Morgunblaðið - 24.06.1999, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1999 53^
FÓLK í FRÉTTUM
MYNDBOND
Heilbrigð of-
sóknarkennd
Óvinur ríkisins
(Enemy of the State)_
S p e n ii u m y n d
★★★
Framleiðsla: Jerry Buckenheimer.
Leiksljórn: Tony Scott. Handrit: David
Marconi. Kvikmyndataka: Dan Mindel.
Tónlist: Trevor Rabin og Harry Greg-
son-Williams. Aðalhlutverk: Will
Smith, Gene Hackman og Jon Voight.
126 mín. Bandarísk. Sam-myndbönd,
júní 1999. Aidurstakmark: 16 ár
HÁTÆKNIN teygir óteljandi
anga sína inn í líf nútímamannsins á
hverjum degi allt hans líf og engin
leið er að vita
hverjir eru að
fylgjast með okk-
ur. Samsæriskenn-
ingar varðandi
tölvunet og gervi-
tungl eru vinsælar
og margar þeirra
komast á hvíta
tjaldið. „Enemy of
the State“ er ekta
stórhasarmynd sem nærist á þessari
ofsóknarkennd. Petta er mjög dæmi-
gerð mynd að flestu leyti og fátt sem
kemur á óvart í sögunni. Þó tekst
þokkalega að byggja upp spennu og
leikarahópurinn vinnur ágætlega
með sæmilega skrifaðar persónur.
Will Smith er orðinn einn af stóru
gaurunum í hasargeiranum og Hack-
man og Voight kunnuglegir í hlut-
verkum sínum. Jerry Bruckheimer
og Tony Scott eru sannir atvinnu-
menn í hasarmyndagerð og bregst
ekki bogalistin hér, þótt myndin sé
helst til löng og risti ekki dýpra en
sem nemur stundarafþreyingu.
Guðmundur Ásgeirsson
Þetta er
svolítið
hættu-
ÞAÐ þurfa ekki margar hljómsveitir
að glíma við innbyrðis hrepparíg
eins og sunnlenska sveitin Á móti
sól, sem verður með útgáfutónleika á
diskinum 1999 á Gauknum í kvöld.
Björgvin Hreiðarsson söngvari
er úr Reykjavík, Stefán Þórhalls-
son trommari er frá Hveragerði,
Heimir Eyvindarson hljómborðs-
leikari er frá Selfossi, Sævar
Helgason gítarleikari er frá Hvera-
gerði og Þórir Gunnarsson bassa-
leikari er frá Selfossi. „Þótt við æf-
um í Reykjavík halda menn auðvit-
að með sínum byggðarlögum," seg-
ir Heimir, hljómborðsleikari og
lagahöfundur.
Á diskinum eru þrettán frumsam-
in lög, ellefu ný og tvö eldri sem
nefnast Djöfull er ég flottur í endur-
bættri útgáfu og Stelpur, sem hingað
tO hefur aðeins verið til á útvarps-
stöðvum.
Eruð þið ekkert hræddir við töl-
una 13?
„Við erum bara svo vitlausir að við
pældum ekkert í því,“ svarar Heim-
ir. „Eg sé það núna að þetta er svo-
lítið hættulegt með aldamótin yfír-
vofandi og allt það.“
Verðið þið á ferðalagi í sumar?
„Já, það er orðið fullbókað og við
erum bara að ganga frá lausum end-
um með verslunarmannahelgina. Svo
verðum við að spila í haust og vetur,
- og um ókomna tíð.“
Eruðþiðþá atvinnumenn?
„Við erum orðnir það í dag; það
þýðir ekkert annað,“ svarar Heimir
mannalega.
Hver er forsagan aðþessariplötu?
„Við erum helst frægir fyrir
tveggja mínútna lög um uppáferðir;
Á þig og Djöfull er ég Uottur. Við
höfum verið starfandi síðan 1996 og
fyrsta platan kom út árið 1997 og
nefndist Gumpurinn. Við viljum ekk-
ert af henni vita,“ segir Heimir
sposkur. „Hún var með afbrigðum
léleg,“ bætir hann við og hlær. „Lík-
lega lélegasta plata í heimi.“
Hvað svo?
„I fyrrasumar vorum við með tvö
lög á safnplötunni Svona er sumarið
frá Skífunni og fengum góðar viðtök-
ur, tróðum m.a. upp á bindindismót-
inu í Galtalæk og á þjóðhátíð í Eyj-
um. Það má segja að við höfum verið
á fullu síðan.“
Hvernig er nýja platan?
„Hún fær örugglega þá dóma að
vera sundurlaus og ekki nægilega
heilsteypt en það er nú af því við er-
um að þreifa fyrir okkur með nýjar
stefnur," segir Heimir hinn róleg-
asti. „Við höfum fram að þessu aðal-
lega verið að spila „ska“-tónlist í
svipuðum dúr og Madness."
Og svo er það útgáfuteitið á
Gauknum...
„Það verður opið fyrir útvalda frá
21 til 23 og svo verða tónleikar fyrir
alla frá 23 til 1.
Er svolítið stuð í ykkur?
„Jújú, við erum eitt af þessum
skrípaböndum frá Selfossi... með
gráa rönd á bílunum okkar.“
Var nafnið hugsað sem andóf við
hljómsveitir sem bendlaðar eru við
sól?
„Einmitt,“ svarar Heimir. „Þetta
átti að vera svoleiðis og snerist svo
algjörlega upp í andhverfu sína; við
urðum eitt af þessum böndum.
Þannig að nú orðið flokkum við þetta
undir klúður."
Salinger
Ástarbréf
til sölu! f
ÁSTARBRÉF bandaríska rithöfund-
arins J.D. Salinger voru seld á upp-
boði á þriðjudag fyrir tæpar 11 millj-
ónir króna. Kaup-
andinn, Peter
Norton, hefur boð-
ist til að skila bréf-
unum til Salinger
sem er þekktur
fyrir að gæta
einkalífs síns með
kjafti og klóm.
Bréfin voru skrifuð
snemma á áttunda,
áratugnum til rit-
höfundarins Joyce Maynard er þau
áttu í ástarsambandi. Hún ákvað að
setja bréfin á uppboð svo hún gæti
borgað fyrir háskólagöngu barna
sinna. „Með því að selja bréfin er ég
einnig að leggja til hvílu atburði sem
hafa legið þungt á mér öll mín full-
orðinsár," bætti hún við. Joyce var
aðeins 18 ára er þau hófu samband
sitt en Salinger var þá 63 ára. í bréf-
unum lýsir hann tilfinningum sínum í
hennar garð en einnig lætur hann
hugann reika um hversdagslega at-
burði í lífi sínu. Joyce virðist liggja
mikið á hjarta því á síðasta ári gaf
hún út bókina ,At Home in the
World“ þar sem hún ræddi í fyrsta
skipti opinberlega um samband sittf*
við Salinger.
Kaupandi bréfanna er hugbúnað-
arframleiðandi sem kominn er á eft-
irlaun. Hann hefur boðið Salinger að
skila þeim ef honum sýnist svo en
hann er nú áttræður. „Ég vildi að
einhver sem virðir ósk Salingers um
næði keypti bréfin," sagði Norton.
„Ég ætla mér að skila honum bréfun-
um eða gera það sem hann telur rétt-
ast í þessu máli.“
Salinger er best þekktur fyrir bók
sína Bjarvætturinn í grasinu en ekk-
ert hefur komið út eftir hann síðan*
árið 1965.
Kringlunni
VERO MOÐÁ