Morgunblaðið - 24.06.1999, Page 33
32 FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1999 33
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson,
SENDIRÁÐ í TÓKÝÓ
AUKIÐ mikilvægi Asíumarkaðar fyrir útflutnings-
verzlun íslendinga er ótvírætt. Fyrir nokkrum árum
ákváðu stjórnvöld að opna sendiráð í Peking og var sá
kostur valinn vegna þess að mun ódýrara var að opna þar
sendiráð en t.d. í Tókýó. Hins vegar er verzlun mjög mikil
við Japani og nú hefur Davíð Oddsson forsætisráðherra
tilkynnt, í tengslum við heimsókn Keizo Obuchi forsætis-
ráðherra Japans hingað til lands, að Islendingar opni
sendiráð í Tókýó árið 2001 og hefst undirbúningur að því
þegar á næsta ári. Jafnframt munu Japanir fljótlega opna
upplýsingaskrifstofu hérlendis.
Mikilvægi þess að halda góðum tengslum við efnahags-
legt stórveldi á borð við Japan ætti ekki að fara á milli
mála. Japanir eru miklir fiskneytendur og kaupa af okkur
mikið magn sjávarafurða. Við höfum líka lært mikið af
þeim og öðrum Asíuþjóðum um nýtingu hráefnisins. Pess-
ar þjóðir neyta fískafurða með öðrum hætti en við gerum.
Og þess vegna getur verðmæti útflutningsins orðið meira
en ella. Þær eru líka kröfuharðar um gæði og ferskleika
eins og glöggt kom fram í viðtölum við útflytjendur í sér-
útgáfu Morgunblaðsins um Japan, sem fylgdi blaðinu sl.
sunnudag.
Opnun sendiráða í löndunum báðum á áreiðanlega eftir
að treysta mjög samskipti landanna og þau stjórnmála-
legu tengsl milli þeirra, sem nauðsynleg eru. Það er auð-
vitað dýrt að reka slíkt sendiráð í Tókýó, en það er líka
dýrt að reka sjálfstætt ríki og halda uppi eðlilegum sam-
skiptum við þjóðir veraldar. Sterk nærvera íslands í Asíu
með sendiráðum í tveimur höfuðríkjum álfunnar er líkleg
til þess að auðvelda okkur að byggja upp útflutnings-
markaði í þessari fjarlægu heimsálfu á nýrri öld.
FORYSTA íEVRÓPURÁÐI
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra, sem gegnir
nú formennsku í ráðherranefnd Evrópuráðsins, flutti
í gær skýrslu á þingmannasamkomu Evrópuráðsins í
Strassborg auk þess að sitja fyrir svörum og svara spurn-
ingum þingmanna.
Utanríkisráðherra ræddi þar hlutverk Evrópuráðsins
við að efla mannréttindi og byggja upp lýðræðislega
stjórnarhætti á Balkanskaga og greindi jafnframt frá ferð
sinni og fulltrúa Evrópuráðsins til Bosníu-Hersegóvínu
um síðustu helgi. Lagði hann áherslu á mikilvægi stækk-
unar Evrópuráðsins og lýsti yfir stuðningi við aðildarum-
sóknir Armeníu, Aserbaídsjan, Bosníu og Mónakó, að
uppfylltum þeim skilyrðum, er Evrópuráðið setur fyrir
aðild.
Evrópuráðið getur gegnt mikilvægu hlutverki við að að-
laga þjóðirnar á Balkanskaga samfélagi Evrópuríkja að
nýju. Þau grundvallarmarkmið um virðingu fyrir mann-
réttindum og lýðræði, sem Evrópuráðið stendur vörð um,
eru fyrsta skrefið á þeirri leið að verða aðilar að þeim hóp.
Líkt og fram kom í samtali við Halldór Ásgrímsson í
Morgunblaðinu í gær er hins vegar ekki einfalt fyrir hin
stríðshrjáðu ríki Balkanskaga að leggja gamlar deilur til
hliðar og taka upp nýja siði. „Að mínu mati er á því allt of
mikill áhugi að halda þjóðarbrotunum aðskildum. Jafnvel
þótt þeir séu með sameiginlega stjórn á ýmsum sviðum er
sú tilhneiging ríkjandi að halda beri fólkinu aðskildu,“
sagði utanríkisráðherra. Hann benti einnig á að miklar
vonir væru bundnar við aðild meðal íbúa landsins. Þótt
íbúar Bosníu væru ósammála um margt væru þeir sam-
mála um að framtíðin lægi í „félagsskap með öðrum Evr-
ópuþjóðum".
