Morgunblaðið - 08.09.1999, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 08.09.1999, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stórlaxarnir falla hver af öðrum Betdray Risableikja í Grenlæk „Veiða-sleppa“ fyiirkomulagið hef- ur ruglað þetta verulega, en ef menn sleppa laxi þá er hann lengd- armældur og þyngdin síðan áætluð samkvæmt þumalputtareglu, sem NASF hefur haldið frammi. Dæmi um hversu ónákvæmt þetta hlýtur að vera er nærtækt, athygli vekur að lax Jóhanns Rafnssonar, sem að ofan er getið, leginn hængur í Selá, var 104 sentimetrar og rúm 20 pund. Fyrir skömmu veiddi Eng- lendingur nokkur á vegum Orra Vigfússonar tvo jafnlanga hænga í Selá sama daginn. Þeir voru báðir legnir, en áætlaðir samkvæmt þumalputtareglunni 22-23 pund og síðan sleppt aftur. Laxar eru í mis- jafnlega góðum holdum, en hængar þynnast mjög er líður fram á haust og líklegt að þeir tapi einhverjum pundum meðan á verunni í ánni stendur. Ekkert skal fullyrt um Sigmar Helgason veiðieftirlits- maður við Grenlæk sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði séð sannkallaða risableikju í Grenlæk fyrir landi Seglbúða í sumar. Enn hefur enginn veitt flykkið sem Sig- mar fullyrðir að hafí verið allt að metri að lengd. Fiskinn sá Sigmar í svokölluðum Stífluhálshyl. „Eg sá fiskinn vel og bara stóð og starði lengi vel. Eg átti ekki orð. Þetta var allt að eins metra langur fisk- ur. Alveg ótrúlegt tröll," sagði Sig- mar. Það er hægt að gefa hug- myndafluginu lausan tauminn þeg- ar svona er sagt frá, en eins metra lax er oftast um 20 pund. Bleikjan á það til að vera mun sverari þegar hún stækkar og eldist og því spurning hvurs lags skrímsli hér er á ferðinni. Fróðlegt væri ef klakveiðimenn í haust legðu sig fram um að ná bleikjunni, sem trú- lega er á svipuðum slóðum, þannig að vega mætti hana og taka hreist- ursýni. VEIÐIMENN eru að tína upp stórlaxana þessa dagana, aðallega þó á hefðbundnum stórlaxaslóðum. Þannig veiddist fyrir fáum dögum 24 punda hængur í Víðidalsá og nú í vikubyrjun 20 punda hængur í Selá. Báðir voru mjög legnir og þunnir og hefðu ugglaust verið mun þyngri í byrjun sumars er þeir gengu úr sjó. Laxinn í Víðidalsá veiddist á laugardaginn í Efri-Laufásbreiðu. „Það var hann Stefán okkar, einn leiðsögumannanna, sem veiddi lax- inn og það var kominn tími til að það kæmi svona fiskur á land, því það voru komnir margir um 20 punda úr ánni. Þetta er stærsti lax- irm úr ánni í sumar og það voru komnir 975 laxar á land úr ánni um helgina. Það er útlit fyrir að veiðin verði svipuð og í fyrra, en menn eru þó á því að mun meira af laxi sé þó í henni í sumar heldur en í fyrra,“ sagði Ragnar Gunnlaugs- son á Bakka, formaður Veiðifélags Víðidalsár, í samtali við Morgun- blaðið. Hann gat þess í leiðinni að ljóst væri að metveiði yrði á sil- ungasvæðinu. „Eg hef öruggar heimildir fyrir því að komnar séu 1.500 bleikjur á land á tvær stang- ir,“ bætti Ragnar við. „Hann var alveg í skýjunum, strákurinn, nýbúinn að hringja suður og segja frá laxinum. Þetta var hængur, 104 sentimetrar, og rúm 20 pund, nákvæmlega veginn 10,2 kílógi-ömm. Hann fékk laxinn á rauða Frances-túpuflugu í Stekkjarhyl,“ sagði Rafn Hafnfjörð í samtali við Morgunblaðið í gær, en sonur hans, Jóhann Rafnsson, leiðsögumaður við Víðidalsá og víð- ar, hafði þá fengið sinn stærsta lax í Selá í Vopnafirði. Jóhann er heit- ur þessa dagana, því fyrir fáum dögum veiddi hann rámlega 19 punda lax