Morgunblaðið - 08.09.1999, Síða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fjármálaráðherra boðar lækkun á vörugjaldi á bensíni
Leiðir til 2,50 króna
lækkunar á hvern lítra
RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á
fundi sínum í gær að leggja frum-
varp fyrir Alþingi um breytingu á
vörugjaldi á bensíni. Lagt er til að
vörugjaldið, sem nú er um 12,50
krónur á hvern bensínlítra, lækki
um tvær krónur og verði framvegis
föst krónutala. Þegar virðisauka-
skattur er meðtalinn mun bensín-
verð lækka um 2,50 krónur á hvern
lítra við þessa breytingu.
„Þetta er það lengsta sem hægt
er að ganga af okkar hálfu,“ segir
Geir Haarde fjármálaráðherra.
Hann segir að lækkunin þýði
tekjumissi fyrir ríkissjóð, sem
nemur um hálfum milljarði króna á
árinu haldist bensínverð áfram
óbreytt.
Fjármálaráðherra segir frum-
varpið fela í sér breytingu til fram-
búðar en ekki aðeins viðbrögð við
nýlegum hækkunum á bensínverði.
Að gera vörugjaldið að fastri
krónutölu auki stöðugleika í bens-
ínverði því þá jafni gjaldið frekar
sveiflur í verðinu í stað þess að
magna þær upp. Að þessu sé
ávinningur bæði fyrir ríkissjóð og
almenning. Hann segist leggja
áherslu á að frumvarpið verði af-
greitt sem fyrst á Alþingi.
Lækkun í október
Arni Sigfússon, formaður Fé-
lags íslenskra bifreiðaeigenda, átti
fund með fjármálaráðherra að
loknum ríkisstjórnarfundi í gær og
segir hann fundinn hafa verið já-
kvæðan.
Árni segist vonast eftir að
breytingin gangi hratt fyrir sig og
telur raunhæft að gera ráð fyrir
verðlækkuninni í byrjun október.
Hann segir frumvarpið sýna já-
kvæða viðleitni ráðherra en telur
þó að hægt sé að gera betur og
vonar að svigrúm verði til þess í
framtíðinni.
Pallur lenti
á bifreið
TVENNT var flutt á slysadeild með
sjúkrabifreið eftir umferðarslys um
klukkan átta í gærkvöldi á Vestur-
landsvegi, þegar níðþungur pallur
feykti fólksbifreið út af veginum.
Ekki var um alvarleg meiðsl að
ræða og fékk annar sjúklinganna að
fara heim að lokinni skoðun.
Slysið átti sér stað við beygju við
Grafarholt á Vesturlandsveginum
þar sem fram fara vegafram-
kvæmdir og voru tildrögin þau að
fólksbifreið og flutningabifreið með
tengivagni mættust á veginum, en
festingar á tengivagninum slitnuðu
þá og sveiflaðist afturendi vagnsins
yfir á gagnstæða akrein. Á vagnin-
um var pallur, sem vó 5,3 tonn, og
lenti hann á fólksbifreiðinni, sem
kom úr austurátt, með þeim afleið-
ingum að bifreiðin kastaðist út fyrir
veg og urðu á henni miklar
skemmdir.
Helgi Áss og
Hannes efstir
HELGI Áss Grétarsson og Hannes
Hlífar Stefánsson eru efstir með 6V2
vinning að lokinni 7. umferð á Skák-
þingi Islands og í kvennaflokki er
Ingibjörg Edda Birgisdóttir efst
með 6 vinninga.
Urslitin í sjöundu umferð urðu
þau að í landsliðsflokki vann Þröstur
Þórhallsson Björn Þorfmnsson, og
Helgi Áss Grétarsson vann Davíð
Kjartansson. Sigursteinn Björnsson
vann Jón Garðar Viðarsson og
Hannes Hlífar Stefánsson vann Jón
Viktor Gunnarsson. Jafntefli varð
hjá Bergsteini Einarssyni og Braga
Þorsteinssyni og hjá Róberti Harð-
arsyni og Sævari Bjarnasyni.
