Morgunblaðið - 24.06.1999, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 24. JUNI 1999
UMRÆÐAN
„Senn kemur hann Finnur,
faðir þinn frá Reyn...“
ÝMISKONAR yfírskilvitlegar
verur voru á sveimi hér á landi fyrr
á öldum, sumar þeirra voru
ískyggileg fyrirbrigði, sem hétu
fólki að leysa vandræði þess gegn
því að það léti af hendi við viðkom-
andi verur, það sem því var dýr-
mætast. Einar Ólafur Sveinsson
skrifar í bók sinni „Um íslenskar
þjóðsögur“ að sögurnar um
„Kirkjusmiðinn á Reyni“ og
„Gilitrutt" eigi kveikju sína í frá-
sögn Snorra Sturlusonar í Eddu
um borgarsmíð Asa. „Þar er jötni
heitið sól og mána og Freyju. ef
hann geti gert borg umhverfis As-
garð á einum vetri. Æsimir áttu
með að lofa sól og mána, það voru
ekki nema handaverk þeirra" (Um
íslenskar þjóðsögur bls 48.)
Súrefiiisvörur
Karin Herzog
Kynning
í dag kl. 14—18
í Fjarðarkaupi,
Breiðholts Apóteki og
Hafnarfjarðarapóteki.
■ Kynningarafsláttur ■
heita endanlegum lausnum á at-
vinnuleysi og glæstri framtíðarsýn,
en þegar kom fram á „útmánuði“
tóku ýmsir að „ógleðjast" og
„hugsa um nafn kerlingar" eins og
segir í þjóðsögunum. Hvert var
skilyrði draumamanna? Afskræm-
ing og eyðilegging ímyndar lands-
ins sjálfs sem er hluti íslenskrar
sögu og þjóðmenningar, töfraríki
hálendisins með hvatningu og
dyggri aðstoð „barbara nútímans"
(sbr. Ortega y Gasset), en forsenda
tilvistar þeirra afla og pólitískrar
tilveru „áldraumamanna" er af-
hending og eyðilegging hinnar
„vængjuðu auðnar.“
Og nú um Jónsmessuleytið 1999,
heyrist gaulað úr jarðholum í Aust-
urlandskjördæmi, þar er líklega
Gilitrutt á ferð: „Senn kemur hann
Finnur / faðir þinn frá Reyn / með
þinn litla leiksvein". Síðasta setn-
ingin er nú í fleirtölu og eru Norð-
ur-ál og Norsk-Hydro þeir góðu
leiksveinar.
Höfundur er rithöfundur.
Dragtir, buxur,
bolir, peysur frá
K.S. Selection
ÍT(U
Skólavörðustíg 4a,
s. 551 3069.
Eru rimlagardínurnar óhreinar!
Vib hreintum:
Rimla, strímla, plíseruS og sólargluggatjöld.
Setjum afrafmagnandi bónhúð.
Sækjum og sendum ef óskaft er.
Nýj«
taeHmihremsunm
MtlwtfiK. 35 • Simi: 533 JA34 . GSM: 397 3634
Siglaugur
Brynleifsson
Umhverfisvernd
Nú í Austurlandskjör-
dæmi, segir Siglaugur
Brynleifsson, heyrist
gaulað úr jarðholum.
í sögunni af kirkjusmiðnum á
Reyni, átti smiðurinn að fá „einka-
son bónda í kaup nema bóndi gæti
sagt honum nafn hans áður en
smíðinni lyki“ (Árni Björnsson:
Vættatal, bls 39.).
Sagan af Gilitrutt er svipuð,
nema hvað illyrmið lét í það skína
að hún myndi hirða þá sem hún
vann ullina fyrir, nema hún gæti
nefnt nafn hennar. „Áður var mikil
og merkileg trú á nafninu: Það var
hluti af einstaklingnum, hluti af sál
hans“ (E. Ól. S. sama heimild).
Nafnið var Akkilesarhæll óvætt-
anna. Meðan ekki var vitað um hinn
eiginlega tilgang illyrmanna, gátu
þær villt á sér heimildir og talað
fagurt og heitið fómarlömbum sín-
um gulli og grænum skógum. Fyrr-
um nægði að nefna hið rétta heiti
þeirra en nú dugar slíkt ekki leng-
ur, það þarf lengri útlistun til þess
að útlista hvað þeim gengur til og
svipta þær „nafnleyndinni", nú
heimildafölsunum um hinn eigin-
lega tilgang.
Bóndi og húsfreyja þjóðsagn-
anna (Þjóðsögur Jóns Árnasonar I,
57-58; III, 75-77 og 1.172-73) voru í
fyrstu fegin greiðasemi aðvífandi
persóna í mennsku gervi og
grandalaus samþykktu þau tilboð-
in. Bændur og húsfreyjur nú á dög-
um voru jafn grandalaus, þegar
„áldraumamenn" komu og koma og
Sumir ferðast um fjarlæg lönd í huganum
Aðrir láta hjartað ráða för
Gerðu drauminn að veruleika
Söluskrifstofa SAS Laugavegi 172 105 Reykjavík Sími 562 2211 Netfang sasis@sas.dk
S4S
Scandinavian Airlines