Morgunblaðið - 24.06.1999, Page 56

Morgunblaðið - 24.06.1999, Page 56
^6 FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM MYNDBÖND 1 Aðskildar frá fæðingu Foreldragildran (The Parent Trap) Gamanmynd *★% Lcikstjórn: Nancy Meyes. Aðalhlut- verk: Lindsay Lohan, Natasha Ric- hardson og Dennis Quaid. 128 mfn. Bandarísk. Sam-myndbönd, júní 1999. Öllum leyfð. DISNEY-samsteypan hefur lengi sérhæft sig í gamanmyndum fyiir alla fjölskylduna og tekst gjarnan mjög vel að skemmta fólki. Hér er á ferð vel heppnað eintak af þessari framleiðslugrein. Efniviðurinn er sí- gildur og útfærsl- an ágæt. Hin unga Lindsay Lohan stendur sig með eindæmum vel í tveimur hlutverk- um og nær að gera tvíburasysturnar, aðalpersónur myndarinnar, mjög trúverðugar. •ílelsti gallinn er að myndin er helst til löng og dettur iðulega niður í leiðinlega væmna tilfínningavellu. Persónusköpun er einföld en skemmtileg og leikaraval til prýði. Utlit og yfirbragð er fallegt, slétt og fellt og greinilegt að Disney hefur efni á að halda tæknilegum hliðum óaðfínnanlegum. Petta er fín af- þreying og skemmtun fyrir alla fjöl- skylduna sem ekki ætti að skilja of mikið eftir sig. Guðmundur Asgeirsson t Aðdáunin gagnkvæm Það er ekki á hverjum degi sem fjórar erlendar hljómsveitir leggja leið sína til Islands til að spila á einum og sömu tón- leikunum. Birna Anna Björnsdóttir tók púlsinn á stemmningunni ÁHORFENDUR dolfallnir yfír rokkstjörnunum. FÓLK streymdi í Laugardalshöll- ina jafnt og þétt allt þriðjudagskvöldið þegar þar voru haldnir átta klukkustunda langir stórtónleikar þar sem nær tugur bæði íslenskra og erlendra hljómsveita kom fram. Hljómsveitim- ar Sóldögg, Land og syn- ir, Skítamórall, SSSól og Sálin hans Jóns míns hófu leikinn en svo tóku erlendu hljómsveitirnar við. Yngstu tónleikagestirnir mættu snemma og létu vel af leik íslensku hljómsveit- anna. Eldra fólkið streymdi svo að þegar líða fór á kvöldið og það vora margir sem komu ekki fyrr en alveg í lok tón- leikanna og þá eingöngu til þess að hlýða á aðalhljómsveit kvöldsins, Garbage. Pað var eftirtektarvert hvað er- lendu hljómsveitirnar sem fram ....... "" út tónlistartímaritið VINKONURNAr frábænr. Hír «™ I™ h>rhaU,Mmr * " iáná f»»*. M Mir Gu»»«s«.n »g fugibrrg Wr W«>”“»“' komu á tónleikunum voru ólíkar. Breska strákahljómsveitin E-17 lék fyrst þeirra og virtist tónlist þeirra falla best í kramið hjá yngstu stúlkunum í áhorfendahópnum. Að- dáunin virtist alveg gagnkvæm því þeir tóku það fram oftar en einu wæftar fmter a,,„ J v„„, sinni hvað þeim fyndist mikið af sætum stelpum í salnum. epublica steig svo á stokk með söngkonuna og orku- Iboltann Saffron í broddi íylk- ingar og var mikil ánægja með leik hennar. Hljómsveitin virtist líka Ri njóta almennari hylli gesta en strák- arnir í E-17. Þá kom að bandarísku rokksveit- inni Mercury Rev sem margir höfðu beðið eftir með nokkurri eftirvænt- ingu. Svo virtist sem eldra fólkið í salnum hafí verið hrifnara af tónlist Stórtónleikar í Laugardalshöll KRINGLUKAST ÁÐUR NÚ Buxur: 6.595, - 4.495, - 5.195, - 3.495, - BoliR: 2.495, - 1.695, - 2.195, - 1.395, - P i ls : 5.195, - 3.495, - 3.995, - 2.695, - .í||s|É||Í

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.