í Harðeyrarstreng i Víði- dalsá. Sá fiskur tók maðk. Hvað eru þeir þungir? Það er alltaf forvitnilegt að velta fyrir sér hvað stærstu laxamir eru þungir og hvar þeir veiðast. mWSTARUGHT Morgunblaðið/Kristín Jóhannesdóttir Jóhann Rafnsson með tæplega 20 punda hæng úr Harðeyrarstreng í Víðidalsá fyrir fáum dögum. laxa Englend- ingsins, en dæmið sýnir að áætlun á þyngd á slepptum laxi býður upp á mikla óná- kvæmni. Annað dæmi sem skýtur upp í hugann er úr viðtali við Stef- án A. Magnús- son í nýlegu tölublaði Veiði- mannsins. Þar segir hann frá sínum stærsta laxi, 23 punda hæng úr Sandá. Stórlaxar úr Þistilfjarðarán- um eru þekktir íyrir að vera framúrskarandi þykkir. Þannig var 23 punda hængur Stefáns „aðeins" 102 sentimetrar, en þumalputta- reglan hefði dæmt hann 20- 21 pund. Svona má nú velta þessu til og frá. Niður- staðan er sú að varla er hægt að taka með sleppta laxa þegar spáð er í allra stærstu lax- ana, nema að þeir séu svo gríðar- lega miklu stærri en þeir stærstu sem eru rotaðir og vegnir að það tekur af öll tvímæli. Fréttir héðan og þaðan Holl sem var í Langadalsá við Isafjarðardjúp fyrir skömmu fékk aðeins þrjá laxa og það fylgdi sög- unni að sumarið hefði verið afar dauft og laxarnir sem á land væru komnir væru vel innan við hund- rað. Það er farið að veiðast í Breið- dalsá, enda langþráð rigning farin að hressa vatnasvæðið við. A ann- að hundrað laxar eru komnir á land. Talsverður lax er í ánni, ekki síst í námunda við sleppi- tjörn sem gönguseiðum var sleppt úr í fyrra. Enn eru Vopnafjarðarárnar einna gjöfulastar, Selá var komin með eina 960 laxa í gærmorgun og Hofsá er á líku róli. Sýnt þykir að þær fari í fjögurra stafa tölu, en þó gæti kólnandi veður sett strik í reikninginn. Enn ber á nýrunnum löxum í aflanum í báðum ám. Stigar frá Starlight og áltröppur frá Beldray fást í öllum stærðum í byggingavöruverslunum um allt land DREIFINGARAÐILI I. GliÐMUNDSSON ehf. Simi: 533-1999, Fax: 533-1995 Cfjþmbl.is B LLTAf= eiTTH\/A£J A/Ý/ 1 Staða öryggis- og varnarmála rædd Tímamót í starfsemi VES AMORGUN heldur Jose Cutileiro, framkvæmda- stjóri Vestur-Evrópu- sambandsins, fyrirlestur á fundi Samtaka um vest- ræna samvinnu, SVS, á Hótel Sögu klukkan 17.15. Hann mun í fyrir- lestri sínum fjalla um stöðu evrópskra öryggis- mála um þessar mundir. Framkvæmdastj órinn mun senn láta af störfum en núverandi fram- kvæmdastjóri NATO, Ja- vier Solana, hefur verið skipaður sérstakur tals- maður Evrópusambands- ins í utanríkis- og örygg- ismálum. Gunnar Pálsson er sendiherra íslands hjá Gunnar PálSSOn Atlantshafsbandalaginu og Vestur-Evrópusambandinu, VES. Hann var spurður um þær breytingar sem nú standa fyrir dyrum í starfsemi VES? „Það hafa átt sér stað mikil þáttaskil í starfsemi VES að und- anförnu með gildistöku Amster- dam-samnings ESB 1. maí sl., þá var VES í raun gert að undir- stofnun ESB. Á fundi sínum í Köln í júní sl. ákvað leiðtogaráð ESB síðan að yfirtaka flest verk- efni VES beint og stefna að því að leysa samtökin af hólmi fýrir lok næsta árs.