Utanríkisráðherra hefur lagt áherslu á að reynslan af
uppbyggingunni í Bosníu, jafnt uppbyggingu efnislegra
verðmæta sem lýðræðislegra stofnana, muni koma að not-
um við það umfangsmikla starf sem fyrir höndum er varð-
andi Kosovo. Það er ánægjulegt að Islendingar skuli hafa
nýtt sér það tækifæri sem formennskan í Evrópuráðinu er
til að koma að þessum málum með beinum hætti. Það gef-
ur íslensku utanríkisþjónustunni færi á að sýna að hún
standi undir því að taka að sér viðamikil verkefni á al-
þjóðavettvangi og skila þeim með sóma. Sú reynsla sem
við Islendingar öðlumst af þessum sökum mun eflaust
nýtast okkur vel á næstu árum. Forysta Norðurlandanna í
öðrum evrópskum stofnunum á sama tíma gefur einnig
tækifæri til að sýna í verki hvers megnugt Norðurlanda-
samstarfíð getur verið í raun.
Varnarkostirnir átta
Bolungarvík: Mat á snjóftóðahættu og frumhönnun snjóflóðavarna
í Áfangaskýrslu II um snjóflóða-
varnir í Bolungarvík er fjallað um
átta vamarkosti.
Varnarkostur 1: Uppkaup. Hér
yrðu öll hús á hættusvæðinu keypt
upp og er uppkaupsverð íbúðarhús-
næðis hærra en fasteignamatsverð,
þar sem gert er ráð fyrir að fínna
þurfi öllum af svæðinu nýjan stað í
bæjarfélaginu.
Varnarkostur 2: Rýmingar. Sam-
kvæmt þessum kosti yrðu engin
virki reist heldur rýmingum beitt
þegar tilefni þætti tU, það yrði s.s.
um óbreytt ástand að ræða.'
Varnarkostur 3: Varnir með rás.
Hér er í grundvallaratriðum um að
ræða þá rás, sem kynnt var í fyrri
hluta frumathugunarinnar í febrúar
sl., en rásin hefur nú verið stytt um
460 metra og er um 500 metra löng.
Rásin, sem vörn, miðar að því að
verja svæðið undir Traðargili og
Ytragili fyrir aftakasnjóflóðum og
því ættu rýmingar nánast að heyra
sögunni til.
Varnarkostur 4: Sambland leiði-
garðs og þvergarðs. Tillagan gerir
ráð fyrir að verja alla byggðina með
byggingu leiðigarða fyrir vestasta
hluta hennar og þvergarðs, sem
liggur fyrir ofan Dísarland. Leiði-
garðurinn hefur það hlutverk að
taka við flóðum úr Traðargili og
leiða þau til vesturs, en þvergarður-
inn tekur við flóðum úr Ytragili og
er ætlað að stöðva smærri snjóflóð-
in, en draga úr afli snjóflóða sem
fara yfír garðinn, þannig að skrið-
lengdir þeirra styttist verulega. Þá
þarf að skipuleggja rýmingar neðan
við báða garðana, en aðeins er gert
ráð fyrir að fjarlægja þurfi eitt til
tvö hús, þ.e. hús númer 22 og 24 við
Traðarland.
Varnarkostur 5: Sambland leiði-
garðs og þvergarðs. Þessi tillaga
byggir á sama leiðigarði og varnar-
kostur 4, en þvergarðurinn hefur
verið færður niður fyrir Dísarland,
þannig að hraði snjóflóða er minni
þegar þau lenda á garðinum. Auk
þess að fjarlægja húsin tvö við Trað-
arland, þarf, samkvæmt þessari til-
lögu, að fjarlægja öll hús við Dísar-
land.
Varnarkostur 6: Sambland leiði-
garðs og þvergarðs. Hér er gert ráð
fyrir að byggður verði leiðigarður og
þvergarður. Leiðigarðurinn mun
verja byggð frá Dísarlandi 10 og
vestur úr, en þvergarðurinn það sem
þar er fyrir austan. Markmiðið er að
reyna að ná hugsanlegum snjóflóð-
um úr Ytragili og leiða þau til vest-
urs, en það er erfiðleikum bundið að
ná meira af flóðafarvegi Ytragils til
vesturs því annað hvort hefði garð-
urinn þurft að liggja þverar eða ná
lengra upp í brekkuna, sem er ekki
fýsilegt vegna mikils bratta. Ef þessi
kostur verður valinn þarf að fjar-
lægja Dísarland 8 og 10, bæinn Tröð
og Traðarland 18,22 og 24.