í kvennafiokki vann Ingibjörg
Edda Birgisdóttir Hörpu Ingólfs-
dóttur og er Ingibjörg ein efst með 6
vinninga. Anna Björg Þorgrímsdótt-
ir vann Önnu Margréti Sigurðardótt-
m- og Aldís Rún Lárusdóttir vann
Steinunni Kristjánsdóttur.
Samkeppnismál Tals og Landssímans
Tal sendir
málið til ESA
Morgunblaðið/Þorkell
Bifreiðin er mikið skemmd en ökumaður og farþegi hennar slösuðust ekki mikið.
Ríkisstjórnin veitir fé til eftirlits með Mýrdalsjökli
28 milljónir króna í
eftirlit og rannsóknir
TAL hf. mun í næstu viku senda er-
indi til Eftirlitsstofnunar EFTA
(ESA) vegna skorts á viðbrögðum
frá samgönguráðuneytinu við úr-
skurðum samkeppnisyfirvalda út af
málefnum Landssímans. Þórólfur
Árnason, forstjóri Tals hf., segir
þetta í eðlilegu framhaldi af sam-
skiptum fyrirtækisins við sam-
gönguráðherra eftir að fyrir lá álit
samkeppnisráðs um samkeppnis-
stöðu Tals og Landssímans. I raun
hafi ráðherra í þingræðu vísað mál-
inu til ESA.
Þórólfur segir að menn frá ESA
hafi haft samband við Tal og hafi
stofnunin áhuga á að fylgjast með
málinu. Þess vegna hafi fyrirtækið
ráðist í að láta þýða gögn málsins og
verði þau send ESA í næstu viku.
Þar verði fjallað um og gerðar at-
hugasemdir við framgöngu sam-
gönguráðherra sem hluthafa í
Landssímanum, þ.e. ríkisrekstur í
fjarskiptum hér á landi, og um
stjórnsýslu ráðherrans og drátt
hans á því að bregðast við úrskurð-
um samkeppnisráðs þrátt fyrir
ábendingar Tals. „Samgönguráðu-
neytið er greinilega ekki tilbúið að
veita nein efnisleg svör þótt við
biðjum um þau,“ sagði Þórólfur.
„Nú eru orðnir tveii- mánuðir síðan
samgönguráðherra í bréíi til okkar
sagðist ekki geta veitt efnisleg svör
og á sama tíma er fallinn úrskurður
áfrýjunamefndar samgöngumála
þar sem allt var staðfest sem sam-
gönguráðherra hafði mótmælt
kröftuglega við birtingu úrskurðar
samkeppnisráðs. Það vekur spum-
ingar um stjómsýsluna í þessu
máli.“
Um samskipti Tals og ráðuneytis-
ins vísar Þórólfur til bréfasldpta
fyrirtækisins og ráðuneytisins.
Hinn 30. júní sl. skrifaði Tal ráð-
herra bréf og vitnaði til þess álits
samkeppnisráðs að Landssími ís-
lands hf. hefði notið ríkisaðstoðar
sem hafi skaðleg áhrif á samkeppni
eða torveldi eftir atvikum frjálsa
samkeppni í viðskiptum. Vitnað er í
ræðu ráðherra á Alþingi hinn 16.
júní sl. þar sem hann sagði að öll
umfjöllun samkeppnisráðs um ríkis-
aðstoð miðaði við reglur EES um
bann við ríkisaðstoð og það væri
ekki í verkahring Samkeppnisstofn-
unar heldur ESA að fjalla um það
mál. Því orkaði tvímælis að ráðið
fjallaði um málið. I bréfinu spyr Tal
hvort það sé fyrirætlan samgöngn-
ráðuneytisins að fara að tilmælum
samkeppnisráðs í áliti sínu og þá
með hvaða hætti og samkvæmt
hvaða áætlun. Sé sú ekki ætlanin
muni Tal leggja þann skilning í mál-
ið að ráðherrann hvetji til þess að
Tal skjóti ágreiningsefni málsins til
Eftirlitsstofnunar EFTA.
