Morgunblaðið - 24.06.1999, Side 50

Morgunblaðið - 24.06.1999, Side 50
; 50 FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Grettir SVON4, UPP MEt> PI6 LUBBIf Þekkir þú einkunnarorðin mín? „Þegar gangan gerist erfiS - gefstu þá upp"! A- &WHAF' LTD. Smáfólk Færðu mér pizzu ef þú ert að fara í bæinn.. Afsakaðu, ég hélt að þú værir að fara íbæinn.. Ef þú ákveður einhvem tímann að fara í bæinn, viltu þá gera svo vel að færa mér pizzu.. Líf mitt er svaka, svaka, svakalega asnalegt.. S Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Hægt að draga úr losun koltvísýrings Frá David Butt: GREIN eftir Halldór Ásgrímsson um Kyotobókunina og möguleika íslendinga á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda bii-tist í Morgunblaðinu 3. mars sl. Hann segir, orðrétt: „Möguleikar okkar á að draga úr losun frá sam- göngum og fiskveiðum eru ekki miklir enn sem komið er, enda er- um við þar að verulegu leyti háð al- þjóðlegri tækniþróun.“ Þetta er rangt. Síðan 1990 hef ég reynt að kynna Brennsluhvatann hér á íslandi. 1995 skrifað ég grein í Morgunblað- ið þar sem fram kom að með notk- un Brennsluhvatans á skipum og bílum var hægt að draga úr losun koltvísýrings um allt að 7% og ann- arra efna í útblæstri um 30 til 60%. Þar með var hægt að mæta tak- mörkun á losun koltvísýrings sam- kvæmt Ríósáttmála. Gísli Einarsson alþingismaður flutti þingsályktunartillögu á 121. löggjafarþingi, 421. mál, um Brennsluhvatann. Þar kom fram meðal annars möguleiki okkar á að draga úr olíueyðslu skipaflotans um 3 til 7% með notkun Brennslu- hvatans. Eg er nýkominn heim eftir tveggja ára dvöl í Kanada þar sem ég var meðal annars að markaðs- setja uppfinningu mína. Einnig hef ég haldið áfram að prófa og þróa tækið sem var hannað á íslandi. Ahugi á notkun Brennsluhvatans hér á Islandi var takmarkaður vegna þess að í fyrsta lagi voru engar vísindalegar rannsóknir framkvæmdar sem íslensk stofnun gæti sætt sig við og í öðru lagi fannst engin vísindaleg skýring á virkni tækisins. Eg og samstarfsaðili minn er- lendis erum búnir að finna vísinda- lega skýringu á virkni tækisins ásamt því að staðfesta að tækið vii'ki eins og við höfum sagt. í ljósi þess hef ég sótt um einkaleyfi í Kanada og Bandaríkjunum á tæk- inu sem ég hannaði og þróaði að mestu leyti hér á Akranesi. Eins og kom fram í Morgunblað- inu þann 26. nóvember 1998 er mik- ill áhugi á Brennsluhvatanum vest- anhafs, meðal annars hjá Irving Oil-samsteypunni, þar sem mæling- ar þeirra sýna og staðfesta niður- stöður mælinga Tæknideildar Fiskifélags íslands og fleiri ís- lenskra aðila. Af hverju að leita til útlanda þeg- ar til er íslenskt tæki, reynsla og þekking hér á landi, sem hægt er að nota strax til þess að minnká los- un gróðurhúsalofttegunda og krabbameinsvaldandi efna frá bensín- og díselvélum? Hægt er að halda áfram að þróa Brennsluhvatann hér á landi, eins og kemur fram í einkaleyfi mínu, en til þess þarf stuðning einkaaðila og opinberra stofnana. DAVID J. BUTT, forstjóri, Lerkignind 5, Akranesi. Kvíði og gleði Frá Skúla Sigurðssyni: í BRÉFI frá Sigríði Gunnarsdóttur 25. apríl þakkar hún Jóni Hafsteini Jónssyni fyrir bréf um gagna- grunnsmálið (7. og 9. apríl). Hún segir að sér hafí skilist að þekking sem hugsanlega yrði til við gerð og notkun grunnsins hlyti að hafa eitt aðalmarkmið: hjálpa sjúku fólki að öðlast betra líf. Skyggir þetta verð- uga markmið ekki á aðrar hliðar málsins, spyr hún? Hún á erfitt með að skilja af hverju fræjum tor- tryggni hefur verið sáð í garð rann- sókna sem gætu gefið fólki nýtt líf, ekki síst á Islandi þar sem góður árangur erfðafræðirannsókna hafi byggst á samstarfsvilja fólks, eins- leitri þjóð og góðum vísindamönn- um. Svo börn hennar og afkomend- ur þurfi ekki að ganga píslargöngu veikinda líkt og hún sjálf, leggur hún í lok bréfsins „áherslu á að gefa gagnagrunni tækifæri og hvet[ur] því alla til að leyfa að heilsufarsgögn um þá verði þar og stuðli þannig að framleiðslu nýrrar þekkingar og lyfja.“ Það er illskilj- anlegt af hverju Sigríður hvetur landsmenn til þess að leyfa að heilsufarsgögn um þá verði í gagna- grunninum. Lögin ganga út frá því að landsmenn hafi þegar gefið leyf- ið. Úlfur Árnason benti á þetta í viðtali við, Sigrúnu Davíðsdóttur í Morgunblaðinu 18. apríl síðastlið- inn: „Auk þess er óhæfa að fólk þurfi að segja sig úr grunninum. Hið rétta væri að sjálfsögðu að gögn einstaklinga færu aðeins inn með beinu samþykki." Gagnrýnin hugsun og hæfileg tortryggni eru drifkraftur vísinda- starfsemi og lýðræðis. Einsleitni ís- lensku þjóðarinnar er tálsýn sem hefur réttilega verið gagnrýnd (sjá Alfreð Árnason í Morgunblaðinu 12. mars og 24. apríl). Gagnagrunn- urinn heggur að rótum frjálsrar vísindastarfsemi á íslandi og gæti hæglega aftrað þekkingarsköpun. Er auk þess víst að hann hjálpi sjúku fólki og afkomendum þess að öðlast betra líf? Sölumenn hug- myndarinnar um miðlægan gagna- grunn hafa ekki nefnt skýr dæmi þess. Grunnurinn á ekki að geta veitt upplýsingar um einstaklinga skv. lögunum. Hvemig getur hann þá nýst þeim? Segjum að annar gagnagrunnur aflaði aukinnar þekkingar á sjúkdómi en engin lækning væri í sjónmáli. Væri ein- staklingur betur settur sem fengi að vita að líkur væm á því að hann fengi sjúkdóminn? Ef í ljós kæmi að hann fengi ekki sjúkdóminn, hver mun bæta honum upp kvíða fyrri ára? SKÚLI SIGURÐSSON vísindasagnfræðingur og félagi í Mannvernd. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.