“ - Hver er uppruni VES? „VES er varnarsamtök tíu Vestur-Evrópuríkja sem byggj- ast á sérstökum samningi, svo- nefndum Brussel-samningi frá árinu 1948. Þessi samningur er ári eldri en stofnsamningur Atl- antshafsbandalagsins, Washing- ton-samningurinn, og kveður að sumu leyti sterkar að orði um hinar sameiginlegu varnarskuld- bindingar aðildarríkjana en Washington-samningurinn. Brussel-samninginurinn var á vissan máta afar mikilvægur á sínum tíma því hann ruddi að sumu leyti braut fyrir stofnun Atlantshafsbandalagsins. Banda- ríkin gerðu að forsendu fyrir stofnun Atlantshafsbandalagsins að öfiugustu Evrópuríkin kæmu sér saman um sameiginlegar að- gerðir í varnarmálum. VES var þó ekki sett á laggirnar sem sér- stök varnarsamtök fyrr en árið 1954, fullgildir aðilar sambands- ins eru tíu og eiga allir aðild að ESB. Þetta þýðir að fimm ESB- ríki standa utan VES, en það eru hlutlausu ríkin fjögur; Austur- ríki, Irland, Finnland og Svíþjóð og auk þess Danmörk. Þessi fimm ríki tengjast hins vegar öll sambandinu sem áheyrnaraðilar. Island er aukaaðili að VES, ásamt Noregi og Tyrklandi. Þeg- ar Island þáði boð um aukaaðild- ina árið 1991 endurspeglaði það þá afstöðu íslenskra __________ stjórnvalda að það bæri að styrkja hina evrópsku stoð í Atl- antshafsbandalaginu ___________ en við vildum líka og viljum enn að staðið verði að efl- ingu Evrópusamstarfs í öryggis- og varnarmálum á þann hátt að öryggishagsmunir ríkja við Norður-Atlantshaf verði áfram tryggðir. Lítill munur er í raun á stöðu áheymar- og aukaaðila. Is- land hefur fullt málfrelsi og til- lögurétt innan VES og á þess kost að taka þátt í sameiginleg- um aðgerðum. Tíu önnur Evr- ►Gunnar Pálsson fæddist árið 1955 í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum í Reykjavík 1974 og stundaði nám við háskóla í ír- landi, Þýskalandi og Bandaríkj- unum en þaðan lauk hann dokt- orsprófí í sljórnmálakenning- um árið 1984. Þá réðst hann til starfa í utanríkisþjónustunni og er nú sendiherra Islands hjá Atlantshafsbandalaginu. Hann gegndi áður starfi sendiherra Islands hjá Sameinuðu þjóðun- um í New York, hjá ÖSE í Vín- arborg. Hann er kvæntur Elínu Snorradóttur og eiga þau fjög- ur börn. ESB yfirtekur fiest verk- efni VES ópuríki eru samstarfsaðilar VES, til samans tengjast því tuttugu og átta Evrópuríki VES á einn eða annan hátt. Þess má geta að endurvakning VES, sem legið hafði í dvala mestallt kaldastríðs- tímabilið, á að hluta til rætur að rekja til fundar Reagans og Gor- batsjovs í Reykjavík árið 1986, en sá fundur vakti marga til vitund- ar um nauðsyn nánara Evrópu- samstarfs um öryggis- og varnar- mál. Munurinn á starfsemi Atl- antshafsbandalagsins og VES er einkum sá að VES hefur einbeitt sér að mannúðaraðstoð, friðar- gæslu og aðgerðum til að hafa stjóm á hættuástandi utan land- svæðis aðildarríkjanna." - Hver erþýðing VES fyrir ís- land? „Fyrir okkur hefur VES eink- um haft þýðingu sem vettvangur til þess að tala máli Atlantshafs- tengslanna í öryggis- og varnar- málum. Aukaaðildin hefur einnig gefið okkur kost á að fylgjast með sjónarmiðum og áformum ESB í þessum málaflokki. ísland hefur frá fyi-stu tíð stutt aukna ábyrgð Evrópuríkja í öryggis- og varnarmálum. I ljósi landfræði- legrar sérstöðu okkar og hefð- bundinna hagsmuna í Atlants- _________ hafssamtarfinu er jafnframt eðlilegt að Island vilji gera sitt til þess að koma í veg _________ fyrir að glufur mynd- ist í Atlantshafssam- starfið eftir að ESB hefur tekið við hlutverki VES. Við þurfum að halda til haga þeim réttindum og þeirri áhrifastöðu sem við höfum áunnið okkur sem aukaaðili VES eftir að samruninn hefur átt sé stað. Aukið sjálfstæði ESB og forræði í öryggis- og varnarmál- um má ekki verða til þess að fleygur verði rekinn í Atlants- hafsbandalagið."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.