Hinn 7. júlí svaraði ráðherra
bréfinu þannig að verið væri að afla
upplýsinga um málið og fara yfir
forsendur samkeppnisráðs. Að því
búnu yrðí starfshópi falið að gera
tillögur um viðbrögð. Málinu yrði
hraðað eftir föngum og erindinu
svarað efnislega um leið og niður-
staða starfshópsins lægi fyrir.
Þessu bréfi ráðherrans svaraði
Tal hinn 21. júlí á þann hátt að í
bréfi ráðherrans hefði ekki falist
efnislegt svar en ljóst væri að ráðu-
neytið hygðist fara yfir forsendur
og efnislega umfjöllun samkeppnis-
ráðs, sem byggðist á um níu mán-
aða úttekt og ítarlegri skýrslu
Samkeppnisstofnunar. Ráðuneytið
virtist ekki endilega ætla að fara að
tilmælum samkeppnisráðs. Því
væri ljóst að Tal mundi hefja und-
irbúning að því að vísa málinu til
ESA.
RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í
gær að veita um 28 milljónir króna
á þessu ári til að bæta eftirlit og
rannsóknir við Mýrdalsjökul, með
því að setja upp tæki og annast
rekstur þeirra.
Vísindamenn lögðu í síðustu viku
tillögur fyrir Almannavamaráð um
hvernig best væri að bæta eftirlit
með jöklinum. Tillögurnar voru
skoðaðar af ráðinu í samráði við
nefnd sem sett var á laggimar í síð-
ustu viku, skipuð ráðuneytisstjóram
þeirra ráðuneyta sem málið varðar.
Niðurstöður nefndarinnar vora
teknar fyrir á ríkisstjómarfundi í
gær og var þar samþykkt að leggja í
kostnað sem nemui' 28 milljónum
króna á þessu ári, að sögn Ólafs Dav-
íðssonar, ráðuneytisstjóra í forsæt-
isráðuneytinu og formanns nefndar-
innar. Staðan yrði metin á ný um
áramót og þá tekin ákvörðun um
þann kostnað sem lagður yrði í að-
gerðimar á næsta ári.
Fjárveitingunni skipt
milli stofnana
Fjárveitingunni verður skipt á
milli Norrænu eldfjallastöðvarinn-
ar, Raunvísindastofnunar Háskóla
íslands, Orkustofnunar, Veður-
stofu íslands, Almannavarna ríkis-
ins og Landhelgisgæslunnar. Að
sögn Ólafs verður henni varið í
rannsóknir á jarðskorpuhreyfing-
um, vöktun á jöklabreytingum í
Kötluöskjunni, mælingar á eld-
fjallagasi, viðvörunarkerfi vegna
jökulhlaupa, gerð svonefnds land-
líkans, mælingar á mögulegu
Kötluhlaupi og uppsetningu slíkra
mælitækja. Einnig til Landhelgis-
gæslunnar svo hún geti sinnt
auknu eftirlitsflugi og Almanna-
varna ríkisins svo stofnunin geti
sinnt aukinni starfsemi vegna
breytinganna í Mýrdalsjökli.
Sérblöð í dag
►Sérblaði Morgunblaðsins Úr verinu í dag fylgir yfirlit
yfír úthlutaðar aflaheimildir allra aflamarksskipa og báta
og þorskaflahámarksbáta. Þá er sagt frá góðum árangri
íslenzkra fyrirtækja á íslenzku sjávarútvegssýningunni.
4 úírnm
Rússneskir dómarar dæma ;
í Makedóníu / B1
..........................>
Guðjón Þórðarson vill gleðja ;
sjálfan sig og aðra / B2
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is