirri stöðu til 1972. Hann var af-
kastamikill fræðimaður og mik-
ilsvirt ljóðskáld. Jón Helgason
lést 19. janúar 1986 og er aska
hans grafin í kirkjugarðinn á
Gilsbakka í Hvítársíðu.
Þess ber að geta að í safnað-
arsal Reykholtskirkju stendur yf-
ir sýningin „I skuggsjá nútím-
ans“, en Snorrastofa sá um að
koma henni upp. Meginþemað er
margvísleg úrvinnsla úr fornum
menningararfi Islendinga. Jóni
Helgasyni er þar tileinkaður sér-
stakur sýningarhluti.
Eftirtaldir aðilar hafa styrkt
hátíðina með sérstöku fjárfram-
lagi: Sáttmálasjóður, Bókaútgáfa
Máls og menningar, Vísindafélag
íslendinga og Félag íslenskra
fræða.
Jón
Hclgason
Með dynjandi lófataki
TðNLlST
Háskólabfú
SINFÓNÍUTÓNLEIKAR
Flutt voru verk eftir Jórunni Viðar
og Finn Torfa Stefánsson. Einleikari:
Steinunn Birna íúignarsdóttir.
Stjómandi: Petter Sundkvist. Þriðju-
daginn 22. júní.
ÞAÐ vakti nokkra athygli sl.
haust, að haldnir skyldu sumartón-
leikar, þar sem eingöngu væru leikin
íslensk verk. Á upphaflegri efnisskrá
voru höfundamir þrír, Jórunn Viðar,
Hjálmar H. Ragnarsson og Finnur
Torfi Stefánsson. Án þess að getið sé
um ástæðuna var verk Hjálmars,
Rauður þráður, fellt burt og í stað-
inn settur á dagskrá ballettinn Eldur
eftir Jórunni Viðar. Þrátt fyrir ótrú
margra á að tónleikarnir yrðu sóttir,
sérstaklega vegna óvenjulegs flutn-
ingstíma, var bekkurinn vel setinn
og undirtektir áheyrenda einstak-
lega góðar.
Fyrsta verk tónleikanna er nærri
hálfrar aldar gamalt, ballettinn Eld-
ur eftir Jórunni Viðar, er hún samdi
1950 fyrir listamannaþing. Danshöf-
undur var ein af árkonum í ballett-
sögu okkar íslendinga, Sigríður Ár-
mann. Undirritaður man flutning
verksins af eldri uppfærslum og ég
verð að segja eins og er, að frábær
flutningur, undir stjóm Petters
Sundkvists, var í raun ánægjuleg
endursköpun verksins, þar sem víða
bregður fyrir skemmtilegum tilþiif-
um, því í heild er þetta gott verk.
Ýmsir kaflar þess eru helst til laust
tengdir, sem líklega má rekja til at-
riðaskipta í dansinum, er átti að
túlka eldinn í fjölbreytileika sínum
eða eins og stendur í efnisskrá vera
„blossandi bál, leyftur, blys, funi,
glóð og aska“.
Annað verkið á efnisskránni var
píanókonsertinn Slátta, sem Jórann
Viðar samdi 1977, og var hún sjálf
við píanóið er verkið var fmmflutt af
Sinfóníuhljómsveit Islands. Að þessu
sinni lék Steinunn Birna Ragnars-
dóttir á píanóið og gerði það á mjög
sannfærandi máta. Víða í verkinu er
píanóhlutverkið vel samið og þar átti
Steinunn Bima margt mjög vel gert,
sérstaklega í hæga þættinum, sem
er sérlega falleg tónsmíð. Samvinna
Steinunnar, sem lék af öryggi, og
hljómveitarstjórans, Petters Sund-
kvists, var mjög góð og auðheyrt að
Sundkvist er góður hljómsveitar-
stjóri. Það sem helst mætti stinga í
varðar tmflandi og ómarkvissa notk-
un sílófónsins. Þrátt fyrir þessa að-
finnslu er píanókonsertinn, Slátta,
gott verk, enda hylltu tónleikagestir
höfund og flytjendur, með þvi að rísa
úr sætum.