Varnarkostur 7: Plógur. Þessi til-
laga gerir ráð fyrir að plógur verði
byggður úr tveimur leiðigörðum,
sem mætast í toppinn. Toppur
plógsins er nokkum veginn í miðjum
farvegi Ytragils og skiptir hann lík-
legu snjóflóði til vesturs og austurs.
Auk þess að gera ráð fyrir að í-ýma
þurfi hús neðan garðanna við
ákveðnar aðstæður, þarf, ef þessi til-
laga verður valin, að fjarlægja meira
af byggðinni en í nokkurri annai-ri
tillögu um garða. Flestöll húsin í
Ljósalandi þarf að fjarlægja, ásamt
hluta húsa í Traðarlandi og Dísar-
landi.
Varnarkostur 8: Leiðigarðar.
Samkvæmt þessari tillögu verða
byggðir tveir leiðigarðar, sem hafa
það hlutverk að taka við snjóflóðum
úr Ytragili og Traðargili og veita
þeim til vesturs. Beita þarf rýmingu
undir báðum þessum görðum og
fjarlægja hluta húsa í Dísarlandi og
Traðarlandi.
Kostur
Áaetlaður meðaltími á milli rýminga, fjöldi húsa
Kostnaður Uppkaup-rif minni Samtals
samtals Fjöldi íbúða en 3ár 3-1 Oár 10-30ár 30-1 OOár 100-300ár fj. húsa
V1 engin virki - uppkaup 1.043 m.kr. 113 113
V2 engin virki - rýming 626 m.kr. 10 17 29 47 10 113
V3 rás 616 m.kr. 11 11
V4 þver- og leiðigarðar 521 m.kr. 2 9 5 23 39
V5 þver- og leiðigarðar 621 m.kr. 8 20 21 49
V6 þver- og leiðigarðar 531 m.kr. 7 5 20 15 47
V7 plógur 614 m.kr. 15 16 69 100
V8 tveir leiðigarðar 627 m.kr. 8 26 51 85
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
AFANGASKYRSLA II um snjóflóðavarnir í Bolungarvík var kynnt á borgarafundi sem haldinn var í félagsheimilinu Víkurbæ á mánudagskvöld.
Borgarafundur um snjóflóðavarnir í Bolungarvík
um leið eða leiðir. Fyrir mánaðamót
munum við þrengja þennan hring og
velja tvær til þrjár leiðir sem verða
síðan kannaðar betur.“
Magnús sagði, aðspurður um það
hvort sjóðurinn myndi styrkja allar
af þessum átta tillögum sem kynnt-
ar voru á fundinum: „Ég get á
þessu stigi málsins ekki sagt ná-
kvæmlega til um það. Ég geri ráð
fyrir því að vegna þess hversu leið-
in sem lýtur að flutningi byggðar
er miklu dýrari en hinar leiðirnar
muni hún ekki verða styrkt. Sjóð-
urinn hefur ekki heimild til að
styrkja slíkar framkvæmdir nema
þær séu kostnaðarlega hagkvæmar
eins og raunin var t.d. í Súðavík og
Hnífsdal, þar sem dýrara var að
byggja varnargarða en að kaupa
upp hús.“
„Hugnast ekki garðarnir"
Gunnar Hallsson, íbúi í Hjalla-
stræti, var mjög hlynntur þeim
hugmynd að flytja byggðina alfarið
af hættusvæðinu með því að kaupa
upp húsin þar.
„Mér hugnast ekki garðarnir
(varnarvirkin) og ég lít á garðinn á
Flateyri sem mjög sterkt tákn um
það sem gerðist þar og getur
gerst,“ sagði Gunnar. „Verða menn
ekki að fara að horfa til þess að
skipuleggja byggð með öðrum hætti
en hefur verið gert hingað til, þ.e.'
upp í hlíðar. Það er varanlegri lausn
til lengri tíma litið að færa byggð-
ina.“
I máli Sigurjóns Haukssonar frá
Verkfræðistofu Austurlands kom
fram að flutningur byggðar kostaði
rúman milljarð og væri helmingi
dýrari kostur en að byggja vamar-
virki.
„Eins og ég hef sagt áður þá yrði
það bæjarsjóði ofviða að ráðast í
framkvæmdir sem kosta meira en
milljarð því þá yrði hlutur hans 100
milljónir og það ræður hann ekki
við,“ sagði Olafur.
Aðspurður um það hvort til greina
kæmi að Ofanflóðasjóður styrkti
bæjarfélagið um meira en 90% af
kostnaðinum, sagði Magnús, for-
maður sjóðsins, að slíkt kæmi ekki
til greina, bærinn kæmi alltaf til með
að þurfa að standa straum af 10% af
kostnaðinum.