Lokaviðfangsefni tónleikanna var
Hljómsveitarverk IV eftir Finn
Torfa Stefánsson. Verkið er minn-
ingarverk og em váboð illra tíðinda
túlkuð með sterkum „höggum" i
básúnum, bassatúbu og pákum, sem
heyrast þegar í upphafskafla verks-
ins en einnig í lokaþætti þess. Finn-
ur vinnur fyrsta og annan kaflann
með stuttum stefjum, sem ofin em
þétt saman. Svona þétt ofinn kontra-
punktur er nær því sem gerist í
kammertónlist, þar sem lögð er
áhersla á fínleg vinnubrögð. Loka-
þátturinn, sem einng hófst á mjög
fallegri „kammermúsík" tréblásara,
var þegar á leið í samvirkari og
stærri hljómskipan en þeir fyrri og í
heild er lokakaflinn mjög falleg tón-
list. Tónmálið hjá Finni Torfa er sér-
lega þétt og margt að heyra í hinu
þétt ofna raddferli. Þó er eins og
hvert stefbrot standi eitt og sér, þar
sem samvirkni stefja miðist frekar
við flæðandi sjálfstæði en hljómræna
samvirkni. I lokakaflanum var
hljómsveitin mun meira notuð sem
heild og var sá kafli sérlega áhrifa-
mikill, þar sem heyra mátti meiri líð-
andi í tónferli en í fyrri þáttunum.
Allt um það, þá er verkið í heild
mjög vel unnið og lokakaflinn sér-
lega falleg tónlist, enda best fluttur
af hljómsveitinni, undir ágætri og líf-
legri stjórn Petters Sundkvists.
Þrátt fyrir að ýmsum þætti bæði
tímaval og að velja eingöngu nú-
tímatónlist til flutnings orka tvímæl-
is tókust tónleikarnir einstaklega vel
og vora auk þess mjög vel sóttir,
enda þökkuðu tónleikagestir báðum
höfundum, einleikara, hljómsveitar-
stjóra og hljómsveit með dynjandi
lófataki fyrir sérlega góða tónleika.
Jón Ásgeirsson
LÚXEMBORG
Luxair býður upp á beint flug til Lúxemborgar
með þægilegri og hraðskreiðri þotu.
Frá Lúxemborg liggja vegir til allra átta.
Keflavík — Lúxemborg
0.45 6.25 Q
Lúxemborg — Keflavík
0 22.20 0.05+1
LUXAIR
THE WINGS OF CHANGE
www.luxair.lu
Nánari upplýsingar og bókanir
hjá öllum helstu ferðaskrifstofum.
Frá upphafi: Besta
leiðin til Evrópu
FISKMARKAÐUR BREIÐAFJARÐAR hf.
Skráning á Vaxtarlista Verðbréfaþings íslands
Útgefandi: Fiskmarkaður Breiðafjarðar hf., kt. 601191-1219, Norðurtanga 6,
355 Ólafsvík.
Starfsemi: Tilgangur félagsins er að reka uppboðsmarkað með fisk á íslandi, bæði
staðbundinn markað sem og uppboðsmarkað gegnum fjarskipti.
Félagið skal í allri starfsemi sinni gæta fyllstu óhlutdrægni gagnvart þeim er skipta við
markaðinn, þannig að bæði seljendur og kaupendur geti treyst því að sú verðmyndun
sem á sér stað við uppboð á vegum fyrirtækisins sé raunverulega frjáls verðmyndun.
Tilgangur skráningar: Tilgangur með skráningu Fiskmarkaðar Breiðafjarðar á
Verðbréfaþing íslands er að auðvelda viðskipti með hlutabréf í félaginu, gera verð-
myndun öruggari, auka upplýsingar um félagið og gera það opnara og aðgengilegra
fyrir hluthafa, viðskiptavini og allan almenning.
Skráning: Stjóm Verðbréfaþings íslands hefur samþykkt að skrá hlutabréf félagsins,
alls að nafnverði kr. 45 milljónir, á Vaxtarlista þingsins og verða þau skráð hinn
28. júní 1999. Hlutaféð er allt í einum flokki jafnrétthárra bréfa. Nýtt útboð hlutabréfa
er ekki fyrirhugað í tengslum við skráninguna.
Umsjón með skráningu: Verðbréfastofan hf., kt. 621096-3039, Suðurlandsbraut 20,
sími 570 1200, fax 570 1209.
Upplýsingar og gögn: Upplýsingar og gögn er eiga við skráningu þessa er að
finna á skrifstofu Fiskmarkaðar Breiðafjarðar hf. og hjá Verðbréfastofunni hf.