Reynt verður að
flýta framkvæmdum
Áhyggjur manna vegna
snjóflóðahættu í Bolung-
arvík hafa aukist. Þetta
kom fram á borgarafundi
um snjóflóðavarnir sem
var haldinn í Bolungar-
vík. Trausti Hafliðason
sat fundinn og komst
m.a. að því að snjóflóða-
hættan á staðnum hefur
verið vanmetin.
á hvaða svæði þeir eru.“ Á fundinum
ræddu menn um þá kosti sem í boði
voru og var greinilegt að sumir
höfðu staðfastari skoðanir á málun-
um en aðrir og íbúarnir í Dísarlandi
10, þau Olgeir Hávarðsson og Stef-
anía Birgisdóttir vora í þeim hópi.
Vonast til að ná
meðalaldri Islendings
„Ég er 42 ára og vonast eftir að ná
meðalaldri íslendings," sagði Stef-
anía á fundinum. Ég geri því þá
kröfu að við getum búið við sama ör-
yggi og aðrir hér í bænum og ég
mun berjast til síðasta blóðdropa til
að fá því framgengt."
Olgeiri fannst afar mikilvægt að
bæjarstjórnin setti sig í spor sín og
fjölskyldu sinnar. í samtali við
blaðamann eftir fundinn sagði hann
fundinn hafa verið fróðlegan en að
ekkert nýtt hefði í raun komið fram.
Hann sagði lífsreynslu sína fyrst og
fremst móta skoðanir sínar, en vet-
urinn 1997 féll snjóflóð á hús hans,
með þeim afleiðingum m.a. að bama-
herbergi hússins skemmdust. Hann
sagði það hafa verið hreina tilviljun
að enginn skyldi hafa verið í húsinu
þegar flóðið skall á, þar sem húsið
hefði ekki verið formlega rýmt.
Fundað með Ofanflóðanefnd
Olgeir sagðist hafa farið fram á
uppkaup vegna þess að eftir það sem
á undan hefði gengið hefði hann
enga trú á vamarvirkjum, en hann
sagðist enn bíða eftir svari við beiðni
sinni.
Fyrr um daginn hafði bæjar-
stjórnin átt fund með formanni
Ofanflóðanefndar, en nefndin gerir
tillögur til umhverfisráðherra um út-
hlutun úr Ofanflóðasjóði vegna
kostnaðar við undirbúning og fram-
kvæmdir við varnarvirki allt að 90%
af kostnaði og vegna viðhalds vam-
arvirkja allt að 60% af kostnaði.
Að sögn Magnúsar, formanns
nefndarinnar, var fyrst og fremst
verið að ræða næstu skref í ákvörð-
unarferli málsins eftir að bæjar-
stjórnin hefur ákveðið hvaða leið
verður valin.
„Rætt var um hvernig hægt væri
að hraða undirbúningi þannig að
ekki seinna en vorið 2001 verði hægt
að hefja þarna framkvæmdir," sagði
Magnús. „Það er fyrst og fremst
bæjarstjórnin sem ákveður hvaða
leið verður valin, Ofanflóðasjóður
kemur að verkefninu sem styrktar-
aðili.“
Ólafur Kristjánsson bæjarstjóri
sagði fundinn með Ofanflóðasjóði
hafa verið gagnlegan, þar sem farið
hefði verið yfir áfangaskýrsluna og
málin rædd. Hann sagði að bæjar-
stjórnin hefði óskað eftir því að fá að
hraða jarðvegsrannsóknum og byrj-
un á umhverfismati þannig að það
myndi flýta fyrir framkvæmdum. Þá
sagði hann að rætt hefði verið um
kostnaðarskiptingu á milli ríkis og
sveitai-félaga hvað varðaði rekstur
og viðhald þessara varnarvirkja,
sem og lagalega þætti sem snúa að
uppkaupum húsa, hvernig hægt
væri að bæta verðfall þeima o.s.frv.
2 til 3 varnarkostir
valdir fyrir mánaðamót
„Það er of snemmt fyrir mig að tjá
mig um það á þessari stundu hvaða
leið mér líst best á, því það var um
það heiðursmannasamkomulag í
bæjarstjóminni að við myndum ekki
gera það,“ sagði Ólafur Kristjánsson
bæjarstjóri.
„Við munum að sjálfsögðu taka til
greina þau sjónarmið sem hér komu
fram og tengja þau þessum tillögum
og ég sem bæjarstjóri og gamall
sveitarstjórnarmaður hér, legg á það
afskaplega mikla áherslu að bæjar-
stjómin nái fullri sátt og samstöðu
ANDRÚMSLOFTIÐ í Vík-
urbæ á mánudagskvöld
var hlaðið spennu enda
verið að ræða um mjög
viðkvæmt málefni, þ.e. aðgerðir til
að spoma gegn þeirri vá sem snjó-
flóð eru, en um er að ræða öryggi
fólks, fjárhag og framtíð.
Á fundinum var áfangaskýrsla II,
sem er sjálfstætt framhald áfanga-
skýrslu I, sem kynnt var á borgara-
fundi í bænum hinn 27. febrúar sl.,
kynnt og þeir átta vamarkostir sem í
boði era. Fyrir svöram sátu þeir Ólaf-
ur Kristjánsson bæjarstjóri, Magnús
Hávarðsson, forseti bæjarstjómar,
Ami Jónsson og Sigurjón Hauksson
verkfræðingar, Magnús Jóhannesson,
ráðuneytisstjóri í umhverfisráðuneyt-
inu og formaður Ofanflóðanefndar, og
Már Erlingsson frá Framkvæmda-
sýslu ríkisins. Mennimir höfðu í nógu
að snúast á fundinum, þar sem fund-
argestum, sem vora um 100 talsins,
fannst mörgum spumingum enn
ósvarað. Fundinum lauk ekki fyiT en
undir miðnætti, en þá hafði hann stað-
ið í fjórar klukkustundir.
Hættan vanmetin
Eftir snjóflóðin í Súðavík og á Flat-
eyri árið 1995 jukust áhyggjur Bol-
víkinga um snjóflóðahættu í Traðar-
hymu og eftir flóðið, sem féll úr
Traðarhymu í febrúar árið 1997 og á
ÓLAFUR Kristjánsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, sagði að reynt yrði að flýta fyrir framkvæmdum á varnarvirkj-
um, en ráðgert er að þær hefjist ekki síðar en árið 2001.
þrjú hús við Dísarland með þeim af-
leiðingum að tvö þeirra skemmdust
nokkuð, varð ljóst að áhyggjm-
manna áttu við rök að styðjast.
Lengst af höfðu Bolvíkingar ekki haft
veralegar áhyggjur af snjóflóðum, en
nú er ljóst að hættan var vanmetin og
því var ákveðið að flýta áætlunum um
byggingu vamarvirkja.
Fyrr í vetur kom fram að stór
hluti bæjarins væri á hættusvæði ef
svokallað aftakaflóð yrði og í fram-
haldi af því komu fram hugmyndir
um gerð skurðar í fjallið eða rásar,
þar sem hefðbundin varnai-virki
þóttu ekki duga. Rásin átti að hafa
það hlutverk að gleypa flóðin fyrir
ofan bæinn, en kostnaður við slíka
framkvæmd var talinn vera um
milljarður króna. Talið er að aftaka-
flóð komi á nokkur hundrað ára
fresti eða meira og því vilja menn nú
reisa vamir sem verja mestu hættu-
svæðin en hafa þann möguleika að
hægt sé að bæta þær síðar þannig að
allur bærinn verði þá varinn.
Sambland varnargarða
og rýmingar húsa
Olafur Kristjánsson bæjarstjóri
sagði að bæjarstjórnin vildi skoða
fleiri leiðir og einkum og sér í lagi
verja þau hús sem oftast þyrfti að
rýma, en það era húsin við Dísar-
land og Traðarland.
Árni Jónsson, verkfræðingur hjá
Orion-ráðgjöf, sagði að aðstæður í
Bolungarvík hefðu í raun ekkert
breyst heldur forsendurnar sem
verkfræðingamir ynnu út frá, þar
sem nú hefðu þeir meira svigrúm,
þ.e. mættu t.d. blanda saman gerð
varnargarða og rýmingu húsa.
„Þetta er fyrsta tilvikið þar sem
nánari skoðun á hættunni leiðir í ljós
að hún var vanmetin í frammatinu,
sem var gert árið 1996, sagði Magn-
ús, formaður Ofanflóðanefndar. Um
borgarafundinn sagði Magnús: „Það
var afar fróðlegt að heyra sjónarmið
íbúanna á þessu máli, sem er afar
flókið og erfitt viðfangs."
Ólafur bæjarstjóri var sammála
Magnúsi og sagði fundinn hafa verið
ljómandi góðan. „Hann var svona
eins og ég átti von á, en þetta hvílir
auðvitað misþungt á íbúum eftir því